Morgunblaðið - 25.01.1981, Side 23

Morgunblaðið - 25.01.1981, Side 23
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 25. JANÚAR 1981 23 sérverzlanir og hin frægu pönnu- kökubakarí í París snarhækki vöru sína einungis í upphafi ferða- mannatímans ár hvert. Nú þarf ekki lengur slíkrar hvatningar við, því vöruverð og þjónusta hækka nú orðið a.m.k. þrisvar sinnum á ári í París. Ástandið kemur ís- lendingum einkar kunnuglega fyrir sjónir. Borgaryfirvöld og franska ríkið eru alls engir eftir- bátar Parísarkaupahéðna í verð- hækkana-kapphlaupinu: nöldr- andi brugðust Parísarbúar við enn nýjum hækkunum á farmiðum strætisvagna og dýrari miðum með neðanjarðarbrautinni, „métro", núna skömmu fyrir jól. Verðbólgan gegnsýrir andrúms- loftið í Parísarborg eins og eitt allsherjar mengunarský. Út á við eru borgarbúar þó gjarnan kok- hraustir eða jafnvel allt að því ósvífnir í tali, meðfædd kátína þeirra er ódrepandi: „Það sem kostar ekki neitt, er einskis virði!" ... dýrt skal það vera Fínni veitingahús borgarinnar bjóða upp á kvöldverð fyrir þetta 25—40.000 ísl. krónur (200— 300franka), næturklúbbar og víðfrægir kabarettar Parísar eins og Folies-Bergére, Alhambra, Cirque d’Hiver og Les Ambassa- deurs guma af aðgangseyri frá rúml. 30.000 og allt upp í 45.000 kr. — kvöldverður innifalinn í verð- inu! Það er líka langt frá því, að menningin sé ókeypis: leikhús, söfn og sýningaskálar myndlist- armanna hafa snarhækkað að- gangseyrinn núna í haust. Að skreppa eina kvöldstund í L’Opera er orðið svo dýrt, að maður hugsar sig um tvisvar áður; aðeins vel efnað fólk kaupir miða í óperuna umhugsunarlaust. Chirac, borgar- stjóri, hefur gefið Parísarbúum ákveðið loforð um nýja, ódýra borgaróperu í Chatelet, sem á að verða fyrir allan almenning. ... nóg af menning- ararfleifð í ár halda Frakkar upp á „patrimoine", ár hinnar miklu arfleifðar franskra lista • og franskrar sögu. Þeir snúa sér af alvöru að því, sem áunnist hefur; hver yfirlitssýningin á fætur ann- arri hefur verið sett upp í París allt þetta ár, list og saga snotur- lega flokkuð niður í sýningarsöl- unum. Einnig í sýningarsölum í einkaeign hefur hið viðtekna, gamalgróna, löngu viðurkennda í myndlist tekið yfirhöndina — og þar með sjálf leiðindin, þrátt fyrir eina Picasso-mynd hér eða Mat- isse þar. Þeir tilheyra líka fyrir löngu menningararfleifðinni. Hví skyldu menn svo sem vera að leggja á sig allt þetta erfiði við að skapa eitthvað nýtt í listum, úr því að menningararfleifðin franska er svo auðug og marg- slungin? Einustu biðraðirnar, sem maður sér í París, eru fyrir framan kvikmyndahúsin við Champs- Élysées og Boulevard Mont- martre, þar sem frumsýndar eru nýjustu kvikmyndirnar — og svo fyrir framan safn impressionist- anna „Jeu de Paume“, þar sem biðröðin nær langt út í lystigarð- inn. Parísarbúar berjast allt að því með hnúum og hnefum við að drífa sig inn á listasöfn borgar- innar í vetrarkuldanum og fá þannig að njóta síns réttláta skerfs af menningararfleifðinni miklu. Alþýðuleikhúsið frumsýnir: Tvö leikrit eftir Daríó Fó TVÆR frumsýningar verða hjá Al- þýðuleikhúsinu í nýju húsnæði. Hafnarhíói, í þessari viku. Eru það tvö leikrit eftir ítalskan mann. Darió Fó að nafni. sem mun hafa skrifað fjölda leikrita. og einhver sýnd hérlendis. „Kona“ heitir leikritið sem