Morgunblaðið - 27.01.1981, Síða 34
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 27. JANUAR 1981
34
Jón Viðar Jónsson:
Athyglisvert
Brúðuheimili
Sýning Borgarleikhússins í
Stokkhólmi á Brúðuheimili Ibsens
er tvímælalaust ein merkasta
leiksýning, sem fram hefur komið
í þeirri borg á undanförnum árum.
Leikstjóri hennar er Jan H&kan-
son og hlutverk Nóru er í höndum
Lenu Granhagen, sem óhætt er að
telja í fremstu röð leikara nú.
Uppfærslan var frumsýnd fyrir
tveimur árum og hefur gengið við
aðsókn, sem jafn alvörugefin verk
og Brúðuheimilið hljóta sjaldan.
Mikið hefur verið ferðast með
hana til annarra landa og ef
marka má þær tilvitnanir, sem
gat að lesa í fordyri leikhússins,
hefur hún hvarvetna hlotið lof
gagnrýnenda. Skutu Svíar Norð-
mönnum heldur betur ref fyrir
rass, sýndu þeim hlið á þeirra
eigin þjóðskáldi og það á því
leikriti hans, sem Norðmenn
hefðu ekki þóst geta skilið betur. í
vor er leið kom þessi fræga sýning
aftur upp á fjalirnar í faéin skipti,
leikararnir munu hafa verið að
hita sig upp fyrir Italíuför, og
tókst mér þá að verða mér úti um
miða. Hér á eftir ætla ég að segja
dálítið frá þessari sýningu og því
endurmati á verkinu sem hún fól í
sér.
Brúðuheimili, sem Henrik Ibsen
sendi frá sér árið 1879, hefur
lengstum verið skilið sem innlegg
hans í kvenréttindabaráttu sam-
tímans, djarfleg árás á karlveldið,
hræsni hins borgaralega hjóna-
bands og þá fjötra sem þar eru
lagðir á frelsi konunnar. Samtíð-
armenn hans lögðu verkið út á
þennan veg og menn gera það enn
þann dag í dag. Á þessum árum
voru flestir fremstu rithöfundar
Norðurlanda, ekki síst Ibsen,
Björnson og Strindberg, mjög
undir áhrifum Georgs Brandes,
sem hafði krafist þess í frægum
fyrirlestrum að höfundarnir
beittu ritvopni sínu til að afhjúpa
meinsemdir borgaralegs þjóðfé-
lags. Þessi krafa var auðsæilega
ofarlega í huga Ibsens, þegar hann
skrifaði Máttarstólpa samfélags-
ins (1877), Brúðuheimili, Aftur-
göngur (1881) og Þjóðníðing
(1882), en síðar missti hún tök sín
á honum. í öllum þessum leikrit-
um er brugðið upp óvæginni mynd
af borgarastéttinni, fjölskyldulífi
hennar jafnt sem félagslegum
umsvifum; skáldið setur rétt yfir
eiginhagsmunadýrkun þessarar
stéttar, hverrar veldi stóð með
sem mestum blóma um þær mund-
ir, og þeirri tilfinningalegu eymd,
sem leyndist undir fáguðu yfir-
borði kjarnafjölskyldunnar. Beisk
ádeila þessara leikrita hefur af
skiljanlegum ástæðum fallið í
góðan jarðveg á síðari árum og
iðulega verið höfð að leiðarljósi
við uppsetningu þeirra. Sérstakar
vinsældir hafa Brúðuheimili og
Þjóðníðingur hlotið, þar sem koma
við sögu jafn alþjóðleg fyrirbæri
og áþján konunnar og mengunin. I
misheppnaðri sýningu Þjóðleik-
hússins á Brúðuheimili fyrir
nokkrum árum var þannig aug-
ljóslega lögð rík áhersla á upp-
reisn Nóru gegn manni sínum og
það góða fordæmi, sem hún gæfi
þar með kúguðum húsmæðrum
nútímans.
