Morgunblaðið - 27.01.1981, Side 31

Morgunblaðið - 27.01.1981, Side 31
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 27. JANÚAR 1981 31 Pétur Sigurðsson alþingismaður: Atvinnuleysi og landflótti Margra ára atvinnu- öryggi á f allanda fæti Alþingi íslendinga hófst i gær, eftir þinghlé frá þvi fyrir jól, með harðri hrið stjórnarandstöðu að rikisstjórninni vegna „aívarlegs atvinnuástands sem nú væri veruleiki á nokkrum landssvæðum og meðal fjölmennra starfshópa láglaunafólks hér á höfuðborgarsvæð- inu.“ eins og Pétur Sigurðsson alþingismaður komst að orði, en hann hóf þessa umræðu. Gunnar Thoroddsen, forsætisráðherra, las upp forsetabréf um samkomudag Alþingis en siðan hófust framangreindar umræður, sem snérust m.a. um veika stöðu útflutningsiðnaðar, vörugjald á sælgæti og gosdrykki, sem dregið hefur stórlega úr sölu þessarar vöru. atvinnuástand á Suðurnesjum, atvinnuhorfur á Akureyri, stöðu byggingariðnaðar o.fl. Er atvinnuleysi (ramundan? Pétur Sigurðsson (S) sagði það ömurlegan veruleika að atvinnu- leysi hefði stungið sér niður í nokkrum landshlutum og meðal fjölmennra starfshópa láglauna- fólks hér á höfuðborgarsvæðinu. Hann sagðist ekki ætla að fjalla nú um það hugsanlega ástand sem skapast kunni ef ekki náist samn- ingar milli sjómanna og útgerð- armanna, sem hefði í för með sér stöðvun fiskveiðiflotans og starfs í fiskvinnslu. Ekki heldur þann samdrátt sem þegar væri stað- reynd í helztu stóriðjufyrirtækj- um okkar vegna orkuskorts. Ég dreg ekki í efa, sagði Pétur, að það sérstaka ástand hefur skapast vegna langvinnra kulda á hálend- inu og lekra uppistöðulóna, en fullyrði samt, að meginástæða þessa orkuskorts megi hiklaust rekja til „fyrirhyggjuleysis og vanhæfni þeirra sem farið hafa með stjórn þessara mála á síðustu árum“. Pétur rakti fréttir um atvinnuleysi á Akureyri en vék síðan að nýju vörugjaldi á sælgæti og gosdrykki, sem leitt hefðu til sölusamdráttar og uppsagna iðn- verkafólks. Gjaldið á súkkulaði, svo dæmi væri tekið, hefði hækkað úr 40 g.krónum á hvert kíló í 379 g.krónur eða um 825%! Vitnaði hann m.a. til ummæla fram- kvæmdastjóra Lindu-verksmiðj- unnar á Akureyri þar að lútandi. Þá vitnaði hann til frétta um atvinnuleysi á Djúpavogi (Þjóð- viljinn), frétta um atvinnuleysi á Suðurnesjum og landflótta, sem ekki væri hægt að loka augum fyrir. Sagði Pétur að höfuðborg- arsvæðið og Suðurnes hefðu verið hornrekur og mismunað síðustu árin í sambandi við fyrirgreiðslufé til atvinnuuppbyggingar. • Pétur vitnaði til greinargerðar Guðmundar G. Þóarinssonar, sem talað hefði gegn vörugjaldi á sælgætisiðnað og gosdrykki en tryggt samþykki þess með hjá- setu. Spurði hann forsætisráð- herra, í fjarveru fjármálaráð- herra, hvort ríkisstjórnin hefði tekið afstöðu til álagningar 2% jöfnunargjalds á innflutt sælgæti, sem komið gæti í stað vörugjalds- ins, en að því hafði Guðmundur G. ýjað í greinargerð sinni. Þá sagði hann það lítt í samræmi við samráðsloforð stjórnvalda við launafólks um ákvarðanir í efna- hagsmálum, en álagning vöru- gjaldsins væri liður í efnahags- ráðstöfunum ríkisstjórnarinnar, að ráðherrar hefðu ekki sýnt fulltrúum