Morgunblaðið - 27.01.1981, Page 23

Morgunblaðið - 27.01.1981, Page 23
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 27. JANÚAR 1981 23 Stefán Konráðs eini sem stóð í andstæðingunum ÍSLENSKA landsliðið i borðtenn- is tók þátt í Evrópukeppni lands- liða 3. deild nú i vikunni. Því ntiður töpuðust allir leikirnir i ferðinni. Yfirburðir Skota og Wales- manna voru miklir og Portúgalir eru okkur ennþá fremri. En eins og sést af úrslitunum við Guerns- ey og Jersey þá höfum við tekið framförum þó þær komi hægt. Frammistaða Stefáns er mjög góð og Guðrún stóð sig einnig vel, sérstaklega i tvenndarkeppn- inni. Nýliðarnir Bjarni og Krist- in komust einnig vel frá sinu. island —Wales 0—7 Bjarni Kristjánsson — M. Thomas Stefán honráðsson — N. Thomas Kristin Njálsdóttir — S. Johnes Stefán/Bjarni — Thomas/Thomas Stefán/Guðrún — Welsham/Tyler Bjarni — N. Thomas Stefán — M, Thomas fsland — SkotlandO—7 Stefán — Hannah Bjarni — Rogers Guðrún — Thompson Stefán/Bjarni — Yule/Rogers Bjarni/Kristin — Yule/Dairymple Stefán — Rogers Bjarni — Hannah island—Guernsey 1—6 Bjarni — Powel Stefán - Webb Guðrún — Powel Stefán/Bjarni — Powel/Webb Stefán/Guðrún — Powel/Powel Bjarni — Webb Stefán — Powel Ísland—Jersey 2—5 Stefán — Quinn Bjarni — Magure Guðrún — Soper Stefán/Bjarni — Quinn/Magure Stefán/Guðrún — Quinn/Soper Bjarni — Quinn Stefán — Magure tsland — Portúgal 0—7 Bjarni — Alvoreiro Stefán — Moreiro Kristín — Carosso lljarni Stefán — Moreiro/Fernandes Stefán Guðrún — Alvoreiro/Alabella Stefán — Alvoreiro Bjarni — Moreiro 18-21.17-21 18-21.16-21 14-21.17-21 17- 21.19-21 18- 21.18-21 11-21.12-21 16-21.16-21 11-21,14—21 11-21,11-21 14-21,10-21 17-21. 7-21 6-21.13-21 11-21.10-21 10-21.11-21 11-21.10-21 21-13,21-7 15-21.10-21 11-21. 8-21 10-21.10-21 19-21,12-21 17-21.13-21 21-23,19-21 18-21.16-21 11-21.14-21 23-21,21-9 17-21.14-21 14-21,16-21 21-17.21-8 21-19.1?—21. 13-21 11-21.21-15. 16-21 14-21,10-21 19-21.16-21 13-21,17-21 21-18.10-21, 7-21 10-21.13-21 spurði þá hver staða íslenskra kajak-manna væri í dag. „Okkur fer fram hægt og bítandi og víst er, að áður en langt um líður mun ég skella mér í Þjórsánna. Fyrst ætla ég þó að reyna Rangá ytri.“ „Bara ánægjan44 Mbl. lagði næst eina klassíska fyrir Þorstein. Hvað er svona spennandi við kajak-siglingar? „Þetta er eins og hver önnur della sem menn verða hugfangnir af. Ég get ekki skýrt þetta út með öðrum orðum en að maður fái bara geysilega ánægju út úr þessu. Það er mikil spenna samfara þessu, hreyfing og átök við náttúruöflin. Þá hefur það sálræn áhrif á mann að fást við jökulvötnin, þau eru ógnþrungin, gruggug og straum- þung. Maður veit yfirleitt aldrei hvað undir býr. Þó var Hvítá með besta móti síðasta sumar, sólbráð var lítil framan af sumri og áin stundum næstum eins og berg- vatn.