Morgunblaðið - 27.01.1981, Side 25
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 27. JANÚAR 1981
25
En Víkingar neituðu að gefa árar
í bát — Steinar Birgisson jafnaði á
ný, staðan 17—17 og liðlega hálf
mínúta til leiksloka. Víkingar tóku
maður á mann en þrátt fyrir það
tókst þeim ekki að ná knettinum.
Jafntefli var í höfn — sigur Lugi
samanlagt og Svíarnir fögnuðu
innilega.
Víkingar eru úr leik en þeir
börðust til hinstu stundar og gáfu
aldrei árar í bát þó á brattann væri
að sækja. Benda má á með gildum
rökum, að Víkingar hafi tapað.
viðureigninni í Reykjavík — þegar
þeir töpuðu með einu marki eftir að
hafa leitt með sex mörkum. Þá
misstu Víkingar Pál Björgvinsson
Útaf og engu líkara var en tauga-
spenna setti leikmenn úr jafnvægi.
Þorbergur Aðalsteinsson átti
mjög góðan leik í Lundi — skoraði
átta mörk. Hann var þó seinn í
gang, — skoraði aðeins eitt mark í
fyrri hálfleik en í siðari hálfleik var
hann gjörsamlega óstöðvandi.
Steinar Birgisson var og mjög
sterkur — hann skoraði fimm mörk,
þar af fjögur í fyrri hálfleik. Þá lék
hann vörn Svíanna oft grátt. Hon-
um urðu hins vegar á mistök í
sóknarleiknum í síðari hálfleik. í
vörninni var Steinar gífurlega
sterkur — sá klettur í vörninni sem
sænska sóknin náði ekki að bíta á.
Þessir tveir leikmenn skoruðu 13
af 17 mörkum Víkings. Árni Indr-
iðason skoraði tvívegis, Guðmundur
Guðmundsson og Páll Björgvinsson
eitt mark hvor, — Páll stjórnaði
sem fyrr öllu spili Víkings en
honum tókst ekki að skora á mikil-
vægum augnablikum. Mats Ohlson,
markvörður sænska liðsins sá til
þess með frábærri markvörzlu. Lítið
bar á Claes Ribendahl í leiknum —
hann skoraði aðeins eitt mark. Var í
strangri gæzlu Víkinga, sem oftlega
vörðu skot hans í vörninni. Riben-
dahl er nú langmarkhæstur í All-
svenskan, — hefur oftsinnis skorað
á milli 10 og 12 mörk í leik þar. Hins
vegar kom ungur leikmaður mjög á
óvart, það var Heinonen. Gífurlega
öflugur og skemmtilegur leikmaður,
sem skoraði alls 6 mörk.
Dómarar í leiknum voru v-þýzkir
— dæmdu af stakri prýði þó auðvit-
að megi deila um hvort dæma hefði
átt víti þegar Árni Indriðason var í
dauðafæri og staðan 14—14. Auðvit-
að er slíkt ávallt matsatriði en i
heildina dæmdu þeir af stakri prýði.
H. Ilalls.
„Steinar bestur á vellinum“
KURT Wadmark, einn af
stjórnarmönnum IHF, Iland-
knattleikssambands Evrópu,
var staddur á ieiknum og sagði
hann að þetta hefði verið jafn
leikur og sigurinn hefði getað
lent beggja megin, Víkingur
hefði ieikið betri sóknarieik, en
vörn og markvarzla Lugi hefði
verið betri.
„En í leik svona jafnra og
góðra iiða er það aðallega
heppni sem ræður úrslitum.
einstaklingsframtakið verður
mikilvægt, þegar bæði iiðin
kunna á leikkerfi hvors annars
og mér fannst Steinar Birgis-
son bezti ieikmaður vallarins.
hann reif sig oft lausan úr
kerfisspilinu og skoraði falleg
mörk auk þess sem hann er
mjög góður varnarmaður,“
sagði Wadmark.
Claes Ribendahl:
Náðum beztu leikjum
vetrarins gegn Víkingi
þessu sinni fannst mér Þorbergur
Aðalsteinsson og Steinar Birgis-
son.“
Telur þú að þið eigið möguleika
á að komast lengra áfram í
Evrópukeppninni?
„Nei, ég tel enga möguleika á
því, það er nánast formsatriði að
tapa næstu Evrópuleikjunum, en
engu að síður erum við ánægðir
með að hafa unnið Víking, við
settum okkur það takmark og ég
tel að það hafi verið vel af sér
vikið,“ sagði Ribendahl að lokum.
Það má ekki búast við
kraftaverki í þriðja sinn
„ÞRÁTT fyrlr að við höfðum
unnið leikinn á íslandi taldi ég
möguleikana fyrir þennan leik
jafna fyrir bæði liðin, Vikingur
er gott lið og við hefðum aldrei
komizt áfram ef við hefðum ekki
leikið okkar bestu leiki i vetur
gegn Víkingi,“ sagði Claes Riben-
dahl. aðalskytta Lugi eftir leik-
inn i Lundi.
„Það má segja að sigurinn í
Reykjavík hafi komið okkur
áfram, Víkingur er lið á Evrópu-
mælikvarða og stuðningur áhorf-
enda liðsins skipti miklu máli,
ekki síður hér í Lundi, en í
Reykjavík. Það kom mér á óvart
hve margir Islendingar voru hér í
dag.“
Eru ánægður með þinn þátt í
leiknum?
Ég gerði minna af mörkum, en
ég er vanur hér heima, Víkings-
vörnin er mjög sterk og það er
erfitt að leika á móti henni, en ég
er engu að síður ánægður með
minn þátt í leiknum, mitt hlutverk
að þessu sinni var fremur vörn er
sókn og ég tel mig hafa skilað þvi
hlutverki vel.
