Morgunblaðið - 27.01.1981, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 27.01.1981, Qupperneq 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 27. JANÚAR 1981 Maður beið bana í eldsvoða í Rvík MAÐUR á fertujísaldri beið bana í eldsvoða í íbúð í Reykja- vik siðdegis á sunnudag. Slökkviliðið í Reykjavík var kallað að Kötlufelli 11 kl. 18:18 og var eldur laus í íbúð á 3. hæð. Reykkafarar fundu mann- inn fljótlega og var hann flutt- ur á Slysadeild, en var þá látinn. Ilann hét Sigfús Statoil fúst til ráðgjafar við olíuleit „ÉG spurðist fyrir um það, hvort Statoli væri reiðubúið til ráðgjaf- ar i sambandi við skipulag og framkvæmd oliuleitar á islenzku hafsvæði og fékk greið svör og jákvæð,“ sagði Hjörleifur Gutt- ormsson, iðnaðarráðherra, er Mbl. ræddi við hann i gær um opinbera heimsókn hans til Nor- egs 20.-24. janúar sl. Sagðist Hjörleifur telja eðlilegt, að nefnd sú, sem ynni nú að þessum málum á vegum iðnaðar- ráðuneytisins athugaði þetta til- boð norska fyrirtækisins. Steingrimsson, 37 ára, og lætur eftir sig konu og tvö börn. Gunnar Sigurðsson vara- slökkviliðsstjóri sagði að maður- inn hefði verið einn heima er eldsins varð vart. Þegar kona hans kemur heim gýs reykur á móti henni og sótti hún þegar hjálp og kallað var á slökkvilið. Er talið að eldurinn hafi þá logað um nokkurn tíma. Slökkviliðs- maður, sem var gestkomandi í húsinu, komst ekki inn vegna reyksins, en reykkafarar fundu manninn fljótlega í eldhúsi íbúð- arinnar, en eldurinn hafði komið upp í svefnherbergi. Slökkvistarf- ið gekk fljótt, en skemmdir urðu miklar á íbúðinni og sót barst um stigaganginn. Að sögn Njarðar Snæhólm hjá RLR var ekki búið að fullkanna orsakir eldsupptaka. Gunnar Sigurðsson sagði að margt fólk hefði drifið að og margir bílar hefðu hálflokað göt- unni og gæti slík aðgangsharka í fólki reynst afdrifarík. Nefndi hann að hefði slökkviliðið t.d. þurft að koma kranabíl sínum að húsinu, hefði það tekið langan tíma og jafnvel ekki verið hægt vegna bílafjöldans. Væru af þessu óþægindi, sem gætu komið að sök í ákveðnum tilfellum. Gftir mikla kulda að undanförnu hækkaði hiti skyndilega i fyrrakvöld og i gærdag var hiti í lofti og mikið rigndi. Ökumenn fóru ekki varhluta af því, eins og ökumaður þessa smábils. Ljósmynd Mbi. Kristinn. Ingólfur Ingólfsson um málefni Verðjöfnunarsjóðs: Lántaka hinn versti kostur og skammsýni Fundur boðaður um togara- og bátakjör RlKISSÁTTASEMJARI hefur boA að til sáttafundar á morgun, mið- vikudag klukkan 16 um togara- og bátakjarasamninga. Samkvæmt heimildum Morgun- blaðsins mun ekkert liggja fyrir, sem gefur tilefni til bjartsýni um lausn kjaradeilunnar, en tæplega hálfur mánuður er nú liðinn frá því er síðast var haldinn fundur í deilunni. Mun það helzta ástæðan fyrir fundarboðun nú, þar sem lög segja fyrir um að boða skuli til sáttafundar a.m.k. með hálfs mán- aðar fresti. FUNDUR var á föstudag i yfir- nefnd Verðlagsráðs sjávarútvegs- ins og varð þar fátt tiðinda. Er enn sama biðstaða i málinu, sem verið hefur í meira en viku, en lögum samkvæmt átti fiskverð að liggja fyrir hinn 1. janúar sið- astliðinn. Er fyrst og fremst um það að ræða, að enn er ekki ljóst, hver sá stuðningur verður við fiskvinnslu, sem rikisvaldið lof- aði að leggja til. Munu menn enn að velta fyrir