Morgunblaðið - 27.01.1981, Qupperneq 36

Morgunblaðið - 27.01.1981, Qupperneq 36
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 27. JANUAR 1981 36 Karl Helgason lögfræðingur: ÞAÐ HVARFLAÐIAÐ MÉR IX Opið bréfkorn til ykkar Sæl, elskuleg og ágæt! Við höfum gaman af orða- hnippingum, Islendingar. Eg ætla að segja ykkur frá einum slíkum. — Það eru þessi ómögulegu áfengislög sem gera ástandið svona slæmt hér á landi, sagði kunningi minn við mig með miklum þunga. Menn eru neyddir til að drekka illa með heimskulegum reglum. Ég hef nú farið víða og hvergi séð ástand líkt því sem hér er. Tökum til dæmis Frakk- land ... — Nei, ræðum ekki fyrir- myndar Frakklandið, svaraði ég. — Þar er ' áfengisvandamálið gífurlegt, meira en annars stað- ar þekkist, enda heildarneyslan mest. Þvi lýsa Frakkar nú opin- skátt sjálfir — og vita allir sem vilja vita, meira að segja hér á landi. En leyfðu mér að heyra hvað þú telur heimskulegt við áfengislögin. — Það er nú ýmislegt. T.d. aldursmörkin. Hvaða vit er í því að leyfa ekki 18 ára — fullþroska fólki — að kaupa áfengi? það ætti jafnvel að leyfa 16 ára að kaupa létt vín — ég tala nú ekki um bjór. Kannski er þetta með bjórinn eitt það fáránlegasta ... — Eitt í einu, minn kæri, eitt í einu. Ég er ekki hissa á því að þú nefndir aldursmörkin. Ég hef til skamms tíma talið réttara að lækka þau. — Það liggur í augum uppi, maður! Það drekka allir á þeim aldri. Er ekki betra að það sé gert löglega en ólöglega. Þá mætti líka fylgja betur eftir banni við afhendingu áfengis til unglinga. — Það finnst mér ekki óskyn- samlega mælt, sagði ég. — M.a. þessi röksemd fyrir lækkun áfengiskaupaaldurs var færð fram í Bandaríkjunum og Kan- ada um 1970. Og ýmis ríki lækkuðu aldursmörk. En nú hafa mörg þeirra hækkað mörkin aftur vegna þeirrar reynslu sem af því fékkst. Áfengisneysla ung- menna jókst nefnilega, bæði þeirra sém eftir breytinguna drukku löglega og hinna yngri. Umferðarslysum sem ungmenni lentu í fjölgaði mjög, ekki síst banaslysum. Og heilbrigðisráð- herra Bandarikjanna lagði til við þingið á síðasta ári að áfengiskaupaaldur yrði hækkað- ur. Hérlendis hefur aldur við upp- haf áfengisneyslu farið lækkandi og vandi aukist en það virðist ekki vera rétta lausnin að breyta ákvæðum um lögaldur til áfeng- iskaupa. ... Og við ræddum um bjór- inn, ölgerðarefnin og allt það. En ég hef nú skrifað ykkur tvö bréf um það efni svo að ég sleppi því hér. — Hvað svo fleira? spurði ég. — Það er nú mátgt. Sumu hefur að vísu verið breytt í betra horf, t.d. var opnunartími vín- veitingahúsanna lengdur ... — Óekkí — merkilegt hve margir eru sammála um að áhrifanna af þeirri lengingu gæti einmitt til hins verra. Kannski hefði ekki verið fráleitt að taka mið af ábendingum WHO í þessu sambandi — að eitt af því sem helst gagni til að draga úr áfengistjóni sé að stytta opnunartíma áfengisút- sala og vínveitingahúsa. Það er að vísu sérstaklega haft í huga það fyrirkomulag sem gildir víðast erlendis — en það var óþarfi að ganga þvert gegn æskilegri stefnu eins og gert var með lengingu opnunartíma — já, og stöðugri fjölgun