Morgunblaðið - 27.01.1981, Qupperneq 11

Morgunblaðið - 27.01.1981, Qupperneq 11
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 27. JANUAR 1981 11 víkur 90 ára — Verzlunarmannafélag Reykjavíkur 90 ára — Verzlunarmannafélag Reykjavíkur 90 ára — Verzlunarma Ofungur gullberi! kjaramál fram á sameiginlegum fundum allra launþega í félaginu, og ber það vott um, að launþegar við afgreiðslu- og skrifstofustörf hafi þá þegar fundið, að styrkur þeirra lá í því, að vera sameinaðir í baráttunni fyrir bættum kjörum. Þann 18. janúar 1946 gerist mjög merkilegur atburður í sögu félagsins. Þann dag er undirritað- ur fyrsti kjarasamningurinn, sem launþegar í félaginu gera við vinnuveitendur. Þá er félagið enn ekki orðið hreint launþegafélag. Á þessum árum gera launþegar sig sífellt meira gildandi í félaginu og krafan um að V.R. verði hreint launþegafélag vex með hverjt árinu sem líður. V.R. varð hreint launþegafélag 1955 Það leiddi síðan til þess, að á aðalfundi V.R. hinn 28. febrúar 1955, náðist samkomulag um það, að vinnuveitendur vikju úr félag- inu. Frá þeim tíma er félagið hreint launþegafélag verzlunar- og skrifstofufólks. Sem slíkt er félagið því tæplega 26 ára gamalt og því ungt sem stéttarfélag. Við skiptingu félagsins byrjar V.R. að taka á sig þá félagslegu mynd, sem það hefur nú í dag. Mörg verkefni biðu þessa unga stéttarfélags, enda þótt það nyti að sjálfsögðu góðs af mörgu því, Úr afmælishófinu á Hótel Sögu sem unnið hafði verið á vegum félagsins þegar það var sameigin- legt félag launþega og vinnuveit- enda, eins og það, að V.R. hélt húsnæðinu að Vonarstræti 4, sem var forsenda fyrir áframhaldandi öruggu félagsstarfi. Þegar V.R. varð hreint laun- þegafélag, var aðeins hluti þess fólks, sem vann við afgreiðslu- og skrifstofustörf, í félaginu, eða aðeins um 1000 manns. Það varð því að byrja á því, að finna tiltrú launþega á þýðingu félagsins, vekja þá til meðvitundar um að tilurð stéttarfélagsins og aðild allra, sem við verzlunar- og skrifstofustörf unnu, væri for- senda bættra kjara. Það var því mjög þýðingarmik- ið, að forustumönnum félagsins tækist að marka stefnuna í upp- byggingu og starfsemi félagsins strax í upphafi á þann hátt, að launþegar fyndu til þess afls, sem stéttarfélag á að vera í sókn þeirra til bættra lífskjara. Félagsmönnum hefur fjölgað úr 1000 í 10.000 Þó að ekki hafi allt náðst fram, sem stefnt hefur verið að á sl. 26 árum, er enginn vafi á því, að sú stefna, sem mörkuð var í upphafi, hefur í meginatriðum verið rétt og haft afgerandi þýðingu, sem m.a. má marka af því, að á þessum árum hefur tekizt að sameina allt verzlunar- og skrifstofufólk á fé- lagssvæði V.R. í eitt stéttarfélag, sem nú hefur fjölgað úr 1000 í um 10 þús. manns. í samræmi við þessa fjölgun félagsmanna, hafa umsvif félagsins aukist gífurlega, sem sést bezt af því, að fyrst eftir skiptinguna var einn starfsmaður á skrifstofu félagsins, en nú eru þeir átta og komast naumast yfir að sinna öllum óskum félags- manna um félagslega þjónustu. Annað grundvallaratriði í stefnumótun og starfi félagsins eftir skiptinguna var, að afla félaginu viðurkenningar sem lög- formlegum samningsaðila við vinnuveitendur. Menn gætu haldið í dag, að það hefði verið auðsótt og sjálfsagt. Það var öðru nær. Það var ekki fyrr en fjórum árum eftir að félagið varð hreint launþegafélag, að öll samtök vinnuveitenda höfðu viðurkennt V.R. sem lögformlegan samningsaðila. Margir áfangar hafa unnist Margir áfangar hafa unnist á þessum árum. Bæði með sjálf- stæðum samningum verzlunar- manna við vinnuveitendur og einnig í samvinnu við heildar- samtök verkalýðshreyfingarinnar, ásamt og með löggjöf sem verka- lýðshreyfingin hefur lagt áherzlu á að sett yrði, er varða kaup og kjör launþega. Ég vil geta hér nokkurra atriða: Vinnuvikan hefur styzt úr 48 st. í 38—40 stundir og er nú 5 daga vikunnar í stað 6. Flokkaskipunin hefur verið algjörlega umsköpuð og er nú getið 70 starfsheita í