sér, hvort Verðjöfn- unarsjóður eigi að taka lán. Stjórn sjóðsins hefur cnn ekki komið saman. enda munu ekki F ækkun hjá Lindu á Akureyri úr 50 í 37 manns á tveim árum Á ALÞINGI i gær kom til umra'ðu utan dagskrár vöru- gjald rikisstjórnarinnar á öl, gosdrykki og sælgæti og áhrifa stórfellds samdráttar á þessum vörutegundum á atvinnu fólks. Inn í þessar umræður dróst frétt Morgunblaðsins sl. laugar- dag um uppsagnir 17 starfs- manna hjá Lindu hf. á Akur- eyri. Hér fara á eftir ummæli Gunnars Thoroddsens, forsætis- ráðherra. um fréttina, svo og ummæli Halldórs Blöndal. Þá birtir Morgunblaðið orðrétta kafla úr viðtalinu við Eyþór Tómasson, forstjóra Lindu, sem tekið var upp á segulband. Umræðurnar hóf Pétur Sig- urðsson utan dagskrár og vitnaði í uppsagnir hjá Lindu sem dæmi um afleiðingar vörugjaldsins. Gunnar Thoroddsen svaraði þessu atriði í ræðu Péturs og sagði, að það væri rangt hjá honum að fólki hefði verið sagt upp hjá Lindu á Akureyri. Heim- ildin væri Morgunblaðið, en engu starfsfólki hefði verið sagt þar upp. Halldór Blöndal sagði í sinni ræðu, að 60 manns hefðu unnið í sælgætisiðnaði á Akureyri fyrir 2 árum. Nú væru starfsmenn 37. Rétt væri, að uppsagnir hefðu ekki komið til hjá Lindu á þessu ári, en fækkun starfsfólks væri þó staðreynd og iðnrekendur Engar uppsagn- ir nú í janúar Umræður um málið á Alþingi nyrðra, ekki sízt í útflutningsiðn- aði, væru mjög kvíðnir, m.a. vegna festingar gengis. Frétt Morgunblaðsins sl. laug- ardag um fækkun um 17 starfs- manna hjá Lindu byggðist á viðtali við Eyþór Tómassoii, for- stjóra. Viðtalið var tekið upp á segulband og segir þar orðrétt: — Það er ekki um það að villast, að það er allt í hnút hjá manni, eins og hjá gosdrykkja- verksmiðjunum. Það eru 17 manns, sem ég er búinn að fækka, og samdráttur er orðinn dálítið mikill, í kílóum talið. Það leynir sér ekkert hvað er fram- undan," sagði Eyþór. Hvað er mikið starfsfólk hjá þér nú? — Núna er það 38, nei 37, í stað þess, að ég hef alltaf haft um 50,“ sagði Eyþór. — Þetta er þá mikiil samdráttur. — „Já það er samdráttur hjá mér núna, og ég held að það sé ekkert betra í Reykjavík. Held að það sé alveg sama sagan," sagði Eyþór. Er þetta fyrst og fremst þessi skattur, sem gerir ykkur erfitt fyrir? — „Já þetta er eingöngu út frá því, alveg. Það er hrein lína á því, að þarna hafa þeir tekið stórt spor í vitlausa átt. Þetta er orðið hérna á Akureyri, t.d. mjög einkennilegt því mjög margir eru nú skráðir atvinnulausir, bæði bílstjórar og fagmenn, trésmiðir og alls konar fólk,“ sagði Eyþór. Það er merkilegt hvernig þetta hefur þróast. — „Já, þetta er hryllilegt ástand,“ sagði Eyþór. Hefur það nokkuð í tölum hversu samdrátturinn er mikill? „Það er verið að taka það saman hjá mér núna og verður tilbúið eftir svona klukkutíma," sagði Eyþór. Síðar í samtali sagði Eyþór Tómasson: „Það er 27% minnkun fram- leiðslu í janúar, sem komið er í dag, og það liggur hreint fyrir, að í febrúar verður þetta ennþá verra. Þetta er út frá því, að það var ekkert til á lager hér fyrir jól, en það er alveg hrein lína um hvað er að ske, það leynir sér ekki neitt. Vandamál er að verða hér á Akureyri, sem ekki hefur skeð áður.