áfengisveit- ingastaða. Og þá erum við komnir að því sem þú mátt gjarna festa vel í minni: Áfengislög okkar eru að flestu leyti í samræmi við það sem þykir góð áfengismála- stefna! Auðvitað er þar ákvæði sem breyta þyrfti. En andi laganna og meginstefna er ein- mitt sá sem þeir eru best hafa rannsakað og gerst þekkja áfengismál leggja til að móti löggjöf. Hins vegar hefur verið farið ýmislega á svig við þau á síðustu árum — jafnvel sett reglugerðarákvæði sem ganga þvert gegn ákvæðum áfengis- laga. — Rannsóknir og áfengis- málastefna og WHO — þetta er bara píp. Þú færð mig ekki ofan af því að það þýðir ekki að hefta menn með lagaákvæðum — boð- um og bönnum. Ég er á móti öllum boðum og bönnum. — Elskulegur, ertu það? Nei, það ertu nefnilega alls ekki. Enda er það vígorð rökvilla og merkingarleysa. Ekkert þjóðfé- lag fær staðist án reglna. Hvað viltu til að mynda segja um umferðina? — Gott að þú nefndir það. Er nokkur að tala um að banna að flytja inn bíla? Er þó ekki alltaf hætta á slysum og tjóni af þeim? — Einmitt, eins og af áfengi. En ég ætla að þú munir hafa heyrt að settar eru reglur til að draga úr hættunni, umferðarlög. Og kannski vill svo til að þú hafir grun um að þar er talað um boð- og bannmerkí. Það finnst okkur ofur eðlilegur hlutur. Jafn sjálfsagt er að setja reglur sem dregið geta úr tjóni af áfengis- notkuninni í samfélaginu. Og — taktu vel eftir — það var enginn að tala um að skrúfa algerlega fyrir kranann frekar en stöðva innflutning bifreiða. — En það vildir þú nú helst... — Þar kom að því! Því í ósköpunum að gera mönnum upp orð eða hugsanir. Vissulega væri best að geta útilokað öll vímu- efni. Og meir en sjálfsagt að tala fyrir því að hægt sé að lifa án þeirra. En áfengisbann — með aðstæður okkar tíma í huga — fyrr má nú aldeilis fyrrvera! — Það er allt annað með áfengið en umferðina. Það þýðir ekkert að vera að troða upp á fólk reglum sem það kærir sig ekkert um ... sem fer á móti ... hérna ... — ... réttarvitundinni, áttu við? — Einmitt, ég var að segja það. — Þar erum við þó sammála. Raunar held ég að við séum hjartanlega sammála um flest í þessum sambandi og það verður væntanlega ljóst þegar við höf- um greitt úr flækjum — og losað okkur við hjátrú og hindurvitni. — En hér kemur fræðslan til skjalanna. Fræðslan er þarfleg til að fólk skilji nauðsyn þess að setja þær regur sem þegar liggur ljóst fyrir að geta komið að gagni. Til að skapa trausta undirstöðu í þjóðarvitund — svo að ég gerist nú hátíðlegur. — Já, fræðslan er nauðsynleg, sagði hann og var allur blíðari á manninn. — Heyrðu, við verðum að tala betur um þetta. Hvað segja þeir þarna hjá Heilbrigð- isstofnuninni? Veistu annars, ég hélt að þú sæir ekkert annað en bann ... Og, mér er sama hvort þið trúið því, að við gengum um bæinn með hendur hvor á ann- ars öxl og töluðum þessi ósköp. Orðnir svo hjartanlega sammála um flesta hluti þegar við skild- um. Jú, þið vitið hvernig snúist getur eftir hressilegt rifrildi. Og það hvarflaði að mér að við gætum öll orðið sammála ef ræddumst vel við og skoðuðum málið grannt: Um það að setja verði þær reglur