stað 19, sem voru í fyrstu samningun- um eftir skiptinguna. Sumarfrí hefur lengst úr 18 dögum í allt að 27 daga. Greiðslur í veikindafor- föllum hafa lengst úr 3 mánuðum í 6 mánuði. Þá eru fjölmörg ákvæði nú í samningum, sem ekkert var getið í fyrstu samning- unum. Má þar t.d. nefna aðbúnað á vinnustöðum, greiðslu ferða- kostnaðar, fæðingarorlof, lág- marks hvíldartíma, slysa- og ör- orkutryggingu. Þá vil ég nefna orlofssjóðinn og uppbyggingu orlofshúsa félagsins sem nú eru 16. Aðild að Atvinnuleysistrygg- ingasjóði, sem kostaði mikla og langa baráttu. Sjúkrasjóðurinn, sem verzlunarmenn fengu á árinu 1979, að vísu með löggjöf, en að baki hennar var löng og hörð barátta verzlunarmanna fyrir sjóðnum. Lífeyrissjóður verzlunarmanna tók til starfa 1. febrúar 1956 og er stærsti lífeyrissjóður á félagsleg- um grundvelli og hefur haft gífur- lega kjaralega þýðingu fyrir fé- lagsmenn. Þá vil ég nefna mjög mikilvæg atriði, sem V.R. hefur átt hlut að, eins og stofnun Landssambands ísl. verzlunarmanna, Verzlunar- bankans og Alþýðubankans og inngöngu verzlunarmanna í A.S.I., sem kostaði að vísu málaferli, en það hefur nú verið bætt upp með því að báðir forsetar Alþýðusam- bandsins hafa nú verið valdir úr röðum verzlunarmanna. Allt þetta hefur bæði mikla kjara- og félagslega þýðingu og þessa áfanga ber því að þakka. Með sanngirni hygg ég að óhætt sé að segja, að markvisst og af festu hafi hver áfanginn af öðrum unnist, sem skilað hefur verzlun- ar- og skrifstofufólki kjörum, þeg- ar á heildina er litið, til jafns við það, sem gerist hjá almennu verkalýðsfélögunum og hefur því reyndar verið haldið fram af aðilum utan félagsins, að V.R. hafi jafnvel farið framúr launatöxtum annarra félaga. Góðir hátíðargestir. Ég hefi hér í sem fæstum orðum stiklað á því helzta í 90 ára sögu V.R. Það fer ekki á milli mála, að félagið hefur sett sinn svip á mannlífið í höfuðborginni, en segja má, að félagið og borgin hafi vaxið hvort með öðru þennan tíma. Þetta aldna en þó unga félag, hefur ekki aðeins unnið að bætt- um kjörum félagsmanna sinna, í þröngri merkingu þess orðs. Saga félagsins sýnir, að það hefur lagt ómetanlegan skerf til menningar- lífs höfuðborgarinnar í gegnum árin. Áherzla á fræðslu- og útbreiðslustarf á afmælisárinu Á afmælisárinu hefur verið ákveðið að leggja megináherzlu á fræðslu- og útbreiðslustarf. Lögð verður áherzla á að vekja félagsmenn til aukinnar stéttar- vitundar. Til þess munum við taka fjöl- miðlana í okkar þjónustu. Hraði nútímans krefst þess, að svo stórt stéttarfélag nýti sér nútíma tækni, og beiti henni í fræðslu- og útbreiðslustarfi félagsins. Slík útbreiðslu- og fræðslu- starfsemi hefst í samvinnu við samtökin Viðskipti og verzlun í sjónvarpinu á afmælisdaginn, nk. þriðjudagskvöld og síðan í öllum dagblöðum borgarinnar. Þá verð- SJÁ NÆSTU SÍÐU Njáll Símonarson, fram- kvæmdastjóri hjá Úlfari Jacob- sen, fyrrum blaðafulltrúi Flug- félagsins og ritstjóri Frjálsrar verslunar. — Hann er fæddur Reykvikingur, en foreldrar hans voru Árnesingar, Simon Njálsson, sjómaður og verka- maður, og Margrét Ingvars- dóttir. Hann byrjaði strákur i Kiddabúð, svo lauk hann prófi frá Verslunarskólanum 1941. Lyndon B. Johnson — Þá fékk ég skólastyrk, segir hann, fyrir milligöngu konu Lyndons B. Johnsons! Ég vissi það reyndar ekki þá, en þannig var, að ég kynntist góðum Amrí- kana hér í stríðinu og hafði sá fyrrum unnið í Washington og hafði þá mikil kynni af Johnson, sem á þeim árum var ungur fulltrúi Texas-manna í fulltrúa- deildinni. Og þessi amríski vinur minn talaði semsé vel um mig við konu Lyndons B. Johnsons, og þar með var ég kominn á skóla með kúrekum í Texas. Ég nýtti styrkinn vel og útskrifaðist viðskiptafræðingur 1947. VR á umhrotatímum Heimkominn réðst ég blaða- fulltrúi hjá Flugfélagi Islands og um leið hófust afskipti mín af félagsmálum. Ég gekk í VR og flæktist fljótlega í stjórn og sat í henni í 7 ár eða frá 1948—55. Þessi stjórnarár mín