Morgunblaðið - 27.01.1981, Síða 33

Morgunblaðið - 27.01.1981, Síða 33
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 27. JANÚAR 1981 33 Akureyringar hafa mátt búa við það ófremdarástand i áratugi að eiga engan opinberan sýningar- stað í að venda með hverskonar Listsýningar og nær eingöngu fengu þær sýningar, sem ágóðavon var að, inni i Gallerý Háhól, sem nú hefur hætt starfsemi sinni. En Háhóll hefur verið eini sýninga- salurinn á Akureyri síðastliðin ár, sem hefur getað borið það nafn með rentu, annar slíkur fyrir- finnst ekki á Akureyri. Þrátt fyrir gagnrýni í áratugi bólar ekkert á opinberum sýningarstað. Mér er spurn, hvers vegna aðhafast dagblöðin, útvarp og sjónvarp ekkert? Hvers vegna setja þau sig ekki í samband við Valgarður Stefánsson: Valgarður Stefánsson : mætti þá að hingað bærust fa- randsýningar frá Listasafni ríkis- ins og væri að slíku bæði menn- ingar- og ánægjuauki." Þessi orð Steindórs standa enn, sama ófremdarástandið varir í höfuð- stað Norðurlands, það er ótrúlegt, en satt. I einni forustugrein Dags í júní 1960 var varið í það að hvetja til þess að Akureyringar eignuðust listasafn og viðunandi aðstöðu til sýningahalds, gat Dagur þess að hér væri verkefni fyrir duglegan bæjarstjóra. Akureyringar hafa eftir þessum orðum greinilega setið uppi með duglausa bæjar- H5 stjóra um langt árabil því enn bólar ekkert á safninu og sýn- ingaraðstaða er engin. Námskeið um sýkingavarnir í sjúkrahúsum Akurevri - Sýning- arsalur óskast viðkomandi aðila, þ.e. bæjaryfir- völd, hvar eru samtök Félags íslenskra myndlistarmanna í myndinni? Hví í ósköpunum knýja þeir ekki á um úrbætur? Þeir ættu þó sumir hverjir að þekkja hér vel til aðstæðna ef eigin reynslu. Þess má geta að um 60 sýningar voru haldnar í Háhóli frá því að hann var opnaður í des. 1976 til þeirra síðustu í nóv. 1980. Á sama tíma voru haldnar um 10—20 sýningar á öðrum stöðum á Akur- eyri og í nágrenni. En það stendur. Gallerý Háhóll var eini staðurinn, sem boðlegur var til sýningahalds. Árin ’71—’76 voru haldnar um 50 sýningar á um 10 stöðum á Akureyri, af þessum tölum sést að áhugann vantar ekki eða viljann. En það ætti ekki að þurfa að setja upp sýningarsal fyrir hverja ein- staka sýningu, slíkt gerir enginn til lengdar, hér þarf vilja ráða- manna til. Það er ekki verjandi að ekki skuli vera til opinber sýningar- staður á höfuðstað Norðurlands. Það hefur verið harla skoplegt í mörg ár, áhugaleysi fréttamanna og blaðamanna á Akureyri og reyndar i Reykjavík ekki síður, fyrir myndlistarmálum hér í bæ rétt eins og þeim komi þau barasta alls ekki við. Margar kostnaðarsamar sýningar hafa verið haldnar hér, sem hlotið hafa litla eða því sem næst enga umsögn, eingöngu vegna áhuga- leysis blaðamanna til þess að berja þær augum. Myndlistar- menn utan höfuðborgarsvæðisins komast lítt eða ekkert í sviðsljósið og fyrir vikið fá ráðamenn á Akureyri að sofa sínum þyrnirós- arsvefni. Fyrir nær 30 árum skrifaði Steindór Steindórsson frá Hlöðum í eitt Akureyrarblaðanna um mál- efni myndlistar. Hann sagði m.a. „Enn á bærinn ekkert listasafn en nokkur málverk á hann, sem geymd eru ýmist á skólastofum eða skrifstofum bæjarins. Er slíkt vandræðalausn. En þótt seint gengi að koma upp stóru mál- verkasafni væri mikilsvert að koma upp sýningarsal þvi ætla Norræni sumarháskól- inn hefur starfsemi sína ÍSLANDSDEILD Norræna sumarháskólans er nú að hefja starfsemi ársins 1981. Að venju fer starfið fram f námshópum, er taka til umræðu ýmis félagsleg og vísindaleg viðfangsefni sem ofarlega eru á baugi hverju sinni. Námshópar starfa nú í 20 borg- um á Norðurlöndum og á sumrin eru haldin sumarmót þau sem skólinn dregur nafn sitt .af. Þar hittast fulltrúar allra þeirra námshópa sem starfað hafa að vetrinum. Að loknu sumarmóti starfa hóparnir svo áfram að haustinu. Sumarmót var haldið á íslandi árið 1978 en næsta sumar verður slíkt mót í Danmörku. Viðfangsefni Norræna sumar- háskólans í ár eru eftirfarandi: 1. Gildi þróunarkenningarinnar. 