Morgunblaðið - 27.01.1981, Síða 28
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 27. JANÚAR 1981
LIVERPOOL ok Manchester Utd., tvö af frægustu og sterkustu
liðum 1. deildarinnar i ensku knattspyrnunni, féllu út úr
bikarkeppninni, er fjórða umferðin fór fram á laugardaginn.
Liverpool sótti nágrannaliðið Everton heim og mátti þola tap.
Manchester Utd. beið ósijcur sinn gegn Nottingham Forest, þannig
að risar féllu fyrir risum. Annars var slatti af merkilegum
úrslitum og þá ekki síst jafntefli Barnsley og utandeildarliðsins
Enfield. sem vann stórsigur gegn Port Vale i siðustu umferð. Peter
Burton. barnaskólakennari, skoraði jöfnunarmark Enfield gegn
Barnsley aðeins 2 minútum fyrir leikslok. Áður hafði Trevor
Aylott skorað fyrir Barnsely. Enfield verður vafalaust erfitt
viðureignar á heimavelli sínum. En úrslit leikja í 4. umferðinni
urðu sem hér segir:
Barnsley — Enfield 1—1
Carlisle — Bristol City 1—1
Coventry — Birmingham 3—2
Everton — Liverpool 2—1
Fulham — Charlton 1—2
Leicester — Exeter 1—1
Manch. City — Norwich 6—0
Middlesbrough — WBA 1—0
Newcastle — Luton’ 2—1
Nott. Forest — Manch.Utd. 1—0
Notts County — Peterbr. 0—1
Shrewsbury — Ipswich 0—0
Southampt. — Bristol Rov. 3—1
Tottenham — Hull 2—0
Watford — Wolves 1—1
Wrexham — Wimbledon 2—1
Skellur hjá
Liverpool
Everton var mun sterkari aðil-
inn lengst af gegn Liverpool og
liðið náði forystunni á 17. mín-
útu leiksins. Peter Eastoe
spyrnti knettinum þá að mark-
inu úr góðu færi, Phil Neal rak
tána fyrir á marklínunni, en
knötturinn þaut þaðan af Avi
Cohen og í markið. Everton sótti
áfram af kappi og Imre Varadi
bætti öðru marki við á 60.
mínútu, eftir að Eamon O’Keafe
hafði leikið vörn Liverpool grátt.
Þegar staðan var orðin 2—0, fór
að færast dálítið líf í lið Liver-
pool og þegar 14 mínútur voru til
leiksloka skoraði Jimmy Case
með góðu skoti frá markteigs-
horninu. Case kom inná sem
varamaður fyrir Ken Dalglish,
sem meiddist rétt einu sinni.
Síðasta stundarfjórðunginn sótti
Liverpool síðan af gríðarlegu
afli, en allt kom fyrir ekki og það
var Everton sem var nær því að
skora þrátt fyrir allt, Imre
Varadi komst einn í gegn um
vörn Liverpool, lék á Ray Clem-
ence, en brenndi síðan af ...
Og United lá einnig
Manchester Utd. náði sér eng-
an veginn á strik í fyrri hálf-
leiknum gegn Forest, sem Iék þá
mjög vel. Voru leikmenn United
heppnir að sleppa með aðeins
eins marks mun í fyrri hálfleik,
3—0 hefði gefið réttari mynd af
gangi leiksins þá. Það var Trevor
Francis sem skoraði það sem
reyndist vera sigurmarkið á 21.
mínútu. En í síðari hálfleik
snerist dæmið algerlega við,
United sótti þá látlaust og vörn
Forest var oft grátt leikin. En
Peter Shilton sýndi þá hvers
hann er megnugur og hélt
hreinu.
Risaslagur
í nokkrum öðrum tilvikum
áttust 1. deildar liðin við inn-
byrðis. Coventry sló Birming-
ham úr keppninni með mjög
vafasamri vítaspyrnu. Dómar-
inn taldi að Colin Todd hefði
fellt Steve Hunt og dæmdi víti
sem Gerry Daly skoraði úr.
Þetta var annars hörkuleikur,
Coventry komst í 2—0 með
mörkum Gerry Daly og Andy
Blair, en Birmingham tókst að
jafna með mörkum Frank Wort-
hington og Alan Ainscow.
Margir töldu WBA sigur-
stranglegt iið i keppninni að
þessu sinni, en liðið lék illa gegn
Middlesbrough, sem hefði hæg-
lega getað unnið enn stærri
sigur. Bakvörðurinn Ian Bailey
skoraði sigurmark Boro í fyrri
háifleik.
Manchester City rótburstaði
Morwich. Phil Boyer varð að
hverfa meiddur af leikvelli
snemma leiks. Dave Bennett tók
stöðu hans og fór mörkunum þá
fljótlega að rigna niður. Kevjn
heldur en tölurnar gefa til
kynna. Steve Fox og Dixie
McNeil skoruðu mörk Wrexham,
en Mike Denny minnkaði mun-
inn fyrir Wimbledon.
Úlfarnir sluppu vel í Watford.