“ Loks spurði Mbl: Er íþrótt þessi verulega erfið og hver er framtíð hennar hér á landi? „Kajak- • Bretinn Dennison fleytir sér eftir ólgandi straumi Þjórsár, þar sem flestum íslendingum þykir fjandanum nóg að þurfa að horfa á meðan ekið er yfir... íþróttin er að mörgu leyti erfið. Menn eru í þessu eins og öðru, misjafnlega næmir fyrir því hvað þeir eru að gera. Það tekur besta nemanda mörg ár að verða snjall kajak-maður. Bretarnir sem hér voru, veittu okkur mikla og nýja innsýn í íþróttina og í vetur höfum við klúbbfélagarnir reynt að læra af kvikmyndum sem teknar voru af þeim á Þjórsánni og Tung- ufljóti. Þá höfum við lokið við félagsgerðina og má því fljótlega fara að kenna öðrum áhugamönn- um. Við erum ekki nema 10—15 talsins. Þeir eru bæði á Reykjavík- ursvæðinu, í Borgarnesi og á Austfjörðum. Við höfum orðið varir við aukinn áhuga almenn- ings á þessu síðustu misserin og því trúum við því og vonum, að íþróttin nái fótfestu. Þá verður ekkert því til fyrirstöðu að hleypa af stokkunum keppni... — gg • Axel Axelsson, landsliðsmaðurinn kunni, hefur hér orðið fyrir meiðslum og er borinn af leikvelli... Fiallað um íbróttameiðsl: Hvernig er hægt að koma í veg fyrir meiðsli? Aðalatriði í meðferð iþrótta- meiðsia. er ekki aðeins skjót greining Á EÐLI MEIÐSL- ANNA, heldur einnig HVE AL- VARLEG ÞAU ERU. Besti timinn til að SKOÐA íþróttameiðsli er EINS FLJÓTT OG AUÐIÐ ER. Það getur verið ógjörlegt að skoða eða gera tæmandi sjúkdómsgreiningu strax, en ef það er hægt hefur dýrmætum tíma verið bjargað. Oft er fyrsta skoðun framkvæmd af þjálfara. sjúkraþjálfara eða lækni úti á vellinum. Sá sem gerir þessa fyrstu athugun verður að framkvæma eins GÆTILEGA ATHUGUN og honum er unnt á ástandi hins slasaða íþróttamanns og verður siðan að koma þeim upplýsingum áfram til næsta aðila, sem fær íþróttamann i meðferð. Læknirinn skoðar leikmanninn af nákvæmni; eru meiðslin það alvarleg að það þurfi að stöðva þátttöku í íþróttinni, eða er hægt að vefja eða „teipa" viðkomandi og láta hann halda áfram? Mistök eru mannleg, en þeim má fækka til muna með itarlegri könnun á meiðslum íþróttamannanna. Það ætti ekki að taka neina óþarfa áhættu. íþróttamenn vilja gjarn- an halda áfram og ætti ekki að stoppa þá af að óþörfu, á hinn bóginn, er áframhaldandi þátt- taka eykur hættu á meiðslum þá ætti ekki að leyfa viðkomandi að keppa áfram. Það er betra að halda frekar aftur af mönnum en hitt. Eftir að leikmaður meiðist hvað tekur þá við? Sá siður að setja skaðaðan líkamshluta í ís og fresta skoðun þangað til tími gefst, kannski næsta dag eða jafnvel seinna, hann er ekki æskilegur. Skoðun ætti að fara fram eins fljótt og unnt er jafnvel þó það hafi óþægindi í för með sér fyrir lækni, þjálfara eða leikmann. Það ætti að vera augljóst að líkamshluta verð- ur að afhjúpa, fatnað, „tape“ eða bindi fjarlægð og mörg ítarleg skoðun fari fram. Ilvað er hægt að gera til að koma í veg fyrir meiðsli, stytta endurhæfingu og koma i veg fyrir langvarandi meiðsl? Á síðustu árum hefur mikið áunnist í þessa átt. Aðeins fyrir nokkrum árum voru þjálfarar nokkurskonar þúsund þjala smið- ir; án nokkurrar þekkingar á meðferð meiðsla. Þá voru þjálfar- ar, sem urðu þekktir af hæfileik- um sínum að geta haldið íþrótta- mönnunum gangandi. Alltof oft kom það niður á því, að íþrótta- menn náðu sér aldrei fullkomlega af meiðslum sínum. Á þeim tíma var læknirinn nokkurs konar grýla, leikmanninum fannst, að þegar hann komst í læknishendur, væru dagar hans taldir sem íþróttamanns. I alltof mörgum tilfellum var þessi tilfinning rétt- lætanleg af tveimur ástæðum. 