láglaunafólks þá sjálf- sögðu háttvísi að vera viðstaddir til að veita mótmælum þeirra viðtöku, þó koma þeirra hafi verið boðuð með nægum fyrirvara. Ekkert ákveðið um jöfnunargjaldið Gunnar Thoroddscn, forsætis- ráðherra, sagði m.a. að ríkis- stjórnin hefði ekki tekið ákvörðun um álagningu 2% jöfnunargjalds. Mótmæli starfsfólk í nefndum iðngreinum yrðu tekin til athug- unar. Nefnd myndi skipuð til að kanna, hvort um sölusamdrátt væri að ræða, en það drægju sumir í efa, en ef svo væri, hve mikill — og þá hverjar ástæður hans væru. Um atvinnuástand á Suðurnesj- um sagði forsætisráðherra að rík- isstjórnin hefði ekki fengið erindu um atvinnuleysi þar frá sveitar- félögum, verkalýðsfélögum né þingmönnum kjördæmisins. Þá væri það rangt hjá Pétri að fólki hefði verið sagt upp í Lindu á Akureyri. Heimildin væri Morg- unblaðið, en engu starfsfólki hefði verið sagt þar upp. Jólagjöfin til iðnverkafólks Birgir ísleifur Gunnarsson (S) sagði að jólagjöf ríkisstjórnarinn- ar til iðnverkafólks, 30% vöru- gjald á gosdrykki og 7% vörugjald á sælgæti, hefði nú sagt til sín í sölusamdrætti og uppsögnum. A liðnu sumri hefði ríkisstjórnin séð ástæðu til að setja sérstök bráða- birgðalög til að styrkja sælgætis- iðnaðinn. Tveimur mánuðum síðar hefði hún söðlað um og séð ástæðu til að þyngja rekstur hans með verulegum skattaálögum í formi nýs vörugjalds. Þessi skattheimta þýddi, að sögn, 3,4 milljarða gam- alkróna í ríkissjóð. Hún hækkaði hinsvegar kaupgjaldsvísitölu um 0,26%, sem þýddi um 3 milljarða hækkun í kaupgjaldi frá ríkissjóði og fyrirtækjum. Ágóðinn væri því hæpinn, ekki sízt þegar hann væri nú skoðaður í ljósi atvinnuleysis hjá iðnverkafólki. Mér kemur satt að segja á óvart að forsætisráð- herra dregur í efa að hér sé um sölusamdrátt að ræða. Þetta mál á ekki að tefja í einni nefndinni enn í iðnaðarráðuneytinu, heldur verð- ur að snúa sér að því að leysa það með því að fella þennan nýja skatt niður. Það kemur mér og á óvart að formaður þingflokks Alþýðu- bandalagsins, flokksins sem mest talar um samráð við launafólk, skyldi í þingræðu hæða það iðn- verkafólk, sem skrifaði undir mót- mæli gegn skatti, sem reynslan hefur nú sýnt að stefndi beint í atvinnuleysi í iðngreininni. „Sam- ráð“ af slíkri tegund væri verka- fólki lítt að skapi. Birgir sagði að á sl. fjórum árum hefði um 10.000 manns flutzt utan. Tími væri til að hamla gegn því dulbúna atvinnuleysi sem í slíkum landflótta fælist. Birgir skoraði á ríkisstjórnina að hætta þessu nefndadútli, en afnema vörugjaldið á þessa iðn- grein og koma þannig til móts við það fólk, sem nú væri með upp- sagnarbréf í höndum. Atvinnuleysi Lárus Jónsson (S) sagði 120 manns vera á atvinnuleysisskrá á Akureyri. Dregið hefði stórlega úr eftirspurn byggingarlóða þar og byggingartími lengst. Þetta má rekja til stefnu stjórnvalda í húsnæðismálum. Byggingarsjóð ríkisins vantar ekki minna en 10 til 12 milljarða gamalla króna til að geta fullnægt skuldbindingum sínum 1981. Ætlast er til að hann taki fjárfúlgur að láni úr lífeyr- issjóðum, sem enganveginn er víst að hann fái. Þar á nú að taka að láni um 19,6 milljarða gamal- króna, en