Morgunblaðið - 27.01.1981, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 27. JANÚAR 1981
37
Jón Þ. Árnason:
- Lífríki og lífshættir LX
Spurningin er: Hvern getur trúin á
heillamátt jöfnunarstefnunnar leikið
grálegar en einfeldninginn, sem henni
hefir ánetjazt?
Heimsslit verða áreiðanlega
ekki af þeirri ástæðu einni, að
hagvaxtargoðið steypist af stalli
sökum þurrafúa í öllum kroppn-
um. Því síður, þegar jöfnunar-
vofan króknar í kör sinni. Jafn-
vel ekki þó að hvort tveggja
gerist nokkuð jafnsnemma.
Þvert á móti má ætla, að
þvílíkir löðrungar sitt á hvorn
vanga bruðlborgara og góð-
verkasala gæfu hugsandi at-
orkufólki svigrúm til þess að
sannfæra nýtustu fórnarlömb
óskadraumahyggjunnar a.m.k.
um tvennt:
1. að náttúruríkið lætur ekkert
í té án sáningar, fyrirhafnar
eða endurgjalds, og
2. að lifshættir i anda jöfnunar
eru andstæða alls, sem er
réttlátt, heilbrigt og skyn-
samlegt.
Þannig skoðað, og ef hér er
ekki óhófleg bjartsýni látin í
ljós, ætti tímabær burtköliun
æðstu hjáguða 20. aldar, sem þó
öllu öðru fremur hefir þótzt vera
öld frelsis og framfara, hæglega
að geta orðið mannkyni í tilvist-
arnauð bæði andleg og líkamleg
heilsubót.
Reynslan staðfestir
Lítill efi getur á því leikið, að
hinar sjálfknúðu þrifnaðarráð-
stafanir náttúrunnar hljóti fyrr
eða síðar, einkum þó fyrr, að
leiðrétta í verki þann ógeðfellda
misskilning alltof margra, að
jörðin hafi verið sköpuð til þess
að verða leikvöllur óreiðu- og
undirmálsfólks, en ekki baráttu-
vettvangur djarfhuga manna.
Vonir ættu þess vegna að geta
staðið til, að nátttúrulögmálið,
sem segir fyrir um the survival
of the fittest, hljóti nauðsynlega
viðurkenningu á ný, enda stað-
fest að fenginni reynslu, að
engar „efnahagsráðstafanir",
engin „réttlát skipting þjóðar-
kökunnar", „þróunarhjálp" og
engir „félagsmálapakkar" fá því
hnikað, heldur aðeins skrum-
skælt um stund.
hlaupi, og langsoltinn í torsóttan
frama og aðdáun almennings,
tekur snjallmæli þjóðskálds
traustataki til vitnisburðar um
viljastyrk sinn, þá hlýtur viljinn
að verða fyrir gengisfalli. Og þá
er ekki heldur neitt óeðlilegt við
það, að ýmsum komi ósjálfrátt
til hugar annað og ekki ómerk-
ara spakmæli úr stórbrotnu,
heimsþekktu listaverki bundins
máls.
Hér á ég við, þegar Ibsen
lætur hnappasmiðinn gefa Pétri
Gaut þessa ádrepu að loknu
giftusnauðu heimshornaflakki
hans:
„AA öela i sorpi og saur eru brek;
til syndar þarf hæði árcði og þrek.“;
og vísar síðan til síns heima:
„Þvi áttu að fara i úrtiningsdeildina,
elns og menn segja, renna i heildina.“
Ástæðulaust væri að kvarta
undan, að „stjórnmálamenn"
þumbuðust við að samsamast
heildinni, og í úrtíningsdeildina
ættu þeir ekki sérlega langt eða
erfitt ferðalag fyrir höndum.
Einnig um það hefir Ibsen frætt
okkur. í snilldarverki sínu: „En
folkefiende".
Ófögnuðurinn, sem „velferð"
vinstraríkisins hlaut að hafa í
för með sér, gerist æ hvimleiðari
og beinlínis lífshættulegri. Nú
þegar eru heil hverfi margra
stórborga allt í kringum hnött-
inn, frá Chicago og New York
um London og Frankfurt til
Kalkútta og Tokio, orðin bann-
svæði fyrir löghlýðið og heiðar-
legt fólk. Þar eru dreggjar þjóð-
félagsins fyrir löngu orðnar ein-
ráðar — en í engu forsmáð
atkvæði. Fjölda meðalstórra og
smærri borga virðist bíða svipuð
örlög.
Samtímis rísa upp stórfyrir-
tæki í þeim tilgangi einum að
fjarlægja og eyða velferðaraf-
urðunum, bjarga því, sem bjarg-
að verður frá að tortímast í
skolpi, skarni og sorpi. Enn
önnur, hvorki smærri í sniðum
né vondaufari um næg verkefni
og mikinn gróða, fást við rann-
sóknir og undirbúning að hreins-
un atómefnaúrgangs og annars
skaðræðis efnaiðnaðarins af al-
mannafæri til bráðabirgða —
þ.e. að arfleiða ungar jafnt sem
óbornar kynslóðir að nær ævar-
andi áhrifum dauðageislunar.
