Morgunblaðið - 25.01.1981, Page 30

Morgunblaðið - 25.01.1981, Page 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 25. JANÚAR 1981 r Samsýning 11 listamanna Bragi Hannesson. „Grænt og grátt ríkjandi í okkar landi“ „Á ferAalöRum mínum um landiA rissa ég xjarnan upp þaA sem mér finnst áhugavert, aAallega i landslaginu, og síAan mála ég þegar heim cr komiA,“ sagAi Bragi Hannesson listmálari og bankastjóri, en hann hefur tekiA þátt i öllum sýningum Vetrarmyndar. „Oft reyni ég aA ná fram náttúrustemmningunum frá stöAunum sem heilla mig og þá spila saman form, litir, veAur og þótt myndirnar séu naturaliskar þá eru þær aA stórum hluta skáldverk um upplifunina. Hér er til dæmis mynd frá Þórsmörk, en það má segja að það sé mín Þórsmörk því ég bý hluta af myndinni eftir mínu höfði, legg áherslu á jökulinn, gilið og það græna og gráa. ísland er svo grænt og grátt, það eru ríkjandi litir í okkar landi.“ Hluti úr einni af myndum Braga þar sem Kirkjan og Fjallið gnæfa. Hringur viö eitt verka sinna. „Treysti ekki rafljó.sum“ „Það er allt gott að segja um Vetrarmynd sagði Hringur Jóhannesson listmálari í stuttu spjalli," það er ákveðinn kjarni listamanna en reynt er að velja án þess að menn séu bundnir einni eða annarri stefnu, það er aðalinntakið I málinu. Jú, ég afla mest fanga yfir sumartímann, veturinn fer meira í kennslu. Ég á svo erfitt með ad máia í skammdeginu, verð að hafa dagsbirtu og þar með detta einir þrír mánuðir úr. Á þeim tíma vinn ég þó að ýmsu öðru en mála með olíu, pastel eða teikna, t.d. gríp ég í bókaskreytingar. Nei, ég treysti ekki almennilega rafljósum og það er því eins gott að það sé bjart. í vetur vann ég að bókaskreytingu fyrir japanskan útgefanda, sem er að gefa út þjóðsögur ýmissa landa og hann valdi Búkollu frá Islandi. Það var ekki hægt að neita því verki og ég vann yfir 20 litkrítarmyndir í bókina.“ Hluti úr biðukollu Hrings Níels Ifafstein. „Fallast í faðma á miðri leið“ „Ég er þátttakandi i Vetrarmynd í fyrsta lagi vegna þess að ég tel að myndlistarmenn sem hafa lengi haldið einkasýningar hafi tilhneigingu til þess að fjarlægjast skoðendur þvf oft eru einkasýningar settar upp eftir duttlungum listamannanna." sagði Níels Hafstein, „en nú reyni ég að koma til móts við áhorfendur án þess að slaka á kröfunum. I öðru lagi vil ég undirstrika vilja til þess að bera klæði á vopnin þar sem það tíðkast mjög að listamenn séu fiokkaðir í margs konar hópa þar sem þeir sinna mismunandi viðfangs- efnum og í þriðja lagi eru hér á ferðinni ágætis listamenn sem gaman er að sýna með.“ Níels kvað verk sitt á sýningunni vera nýtt, unnið daginn áður en sýningin var opnuð, en hugmyndin væri 10 ára gömul. „Þetta verk sem heitir Sundfugl og straujárn, er byggt upp á mýkt og hörku, úr pappír og eir. Það er um að ræða formið í fuglinum og straujárninu, sem er það sama í aðalatriðum. Þegar fuglinn syndir á vatninu kemur lygna á eftir honum og þegar straujárnið fer um krumpaðan dúk verður hann sléttur. Þannig tengi ég saman mýkt og hörku þar til báðir hlutir mætast á miðri leið og fallast í faðma.“ „Að fallast I faðma á miðri leið“ Samvinna um glerull Hjónin Sigríður Jóhannsdóttir og Leifur Breiðfjörð sýna úr ávöxtum samvinnu sinnar í Vetr- armynd. „Samvinnan er þannig að við ákveðum hvað við ætlum að taka fyrir, hvernig skal vinna það og litasamsetningu," sagði Leifur, „Við tökum þetta fyrir f lotum með 8—10 teppum þar sem ég geri frummyndir en Sigriður vefur." Sigríður: „Við höfum unnið dá- lítið í seríum, sett upp viss form og unnið saman að litasamsetn- ingum.“ Leifur: „Þetta hefur verið sam- vinna í mörg ár, fyrst í glerinu þar sem Sigríður sér mikið um frá- gang og síðan í teppunum." Leifur og Sigríður við eitt verka sinna þar sem tvö vegg- teppi mynda eina heild eins og sjá má þegar að er gáð. Sigríður: „Hann tók mig í sína þjónustu fyrir 10 árum og nú er ég búin að nappa honum. Þegar sonur okkar var eitt sinn spurður að því hvað við gerðum svaraði hann: „Pabbi brýtur glerið, en mamma setur það saman.“ Ann- ars göntumst við stundum með það heima að það sem við séum að vinna sé eins konar glerull." Leifur: „Það er skemmtilegt að vinna svona saman, ræða málin og við finnum alltaf eitthvað nýtt. Þetta hefur gengið mjög vel.“ Sigríður: „Leifur lærði í Bret- landi og vann þá jöfnum höndum með gler og myndvefnað." Leifur: „Það er margt líkt með þessu tvennu." Sigríður: Það hefur verið sagt að eini munurinn á þessum efnum sé sá að ljósið kemst í gegnum glerið, en ekki ullina." Ullin býður af sér hlý- legan þokka í vefnaðinum. „Pabbi brýtur glerið, en

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.