En Ibsen er margslunginn höf-
undur, sem þekkti eðli leikritsins
betur en svo, að hann drægi
beinlínis hlut einnar persónu á
kostnað annarrar. Ef við lítum svo
á, að í Brúöuheimili taki höfund-
urinn eindregna afstöðu í „kvinne-
saken", með Nóru á móti manni
hennar, hljótum við um leið að
álykta, að hann hafi brotið gegn
því hlutleysi í máli persónanna,
sem leikskáldið verður að temja
sér, og að Brúðuheimili sé vont
leikrit, þó að boðskapur þess sé
allrar þakkar verður. En er það
ekki þá einmitt þetta sem Ibsen
gerir í Brúðuheimili sínu, spyr nú
e.t.v. einhver lesandi, sem kann að
hafa minni af sýningu Þjóðleik-
hússins eða þeim sjónvarpssýn-
ingum og kvikmyndum á verinu,
sem hér hafa verið á boðstólum.
Er húsmóðirin Nóra, sem hefur
hugrekki til að brjóta af sér viðjar
eiginkonuhlutverksins og hasla
sér völl sem sjálfstæður einstakl-
ingur, ekki ein af geðslegustu og
„jákvæðustu" persónum þessa
miskunnarlausa höfundar og mað-
ur hennar Þorvaldur Helmer
fyrirlitlegt lítilmenni að sama
skapi? Er hægt að skilja lok
leikritsins, þegar Nóra teur saman
föggur sínar og yfirgefur bónda og
börn með hátíðleg orð á vör, sem
annað en yfirlýsingu um að þann-
ig eigi eiginkonur allra landa að
fara að? Er leikritið nokkuð annað
en dæmisaga um hvernig kona
nokkur vaknar úr algeru meðvit-
undarleysi um stöðu sína og
ákveður að taka málin í sínar
hendur? ;
í stuttri blaðarein er ekki hægt
að rekja efni þessa flókna leikrits,
svo nokkru nemi, hvað þá að fara
út í greiningu á því. En sé leikritið
túlkað á þann veg sem fyrr var
lýst koma í ljós ákveðnir erfiðleik-
ar á túlkun Nóru, sem ég hygg að
mörgum túlkendum hennar, þar á
meðal Guðrúnu Ásmundsdóttur á
sínum tíma, hafi gengið illa að
yfirstíga. Þessir erfiðleikar eru
fólgnir í þvt að sýna á sálfræðilega
trúverðugan hátt gagngera vit-
undarvakningu Nóru, þreytingu
hennar úr ábyrgðarlausu heimilis-
dýri í sjálfstæðan einstakling á
aðeins þremur dögum. Það er
fljótsagt, að undirritaður hefur
hvergi séð þetta takast; þess í stað
hefur persónan ævinlega fallið
sundur í tvo parta: algeran ein-
feldning t fyrstu tveimur þáttun-
um og hugumdjarfa súffragettu t
þriðja þætti. Skýringin er ein-
faldlega sú, að knappt form leik-
ritsins leyfir engri persónu að
taka svo stórstígum framförum á
svo skömmum tíma, því að dram-
að er eftirlíking á veruleika og svo
snögg umskipti geta hreinlega
ekki átt sér stað í veruleikanum.
Vilji því einhver halda fyrr-
greindri túlkun á leikritinu til
streitu, kemst hann ekki hjá því
að álykta sem svo, að á verkinu
séu miklir smíðagallar — og
vissulega hafa málsmetandi menn
haldið slíku fram. En það er
einnig hægt að fara aðra leið:
gleyma þeirri hæpnu forsendu að
leikritið hljóti að fjalla um kven-
réttindi og höfundurinn að vera
algerlega á bandi Nóru — og lesa
það síðan sæmilega fordómalaust
upp á nýtt.