þar fengust 7,3 milljarð- ar gamalkróna 1980. Lárus sagði um 1000 manns hafa atvinnu í útflutningsiðnaði á Akureyri. Gengisfestingin, sam- hliða kostnaðarhækkunum, kæmi mjög illa við þennan iðnað. Svo virtist sem skóverksmiðja, sem þar væri rekin nú, myndi loka á árinu. Þá væri vandi skipasmíða- iðnaðar mjög mikill og nýjar lánareglur vegna nýsmíði skipa kynni að vera banabiti þessa mikilvæga iðnaðar hér á landi. Hvert sem litið væri blasti við óvissuástand. fUlldór Sl*hv»tur Blöndal BJörsrvinKson Stjórnarliðar úr Reykjaneskjördæmi Matthias Bjarnason (S) vitnaði til stefnuræðu forsætisráðherra um stuðning við íslenzkan iðnað, m.a. sælgætisiðnað. Framkvæmd þeirrar stefnu væri vægast sagt tortryggileg. Forsætisráðherra talar nú um samdrátt í sælgætis- iðnaði sem „haldið er fram en aðrir draga í efa...“ Dregur ríkisstjórnin í efa orð iðnverka- fólks og þeirra sem nú hafa fengið uppsögn á atvinnu? Er ríkis- stjórnin svo upptekin við að lesa um Dagblaðsfylgi sitt að hún sér ekki hvað er að gerast í þjóðfélag- inu; hjá atvinnuvegunum, sem allt hvílir á? Máski kemur Dagblaðið fylgi ráðherranna upp í fylgi Stalíns gamla í hans kjördæmi, austur í fyrirmyndinni á sinni tíð, sem komst víst nálægt hundrað- asta prósentinu. En staða at- vinnuveganna byggir ekki á slík- um skoðanaleik, né skapar hann atvinnu handa þeim, sem nú hafa misst atvinnu í beinum tengslum við skattastefnu ríkisstjórnarinn- ar. Þetta vörugjald á að leggja niður strax. Og aumt er stjórnar- liðið úr Reykjaneskjördæmi, ef rétt er hjá forsætisráðhérra, að það hafi ekki haft uppburði til þess að koma á framfæri upplýs- ingum til ríkisstjórnar um bág- borið atvinnuástand þar syðra, sem raunar hefur verið fréttamat- ur fjölmiðla um skeið. 30% meira atvinnuleysi 1981 en 1980 Karl Steinar Guðnason (A) sagði 30% meira atvinnuleysi á Suðurnesjum nú en fyrir ári. Atvinnuleysisvofan væri víða að tilla tám í þjóðfélaginu og at- vinnurekstur stæði á brauðfótum. Ástandið í sælgætisiðnaðinum væri einn hættuboðinn af mörgum — og heimatilbúinn að því er skattastefnuna varðaði. Karl Steinar sagði atvinnuleysið á Suð- urnesjum hafa bitnað fyrst og fremst á kvenfólki. Verkakvenna- félagið hafi skrifað forsætisráð- herra sérstaklega af þessu tilefni. Það væri því rangt hjá ráðherra að engin formleg tilkynning hefði verið send hér um enda atvinnu- ástandið á Suðurnesjum öilum ljóst, sem fylgdust með almennum fréttum. Er það ekki ein af starfsskyldum félagsmálaráðu- neytis að fylgjast grannt með atvinnuástandi í einstökum lands- hlutum? Karl sagðist furða sig á því að í stjórnarsáttmálum væru atvinnumál á Suðurnesjum flokk- uð undir utanríkismál. Hann vék að neitunarvaldi kommúnista, framkvæmd á Keflavíkurflugvelli. Hann ræddi um framkvæmdir við flughafnarbyggingu og birgðastöð í Helguvík en lagði meginþunga á hefðbundna atvinnuvegi og nauð- syn þess að styrkja þá svo forða mætti atvinnuleysi og landflótta. Ekki neitunarvald ólafur Jóhannesson, utanríkis- ráðherra, sagði ekkert um það í stjórnarsáttmála sem gæfi Al- þýðubandalagi neitunarvald um varnarliðsframkvæmdir. I sátt- málanum væri flugstöðvarbygging háð