sem best duga í þessu efni rétt eins og öðrum. Og nauðsynlegt sé að losa okkur við drauginn „ég er á móti öllum boðum og bönnum". Samheldnikveðjur, Kalli. Félagskonur i Thorvaldsensfélaginu við innganginn á heimilinu við Dyngjuveg, lengst til vinstri er Sjðfn Sigurbjörnsdóttir formaður félagsmálaráðs Reykjavikurborgar. Thorvaldsensfélag- ið þökkuð störf í þágu yngstu borgaranna » Hvaladráp í skjóli vísinda í TILEFNI af breyttum rekstri í húsakynnum Vöggustofu Thor- valdsensfélagsins við Dyngjuveg hauð Félagsmálaráð Reykjavik- urborgar fulltrúum Thorvald- sensfélagsins í heimsókn i dag- heimilið Dyngjuborg og skóla- dagheimilið Langholt, sem nú eru rekin þar. Árið 1963 afhenti Thorvaldsens- félagið Reykjavíkurborg að gjöf vistheimili fyrir 30 börn innan þriggja ára aldurs. Heimili þetta hlaut nafnið Vöggustofa Thor- valdsensfélagsins. Hinn 19. nóv. 1968 afhenti Thorvaldsensfélagið svo Reykjavíkurborg að gjöf ný- bygginKu v>b eldra húsið, sem ætlað var 12—14 börnum á aldrin- um 3—4 ára. Við breyttar aðstæður og breyttar hugmyndir um nýtingu vistheimila minnkaði þörf fyrir sólarhringsvistun ungbarna. Með heimild Thorvaldsensfélagsins hefur verið tekið tillit til þessarar þróunar og húsnæðið nýtt fyrir dagvistarstofnanir, fyrst að hluta en frá 1979 hefur allt húsnæðið verið nýtt sem dagvistarheimili. Nú eru rekin í þessu húsnæði dagheimilið Dyngjuborg fyrir 60 börn og skóladagheimilið Lang- holt fyrir 22 börn. Samtals eru þarna því 82 börn í dagvistun. Þótti við hæfi að setja skjöld á húsið, sem minnir á gefendur og jafnframt voru Thorvaldsensfé- laginu þökkuð mikil og giftudrjúg störf í þágu yngstu borgara Reykjavíkur um einnar aldar skeið. Gerður Steinþórsdóttir formað- ur félagsmálaráðs flutti kveðjur og þakkir af hendi Reykjavíkur- borgar og Unnur Ágústsdóttir formaður Thorvaldsensfélagsins svaraði fyrir hönd þeirra félags- kvenna. í viðleitni sinni til að breyta náttúrunni í peninga, hefur mann- inum tekist að eyða á milli 30—40% af lífi sjávar, og verði ekkert að gert verður fimmta hver plöntu- og dýrategund útdauð fyrir næstu aldamót. Þetta eru staðreyndir sem virðast ekki skipta suma miklu máli, því aldrei hefur verið gengið jafn hart fram í því og einmitt nú að sóa og misþyrma náttúru og lífríki þessa hnattar. í kjölfar þessa hafa augu æ fleiri manna opnast fyrir nauð- syn umhverfisverndar og hefur því aldrei verið gengið jafn hart fram í því og nú að vernda lífríkið fyrir bankabókum þeirra manna sem hafa gert þennan ósóma að lifibrauði sínu. Maður skyldi ætla að allir menn hefðu einhvern snefil af ábyrgð- artilfinningu en þegar hugleiddar eru þær dauðasyndir, sem mann- kynið hefur drýgt gagnvart nátt- úrunni, koma á mann vomur. Þessi kóróna sköpunarverksins, sem maðurinn af fádæma hroka hefur kallað sjálfan sig, hefur orðið hnettinum og lífi hans til furðumikils ógagns og virðist ein- ungis hafa þá höndina sem eyðir, ekki þá sem hlúir að og græðir. Hugvit mannsins hefur umfram allt verið virkjað til hönnunar og smíða ýmisskonar drápstækja, bæði ætluð til notkunar á hann sjálfan og lífríkið í kringum hann. Við