Þetta hafði Jan H&kanson og
leikurum hans tekist. Sýning
þeirra hafði öðlast fínleik og
fágun, sem er sjaldséð í þeim
meira eða minna snöggsoðnu
leiksýningum, sem við erum vön-
ust. Leikurinn var allur svo vel
samstemmdur, að engin fölsk nóta
varð greind og jafnvel minnstu
hlutverkin stóðu fyrir sínu. Vissu-
lega bar leikur Lenu Granhagen í
hlutverki Nóru af, en við það var
ekkert að athuga, leikritið er nú
einu sinni byggt upp í kringum
þessa persónu. Og mér finnst sú
sálfræðilega túlkunarhefð, sem
sænskir leikarar hafa í raun og
veru best tök á, hafa sýnt styrk
sinn einkar vel í þaulhugsaðri
túlkun hennar. Þarna átti hver
lítil athöfn jafnt sem heildar-
þróun persónunnar sér ákveðnar
forsendur í innra lífi hennar;
jafnvel minnstu hreyfingar áttu
sinn þátt í að leiða áhorfendum
sálarlíf hennar fyrir sjónir.
Hvernig var þá sú Nóra sem Lena
Granhagen dró upp mynd af? Allt
frá fyrstu innkomu var ljóst, að
þarna væri enginn barnungi á
ferð, heldur einkar veraldarvön
kona, sem kynni tökin á þeim
geðuga égóista, sem hún var gift.
Hún var í senn taugaóstyrk og
kaldrifjuð; eiginhagsmunaseggur
fram í fingurgóma og haldin
stöðugum pirringi út í það
leiðindafólk, sem hún varð að
umgangast. Það leyndi sér ekki að
þessi kona væri tilfinningalega
töluvert brengluð og fullkomiega
laus við allt sem líktist einlægni
og hlýju. Stundum má greina
ættarmót með ólíklegustu persón-
um Ibsens og þessi Nóra minnti
mann hreint ekki lítið á það
afkvæmi hans, sem sjaldnast hef-
ur verið nefnt í sömu andrá og hin
elskulega Nóra, kvendjöfullinn
Heddu Gabler. En persónan fékk
alveg staðist og var fullkomlega
trúverðug.
Jóhann Þórðarson:
Saga fyrir alþingismenn
í Morgunbl. 11. þ.m. eru tvær
athyglisverðar greinar að mínum
dómi, önnur er rituð af Óskari
Jóhannssyni, kaupm. en hin af
Steinþóri Gestssyni, alþing-
ismanni.
Grein Óskars fjallar um glímu
gamals bakara við stjórnvöld og
lýsir því hvernig þau geta króað
hann af líkt og sauðkind í rétt,
þannig að hann á enga útgönguleið.
Grein Steinþórs Gestssonar
fjallar m.a. um áhrif 59. gr. gild-
andi skattalaga á skattgreiðslur
gamals bónda, en Steinþór ásamt
þremur öðrum þingmönnum hefur
lagt fram frumvarp til laga um
breytingu á lögum um tekju- og
eignaskatt nr. 40 frá 18. maí 1978.
Efnislega hefur frumvarpið að
geyma ákvæði um að fella niður 59.
gr. þeirra laga.
Það serti mér finnst oft vanta,
þegar deilt er á stjórnvöld vegna
framkvæmda á ákveðnum lögum er
að þess er ekki getið að stjórnvöld
ráða hér oft á tíðum litlu um, þau
eru aðeins að framkvæma lög, sem
sett eru af alþingismönnum, sem
við höfum kosið lýðræðislegum
kosningum. Með réttu eigum við að
deila á þingmennina fyrir að setja
óréttlát lög.
Því miður virðist það fara í vöxt
að þingmenn setji lög, sem eru
þannig að þau fela framkvæmda-
valdinu of mikil völd. Með þessu á
ég við að lögin ganga of skammt og
síðan er framkvæmdavaldinu falið
að setja reglugerðir, sem hafa að
geyma ákvæði, sem ættu að vera í
lögunum. Með þessu móti eru
alþingismennirnir að færa Iöggjaf-
arrvaldið yfir til framkvæmda-
valdsins. í sumum tilfellum eru
ákvæði í lögum sem eru á þá leið að
„ef ágreiningur verður sker ráð-
herra úr“ eða þá eftir atvikum
annað stjórnvald. Með þessu er
verið að færa dómsvaldið til fram-
kvæmdavaldsins.