Ennfremur fær ekki dulizt, að
byggingar og rekstur sjúkrahúsa
undir verra en dauða velferð-
arsjúklinga, einkum af völdum
áfengissýki, peningagræðgi og
eiturefnasvolgri, og umönnun
þeirra, muni verða stóriðja inn-
an tíðar og eiga langa og örugga
framtíð fyrir sér.
Sjálfsögð réttindi
Sífellt betur og betur hlýtur
því „velferðin", þessi kynblend-
ingur út af liberalisma og sósíal-
isma, að afhrópa sig sem þrúg-
andi framfærslubyrði, eins kon-
ar fyrirgreiðslu- eða þjónustu-
fyrirtæki, er hröðum skrefum
fjarlægist upprunalegan, nátt-
úrulegan tilgang heilbrigðrar
lífshagsmunastarfsemi, en hann
hefir ávallt verið fólginn í því að
fullnægja eðlilegum frumþörf-
um af eigin mætti. Sérhver
einstaklingur hefir átt og ætti að
njóta þeirra réttinda, annars
vegar að uppskera í samræmi við
eigin sáningu og, hins vegar að
bera einn það tjón, sem hann
verður fyrir af völdum sjálfs-
víta, nema sérstök rök, aðstæður
eða þjóðarheill mæli með öðru
að hæfustu manna dómi.
Ef þessi höfuðregla fellur í
gleymsku eða verður fyrir öllu
meira hnjaski en þegar er orðið,
verður augum ekki lokað miklu
lengur fyrir þeirri grimmilegu
staðreynd, að félagspakka-
þyngslin verða hugsandi- og
athafnastéttunum um megn.
Samtímis rýrnar höfuðstóll —
og því arðgæfni — náttúruríkis-
ins, öryggisnet hinna framfærðu
rifnar, þeir falla og drukkna því
að þeir hafa fyrir löngu gleymt
hundasundstökunum og björg-
unarliðið á fullt í fangi með
sjálft sig.
M.a. af þessum ástæðum verð-
ur sæmilega ljóst, að hinir
hraustustu, djörfustu og úr-
ræðabeztu, sem ætíð hafa verið,
eru og verða hverfandi minni-
hluti einstaklinga og þjóða,
standa nú frammi fyrir þeirri
spurningu, hvort þeir vilja una
jöfnunarkenjum meirihlutans
enn um sinn ellegar vísa honum
í þann sess, er honum ber að
náttúruréttarreglum. Auðvitað
væri það „synd“ í lýðræðislegum
skilningi, en „synd“, sem aldrei
krefðist iðrunar. Og hafi ég ekki
misskilið Ibsen ófyrirgefanlega,
dirfist ég að líta svo á, að samúð
hans myndi öll hafa verið með
bersyndugum, ekki síður en Ein-
ar Benediktsson, er taldi for-
takslaust, að skilyrði þess að
alþjóð fengi eflzt til dáða væri
„að það æðra því lægra skal
ráða“.
Furðufregnir
um allsnægtir
Víða á Vesturlöndum eru ýms-
ir mætir og dugandi menn teknir
Hjágudafall
í kökuhúsi
Nálega sérhver skyni gædd
manneskja gerir sér grein fyrir
— eða í það minnsta finnur á sér
— að eyðslukapphlaupinu, sem
þreytt var hvíldarlítið frá lokum
síðari heimsstyrjaldar allt til
ársins 1973, þ.e. þangað til Arab-
ar fyrsta sinni húðstrýktu Vest-
urlandabúa með eignum þeirra
sjálfra svo að um munaði, sé
endanlega lokið. Samt sem áður
rembast svo að segja allar ríkis-
stjórnir, öll stjórnmála- og fjár-
málaöfl hvarvetna um stjórn-
leysisheim Sameinuðu þjóðanna
— og hann er hreint ekki lítill —
ennþá við að halda eyðslumætti
almennings og opinberum fram-
færsluútgjöldum uppi í skýjun-
um, alveg eins og ekkert hafi í
skorizt. Víða er m.a.s. skrafað
um vöxt. Aukin framleiðsla,
lækkun skatta, í einu orði
„kjarabætur" handa öllum, þrátt
fyrir þverrandi náttúruauðæfi,
þ.á m. yfirvofandi aldauða þýð-
ingarmikilla dýrategunda, gróð-
urlendis o.s.frv., eru alls staðar
efst á stefnuskrám.
„Vilji er allt, sem þarf“ og
„samstaða á breiðum grundvelli"
eru töfraorðin.
Vilji er vissulega nauðsynleg
forsenda allra athafna. En eng-
an veginn einhlít. Þrennt annað
þarf óhjákvæmilega að koma til,
sízt þýðingarminna: dirfska, afl
og gnótt.