2. Heilbrigði og sjúkdómar. 3. Tölvan og þjóðfélagið. 4. Fullorðinsfræðsla og verk- menntun. 5. Samfélagshlutverk millistétt- ar. 6. Iþróttir og samfélag. 7. Kvennahreyfing og kvenna- rannsóknir. 8. Efnahagskerfi og þjóðríki. 9. Tónmennt og tónlistaráhugi. 10. Héraðssaga — byggðaþróun. 11. Félagsmótun. 12. Félagslegar útópíur. Nú er áformað að starfsemi námshópa hefjist með því að allir sem áhuga hafa á starfsemi Nor- ræna sumarháskólans komi á fund í Norræna húsinu þriðjudaginn 27. janúar 1981. kl. 17.00. Þar verður skipt í námshópa og valdir námsstjórar. Áhersla verð- ur lögð á að mynda námshópa um viðfangsefnin 1, 2, 4, 7, 9 og 10, en reynist nægjanlegur áhugi fyrir öðrum viðfangsefnum er ekkert því til fyrirstöðu að slíkir náms- hópar taki til starfa. Það skal tekið fram að náms- hópastarf Norræna sumarháskól- ans er ekki einungis ætlað há- skólafólki, heldur geta allir sem áhuga hafa tekið þátt í því. í heildarstjórn samtakanna er af íslands hálfu Þorlákur Helga- son kennari og ritari íslandsdeild- arinnar er Hrafn Hallgrímsson arkitekt. Núverandi menntamálaráð- herra, Ingvar Gíslason, endur- flutti ásamt Ólafi Jóhannessyni tillögu til þingsályktunar í des- ember 1966 um listasöfn og list- sýningar utan Reykjavíkur. Þar stendur m.a. „Landsþyggðin utan Reykjavíkur er ærið fátæk að listasöfnum og undantekning ef myndlistamenn þjóðarinnar sýni verk sín opinberlega annarsstaðar en í Reykjavík. Jafnvel á Akureyri eru myndlistasýningar fágætir viðburðir. Slíkt er enganveginn heillavænlegt", síðar segir í þess- ari tillögu; „Eitthvað er bogið við það þjóðfélag, sem stefnir til menningarlegs ójafnaðar“. I til- lögunni er svo farið fram á það að gert verði átak til þess að bæta aðstöðu úti á landi til þess að taka við listsýningum. Mig langar til að varpa þeirri spurningu til menntamálaráðherra úr því að sama ófremdarástandið ríkir enn í höfuðstað Norðurlands og hans heimabæ, hvort hann sjái sér ekki fært að flytja tillöguna aftur, þ.e. þingskjal 52, 48. mál frá því í desember 1966, og fylgja því máli eftir. Að lokum þetta, nú nýlega vaknaði af þyrnirósasvefni Menn- ingarsjóðsnefnd Akureyrar. Hvað hún aðhafðist eftir 15 mánaða svefn veit ég ekki, en vonandi tekur nývaknaður formaður þess ófremdarástand myndlistarinnar í bænum sér svo nærri að hann sér ástæðu til þess að. kalla nefndina aftur saman sem fyrst. Aðgerða er þörf. Vinsamlegast, Valgarður Stefánsson Á undanförnum áratugum hef- ur orðið æ ljósara, að vonir manna um að útrýma spítalasýkingum hafa ekki reynst réttar. Aukin sýkingahætta fylgir vaxandi notk- un lyfja, sem skerða varnarmátt sjúklinga gegn sýkingum svo og flóknari og meiri skurðaðgerðir en áður tíðkuðust. Ennfremur fylgir sýkingahætta ýmsum lækninga- tækjum og rannsóknaraðferðum, sem sífellt færast í vöxt. Vaxandi notkun sýklalyfja hef- ur einnig óbeint aukið þessa hættu vegna ónæmra sýklastofna, sem víða finnast á sjúkrahúsum og virðast bein afleiðing sýklalyfja- notkunar. Er nú talið, að víðast hvar á Vesturlöndum sýkist allt að tíundi hver sjúklingur, sem leggst inn á sjúkrahús, meðan á sjúkrahúsvistinni stendur. Sem betur fer eru flestar þessar sýk- ingar meinlausar og eru fremur til óþæginda en beinlínis hættulegar, aðrar eru þó umfangsmeiri og geta ráðið úrslitum um lífslíkur sjúklingsins. Auk þjáninga og ef til vill hærri dánartölu, fylgja sjúkrahússýkingum lengri legu- tími og þar með mikill kostnaður. Ekki er mikið vitað um kostnað af spítalasýkingum á íslandi, en giska má á að hann nemi a.m.k. 90 milljónum gkr. árlega á hver 100 sjúkrarúm. Sýkingavarnir er gamalt hugtak og e.t.v. náði áhugi á sýkingavörn- um hámarki 1920—1930, en dvín- aði síðan, þegar sýklalyf fóru að koma á