í sumum tilfellum er gengið svo
langt að alþingismennirnir hafa
falið framkvæmdavaldinu að
ákveða hvort reglur, sem það setur,
skuli birtar almenningi. Má í þessu
sambandi benda á 101. gr. gildandi
skattalaga. Hér er að sjálfsögðu
gengið þvert á ákvæði stjórnar-
skrárinnar að lög og reglur skuli
birta. Enda liggur það í augum
uppi að til þess að þegnarnir geti
farið eftir lögum þurfa þeir að eiga
þess kost að sjá þau.
Heyrst hafa frá alþingismönnum
þau orð, að lagasetningin sé ekkert
aðalatriði, heldur sé þaö aðalatrið-
ið hvernig lögin eru framkvæmd.
Svona hugsunarháttur er alveg
fráleitur, en sem betur fer er þetta
ekki ríkjandi skoðun hjá þing-
mönnum.
Það er alveg frumskilyrði að
alþingismennirnir vandi sitt verk
við lagasetningu og setji eins skýr
ákvæði og hægt er og á máli, sem
við skiljum, við höfum lítið gagn af
lögum sem skrifuð eru á stofnana-
mállýsku.
Mjög nauðsynlegt er, ef ekki er
hægt að komast hjá því að nota
nýyrði, að þau séu þá sérstaklega
skilgreind á venjulegri íslensku og
allra síst á erlendum tungumálum
eins og stundum hefur átt sér stað.
Það er bráðnauðsynlegt að þessir
þrír þættir, sem okkar lýðræði
byggist á, Iöggjafarvald, dómsvald
og framkvæmdavald séu skýrt af-
mörkuð hvert frá öðru og gangi
ekki inná svið hvers annars. Um
það verðum við að standa vörð, ef
það tekst ekki þá stefnum við beint
á einræði.
Ég hef farið út í þessi atriði hér
sökum þess að þær tvær greinar,
sem ég nefndi í upphafi fjalla m.a.
um ákvæði á áhrif laga um tekju-
og eignaskatt, sem eru nr. 40 frá 18.
maí 1978 með áorðnum breytingum
En lög þessi eru talandi tákn um
framangreind atriði og bera þess
ljóslega merki að þar hafa þing-
menn okkar ekki staðið sig sem
skyldi. Enda kemur það nú fram
hjá þeim mörgum hverjum að þeim
finnst þau vera óréttlát og hafi
ekki þá kosti, sem þeir ætluðu.
Sumir hverjir segja þó að meining-
in hafi verið að láta reyna á
hvernig þau verkuðu á þegnana og
þjóðfélagið. Ég ætla að vona að
þeir fari ekki að lögleiða dauða-
refsingu til að vita hvernig það
verkar á þegnana.
Það hvarflar að mér sú hugsun,
hvort kunningi minn hafi haft á
rettu að standa nú fyrir skömmu,
þegar við vorum að ræða um störf
alþingismanna. Þa vildi ég halda
því fast fram að alþingismenn
kynntu sér rækilega öll lagafrum-
vörp, sem lögð eru fyrir þingið lið
fyrir lið áður en þeir greiddu
atkvæði með eða á móti þeim.
Kunningi minn sagði aftur á
móti hvort mér dytti í hug að
þingmenn hefðu tíma til þess, þeir
hlytu bara að greiða atkvæði eftir
bendingum frá öðrum þingmönn-
um eða stjórnvöldum. Þessu vildi
ég alls ekki trúa.