Bestir leikmenn Víkings að
„ÞAÐ ER vissulega erfitt að
sætta sig við að komast ekki
áfram, en maður getur ekki búizt
við kraftaverki í þriðja sinn. þau
voru til staðar á móti Ungverjun-
um, en ekki i dag. Ég verð þó að
viðurkenna það að ég vonaðist til
að við ynnum, reiknaði þó ekki
með þvi,“ sagði Kristján Sig-
mundsson markvörður Víkings
eftir leikinn.
Ertu ánægður með eigin
frammistöðu?
„Nei, ekki fyllilega, mér fannst
fyrri hálfleikurinn í lagi hjá mér,
en ég dalaði talsvert í þeim seinni.
Það var skorað óvenju mikið úr
hornunum, ég er ekki vanur að fá
mikið af mörkum á mig þaðan, en
Svíarnir brutust talsvert inn þar
og maður hefur ekki mikla mögu-
leika þegar menn eru komnir
alveg í gegn.
Hvað tekur svo við?
„Þrátt fyrir þetta tap munum
við halda okkar striki heima og
stefnum markvisst á sigur í bik-
arkeppninni."
- HG
Kristján Sigmundsson
Heppnin með Bayern
gegn Bor. Dortmund
Atli Eðvaldsson og félagar hans
hjá Borussia Dortmund gerðu
jafntcfli á heimavelli sinum gegn
stórliðinu Bayern Munchen í
þýsku deildarkeppninni um helg-
ina. Lokatölur leiksins urðu 2—
2, staðan i hálfleik var 1 — 1.
54.000 áhorfendur tróðu sér inn á
leikvöll Dortmund og á 4. minútu
sá mannhafið fyrsta mark leiks-
ins. Paul Breitner var þar að
verki fyrir Bayern. Wagner jafn-
aði fyrir Dortmund á 25. minútu
og á 63. minútu náði Huber
forystunni fyrir heimaliðið. Það
stefndi siðan allt i sigur hjá
Dortmund, en þegar fjórar min-
útur voru til leiksloka tókst
Bayern að jafna óvænt og var þar
á ferðinni miðvallarleikmaður-
inn Krause. Annars urðu úrslit
leikja sem hér segir:
' Fort. Duss. — B. Uerdingen 4—2
Bor. Dortmund — Bayern 2—2
1860 Munchen — MSV Duisb. 1—3
Hamburger SV — FC Nurnb. 1—0
Stuttgart — Kaiserslautern 1—0
Schalke 04 — Bor. Mön.gl. 2—2
B. Leverkusen — FC Köln 1—1
Karlsruhe — Bochum 0—0
Arm. Bielef. — Eintr. Frankf. fr.
Hamburger átti í mikium erfið-
leikum gegn Nurnberg, sem dró
flesta sína leikmenn í vörn. Fór
mikill tími og dýrmætur í -að
sækja knöttinn í áhorfendastæðin
eftir að leikmenn Nurnberg höfðu
spyrnt honum þangað. En Felix
Magath tókst að skora fyrir HSV
á 14. mínútu leiksins og þar við
sat.
Bikarmeistararnir frá Dussel-
dorf tóku loks við sér og léku
Uerdingen sundur og saman. Seel,
Weikl og Wenzel komu Dusseldorf
í 3—0 í fyrri hálfleik og Siggi Held
skoraði fljótlega sjálfsmark í síð-
ari hálfleik, 4—0. En undir lokin
slökuðu leikmenn Dusseldorf á og
Kanters og Hahn minnkuðu þá
muninn fyrir Uerdingen.
Felix Magath skoraði sigurmark
HSV gegn Uerdingen um helgina.
Duisburg vann dýrmætan sigur
á útivelli gegn 1860 og lyfti liðið
sér þannig af mesta hættusvæðinu
í deildinni. Duisburg hafði mikla
yfirburði í leiknum og þeir Buess-
ers, Kempe og Gorez skoruðu fyrir
liðið áður en að Scheller minnkaði
muninn með marki á síðustu
mínútu leiksins. Walter Kelsch
skoraði sigurmark Stuttgart gegn
Kaiserslautern og Norðmaðurinn
Lars Arne Okland skoraði mark
Leverkusen gegn Köln. Engels
jafnaði metin.
Loks má geta leiks Schalke og
Borussia Mönchengladbach. BMG
náði tvívegis forystu í leiknum,
Hannes skoraði fyrst úr víti og
eftir að Roald Bittcher hafði
jafnað, náði Matthaus forystunni
fyrir BMG á ný. En Bittcher hafði
ekki sagt sitt siðasta orð, hann
jafnaði á nýjan leik og þar við sat.
Hamburger SV er efst í deild-
inni, hefur liðið 30 stig að 18
leikjum loknum. Bayern hefur
leikið 19 leiki og hlotið 29 stig.
Stuttgart er í þriðja sætinu með
25 stig að loknum 19 leikjum og
Kaiserslautern hefur 23 stig eftir
18 leiki. Atli og félagar hjá
Dortmund, eru í fimmta sætinu
með 20 stig. Neðst í deildinni er
Armenia Bielefeldt með aðeins 9
stig. Schalke 04 hefur 12 stig og
Uerdingen skipar þriðja fallsætið
eins og er með 13 stig. En það er
skammt í næstu lið. Þannig hefur
1860 Munchen 14 stig, Fortuna
Dusseldorf 15 stig og Nurnberg,
Bochum og Borussia Mönchen-
gladbach 16 stig hvert.