samþykki allrar ríkisstjórnar- innar en um önnur atriði væri þar ekki fjallað. Þær heyrðu beint undir viðkomandi yfirvöld. At- vinnumál á Suðurnesjum heyrðu og ekki undir sitt ráðuneyti. Hins vegar væri Þjóðhagsstofnun að gera úttekt á vanda Suðurnesja varðandi atvinnuþróun. Orkuverð og iðnaður Albert Guðmundssun (S) vitn- aði til viðtals við Jón Sigurðsson í Morgunblaðinu, sem m.a. hefði fjallað um orkuskömmtun. Hann sagði raforku nú framleidda, vegna ástands á vatnasvæði stærri virkjana, sem innfluttri, dýrri olíu. Sú kostnaðaraukning, sem af þessu leiddi, mætti ekki lenda á almennum iðnaði umfram stóriðju. Það væru eigendur Landsvirkjunar, þ.e. Alþingi og borgarstjórn, sem ættu að ákvarða um verðlagningu, ekki nefndir út í bæ. Þetta mál ætti því að koma til kasta Alþingis. Verksmiðjuverð gosflösku meira en 50% ríkisskattur Guðmundur G. Þórarinsson (F) sagði ríkisskatta meir en helming af verksmiðjuverði gosdrykkja- flösku. Spurning væri, hvort iðn- rekendur væru starfandi í eigin fyrirtækjum eða sem innheimtu- menn hins opinbera. Ég var á móti þessu vörugjaldi, en greiddi ekki atkvæði gegn því í trausti þess að það viki fljótlega fyrir 2% aðlög- unargjaldi. Samdráttur hjá kóka- kóla er staðreynd, sagði Guð- mundur, en ég er ekki jafn viss um sölusamdrátt hjá Sanitas. Ekki er heldur víst að samdrátturinn sé alfarið vegna vörugjaldsins. Fólk kaupir nú meira aðra drykki, t.d. hreina ávaxtadrykki. Hann ræddi um erfiðleika á ýmiskonar sam- keppnisiðnaði hér heima, sem keppa þyrfti við meira og minna niðurgreiddar innfluttar vörur. Enn um Akureyri Halldór Blöndal (S) sagði 60 manns hafa unnið í sælgætisiðn- aði á Akureyri fyrir 2 árum. Nú væru starfsmenn 37. Rétt væri að uppsagnir hefðu ekki komið til í Lindu á þessu ári en fækkun starfsfólks væri þó staðreynd og iðnrekendur nyrðra, ekki síst í útflutningsiðnaði, væru kvíðnir, m.a. vegna festingar gengisins. Skilafrestur hins nýja skatts væri og alltof stuttur. Nokkuð á annað hundrað manns væri á atvinnuleysisskrá á Akur- eyri, ekki sízt í byggingariðnaði, aðallega verkamenn, en vinna iðnaðarmanna héfði og dregizt saman. Verksmiðja K. Jónssonar hefði ekki fengið nægt hráefni, m.a. vegna ónógrar fjármagnsfyr- irgreiðslu. Röng skatta- og verð- lagningarpólitík ríkisstjórnarinn- ar væri að sliga allan atvinnu- rekstur í landinu og grafa undan þvi atvinnuöryggi, sem hér hafi tekizt að tryggja á undanförnum árum. Geðþóttaákvarðanir í geng- ismálum bættu heldur ekki úr skák hjá útflutningsframleiðsl- unni. KeflavíkurfluKvöllur Sighvatur Björgvinsson (A) áréttaði að landflótti væri dulbúið atvinnuleysi. Sorglegt hefði verið að hlusta á félagsmálaráðherra í ríkisfjölmiðli útmála ókosti þess að fólk flytti úr landi, út frá sjónarhorni þess vanda, er slíkum flutningum fylgdi fyrir börn, en orða ekki merg málsins, hvern veg má skapa þessu fólki lifibrauð hér heima. Hann spurði utanríkisráð- herra hvort rétt væri að frum- varpa væri í undirbúningi sem færði Keflavíkurflugvöll úr umsjá og ábyrgð utanríkisráðuneytis til samgönguráðuneytis. (Svör feng- ust ekki.)

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.