Gerry Armstrong náði foryst-
unni fyrir Watford í fyrri hálf-
leik og heimaliðið sóaði síðan
nokkrum mjög góðum tækifær-
um áður en Úlfarnir náðu sér
betur á strik. John Richards
jafnaði síðan metin.
Ray Clarke og Mick Martin
skoruðu sigurmörk Newcastle
gegn Luton og Dave Shaw og
Derek Hales skoruðu mörk
Charlton gegn Fulham, sem
svaraði með marki Gordon Dav-
ies. Loks má geta þess að, Kevin
Mabbutt náði forystunhi fyrir
Bristol City gegn Carlisle, en
Brian Coady jafnaði metin.
Hefðu leikmenn Carlisle nýtt
færi sín, hefði liðið sigrað örugg-
lega.
2 deild
Tveir leikir fóru einnig fram í
2. deildinni. Bolton sigraði
Derby 3—1 á heimavélli sínum
og skoraði Alan gamli Gowling
tívegis. Þá mættust Cambridge
og Sheffield Wednesday á
heimavelli Cambridge. Shef-
field-liðið sigraði 2—0 og voru
það óvænt úrslit, þar sem
Wednesday hefur tapað nær
öllum útileikjum sínum í vetur.
• Steve Archibald skoraði 20. mark sttt gegn Hull City.
Pólverjar sigruðu Japani í vin-
áttulandsleik i knattspyrnu
sem fram fór í Tokyo, höfuð-
borg Japana, um helgina. Ann-
ar Ieikur fer fram í Tokushima
seint i kvöld. Lokatölur leiksins
á sunnudaginn urðu 2—0 Pól-
verjum i vil og voru bæði
mörkin skoruð i fyrri hálfleik.
Reeves (19.) og Gerry Gow (25.)
skoruðu fyrir Manchester-liðið í
fyrri hálfleik, en Dave Bennett,
Steve McKenzie, Paul Power og
Bobby McDonald bættu mörkum
við í síðari hálfleik.
Ipswich og
Leicester heppin
Ipswich átti undir högg að
sækja gegn 2. deildar liðinu
Shrewsbury. Paul Cooper í
marki Ipswich varð nokkrum
sinnum að taka á honum stóra
sínum og markvarsla hans hélt
Ipswich á floti framan af. Undir
lokin náði Ipswich sér betur á
strik og markvörður Shrewsbury
varð tvívegis undir lokin að
verja snilldarlega frá Paul Mar-
iner og John Wark.
Leicester fékk 3. deildar liðið
Exeter í heimsókn og þrátt fyrir
að Henderson næði forystunni
fyrir Leicester snemma í leikn-
um, gekk ekkert upp hjá liðinu.
Lið Exeter færðist smám saman
í aukana og jafnaði verðskuldað
um miðjan hálfleik með marki
David Pullar.
Víðar
Einhver merkilegustu úrslit
dagsins voru í leik Notts County
og Peterbrough, þar sem fjórðu
deildar liðið sló út eitt af efstu
liðum 2. deildar. Robbie Cooke
skoraði sigurmark Peterbrough í
síðari hálfleik.
Southampton átti í töluverðu
basli með Bristol Rovers og það
þurfti sjálfsmark Don Gillies til
þess að brjóta ísinn í fyrri
hálfleik. I síðari hálfleik náði lið
Southampton sér betur á strik
og þeir Steve Williams og Steve
Moran bættu mörkum við áður
en Geraint Williams tókst að
minnka muninn fyrir Rovers
með góðu marki.
Tottenham lék hörmulega
gegn botnliði 3. deildar, Hull
City. Það var ekki fyrr en á 85.
mínútu, að liðið skorað fyrra
mark sitt, Garry Brooke, en
hann hafði komið inn á sem
varamaður fyrir Osvaldo Ardi-
les, sem var lélegur í leiknum.
Brooke braut sem sagt ísinn og
strax á eftir bætti Steve Archi-
bald öðru marki við, 20. marki
sínu á þessu keppnistímabili.
Bikarliðið gamalfræga,
Wrexham, skaust örugglega í 5.
umferðina, en 2—1 sigur liðsins
gegn Wimbledon var öruggari
• Leikmenn Ipswich voru oft heppnir gegn Shrewsbury.
6000 áhorfendur horfðu á við-
ureign þessa og strax á níundu
mínútu riðaði japanska liðið til
falls. Buda Kozimierze skoraði
menn liðsins bókstaflega óðu
dauðafærum það sem eftir va
fyrri hálfleiks. Þeir bættu þ
aðeins einu marki við, Nowicl
Jaroslaw skoraði á 29. mínútu.
iiiwiura
Liverpool og Manchester Utd
ambi wmm'm mmmm |A=|. - Enfield litla lifir enn
Glll nU ur I6IK - heppnin meö Ipswich
Pólverjar tóku
Japani í kennslu
: rniíin) hi >?'iii;íh r/ 1 li; ;ií i
^ > í 1; 4 i . i i »• i jijú vhh .m . *» itov niu »
j