Morgunblaðið - 27.01.1981, Síða 15
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 27. JANÚAR 1981
15
stofnum. Eg vil benda á, að á
þessu tímabili hefur möskvi í
botnvörpu og flotvörpu tvívegis
verið stækkaður, fyrst úr 120 mm
í 135 mm og síðar í 155 mm. Þá
hafa verið friðuð mikil veiðisvæði
um lengri eða skemmri tíma,
ýmist fyrir öllum veiðum eða
botnvörpu-, flotvörpu- og drag-
nótaveiðum. Settar hafa verið
nýjar reglur um lágmarksstærðir
fisktegunda og sérstakir veiði-
eftirlitsmenn hafa verið ráðnir til
þess að fylgja eftir að lögum og
reglum um fiskvernd sé hlýtt.
Veiðar hafa verið.stöðvaðar tiltek-
in tímabil með setningu reglu-
gerða. Allt er þetta byggt á
lögunum um fiskveiðilandhelgi Is-
lands, sem endurskoðuð voru á
þessu tímabili og ný löggjöf var
samþykkt á Alþingi 1976. Allar
takmarkanir á veiðum hafa
byggzt á samvinnu og umsögn
hagsmunaaðila í sjávarútvegi, en
helztu umsagnaraðilar ráðu-
neytisins hafa verið og eru Haf-
rannsóknastofnunin og Fiskifélag
tslands.
Ég fullyrði það, að engin þjóð
hefur beitt jafnmiklum takmörk-
unum og friðunaraðgerðum og
íslendingar hafa gert, sérstaklega
á þessum árum og síðan hefur
verið framhald af því og byggt á
þeim lögum sem þá voru sett.
Stjórnun fiskveiða
Stjórnun fiskveiðanna hefur
mjög verið til umræðu á undan-
förnum árum. Það er eðlilegt að
svo sé þar sem allar aðgerðir í
þeim efnum snerta lífsafkomu
allra þeirra er fást við veiðar og
vinnslu sjávarafla.
Það er ekki geðfellt verk að
þurfa að grípa inn í störf þessa
fólks með boðum og bönnum — en
þegar yfirvofandi er hætta á að
fiskstofnar verði eyðilagðir, eins
og fór um síldarstofnana, þá er
óhjákvæmilegt að grípa til viðeig-
andi varnaraðgerða. Vandinn er
að slíkar aðgerðir komi sem jafn-
ast niður.
Meðan erlendir fiskveiðiflotar
fóru ránshendi um miðin var
erfitt að koma við ströngum frið-
unaraðgerðum. Þeim hafði að vísu
verið beitt í sambandi við síldveið-
ar, humar og skelfiskveiðar, og
þegar ljóst var að sigur var í nánd
í landhelgismálinu, en sá sigur
einn var stórfelld friðunaraðgerð,
var óhjákvæmilegt að taka þessi
mál föstum tökum.
Þess ber að geta að allt frá
árinu 1958 voru í gildi reglur um
takmarkanir á togveiðiheimildum,
sem lappað hafði verið upp á með
minni háttar breytingum, unz lög
voru sett 1973 um veiðar með
botnvörpu, flotvörpu og dragnót i
fiskveiðilandhelginni. Þau lög
voru síðan leyst af hólmi með
lögunum frá 1976, sem áður hafa
verið rædd, en þau náðu til allra
veiða.
Á þessum árum voru sett mörg
lög, sem varða fiskveiðar, þeirra á
meðal lög um Framleiðslueftirlit
sjávarafurða, sem samþykkt voru
í desember 1974.
Með lögum þessum var lagt
niður fiskmat ríkisins og Sildar-
mat ríkisins og starfsemi þessara
stofnana sameinuð í einni stofnun,
Framleiðslueftirliti sjávarafurða.
Var þetta gert til þess að nýta
mætti betur bæði fjármuni og
starfskrafta þessara stofnana.
Jafnframt því sem deildum hjá
Framleiðslueftirliti sjávarafurða
var fjölgað og verkefni þess aukin,
frá því sem var hjá Fiskmati
ríkisins var með lögum þessum
endurskoðað og breytt ýmsu í
innra skipulagi og starfsemi þeirri
sem Fiskmat ríkisins hafði á
hendi.
Þá voru samþykkt lög um sam-
ræmda vinnslu sjávarafla og veið-
ar, sem háðar eru sérstökum
leyfum.
Með lögum þessum er sjávar-
útvegsráðuneytinu veitt heimild
til þess að setja almennar og
svæðisbunánar reglur í því skyni
að samræma veiðiheimildir á
rækju og skelfiski, þeirri vinnslu-
getu, sem fyrir er í þessum
greinum fiskiðnaðarins.
Ennfremur þarf nú samkvæmt
lögum þessum leyfi ráðuneytisins
til þess að koma á fót rækju- og
skelvinnslu eða auka afkastagetu
þeirra, sem fyrir eru.
