Morgunblaðið - 25.01.1981, Side 28

Morgunblaðið - 25.01.1981, Side 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 25. JANÚAR 1981 Leikfélag Reykjavíkur frumsýnir Ótemjuna: Leikfélag Reykjavíkur frumsýnir i kvöld, sunnudatfs- kvöld, hinn vinsæla Kamanleik Shakespeares The Taminx of the Shrew í íslenzkum bún- in>ri- Verkið hefur hlotið heitið Ótemjan eða Snetíla tamin. býð- andi er Heltci Hálfdanarson ot? leikmynd er eftir Steinþór SÍKurðsson. en búninga tferði Una Collins frá Bretlandi. Tón- Hst við sýninKuna er eftir Etftf- ert Þorleifsson sem jafnframt flytur hana ásamt leikurunum. Með verkinu er fluttur forleikur otf eftirleikur sem Böðvar Guð- mundsson hefur samið otf fært i texta eftir hutfmyndum leik- stjóra, sem er Þórhildur Þorleifs- dóttir, en verkið að öðru leyti i upprunalegri mynd. Morgunblaðsmenn litu inn á æfingu á Ótemjunni i vikunni, þar sem leikarar, leikstjóri og aðrir aðstandendur sýningarinnar voru að leggja síðustu hönd á verkið, ef svo má að orði komast. Og leik- stjórinn, Þórhildur Þorleifsdóttir, lét sér þá ekki muna um að skvera sér upp á sviðið og fylla skarð sem flensa hafði höggvið í það skiptið, en einn og einn leikari hefur orðið flensunni að bráð upp á síðkastið. Leikfélagsmenn gerðu sér vonir um að þegar að frumsýningu kæmi yrðu allir leikararnir stál- slegnir, því hópurinn hefði tekið út sinn skammt af flensunni sem herjað hefur á borgarbúa að undanförnu. Leikritið gerist á Ítalíu og segir frá hinum auðuga aðalsmanni Baptista í Padúu. Baptista á tvær dætur. Sú yngri, Bjanka, er afar eftirsótt; hin, Katrín, er fræg fyrir skapofsa og erfiða iund enda hafa engir karlmenn biðlað til hennar. Baptista hefur ákveðið, að Bjanka, sem á sér marga vonbiðla, fái ekki að giftast fyrr en Katrín hafi eignast mann. Ævintýramaður frá Verónu, Petrútsíó að nafni, tekur að sér að biðla til Katrínar fyrir áeggjan vinar síns, Hortens- íó, sem leggur ást á Bjönku. Petrútsíó ákveður þó að kvænast Katrínu ekki sízt vegna heiman- mundarins, og sýnir leikritið við- ureign hans við hana og hvernig honum tekst að beygja hana til hlýðni og undirgefni. Petrútsíó kvænist semsé Katr- ínu og tekur hana með sér til sveitaseturs síns, þar sem hann varnar henni bæði svefns og matar og sveigir hana þannig til hlýðni við sig. A meðan hefur einn vonbiðla Bjönku, Lúsentsíó, dulbúist eins og flestir biðlar hennar og skotið keppinautum sínum, Gremíó og Hortensíó, ref fyrir rass og náð ástum Bjönku í gervi læriföður hennar. Þau gifta sig síðan. Hort- ensíó gerir sér að góðu að giftast auðugri ekkju. Hinir þrír ný- kvæntu eiginmenn veðja um, hver eiginkvenna þeirra sé hlýðnust og manni sínum undirgefnust. Petr- útsíó vinnur veðmálið. Fjolmenn sýning Það eru þau Lilja Guðrún Þor- valdsdóttir og Þorsteinn Gunnars- son sem leika Katrínu og Petrúts- íó, höfuðpersónur verksins. Jón Sigurbjörnsson leikur Baptistu föður Katrínar og Bjönku, sem Lilja Þórisdóttir leikur. Aðrir helztu leikendur eru Ragnheiður Steindórsdóttir, Hanna María Karlsdóttir, Margrét Helga Jó- hannsdóttir, Sigríður Hagalín, Sigurður Karlsson, Jón Hjartar- son, Karl Guðmundsson, Guð- mundur Pálsson, Kjartan Ragn- arsson, Harald G. Haraldsson og Eggert Þorleifsson. Að sögn Þór- hildar leikstjóra taka 15 manns þátt í sýningunni, svo til allt fastalið Iðnó. „Þetta er stór og mikil sýning, mjög fjölmenn. Við höfum verið að æfa verkið frá því í nóvember, og allt gengið samkvæmt áætlun, er mér næst að segja, þótt flensa gerir grín að sambúð kynjanna hafi herjað á leikarana, einn af öðrum," sagði Þórhildur. Hún lagði áherzlu á að hér væri um viðamikla og litríka sýningu, og að þetta væri í fyrsta sinn sem verkið væri flutt í atvinnuleikhúsi á ísland. Hún sagði að Ótemjan væri líklega eitt vinsælasta leikrit sem um getur, það væri sífellt í sýningu einhvers staðar í heimin- um, uppsetningar á verkinu skiptu áreiðanlega þúsundum. InnlegR Shakespeares í jaínréttisumræðu? „Verkið fjallar á gamansaman hátt um sambúð kynjanna, efnið er nokkuð umsnúið nú á tímum jafnréttis. Umræður hafa átt sér stað á dögum Shakespeare um þetta efni, og hefur hann dregið upp ýkta mynd af sambúð kynj- anna, enda er verkið fyrst og fremst „kómedía". Við reynum að gera okkar bezta til að koma efninu til skila og færa það nær okkar tíma, þótt fjórar aldir séu síðan það var samið. Það er gaman að gera grín að okkur sjálfum og að því sem okkur sjálfum er heilagt," sagði Þórhildur, og bætti við að eflaust hefðu margir gaman að að skoða efni leiksins í Ijósi jafnréttisumræðu síðustu ára. Marghrotin leikmynd Eins og áður segir, er Eggert Þorleifsson höfundur og útsetjari tónlistarinnar í sýningunni. Þetta er í fyrsta skipti sem Eggert tekur að sér að semja tónlist fyrir sýningu hjá Leikfélagi Reykjavík- ur, en hann hefur í vetur leikið og sungið í söngleiknum Gretti hjá félaginu. Eggert hefur leikið í ýmsum leiksýningum Alþýðuleik- hússins. Hann hefur að baki margra ára tónlistarnám, spilaði um skeið í Sinfóníuhljómsveit Islands og söng með sönghópnum Þokkabót. I leikmyndinni, sem er marg- brötin, felast margar andstæður. Bregður þar fyrir myndum, sem sóttar eru í hundruð ára gamlar frummyndir frá Ítalíu en inn á milli bregður fyrir Dómkirkjunni í Brúðkaupsdagurinn. Fyrir miðri mynd eru þau hjón Petrútsió og Katrin (Þorsteinn Gunnarsson og Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir). Aðrir á myndinni (f.v.) eru; Jón Sigurbjörnsson (Baptista), Jón Hjartarson (Grúmíó þjónn Petrútsió) Karl Guðmundsson (Bíondelló þjónn Lúsentsíós), Sigurður Karlsson (Tranió) þjónn Lúsentsíós), Hanna M. Karlsdóttir (Hortensíó), Kjartan Ragnarsson (Kúrtis þjónn hjá Petrútsió), Eggert Þorleifsson (Skyrtusali og þjónn Petrútsíós), Harald G. Haralds (Skraddari og þjónn Petrútsíós) Lilja Þórisdóttir (Bjanka) og Ragnheiður Steindórsdóttir (Lúsentsió aðaismaður frá Písu).

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.