íslendingar erum síður en svo barnanna bestir. Engu er líkara en við höfum lagt metnað okkar í það að síðasti hvalur í heimi verði veiddur hér við land, eins og siðasti geirfuglinn. Hval- veiðigarpar Islendinga hafa meira að segja gert ráðstafanir til þess að við getum haldið áfram að drepa hina þrautpíndu hvali, þó svo að alþjóða hvalveiðiráðið banni vegna ofveiði hvalveiðar alls staðar í heiminum, sem líkur eru á að verði innan tíu ára. Þetta lét ÞórðurÁsgeirsson skrifstofustjóri sjávarútvegsráðu- neytisins, einn af höfuðgörpum islenskra hvalveiðisinna, hafa eft- ir sér í kvöldfréttum útvarps, fimmtudaginn 8. janúar sl. Orð- rétt var fréttin þannig: „Einnig er mikilvægt að ef alþjóða hvalveiði- ráðið bannar hvalveiðar við ís- land, þá geta íslensk stjórnvöld Ieyft veiðar á ákveðnum fjölda hvala í þágu vísinda." Þá á nefnilega að breyta Hval hf. í vísindarannsóknastöð, þar sem 6 vísindamenn frá ýmsum löndum, eiga að rannsaka þá hvali sem Hvalur hf. veiðir. Þetta mun hafa það í för með sér að í stað alþjóða hvalveiðiráðsins, munu ís- lenskir embættismenn alfarið hafa með höndum úthlutun kvóta og skiptingu hans niður á tegund- ir. Öllum er ekki jafn ljóst hver tilgangurinn er með því að rann- saka dauða hvali, því í gegnum margra alda hvalveiðar vita menn allt sem vitað verður um líkams- byggingu hvala. Um skrokkmál, þyngd og kyn einstaklinga, sem Hvalur hf. kann að veiða, varðar menn lítið. Það sem raunverulega þarf að rannsaka eru lífshættir, fjöldi og viðkoma hvala. Það er engin ný bóla að vísindi séu notuð sem yfirskin þegar drýgja skal ódæðisverk gagnvart náttúrunni. Slíkt hefur meira að segja gerst áður í hvalveiðisög- unni og þarf ekki að skyggnast lengra aftur en til ársins 1977. Þá sóttu hvalveiðigarpar Japana um undanþágu til alþjóða hvalveiði- ráðsins til að veiða Brydeshvali á þeim forsendum að þörf væri ítarlegrar vísindalegrar rann- sóknar á þeim. Brydeshvalir voru þá friðaðir. Alþjóða hvalveiðiráðið gaf leyfi upp á 120 dýr. Japanir náðu 114 dýrum sem gáfu af sér 1.281 tonn af verðmætum hvalaf- urðum og þar með var tilgangin- um náð. Til þess að breiða yfir þetta nægði örþunnur blaða- strangi „vísindalegrar" niðurstöðu upp á heilar 15 blaðsíður. í stuttu máli, 1. stk. beinagrind, 114 skrokkmál, 13 þyngdir, fleiri karldýr veiddust en kvendýr og sjö kvendýranna voru með fóstri. Þær eru orðnar margar, plöntu- og dýrategundirnar sem hafa dáið út, beinlínis af völdum mannsins, grimmustu og hrokafyllstu lífveru þessa hnattar. Hinn fullkomni (homo sapiens), ef hann er þá svo fullkominn sem hann telur sig vera, ætti að hafa hæfileika til að vernda í stað þess að ræna og rupia náttúruna börnum sínum. Svarar andlegur þroski mannsins ef til vill ekki tækniþekkingu hans. Ef svo er þá er hætt við að eyðing sé í nánd — fyrst eyðing lífríkisins og svo eyðing mannsins sjálfs. Það er ekki að undra þó að þeim sem kynnt hafa sér eitthvað lífshætti og verndartilhneigingu hvalanna fljúgi stundum í hug, að stjórn drápstækjanna í heiminum væri betur komin hjá hvölum en mönnum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.