Lög þessi gera ráðuneytinu
kleyft að hafa virkari stjórn á
sókn og veiðum á rækju og
skelfisk, ennfremur getur ráðu-
neytið forðað því, að aukin
vinnslugeta í landi kalli á aukið
hráefni og er það eðlilegt þar sem
ráðuneytið ákveður í samráði við
Hafrannsóknastofnunina afla-
magn rækju og skelfisks, sem aka
má á hverju svæði á hverjum
tíma.
Minna má á lög frá 1975, um
breyting á lögum um Verðjöfnun-
arsjóð fiskiðnaðarins, sem nú eru
mjög til umræðu. Til þess að
tryggja að eign sjóðsins í vörzlum
Seðlabankans héldi verðgildi sínu
var bankanum heimilað að lána
bönkum og opinberum sjóðum fé
með þeim kjörum að endur-
greiðsla höfuðstóls og vaxta sé háð
breytingum á gengi erlends gjald-
eyris gagnvart íslenzkri krónu.
Frá 1. janúar 1975 var ákveðið að
ríkissjóður tæki að sér það sem á
vantar að samanlagt verðmæti
hreinnar gjaldeyriseignar Seðla-
bankans og skuldabréfa hans með
gengistryggingu nægi til þess að
tryggja verðgildi innstæðu Verð-
jöfnunarsjóðs hjá bankanum, en
Seðlabankinn fram til þess tíma.
Þá voru 1976 samþykkt lög um
greiðslu vátryggingariðgjalda
fiskiskipa.
Eftir að tekjur Tryggingasjóðs
fiskiskipa voru skertar um því
sem næst helming með útflutn-
ingsgjaldalögunum og ljóst var að
útvegsmenn yrðu að greiða beint
til tryggingafélaganna stærri
hluta en áður af vátryggingarið-
gjöldum fiskiskipa óskaði Lands-
samband íslenzkra útvegsmanna
eftir því að sett yrðu sérstök lög
um fyrirkomulag á innheimtu
iðgjalda af vátryggingum fiski-
skipa með milligöngu viðskipta-
banka. Um þetta fjalla ofangreind
lög, en samkvæmt þeim er við-
skiptabanka útgerðarmanns skylt
að halda eftir fjárhæð sem nemi
5% af heildarsöluverðmæti afla
sem landað er hérlendis en 4% af
heildarsöluverðmæti afla sem
landað er erlendis og skila and-
virðinu inn á reikning L.Í.Ú. sem
mánaðarlega skal gera skil við
viðkomandi vátryggingarfélag.
Þessi fjögur skiptust á um að svara i símann á fimmtudagskvöldið. Alls starfa átta laganemar við
lögfræðiaðstoðina — þannig að tveir f jögurra manna hópar skiptast á og taka sina vikuna hver. Á
myndinni eru f.v. Magnús Guðlaugsson, Magnús Gylfi borsteinsson, Guðrún H. Brynleifsdóttir og
Guðný Höskuldsdóttir. Ljósm. Kristinn
Ókeypis lögfræðiaðstoð Orators:
„Fólk yfirleitt ánægt
með þær úrlausnir
sem við höfum veitt“
SVO SEM kunnugt er veita laga-
nemar nú ókeypis lögfræðiaðstoð í
síma 21325 milli kl. 19:30 og 22:00
hvert fimmtudagskvöld. Hefur
lögfræðiaðstoðin aðstöðu í kjall-
ara Lögbergs, húsi lagadeildar
Háskóla íslands. Blaðamaður og
ljósmyndari Morgunblaðsins
komu við í Lögbergi síðastliðið
fimmtudagskvöld og fylgdust með
starfseminni á meðan á lögfræði-
aðstoðinni stóð. Segja mátti að
síminn væri rauðglóandi allan
tímann, því aldrei varð lát á
upphringingum. Fjórir laganemar
skiptust á um að svara í símann en
einnig var viðstaddur lögmaður
sem hvert einstakt mál var lagt
fyrir áður en ráðgjöf var veitt.
Þetta var annað fimmtudags-
kvöldið sem lögfræðiaðstoðin var
starfrækt en á því fyrra voru tekin
til afgreiðslu 19 mál og voru þau
hin margvíslegustu, — þrjú um
erfðarétt, tvö um samninga- og
neytendarétt, tvö um almennan
kröfurétt, eitt um vinnurétt, þrjú
um fasteignagjöld og svo fimm um
ýmis önnur efni. Lögfræðiaðstoð
var veitt strax í 15 þessara mála
en frestun fengin á fjögur. í þeim
tilvikum voru öll málsatvik tekin
niður og samið við úrlausnarbeið-
anda um að haft yrði samband við
hann síðar. Þessi mál voru svo
könnuð nánar þegar tími gafst til
og leitað nauðsynlegra upplýsinga
áður en hringt var í viðkomandi.
