Morgunblaðið - 27.01.1981, Qupperneq 5
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 27. JANÚAR 1981
5
Vestur-þýzkir togara-
sjómenn töfðu löndun
úr Lárusi Sveinssyni
ÞEGAR skuttogarinn Lár-
us Sveinsson hugðist
leggja að bryggju í Cux-
haven í Vestur-Þýzkalandi
til löndunar sl. sunnudag
komu um 100 vestur-þýzk-
ir togarasjómenn í veg
fyrir það fram eftir degi.
Forsvarsmenn togarasjó-
manna sögðu við blaðamenn,
að ástæðan fyrir þessum að-
Gautur en
ekki Gauti
í MORGUNBLAÐINU um helgin-
ar var ranglega farið með nöfn
feðganna Steingríms Gauts
Kristjánssonar og Ragnars Gauts
Steingrímssonar. Annað nafn
þeirra er Gautur en ekki Gauti.
Leiðréttist þetta hér með.
gerðum væri, að mótmæla
fiskveiðistefnu Efnahags-
bandalagsins og þeim umræð-
um, sem farið hefðu fram þar
að undanförnu. Þeir bentu
ennfremur á, að umræður
innan bandalagsins hefðu taf-
ið um viku siglingu vestur-
þýzks togara á íslenzk mið.
Umræður innan Efnahags-
bandalagsins áttu að fara
fram í gærdag og í dag í
Brussel, en búizt var við, að
um 300 togarasjómenn
myndu efna til mótmæla bæði
í Brussel og Bonn.
Samkvæmt upplýsingum
Landsambands íslenzkra út-
vegsmanna tókst ekki að
ljúka löndun vegna þessara
mótmæla á sunnudag, en lok-
ið verður við löndunina í dag.
57,5% fylgjandi
42,5% andvígir
DAGBLAÐIÐ birtir í gær
niðurstöður skoðanakönnun-
ar, þar sem þeir, sem sögðust
styðja Sjálfstæðisflokkinn,
voru spurðir um afstöðu
þeirra til ríkisstjórnarinnar.
Þar kemur fram, að 73, eða
49% spurðra sögðust vera
fylgjandi ríkisstjórninni, 54,
eða 36,2% sögðust vera henni
andvígir og 22, eða 14,8%
sögðust vera óákveðnir.
Þá segir blaðið, að séu þeir
einir teknir sem afstöðu tóku,
séu 57,5% fylgjandi ríkis-
stjórninni, en 42,5% andvígir
henni.
Falsaði 50 kr. seðillinn er sá neðri á myndunum og má sjá að hann er nokkru styttri en sá rétti og öllu
óvandaðri að gerð. Ljósm. Krfetinn.
Falsaður 50 kr. seðill í umferð:
Viðurlög við peningaföls-
un allt að 12 ára fangelsi
FALSAÐUR fimmtiu króna seð-
ill fannst í umferð í Keykjavík
fyrir helgina og vinnur Rann-
sóknarlögregla rikisins nú að
þvi að rannsaka uppruna seðils-
ins. Að sögn Hallvarðar Ein-
varðssonar rannsóknarlögreglu-
stjóra var seðillinn afhentur
lögreglunni á laugardag og hafði
i gær ekkert komið fram sem
bent gæti til þess hver þar væri
að verki.
Hallvarður Einvarðsson kvað
viðurlög ströng við peningafölsun
og vísaði til 16. kafla refsilaga,
greina 150 til 154, en þar segir
m.a.: Hver, sem falsar peninga í
því skyni að koma þeim í umferð
sem ósviknum gjaldeyri, svo og
hver sá, sem í sama skyni aflar
sér eða öðrum falsaðra peninga,
skal sæta fangelsi allt að 12 árum.
Hver, sem lætur úti peninga, sem
hann veit að eru falsaðir, skal
sæta sömu refsingu sem hefði
hann sjálfur falsað þá. Hver sem
lætur úti peninga, sem hann hefur
grun um að séu falsaðir, skal sæta
varðhaldi eða fangelsi allt að 2
árum.
Tapaði tæplega 2000 nýkrónum
KONA hafði samband við Mbl. í
gærkvöldi og sagði farir sínar ekki
sléttar. Hafði hún týnt peninga-
veski sínu sl. miðvikudag er hún
beið eftir strætisvagni í biðskýlinu
á mótum Miklubrautar og Löngu-
hlíðar, en í því voru engin skilríki,
en hins vegar tæplega 2000 nýkrón-
ur, eða tæplega 200 þúsund gamlar
krónur, og leikhúsmiðar. Sá er
kynni að hafa fundið veskið getur
haft samband við eigandann, Bryn-
hildi Ingjaldsdóttur, í síma 25000
eða 22891.