voru miklir umbrotatímar í sögu þessa ágæta félags. Það var að breyt- ast úr almennu félagi kaup- manna og verslunarmanna í algert launþegafélag. Árið 1945 höfðu verið stofnaðar launþega- deildir innan félagsins; skrif- stofumannadeild, afgreiðslu- mannadeild og sölumannadeild. Ég var tvö ár formaður í skrif- stofumannadeild. Mér var nátt- úrulega ljóst, sem öðrum, að hverju stefndi. Kjarasamningar voru viðkvæmir, það er viðsemj- endurnir voru líka félagsbundnir í VR — svo fjölgaði launþegun- um ár frá ári, sérílagi eftir 1950. En breytingin gekk ekki alveg átakalaust fyrir sig. Gömlu kaupmennirnir voru ekki sáttir við að slíta öll tengsl við félagið, sem þeir höfðu reyndar stofnað. En það urðu engar deilur eftirá. Það var geysilega mikil félags- starfsemi í gangi á þessum árum. Það var jafnvel troðfullt á aðalfundum VR. Og í félags- heimilinu í Vonarstræti 4 var líf í tuskunum: böll og ýmiskonar skemmtanir. Það var átak að eignast það hús. Frjáls verslun Já, ég var ritstjóri Frjálsrar verslunar. Verslunarmannafélag Reykjavíkur byrjaði að gefa út Frjálsa verslun 1939, að tilstuðl- an Friðþjófs heitins Johnsons. Tímaritið bar sig með auglýsing- um og kauplausri vinnu rit- stjórnarinnar. 1948 var ég kos- inn í ritstjórn og 1951 varð ég ritstjóri með Gunnari Magnús- syni allt til 1955 að útgáfan lognaðist útaf. Við reyndum að koma út 12 heftum árlega og gekk það stundum brösulega. En þegar maður Htur til baka, þá minnist maður einungis skemmtilegra stunda og góðs fólks. Ég kynntist mörgu góðu fólki þessi ár. Og sem ungum manni, fannst mér auðvitað gaman, að vinna með Vilhjálmi Þ. Gíslasyni, Birgi heitnum Kjaran, Geir Hallgrímssyni og Einari heitnum Ásmundssyni — en þeir voru allir í ritstjórn Frjálsrar verslunar meðan við Gunnar ritstýrðum og miklir áhugamenn um útgáfuna. Starfið og félagsmálin Svo kom að því, maður var nauðbeygður til að draga sig útúr félagsmálunum. Þau voru orðin svo tímafrek: Ég sat í stjórn Heimdallar á sínum tíma, var einn af stofnendum annars Lionsklúbbsins í Reykjavík, Baldurs, sat í stjórn Ferðamála- félags Reykjavíkur, og 10 ár var ég í stjórn Islensk-Ameríska félagsins. Það var farið að spauga með mann — ég væri aldrei heima o.s.frv. Svo hafði ég orðið mikið starf hjá Flugfélag- inu sem blaðafulltrúi. Hjá Flugfélaginu hætti ég síðan 1962, langaði að spreyta mig uppá eigin spýtur, svo var launaspursmálið líka inní dæm- inu eins og endranær. Ég fór í ferðaskrifstofubransann og hef verið viðloðandi hann síðan. Um þetta leyti hafði Ásbjörn Magn- Njáll Simonarson Ljósin Rax. ússon stofnað ferðaskrifstofuna Orlof og var það sú eina utan Ferðaskrifstofu ríkisins. Orlof hætti starfsemi og ég og fleiri settum á fót ferðaskrifstofuna Sögu. Hún fór í hundana líka. Það var ekki gróðavænlegt að reka ferðaskrifstofu í þá daga. 1967 réðst ég svo til Úlfars Jacobsens og þar er ég nú framkvæmdastjóri. Mjög lifandi starf, eins og blaðafulltrúastarf- ið hjá Flugfélaginu, enginn dag- ur öðrum líkur. Ég hef aldrei séð eftir því að fara í ferðamálin. Heiðursmerkjaaldur Jú, það var krækt í mig gullmerki VR núna á sunnudag- inn. En reyndar finnst mér ég nú ekki kominn á heiðursmerkja- aldur. Ég er aðeins 57 ára gamall og þó miklu yngri í andanum. Én á þessum tímamótum Verslunarmannafélags Reykja- víkur minnist ég með mikilli ánægju þeirra ára, sem ég var þar starfandi félagi. Ég minnist góðra og áhugasamra félaga og ánægjulegs samstarfs. Ég vil einkum nefna þrjá menn, sem ég hafði mest saman við að sælda, þá Guðjón Einarsson, formann VR í þau ár sem ég sat í stjórn, Sveinbjörn Árnason, varafor- mann félagsins, og Gunnar Magnússon, meðritstjóra minn að Frjálsri verslun í fimm ár. Á 90 ára afmæli VR gleðst ég yfir hinum mikla og öra vexti félagsins síðustu ár undir hand- leiðslu Guðmundar H. Garðars- sonar og Magnúsar L. Sveinsson- ar og óska félaginu gæfu og gengis um alla framtíð.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.