Eins og ég gat um áðan hefur
Steinþór Gestsson alþm. ásamt
fieiri þingmönnum borið fram
frumvarp á alþingi til að fella
niður 59. gr. skattalaga, en hún
hefur að geyma ákvæði þess efnis
að skattyfirvald megi áætla þeim
mönnum, sem stunda sjálfstæðan
atvinnurekstur, ákveðnar tekjur.
í tilvitnaðri grein Steinþórs tek-
ur hann dæmi um áhrif ákvæöisins
á opinber gjöld gamals bónda.
óskar tók m.a. dæmi um áhrif
greinarinnar á stöðu gamals bak-
ara.
Mér datt því í hug að koma með
dæmi um áhrif nefndrar 59. gr. á
gjöld vörubifreiðastjóra svo og
hvaða áhrif 53. gr. gildandi skatta-
laga hefur og á skattgreiðslur
hans. Ákvæði tilvitnaðrar 53. gr.
kveða á um það að leggja skuli
opinber gjöld og þá færa til tekna
ákveðinn hundraðshluta af skuld-
um, sem skattþegn var í pr. 1/1
1979, þ.e á þeim tíma, sem lögin um
tekju- og eignaskatt nr. 40 frá 18.
maí 1978 tóku gildi. Ákvæði þetta
snertir eingöngu þá, sem hafa
stofnað til skuldar í því augnamiði
að kaupa eignir, þ.e. fasteign eða
tæki til atvinnurekstrar.
Ég sá greinargóða grein í Tíman-
um sl. haust eftir Guðmund Vai-
geirsson, Bæ, Árneshreppi, varð-
andi áhrif þessa ákvæðis skattalag-
anna á bændur í Árneshreppi. En
eins og kunnugt er endurbyggðu
þeir af miklum dugnaði mikinn
hluta af útihúsum sínum og tóku
til þess venjuleg lán, þannig að þeir
voru í verulegum skuldum 1/1 1979.
Guðmundur benti á að um þær
mundir, er hann skrifaði grein sína
væru að berast til bænda bréf frá
skattyfirvöldum varðandi hækkun
á tekjum vegna þessara skulda.
Vörubifreiðastjórinn, sem ég
ætlaði að segja frá, réðst í það í lok
ársins 1978 að kaupa vörubifreið.
Bifreið þessa ætlaði hann að nota
til flutninga á vörum að og frá sínu
byggðarlagi svo og til nota við þá
vinnu, sem til félli.
Hér var um að ræða ungan
mann, sem átti þokkalega einkabíl
og 5.000.000,-u krónur í peningum.
Hann ætlaði því að selja einkabíl-
inn til að fá upp í andvirði
vörubílsins, en hann kostaði kr. 20
milljónir.
Dæmið stóð þannig 1/1 1979 að
bifreiðastjórinn skuldaði kr. 15
millj. í vörub. þar sem honum hafði
ekki tekist að selja einkabílinn
fyrir áramótin.
Skuld hans var við seljanda
vörubifreiðarinnar, við banka og
svo höfðu skyldmenni hlaupið und-
ir bagga til að leysa vandann.
Bifreiðastjórinn ungi var fullur
áhuga og bjartsýni við upprisu
sólar á nýársdag 1979. Hann reynr
að afia sér tekna eins og kosti
vár. Þegar kom undir vor 1979 vai
hann fyrir því óhappi, þegar han
var að aka með hlass utan vegar, e
skurðbakki sprakk undan þung
bílsins og hann fór á hliðina. VI
þetta skemmdist hann töluvert c
m.a. brotnaði burðargrind bílsir
og snerist upp á hana.
Þar sem bifreiðinni var ekið uta
vegar í umrætt sinn, þá greidd
tryggingar ekki tjónið. Bifreiða
stjórinn stóð þá frammi fyrir þv
að bera það einn.
Hann setti bifreiðina á verkstæð
og tók það bæði mikinn tíma og svi
var viðgerðin óhemju dýr.
Þegar bifreiðastjórinn var búini
að taka saman reikninga sína I