Afgreiðsla flestra málanna gekk
hratt fyrir sig — tók að meðaltali
tæplega tíu mínútur. Nokkur mál
tóku þó nokkuð lengri tíma eða
rúmlega tuttugu mínútur. Vilja
lögfræðinemar koma þeirri áskor-
un á framfæri til fólks sem hyggst
leita til þeirra um aðstoð, að það
undirbúi sig vel og hafi tilbúnar
spurningar sem það vill fá svör við
og öll nauðsynleg málsgögn við
hendina áður en það hringir, því
- segir Tómas Þor-
valdsson, formaður
undirbúningsnefnd-
ar Orators um
lögfræðiaðstoð
það myndi flýta mjög fyrir af-
greiðslu.
Morgunblaðið ræddi við Tómas
Þorvaldsson, formann undirbún-
ingsnefndar Orators um lögfræði-
aðstoð, og var hann fyrst spurður
hver hefði verið aðdragandi þess
að laganemar fóru af stað með
ókeypis lögfræðiaðstoð.
„Þetta hefur verið í undirbún-
ingi hjá Orator, félagi lögfræði-
nema, í tvö ár,“ sagði Tómas. „Við
höfum m.a. aflað upplýsinga af
svipaðri starfsemi á hinum Norð-
urlöndunum og áður en við byrj-
uðum höfðum við samráð við
háskólayfirvöld hér, stjórn lög-
mannafélagsins, dómsmálaráðu-
neytið, réttarráðgjafa, Jussbuss í
Noregi og Köbenhavns retshjælp.
Okkur tókst svo að fá því fram-
gengt að þessi starfsemi okkar var
styrkt á fjárlögum 1981 og þar
með var ekkert til fyrirstöðu að
byrja á þessu.“
Teljið þig að mikil þörf sé á
ókeypis lögfræðiaðstoð hérlend-
is?
„Sú reynsla sem fékkst af
ókeypis réttarráðgjöf, sem þrír
lögfræðingar voru með í tílrauna-
skyni um fimm mánaða skeið árið
1979, þótti sýna að hér væri brýn
þörf fyrir svona þjónustu. Laga-
nemar í Osló og Kaupmannahöfn
eru með svona lögfræðiaðstoð á
sínum vegum og hefur það gefið
góða raun. Það má segja að við
höfum fengið hugmyndina þaðan.
— Það fer ekki á milli mála að
mörgum vantar ráðgjöf af þessu
tagi hér, — reynsla okkar er að
sjálfsögðu ekki mikil ennþá, en
þessi tvö kvöld sem við höfum
starfað hefur síminn ekki stoppað
og áreiðanlega færri komist að en
vildu. Fólk hefur yfirleitt verið
mjög ánægt með þær úrlausnir
sem það hefur fengið hjá okkur og
þetta hefur allt gengið vel.
Ég tel mjög heppilegt að laga-
nemar annist þessa lögfræðiað-
stoð. Þannig verður hún tiltölu-
lega ódýr í rekstri og einnig veitir
þetta okkur verulega reynslu í að
finna lausnir lögfræðilegra vanda-
mála — og mörgum okkar þykir
ekki vanþörf á því eins og lög-
fræðikennslu er hagað við Há-
skóla íslands."
Nú veitið þið ekki fyrirgreiðslu
nema fóik gefi upp fullt nafn og
heimilisfang — fælir þetta ekki
frá?
„Nei, fólk tekur því almennt
mjög vel. Það er nausynlegt fyrir
okkur að hafa þessar upplýsingar,
t.d. ef sú lausn sem við höfum
gefið veldur misskilningi. Þá get-
um við flett upp viðkomandi máli
og komið leiðréttingu á framfæri
við aðstoðarbeiðanda. Þetta kem-
ur líka útá eitt fyrir fólk — við
sem að þessu störfum erum
bundnir trúnaðarskyldu og þessar
upplýsingar verða aldrei gefnar
upp.
Hvað um framhald þessarar
starfsemi?
„Það er allt undir því komið
hvernig þetta gengur hjá okkur.
Eins og málin standa höfum við
fjárveitingu til maíloka og munum
allavega starfa þangað til. Að
þessu reynslutímabili loknu er
ætlunin að taka saman þau mál og
málaflokka sem komið hafa upp
og á grundvelli þessara upplýsinga
verður starfsemi skipulögð til
frambúðar og sótt um áframhald-
andi fjárveitingu", sagði Tómas að
lokum.
fráPEUGEOT
Til viðbótar við Peugeot
fólksbilana getum við nú boðið
ótal afbrigði af þessum bilum.
Latið okkur vita um þarfirnar og
við útvegum bil við ykkar hæfi.
Komid skodid leitid upplýsinga
UMB00 A AKUREYRI
HAFRAFELL HF. VÍKINGUR SF.
VAGNHOFÐA 85 2-11 FURUVOLLUM 11 2T6-70