“ Þá sagði Eyþór orðrétt i sam- talinu: „Þetta er að verða hreinasta vandamál hérna, alveg. Þetta er orðið nákvæmlega sama og hjá gosdrykkjaverksmiðjunum, það er allt að fara til helvítis." liggja fyrir henni neinar form- legar tillögur um lausn vandans. Fiskverðsfundur hefur verið boðaður i dag klukkan 15.30. Á meðan tillögur liggja ekki fyrir má ætla að ekki skapist samstaða með oddamanni og kaupendum um ákvörðun fisk- verðs. Á hinn bóginn eru svo þeir möguleikar, sem felast í sam- komulagi með seljendafulltrúum. Þar munu þykja of dýrir kostir og blandast inn í það samningamál sjómanna og útvegsmanna, sem augljóslega þurfa að leysast. Sjó- menn hafa gert kröfu til þess að þessi mál leystust nokkuð samtím- is. Ingólfur Ingólfsson, fulltrúi sjómanna í yfirnefnd sagði í samtali við Morgunblaðið, að öðr- um ætti að vera það jafnljóst og sjómönnum, hversu nauðsynlegt það væri, að ekki komi til langvar- andi verkfalls, enda þótt búið yrði að ákveða fiskverð. Þannig verði fiskverðsákvörðun að vera með þeim hætti, að þrátt fyrir hana sé hægt að ná samningum. Því megi fiskverðshækkun ekki vera svo lítil, að augljóslega sé útilokað að koma á kjarasamningum. INNLENT Ingólfur kvaðst algjörlega mót- fallinn lántöku Verðjöfnunarsjóðs og kvað það hinn versta kost og skammsýni. Verðjöfnunarsjóðs- stjórnin hefur enn ekki komið saman og er því ekki vitað, hvernig hún muni taka á því máli. Hlöðubruni á Kjalarnes- inu í gær SLÖKKVILIÐIÐ í Reykjavík var á ellefta tímanum í gærmorgun kaliað að bænum Króki á Kjal- arnesi, en þar var eldur laus i heyi á hlöðulofti. Áfast húsinu er fjós og ibúðarhús, en skemmdir urðu aðallega á hlöðunni af völdum eldsins og þar sem rifa þurfti þakið til að komast að eldinum. Hvasst var og rigning, en slökkvistarfið gekk greiðlega fyrir sig. Fjórir slökkviliðsmenn úr Reykjavík fóru á vettvang, en auk þeirra dreif að nágranna, en eiginlegt slökkvilið er ekki fyrir hendi á Kjalarnesi. Froðu var í fyrstunni sprautað á heyið, en vatn síðan leitt um 800 m leið frá brunahana. Sem fyrr segir urðu skemmdir aðallega á hlöðunni, hænsni á neðri hæðinni voru flutt út og hvorki fjósið né íbúðarhúsið voru í neinni hættu. Rikisverksmiðjusamningar: Ágreiningurinn við vélstjórana saltaður VÉLSTJÓRAR sem aðrir starfs- hópar hjá ríkisverksmiðjunum og Kisiliðjunni halda áfram samningaviðræðum við vinnu- málanefnd ríkisins. Ágreiningn- um um stöðu vélstjóranna innan launastigans hefur verið ýtt til hliðar og verður tekinn upp siðar, ef samningsaðilar komast eitthvað lengra með samnings- gerðina i heild. Sáttafundur í deilunni hófst í gær klukkan 16 og stóð hann til klukkan 19, er undirnefndir tóku við og unnu fram eftir. Klukkan 14 í dag er svo fundur með starfsfólki verksmiðjanna og klukkan 16 í dag eru báðar samninganefndir boðaðar til nýs sáttafundar. Atvinnurekandinn, ríkisvaldið, lagði fram nýtt tilboð í gær, sem fulltrúar starfsfólksins eru nú að skoða. Samkvæmt upplýsingum Morg- unblaðsins eru þau tilboð, sem gengið hafa á milli aðila marg- brotin og lúta að samræmingu samninganna þriggja við Grund- artangasamninginn. Eins og fram hefur komið, lagði vinnumála- nefnd nkisins a fimmtudaginn var fram tilboð um samræmdan samning, sem samninganefnd starfsfólksins svaraði á föstudag og gerði athugasemdir við. Svör við þeim athugasemdum bárust svo í gær.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.