Morgunblaðið - 27.01.1981, Qupperneq 18

Morgunblaðið - 27.01.1981, Qupperneq 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 27. JANÚAR 1981 Verzlunarmannafélag Reykjavíkur 90 ára — Verzlunarmannafélag Reykjavíkur 90 ára — Verzlunarmannafélag Peter Nielsen, faktor, við Lefolii-verzlun, var mikill náttúruskoðari og safnari. Þarna heldur hann á stóru igulkeri. Ljósm. Fr. Lund Lefoliiverslun um aldamót. Fyrir neðan sést bryggjan og úti á legunni tvö Bakkaskip. Myndina tók Fröken Lund um aldamótin. „Nú er ekkert eftir nema auöur sandurinn þar sem verslunarhúsin stóðu “ Bakkaskip á legunni útifyrir Eyrarbakka — i baksýn sér i brimgarðinn. LjÓHin. Fr. Lund Rœtt við Andreas S.J. Bergmann um Lefolii-verslun og mannlífið á Egrarbakka uppúr aldamótum Andreas S.J. Berg- mann heitir maður. Hann þekkti til Lefolii- verzlunar á vel- mektardögum henn- ar um aldamót og vann þarinnanbúðar tvö síðustu árin sem verzlunin starfaði. Hann man líka eftir Bakkaskipunum og starfaði að upp- skipun úr þeim sem unglingur. Andreas er fæddur í Húsinu á Eyrarbakka árið 1893 en foreldrar hans voru Ingibjörg Halldórsdóttir og Karl Bergmann, danskur maður. Þau fóru utan, skömmu eft- ir að hann fæddist, komu honum í fóstur til bráða- birgða, en það dróst í tuttugu og fimm ár að hann færi til Danmerkur. Á Eyr- arbakka ólst hann upp hjá gömlum hjónum, Guðrúnu Hans- dóttur og Jóni Jónss- yni frá Minna Núpi, — þeir voru bræðrasyn- ir Jón og Brynjólf- ur frá Minna Núpi sem þjóðfrægur er af ritstörfum sínum. Andreas kvæntist Guðmundu Guð- mundsdóttur Berg- mann, sem nú er látin, og áttu þau saman fjögur börn — tvo syni og tvær dætur. Eru þau löngu upp- komin og eiga þau Guðmunda og Andr- eas nú 39 afkomendur. Andreas S.J. Berg- mann er heiðursfé- lagi í Verzlunarmanna- félagi Reykjavíkur og félagi í VR frá því um 1930. Blaða- maður Morgunblaðsins ræddi við Andreas á heimili hans að Ljósvallagötu 24 og var hann fyrst beðinn * að rifja upp það sem honum væri minn- isstæðast frá mekt- ardögum Lefolii- verzlunar. Andreas S.J. Bergmann Ljósm. Emilia „Lefolii-verzlun á Eyrarbakka var rótgróin selstöðuverzlun og hafði lengst af alla verzlun á Suðurlandi, Skaftafells-, Rangár- og Árnessýslu. Hún var við líði allt til ársins 1918 og ég var starfsmaður hennar um tveggja ára skeið. Hún var, held ég mér sé óhætt að segja, ekki eins óvinsæl og aðrar danskar verzlanir hér á landi, var yfirleitt með vandaðar vörur og var ekki mjög á orði haft að hún seldi dýrt eða okraði. Ég er fæddur 1893 og man því vel eftir Lefolii-verzlun og því sem henni tilheyrði allt frá aldamót- um. Fram undir 1910 var mikil drift á vegum verzlunarinnar. Sérstaklega var mikið um að vera á sumrin, ullarmóttaka og fisk- verkun, útskipun og uppskipun. Verzlunin hafði gufubát til flutn- inga austur í Vík í Mýrdal og til Grindavíkur, það var sá frægi Oddur — um 60 tonna skip. Bakkaskip Jarðskjálftaárið 18% komu alls 11 skip til Lefolii-verzlunar, en ég reikna með að meðalsigling hafi verið 6—7 skip. Þau fyrstu komu seinnipartinn í apríl, en það gat dregist fram í byrjun maí, en þau síðustu fóru um miðjan septem- ber, þá var vátryggingartími þeirra útrunninn. Þetta voru allt seglskip, tvímastraðar skonnortur — 80 til 100 tonna skip og áhöfnin vanalega sex menn. Öll uppskipun og útskipun fór fram með upp- skipunarbátum og var það mikil vinna. Uppskipunartími fór tölu- vert eftir því hver varningurinn var — það tók 4—6 daga að losa skip sem flutti stykkjavöru en 6—7 daga væri farmurinn kol eða salt. Því var mokað í poka í lestinni áður en það var flutt í land. Ég vann sjálfur í þessari uppskipun þegar ég var á fimmt- ánda ári — þetta var erfið vinna. Það var algengt að konur væru í uppskipun — ekki bara á Eyrar- bakka heldur einnig í Reykjavík og sjálfsagt víðar. Ástæðan hefur líklega verið sú að á þessum árstima var lítið um að karlmenn væru á lausum kili — þeir stund- uðu flestir sjó eða voru bundnir við bústörf og kaupamennsku yfir sumarið. — Konur unnu líka mikið við breiðslu og samantekt á fiski. — Svo voru þær við útskip- un, að „stúfa" sem kallað var — þ.e. að raða saltfisknum í lestarn- ar á skútunum. Honum var raðað alveg á sérstakan hátt, þannig að hver röð var skásett — það þurfti mikinn handflýti við þetta verk því ekki var ætlaður til þess mikill tími.“ Hverjar voru helztu vöruteg- undirnar scm komu með þcssum skipum? „Það voru kol, salt og kornvör- ur. Rúgurinn var venjulega fluttur laus í lestinni, undir stykkjavör- unum en hveiti og bankabygg í sekkjum. — Bankabyggið var not- að í grauta hér áðurfyrr — þá var líitð um hrísgrjón og haframjöl ekki farið að flytjast. Þá er að nefna skeifnajárn, þakjárn og saum, að ógleymdri kramvörunni, eins og vefnaðarvörurnar voru nefndar. Timbur kom venjulega með „timburskipum" sem fluttu ekki annað. Þetta voru battningar, plankar og borð, en lítið af hefluðum við. Gólfborð og panel

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.