Morgunblaðið - 27.01.1981, Qupperneq 30
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 27. JANÚAR 1981
30
---i---------
Landsvirkjun:
Raforkuskömmtunin
orðin 36% af aflþörf
Járnblendifélagið hættir starfrækslu bræðsluofnsins
LANDSVIRKJUN hefur ákveðið
að auka skommtun raforku úr
orkuöflunarkerfi sínu um 40
meKawött og mun skerðinn þessi
koma til framkvæmda á næstu
döKum. Kemur skömmtun þessi
niður á ÍSAL og Járnblendifélaií
inu. 17 MW hjá ísal og 23 MW
hjá Járnblendifélaginu. Hefur
verið samið um það við Járn-
hlendifélagið. með fyrirvara um
staðfestingu stjórnar þess. að
lokað verði fyrir rekstur þess
ofns. sem þar er enn í notkun. en
með því cr forðað, að þessi nýja
Ólafsvik:
Sjö hrepps-
nefndarmenn
í stað fimm
r Ólafsvik. 27. janúar.
Á FUNDI hreppsnefndar
ólafsvíkurhrepps hinn 22.
janúar var samþykkt tillaga
frá meirihlutanum um. að við
næstu kosningar verði kosnir
sjö menn í hreppsnefnd í stað
fimm.
Fyrir tveimur árum bar
fulltrúi D-listans upp sams
konar tillögu, en þá hlaut hún
ekki afgreiðslu. Ennfremur
var á síðasta fundi samþykkt
tillaga frá meirihluta hrepps-
nefndar um að gerð verði
könnun á því hvort hagkvæm-
ara sé fyrir Ólsara, að sækja
um bæjarréttindi fyrir Ólafs-
vík. Getur því svo farið, að
ekki líði á löngu, þar til
almenn atkvæðagreiðsla fari
hér fram um þetta mál.
— Ilelgi
skerðing leiði til beinnar
skömmtunar rafmagns til al-
menningsveitna eða kalli á
aukna orkuframleiðslu i olíu-
kyntum stöðvum. Alls nemur
skerðing þessi nú um 36,2%
þeirrar forgangsorku af aflþörf
þessa árstima eða 122,5 MW.
í frétt frá Landsvirkjun segir
m.a. svo um orsakir þessarar
skömmtunar: „Því miður hafa
aðstæður breyst enn til hins verra
í þessu efni, þar sem veðráttan
hefur, eins og kunnugt er, verið
mjög óhagstæð undanfarnar vik-
ur, og hefur ísmyndun í Þjórsá á
köflum verið meiri en dæmi eru til
og ísskolunarþörfin aukist eftir
því. Hefur þannig þurft að ganga
á miðlunarforðann í Þórisvatni
meira en góðu hófu gegnir og
langt umfram það, sem gert var
ráð fyrir og er vatnsborð Þóris-
vatns nú í um 565 m.y.s., sem er
um 3,4 m lægra en á sama tíma í
fyrra."
Halldór Jónatansson aðstoðar-
framkvæmdastjóri Landsvirkjun-
ar tjáði Mbl., að það væri algjör-
„VITASKULD er það rétt hjá
Benedikt. að Alþýðuhandalaginu
hafi verið afhent óeðlilega mikil
völd miðað við fylgi þess og stærð
og vitaskuld er þörf á langtum
betri og sterkari rikisstjórn en
lega háð veðurfari hve lengi
skömmtun þessi yrði að standa, en
búast mætti við nokkrum vikum
eða mánuðum. Ákvörðun þessi
væri fyrst og fremst tekin í
öryggisskyni, þar sem vatnsforð-
inn í miðlunarlóninu væri lægri en
nokkru sinni fyrr og langt að bíða
vors og öruggs bata í vatnsrennsli.
í fyrrasumar hefði með ýmsum
framkvæmdum verið reynt að
auka vatnsrennsli í Þórisvatn og
yrði athugað nú hvort hægt væri
að auka það enn frekar næsta
sumar.
Ragnar Halldórsson forstjóri
ÍSAL sagði í samtali við Mbl., að
af 320 kerjum myndi 140 verða
lokað þegar skömmtunin væri að
fullu komin til framkvæmda á
næstu dögum. Er þar um að ræða
um 40% samdrátt á framleiðslu-
getu Álversins, en ekki kvað
Ragnar ljóst hvort uppsagnir
væru framundan. Uppsagnar-
frestur væri það langur að e.t.v.
yrði komið að því að undirbúa
gangsetningu að nýju þegar upp-
sagnir kæmu til framkvæmda.
þeirri, sem nú situr. Og ég er
sannfærður um að slika ríkis-
stjórn er hægt að mynda,“ sagði
Kjartan Jóhannsson, formaður Al-
þýðuflokksins. er Mbl. spurði
hann álits á hugmyndum Bene-
dikts Gröndal um myndun nýrrar
rikisstjórnar án þáttöku Alþýðu-
bandalagsins.
Morgunblaðið spurði Kjartan,
hvort hann teldi stjórnarmyndun
framkvæmanlega án undangeng-
inna kosninga. „Það er ennþá hægt
að mynda nýja ríkisstjórn án kosn-
inga,“ svaraði hann. Þá spurði Mbl.,
hvort hann og/eða aðrir stjórn-
málamenn hefðu reifað slíkar hug-
myndir sín í milli. „Það er nú
tæplega hægt að segja það,“ svaraði
Kjartan.'„Auðvitað ber ýmislegt á
góma í spjalli manna annað veifið,
en ég veit ekki til þess að þetta mál
hafi verið rætt milli flokkanna eða
talsmanna þeirra.“
Mbl. spurði þá Kjartan, hvort
Alþýðuflokkurinn ætlaði að beita
sér fyrir „viðræðum milli flokkanna
eða talsmanna þeirra". „Ætli það sé
nú ekki rétt, að sjá fyrst viðbrögðin
við þessum hugmyndum á þessum
punkti. Þetta er ágætt til umhugs-
unar,“ svaraði Kjartan.
