Morgunblaðið - 25.01.1981, Síða 24

Morgunblaðið - 25.01.1981, Síða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 25. JANÚAR 1981 Þorkell Sigurbjörnsson: Merkisatburdur í tónlistarsögu okkar George Gerwhwin með mynd sína aí Seboeaberg SNEMMA á þessari öld fæddust þrír trúrtar nær samtímis, sem allir fengu þegar sess i hugarheimi, hver á sinn hátt, misáberandi og mismeðvitað þó. í tiltekt- um þeirra »g fangbrögóum, vonbrigðum, vonum og smásigrum, hafa milljónir séð spegilmynd sina ófægöa, annað hvort með þvi að sjá þá og heyra sjálfa, eða gegnum eftirlíkingar og endursagnir, sem siöar hafa komið fram i óteljandi rit-, mynd-, og tónverkum. í sjálfu sér er ekki mikiö athugavert við þýðingar, endurprentanir. eftiriíkingar eða endursagnir, þegar ekki er hægt að mæta frumgerðunum sjálfum. Stundum er slikt nauðsynlegur milliliður, likt og endurrómur. sem beinir athyglinni að grunntóninum. bcssir þrir trúðar eru „ílakkari“ Chap- lins, sem nær allir þekkja. „leikhrúða” Stravinskys, sem færri hafa kynnst af eigin raun. og loks „mánapési“ Schön- bergs, sem e.t.v. hefur haft mcst áhrif þeirra þriggja — þótt eðli sinu samkvæmt hafi hann sjáifur ekki beinlinis þvælst fyrir fólki á almannafæri. bess vegna hafa fæstir haft tækifæri til að komast i beina snertingu við hann sjálfan. Hann kom hér við á seinustu Listahátið og kynnti sig eftirminnilega vel, en fyrir þröngum hópi sem hans var von og visa. Nú er hann aftur væntanlegur i bjóðleik- húsið annað kvöld með sama úrvaislið og áður. og nú er ekki ástæða til að missa af neinu, nema ef fólk hamstri miðum og þeir seljist upp fyrir kaffi. Flutningur Ruth Magnússon og Kamm- ersveitar Reykjavikur undir stjórn Paul Zukofsky var hrifandi afrek i fyrra og nú á að veita stærra hópi áheyrenda hlutdeild i þvi. Er það gott. betta er merkisatburður f tónlistarsögu okkar, hér. bað er t.d. ekki langt siðan. að sögur voru sagðar frá grónum tónlistarborgum, að tónlistarfólk hafi glimt við „Pierrot lunaire“ á 200 æfingum og rétt náð að koma honum til skila — eða þá að heimsþekktar söngkonur hafi gefist upp við hann eftir mánaða yfirlegu og tugi æfinga. Hér er samt ekkert sérmál fyrir tón- listarfólk á ferðinni, þröngan klúbb eða kliku, eins og sumir virðast halda. Schön- berg sagði sjálfur, árið 1911, að margir næmustu áheyrendur hans kæmu ekki úr röðum tónlistarmanna eða annarra lang skólagenginna. bá átti hann ekki síst við reynslu sína af trúðum „Pierrot Lunaire“. VILBORG SJORPtSOOnift Þ0R6EMUR ÞOR6EIRS00TTIR UNGA FÚLKID 0G ELDHÚSSTÚRFIN ,0 A. s \ -'iiHM fff \ w I NAMSGAGNASTOFNUN Unga fólkið og eldhússtörfin i nýrri útgáfu NÝLEGA er komin út endurskoð- uð útgáfa bókarinnar Unga fólk- ið og eldhússtörfin eftir Vilborgu Björnsdóttur og borgerði bor- geirsdóttur. Útgefandi er Náms- gagnastofnun, en bókin er ætluð til kennslu i heimilisfræði fyrir 7.-9. bekk grunnskóla. í frétt frá Námsgagnastofnun segir m.a. að helztu breytingar á bókinni séu þær, að vörufræði sé mun ýtarlegri, getið sé geymslu og frystingar matvæla og nýjum upp- skriftum bætt við. bá hefur ágrip af næringarfræði eftir sömu höf- unda verið fellt inn í þessa útgáfu, aukið og endurskoðað. Bókin kom fyrst út 1967 og hét þá Unga stúlkan og eldhússtörfin og hafa uppskriftir bókarinnar verið not- aðar í skólaeldhúsum allar götur síðan. Helztu kaflar bókarinnar eru: fæðan og gildi hennar, mál og vog, steiking, innkaup og geymsla matvæla, fæðuflokkarnir, egg og eggjaréttir, mjólk og mjólkuraf- urðir, feitmeti, bökun, þvottur og fatamerkingar.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.