í úrtíningsdeildinni
Þegar skoðanaslappur (frjáls-
lyndur) atvinnulýðræðismaður,
sem engan greinarmun þekkir á
heilbrigðri metnaðargirni og
hégómaskap, liðveizlu og lið-
Ægifagurt Ibsen verð- Tvítug
náttúru- urnaumast gleðifregn
lögmál misskilinn
að skyggnast um eftir færum
leiðum út úr ógöngum þeim, sem
jöfnunarárátta og óreiðuhyggja
hafa leitt yfir heiminn. Mér
finnst ekki líklegt að þeir muni
leggja eyru við því, sem renna
kann fram af báðum silkitung-
um forsætisráðherrans í Absur-
dan eða annarra sömu tegundar.
Ekki heldur flugufregnum, sem
berast æ ofan í æ um óþrjótandi
olíulindir undir heilum löndum
og höfum, til þess hafa þeir
heyrt þær of oft.
Þeim er kunnugt um, að slíkar
fréttir eru sendar á loft í þeim
tilgangi aðallega að fullvissa
fjöldann um framhaldslíf „vel-
ferðarríkisins", sem að mestu
leyti átti tilveru sína að þakka
olíulindum í Bandaríkjunum og
löndum við Persaflóa, þar sem
fjárfesting og vinnslukostnaður
og nýting hráolíu var og er
aðeins smáaurar í samanburði
við tilkostnað á yngri svæðum.
En flestum ætti að vera dável
skiljanlegt, að á því hlýtur að
vera svolítill reginmunur, hvort
orkueyðsla við að framleiða til-
tekið magn nemur 1/100 hluta af
því, sem vinnst, eða hvort hún
reynist margföld.
í ársbyrjun 1980 flaug rosa-
frétt um allan heim, endurtekin
margsinnis dögum saman. Slíks
var og von, þar sem hún gaf
fyrirheit um endalok allra olíu-
sorga mannkyns. Hún greindi
svo frá, að uppgötvaðar hefðu
verið nýjar olíulindir í Venezu-
ela, „auðugri en allar olíulindir
Mið-Austurlanda samanlagt",
hvorki meira né minna.
Aðeins einn óverulegur hæng-
ur var þó á gildi gleðifregnarinn-
ar. Það, sem blásið var upp í
Top-News, var í rauninni 20 ára
gömul kleina. Þannig var málið
nefnilega vaxið, að árið 1960
höfðu námaverkfræðingar upp-
götvað svonefnt Orinoko-belti í
Venezuela: 36.000 km2 flæmi að
flatarmáli (Danmörk + Sviss),
þar sem rúmlega 80.000.000.000 t
hráolíu biðu þess eins að verða
blóðgjöf „velferðarríkjanna".
Vonin var reist á ágizkun forseta
Jarðfræðistofnunar Kölnarhá-
skóla, próf. Gerhard Bischoff.
Til samanburðar: hráolíuforði
jarðar er nú talinn nema röskum
90.000.000.000 t.
Fáeinir kunnáttumenn bentu
strax á, að rétt myndi vera að
stilla allri bjartsýni viðvíkjandi
Orinoko-olíunni til hins mesta
hófs. Allar rannsóknir, sem
gerðar höfðu verið á svæðinu
bentu samhljóða til, að ógern-
ingur væri að nýta nema í mesta
lagi 3—5% áætlaðs forða, þann-
ig að vit væri í. Jafnvel þótt
gripið yrði til þess ráðs, að
þvinga sjóðheita gufu niður í
hinn oliulöðrandi jarðveg, myndi
varla vinnast meira en 10—12%.
„Og 30% þeirrar olíu, sem hugs-
anlega væri hægt að framleiða
með þessari aðferð, þyrfti að
nota bara til þess eins að hita þá
gufu, er óhjákvæmilega væri
nauðsynleg", mælti próf. Bisch-
off.
Sérfræðingar hafa auðvitað
komizt að þeirri niðurstöðu, að
arðsemin yrði talsvert meiri, ef
hin ómissandi gufuorka yrði
mögnuð í gagnið með kjarnorku
í stað olíubrennslu. En einnig í
því samtengi gefur samanburð-
ur, er jarðfræðingurinn Bischoff
hefir gert, lærdómsríka hug-
mynd um, hvers kyns ógnarverk-
efnum vinnsla úr olíusöndum
fleygir í fang tæknifræðinga:
I þeim tilgangi að auka olíu-
framleiðsiu Venezuela úr rösk-
um 120.000.000 t ársframleiðslu,
eins og hún er nú, í 190.000.000 t,
eins og þegar hún var mest,
þyrfti að reisa 20 kjarnorkuver
með 1.000 mgw framleiðsluaf-
köstum hvert til þess að ná
þeirri gufuhitaorku, sem væri
algert skilyrði slíkrar fram-
leiðsluaukningar.
Og olían bíður kyrr, en draum-
urinn lifir í loftinu.