Skáldkonur
lesa úr verkum
sínum í Breið-
holtsskóla
KVENFÉLAG Breiðholts verður
með bókmenntakynningu i Breið-
holtsskóla i kvöid klukkan 20.30.
Þar munu skáldkonurnar Ás-
laug Ragnars og Líney Jóhannes-
dóttir koma og lesa úr verkum
sinum. Þá verður lesið úr verkum
Fríðu Sigurðardóttur.
Þetta er fjórða árið, sem Kven-
félag Breiðholts efnir til bók-
menntakynningar á verkum
skáldkvenna.
Hyggst aka hring-
veginn af turábak
Hallgrlmur Marinósson hyggst aka hringveginn afturábak I vor og
til að þurfa ekki að horfa stoðugt um Oxl er ráðgert að koma fyrir
mörgum og góðum speglum, sem nota á I ferðina.
MAÐUR nokkur i Reykjavík
hyggst næsta vor aka hringveg-
inn, sem i sjálfu sér er ekki i
frásögur færandi, nema vegna
þess, að hann ætlar að aka
afturábak. Hallgrímur Marin-
ósson heitir maðurinn, en með
þessu uppátæki er m.a. stefnt
að þvi að komast i heimsmeta-
bók Guinness. Timaritið Sam-
úei tekur einnig þátt i leiknum.
í frétt í síðasta tölublaði
Samúels segir frá þessari fyrir-
ætlan Hallgríms, en ráðgert er
að ferðin hefjist um miðjan maí
og taki viku til tiu daga. Ekki er
ákveðið hvaða tegund af bíl
verður notuð, en stuttir bílar
með stórri afturrúðu eru taldir
henta bezt. Bílinn þarf að útbúa
með framljósum að aftan og eins
þarf að koma fyrir góðum spegl-
um, því hætt er við að ökumaður
þreytist fljótt á að horfa um öxl
og fái jafnvel hálsríg eftir akst-
ur með þessum hætti. Þá segir í
Samúel að vitað sé um tvo menn
sem óku með þessum hætti um
Bandaríkin.
Kjartan Jóhannsson, formaður Alþýðuflokks:
Ennþá er hægt
að mynda stjórn
án kosninga
Sauðárkrókur:
Eyþór Stefánsson
tónskáld og heið-
ursborgari 80 ára
Sauðárkróki, 26. janúar 1981.
EYÞÓR Stefánsson. tónskáld
og heiðursborgari Sauðár-
króks, átti 80 ára afmæli sl.
föstudag, 23. janúar. Af því
tilefni var efnt til kvöldvöku i
Safnahúsi Skagfirðinga við
Faxatorg. Að henni stóðu nokk-
ur félagasamtök í bænum, sem
Eyþór hefur lagt lið á langri
ævi, svo og bæjarstjórn Sauð-
árkróks.
Páll Ragnarsson, formaður
Umf. Tindastóls, setti samkom-
una með stuttu ávarpi, en Mar-
teinn Friðriksson formaður
Tónlistarfélagsins, stjórnaði
henni. Aðalræðu kvöldsins hélt
Þorbjörn Árnason, forseti bæj-
arstjórnar, sem flutti Eyþóri og
konu hans Sigríði Stefánsdóttur,
árnaðaróskir og þakkir bæjar-
búa fyrir áratuga störf að menn-
ingarmálum, og færði þeim að
gjöf málverk eftir Elías B. Hall-
dórsson.
Kirkjukór Sauðárkróks söng
undir stjórn Jóns Björnssonar
tónskálds, undirleikari var Eva
Snæbjarnardóttir. Nemendur úr
Tónlistarskólanum komu fram
og félagar úr Leikfélagi Sauð-
árkróks lásu upp. Friðbjörn G.
Jónsson, söngvari, söng lög eftir
Eyþór við undirleik Jónasar
Ingimundarsonar, sem einnig
lék einleik á píanó. Afmælis-
kveðju í bundnu máli flutti
Hólmfríður Jónasdóttir skáld-
kona og einnig var flutt kveðja
frá sóknarprestinum séra
Hjálmari Jónssyni.
I hléi þágu samkomugestir
veitingar í boði bæjarstjórnar.
Að lokum talaði Eyþór og þakk-
aði heiður, góðar gjafir og mikla
vinsemd í garð þeirra hjóna.
Fyrr um daginn heimsótti
Lúðrasveit Tónlistarskólans Ey-
þór og spilaði nokkur lög fyrir
utan heimili hans undir stjórn
Lárusar Sighvatssonar, tónlist-
arkennara.
Kári
Lúðrasveit Tónlistarskólans lék nokkur lög fyrir utan heimili
Eyþórs, sem hér sést þakka einum hljóðfæraieikaranum.
Frá samkomunni i Safnahúsi Skagtiröinga. ttyþór Stefánsson og
frú Sigriður fyrir miðju. Við hlið þeirra stendur Þorbjörn
Árnason forseti bejarstjórnar Sauðárkróks.
i
mS
Safnahúsið var þéttsetið. Hér
má
sjá hluta samkomugesta.