markaðinn. Virtust lyfin svo áhrifarík, að lítil ástæða væri til að óttast sýkingar framar. Eins og alkunna er reyndust þær vonir ekki á rökum reistar. Öll islensk sjúkrahús stunda að sjálfsögðu sýkingavarnir á óformlegan hátt, en það var ekki fyrr en 1975 að fyrsta sýkinga- varnanefndin var sett á stofn við Landspítalann undir formennsku Páls Gíslasonar, yfirlæknis. Hefur sú nefnd starfað af dugnaði og stendur fyrir skráningu sjúkra- húsasýkinga á nokkrum deildum Landspítalans, auk þess staðið fyrir fræðslustarfi fyrir starfsfólk sjúkrahússins og sett reglur um einangrun sýktra sjúklinga og notkun sótthreinsiefna. Má segja, að þessi nefnd hafi unnið braut- ryðjendastarf og orðið öðru frem- ur til þess að breiða út áhuga á sýkingavörnum hértendis. Nú eru einnig starfandi svipaðar nefndir á Borgarspítala og Landa- kotsspítala. Þessi þrjú sjúkrahús, auk Hjúkrunarfélags íslands og Læknafélags íslands, stóðu síð- astliðið haust fyrir þriggja daga námskeiði um sýkingavarnir á sjúkrahúsum. Fyrirlesarar voru þrír sérmenntaðir Danir, tveir læknar og hjúkrunarfræðingur, og auk þess einn breskur læknir. Námskeið þetta sóttu alls 44 læknar, 70 hjúkrunarfræðingar og 13 lyfjafræðingar og aðrir gestir. Er þetta hin fjölmennasta ráð- stefna, sem haldin hefur verið á Islandi á vegum heilbrigðisstétta og sýndi vel þann áhuga, sem ríkir á málefninu hérlendis. Er það mál manna, að námskeiðið hafi tekist með ágætum, en þar var fjallað um flest atriði er lúta að sýking- um og hvernig megi koma í veg fyrir þær. í lok námskeiðsins unnu vinnuhópar að ýmsum verkefnum og var þar starfað af miklum áhuga og margar athyglisverðar hugmyndir komu fram. Á ráðstefnunni kom m.a. fram, að tíðni spítalasýkinga er 5,5% á þeim deildum Landspítalans, þar sem skipuleg skráning slikra sýk- inga hefur farið fram undanfarin ár. Er þetta svipað því, sem gerist í nágrannalöndum okkar. Þessa tíðni má þó vafalaust lækka sé rétt á málum haldið. Lögð var áhersla á gagnsemi þess að sér- menntaðir hjúkrunarfræðingar í sýkingavörnum starfi við stærri sjúkrahús og annist skráningu sýkinga og við ráðleggingastarf varðandi sýkingavarnir, notkun sótthreinsiefna og einangrun sýktra sjúklinga. Eru nú þrír slíkir hjúkrunarfræðingar í starfi við sjúkrahúsin í Reykjavík. Nám- skeiðið þótti einnig undirstrika nauðsyn þess, að samvinna væri milli hinna ýmsu heilbrigðisstétta varðandi sýkingavarnir, því sýk- ingavarnir eru ekki einkamál lækna eða hjúkrunarfræðinga heldur verða allir að vinna saman að lausn þessara mála. Telja þeir, sem að ráðstefnu þessari stóðu, að af henni hafi orðið verulegt gagn og megi búast við enn meiri áhuga á sýkingavörnum og árangur verði aukið öryggi á íslenskum sjúkra- húsum. Frá SkipulaKsneínd sýkinga- varnanámskeiAs. Rafís hf.: Neyðarsendir í gúmbjörgunarbáta RAFÍS hf. hefur hannað neyðarsendi, í samvinnu við norska fyrirtækið Jorton A/S, sem ætlaður er til notkunar í gúm- björgunarbátum. Neyðar- sendirinn er gerður með sérstöku tilliti til þeirra krafna, sem settar eru fram í íslenskri reglugerð um slík tæki, en Siglinga- málastofnun ríkisins og Póstur og sími verða að gefa því meðmæli áður en það er sett á markaðinn. Hingað til hafa engir neyðarsendar af þessu tagi hlotið viðurkenningu beggja þessara stofnana. I húsnæði Slysavarna- félags Islands var neyðar- sendirinn nýlega prófaður að viðstöddum blaða- mönnum. Tækið sendir frá sér merki á neyðar- tíðni, og verður þeirra vart í öllum millilanda- flugvélum, sem fljúga í nánd við slysstaðinn. Raf- hlaða tækisins endist í fimm ár, sé hún ónotuð, en í virkni má búast við að hún endist að minnsta kosti 24 klukkustundir. Búist er við að álit Siglingamálastofnunar og Pósts og síma liggi fyrir um miðjan næsta mánuð. Fulltrúi norska fyrirtækisins Jorton sýnir blaðamönnum neyðar- sendinn.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.