1. Þar sem læknirinn var síðasta hálmstráið, sá hann ekki leik- manninn fyrr en löngu eftir að meðferð ætti að hafa átt sér stað, 2. og í öðru lagi, sennilega jafn áríðandi, var sú kalda staðreynd, það var lækningum ekkert sér- stakt áhugamál, að sjúklingur gæti haldið áfram að stunda íþróttir. Alltof oft voru fyrstu viðbrögð læknisins „Jæja góði, hættu nú í þessum fótbolta.“ Þetta leiddi einfaldlega til þess, að íþróttafólk leitaði helst ekki til læknis. Einnig var sú árátta þjálfara að krefjast þess að leikmenn héldu áfram keppni, eða væru kallaðir aumingjar. Þjálfarinn átti til með að vefja meiðslin og senda svo íþróttamanninn inn á leikvöllinn aftur, sem bitnaði svo á frammi- stöðu hans og liðsins í heild. í góðum iþróttaliðum erlendis er þetta ekki lengur svona. Meiri þekking hefur nú sýnt fram á. að það kemur öllum betur að setja skaðaðan iþróttamann i skjóta og rétta meðferð. þannig að komið sé í veg fyrir að meiðsli verði lang- varandi. Góður þjálfari reynir að vernda leikmanninn gegn skaða bæði á sál og líkama. I vel skipulögðum liðum vinna saman íþróttamaður, þjálfari, sjúkra- þjálfari og læknir til þess að halda íþróttamanninum í sem bestu formi. I raun og veru er meiri áhersla lögð á og meiri tíma eytt í að undirbúa íþróttamanninn og fyrirbyggja meiðsli, heldur en eytt er í meðferð þeirra. Þar af leiðir að meiðslin verða fátíðari og vægari en áður var. Tíminn, sem íþróttamenn eru meiddir, er styttri og þeir ná sér betur. Skilningur er að glæðast hér á landi og er skemmst að minnast vel heppnaðs námskeiðs í meðferð íþróttameiðsla á vegum ÍSÍ og læknasamtakanna. Læknirinn verður ekki aðeins að skipuleggja meðferð, hann verður að vera kennari líka. Læknir með sér- þekkingu á meðferð íþrótta- meiðsla er sá, sem fræðir aðila, sem standa að iþróttafélaginu, um þessa hluti. Það er megin munur á meðferð íþróttameiðsla og hann er sá, að sjúklingur verður að ná sér fulikomlega. eða hann er kominn af toppinum. Þetta á raunar við um öll meiðsli, en hvergi kemur þetta eins vel í ljós og á íþrótta- fólki. Það er oft að sjúkdóms- greining er auðveld strax, en verður erfiðari síðar þegar sárs- auki, hræðsla, bólga og blæðing trufla nákvæma sjúkdómsgrein- ingu. Ef þarf að leita sérfræðings, þá gerið það strax, svo að viðkom- andi njóti góðs af þessum besta tíma til skoðunar. Ef sá er skoðar er ekki viss um, hvort viðkomandi geti haldið áfram æfingum og keppni strax eða síðar, þá ætti hann að leita álits sérfræðinga t.d. sérfræðings i beinalækning- um (Ortoped) eða orku- og endur- hæfingarlækningum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.