frum- sýnt verður nk. þriðjudag, 27. janúar. „Kona“ er þrjú eintöl og innlegg í Jafnréttisbaráttu kynjanna". Þetta leikrit er beiðni um skilning, sagði einn leikari Alþýðuleikhússins. — En það er samt enginn halelúja- tónn í þessu leikriti, bætti annar við: Þessi „beiðni" er mjög kröftug, sagði hann, nánast frekjuleg! Leikstjóri „Konu“ er Guðrún Ás- mundsdóttir, leikmynd er eftir Ivan Török; Gunnar Reynir Sveinsson samdi tónlist og „áhrifahljóð", David Walters sér um lýsingu og leikendur eru: Edda Holm, Guðrún Gísladóttir og Sólveig Hauksdóttir. Fram- kvæmda- og sýningarstjóri „Konu“ er Guðný Helgadóttir. Þá frumsýnir Alþýðuleikhúsið nk. fimmtudag, 29. janúar, leikritið „Stjórnleysingi ferst af slysförum", sömuleiðis eftir Daríó Fó. Að sögn Alþýðuleikhúss-manna er það leikrit b.vggt á sannsögulegum heimildum: — Þetta virðist við fyrstu sýn vera farsi, sagði leikstjórinn; en þetta er allt sannleikanum samkvæmt. Leik- ritið er unnið uppúr lögregluskýrsl- um og blaðagreinum. Það er gengið út frá raunveruleikanum, en útkom- an virðist mjög óraunveruleg, segir leikstjórinn. í stuttu máli segir leikritið af stjórnleysingja sem verður fyrir barðinu á „vondum yfirvöldum" á ítaliu! Leikstjóri Stjórnleysingjans sem ferst af slysförum er Lárus Ymir Óskarsson, leikmynd teiknaði Þór- unn Sigríður Þorgrímsdóttir, „hljóð og tónar“ eru eftir Leif Þórarinsson, og leikendur eru: Arnar Jónsson, Bjarni Ingvarsson, Björn K. Karls- son, Elísabet Þórisdóttir, Viðar Egg- ertsson og Þráinn Karlsson. Fram- kvæmda- og sýningarstjóri er Sigur- björg Árnadóttír. Alþýðuleikhúsið frumsýnir semsé tvö leikrit í Hafciarbíói í þessari viku: „Kona“ nk. þriðjudag, 27. jan. og „Stjórnleysingi ferst af slysförum" nk. fimmtudag, 29. jan. Svo mun leikhúsið taka unglingaleikritið „Pæld’í’ðí" til sýningar í Hafnarbíói mjög bráðlega. Innlent lán rikissjóós íslands ____________1981 l.fl.___________ VERÐTRYGGÐ SPARISKÍRTEINI Fjármálaráðherra, f. h. ríkissjóðs, hefur ákveðið að bjóða út til sölu innanlands vertryggð spariskírteini að fjárhæð allt að 20 millj. kr. Kjör skírteinanna eru í aðalatriðum þessi: Skírteinin eru lengst til 22 ára, bundin fyrstu 5 árin. Þau bera vexti frá 25. þ. m., meðalvextir eru um 3,25% á ári. Verðtryggingin miðast við breytingar á lánskjaravísitölu, sem tekur gildi 1. febrúar 1981. Um skattskyldu eða skattfrelsi skírteina fer eftir ákvæðum tekju- og eignarskattslaga eins og þau eru á hverjum tíma, en nú eru gjaldfallnar vaxtatekjur, þ. m. t. verðbætur, að fullu frádráttarbærar frá tekjum manna, enda séu tekjur þessar ekki tengdar atvinnurekstri eða sjálfstæðri starfsemi, sbr. lög nr. 40/1978 og nr. 7/1980. Skírteinin eru framtalsskyld. Skírteinin eru gefin út í fjórum stærðum, 500, 1.000, 5.000 og 10.000 krónum og skulu þau skráð á nafn. Sala hefst 26. þ. m. hjá Seðlabanka íslands, einnig hjá bönkum, bankaútibúum og sparisjóðum um land allt, svo og nokkrum verðbréfasölum í Reykjavík. Sérprentaðir útboðsskilmálar liggja frammi hjá þessum aðilum. Athygli er vakin á því, að lokagjalddagi spariskírteinaí l.fl. 1968erhin25.þ. m. og hefst innlausn skírteina í þeim flokki mánudaginn 26. þ. m. hjá Seðlabanka íslands, Hafnarstræti 10, Reykjavík. oVAR-ti. Islfi Janúar1981 SEÐLABANKIISLANDS

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.