Morgunblaðið - 27.01.1981, Síða 41

Morgunblaðið - 27.01.1981, Síða 41
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 27. JANÚAR 1981 41 félk í fréttum Móðir forsetamorðingjans látin + FYRIR skömmu lést í Fort Worth í Texas í Bandaríkjunum frú Marguerite Oswald, en hún var móðir forsetamorðingjans Lee Harway Oswald. Banamein hennar var krabbamein. Frú Oswald hélt alia tíð fram að sonur sinn væri saklaus af morð- inu á John F. Kennedy, 22. nóvember 1963. Þetta var sam- særi sagði hún tiu árum eftir dauða Kennedys og sonar hennar, en hann var myrtur af Jack Ruby, þegar hann var handjárnaður í lögreglufylgd daginn eftir morð- ið. Fyrsta tilraun hennar til að sanna sakleysi Lee Harways var frammi fyrir Warren nefndinni, sem rannsakaði málið árið 1964. Þrátt fyrir 6 klukkustunda ræðu hennar sagðist nefndin ekki „sjá að hún gerði málið nokkuð ljós- ara“, og Lee Henry Oswald var talinn morðinginn. Frú Oswald barðist nýlega af krafti gegn því að lík sonar hennar væri grafið upp til að athuga hvort hann lægi í raun í gröfinni. Þrálátur orð- rómur var á kreiki þess efnis að í henni lægi rússneskur njósnari. Hún sagðist halda að Lee Harway hefði verið njósnari fyrir CIA og FBI, vegna þess að hann fór til Sovétríkjanna árið 1959. Hún taldi að samsærismenn innan Bandaríkjastjórnar hefðu ákveð- ið morðið á Kennedy en sonur hennar hefði verið ákærður fyrir það vegna þess að hann sagði FBI frá áætlunum samsærismann- anna. Þegar frú Oswald stóð á sjötugu árið 1977 sagðist hún enn harðákveðin í að verja nafn sonar síns. „Warren-nefndin hafði á röngu að standa," sagði hún þá sem alltaf. Tékki hefur aftur andóf Vln, 23. jan. - AP. TÉKKNESKI andófsmaðurinn Jaroslav Sabata hefur afplánað 27 mánaða dóm og hefur tekið aftur við fyrri stöðu sinni sem einn þriggja talsmanna Mann- réttindayfirlýsingar — 77 að sögn útlaga i dag. Sabata var áður fyrr sálfræði- prófessor í Brno og var dæmdur í níu mánaða fangelsi í janúar 1979 fyrir að móðga ríkisstarfsmann. Hann var handtekinn 1. okt. 1978 nálægt landamærum Póllands þegar hann ætlaði að hitta pólska andófsmenn að máli ásamt félög- um sínum. Nokkrir andófsmenn hafa jafn- framt boðizt til að taka þátt í hungurverkfalli til stuðnings Rud- olf Battek, baráttumanni mann- réttinda, til að mótmæla því að hann er enn í haldi. I Moskvu kom sovézk lögregla í veg fyrir að vestrænir fréttamenn sætu blaðamannafund i íbúð bar- áttumanns Gyðinga, Viktor Brail- ovsky, sem hefur verið í haldi síðan 13. nóv. í Bonn sagði rithöf- undurinn Lev Kopelev að hann hefði frétt um að hann hefði verið sviptur sovézkum borgararétti í gær, þegar eitt ár var liðið síðan Andrei Sakharov var flæmdur í útlegð. Tölvuskólinn Borgartúni 29 sími 25400 + ISABEL Peron fyrrum Arg- entínuforseti þjáist af æxli í maga eftir því sem stjórnvöld segja. Æxlið fannst er hinn 49 ára gamla Peron gekkst undir röntgenmyndatökur á her- sjúkrahúsi einu. Að aflokinni skoðuninni var farið með frú Peron aftur til San Vincente þar sem hún er í stofufangelsi. Hún bíður nú réttarhalda, þar sem hún er ákærð fyrir spill- ingu. Hún tók við forsetatign- inni að manni sínum, Juan Peron, látnum í júlí 1974 en var handtekin í mars 1976 er her- inn tók völdin. Kíkt upp í krókódíl + „ÞAÐ MÁ lifa á þessu," gæti hin þokkafulla aðstoðarstúlka furðufuglsins á myndinni verið að hugsa. Maðurinn heitir Karah Kavak og er ekki dýralæknir. Hann leggur líf sitt í hættu á hverju kvöldi við framkvæmd þessa furðulega atriðis í fjölleikahúsi í Múnchen í V-Þýskalandi. Vafalaust má lifa á þessu, en munurinn á þessu lifibrauði og öðrum er sá að það má líka mjög auðveldlega drepa sig á þessu. Tónelsk prinsessa + EF MARGRÉT Bretaprinsessa væri stödd á eyðieyju og hefði aðeins plötuspilara meðferðis, myndi hún hlusta á sígilda tónlist jafnt sem rokk. Þessar merkilegu upplýsingar komu fram í út- varpsþætti sem nefnist „Plötur á Eyðieyju" og er fastur liður á dagskrá bresku útvarpsstöðvar- innar BBC. Að sjálfsögðu voru „Rule Brittania" og „Scotland the Brave" ofarlega á lista hennar. Neðar á honum voru lögin „Rock Rock Rock“ og „16 Tons“ sem söngvarinn frægi Tennesee Erny Ford gerði geysivinsælt á sínum tíma. Af sígildri tónlist sagðist prinsessan vilja hafa meðferðis „Symphoníu númer tvö eftir Brahrns" og „Annan þátt Svana- vatnsins eftir Tchaikovsky. Eftir- lætislög sín sagði Margrét að væru „King Cotton" eftir John Phillip Sousa og Welska lagið „Cwm Rhondda" og spyrjið mig ekki hvernig það er borið fram! Sahara- hlaup + 27 ÁRA gamall franskur vélfræðingur hefur nýlokið hlaupi sínu þvert yfir Sahara eyðimörkina frá norðri til suð- urs. „Skokkið” sem var um 3300 kílómetrar og tók 50 daga, hófst í Algeirsborg og lauk í Zinder í Nígeríu. Maðurinn heitir Jaques Martin og hóf hann hlaupið 27. nóvember síðastliðinn fyrir framan póst- húsið í Algeirsborg. Þrjú far- artæki voru með í förinni og í þeim voru nuddari, sérfræðing- ur í skyndihjálp og kvikmynda- tökumenn. Martin hljóp að jafnaði 50 til 60 kílómetra á dag. Haft er fyrir satt að eina vandamál Martins hafi verið að sannfæra ökumenn sem leið áttu um, að hann vildi ekki far! Tölvunámskeið ★ Viltu skapa þér betri aöstööu á vinnumarkaðnum? ★ Viltu læra aö vinna meö tölvu? ★ Á námskeiöum okkar lærir þú aö færa þér í nyt margvíslega möguleika sem smátölvur (micro- computers) hafa upp á aö bjóöa fyrir viöskipta- og atvinnulífiö. ★ Námiö fer aö mestu fram meö leiösögn tölvu og námsefniö er aö sjálfsögu allt á íslensku. Náms- efniö hentar auk þess vel fyrir byrjendur. ★ Á námskeiðunum er kennt forritunarmáliö BASIC, en þaö er langaigengasta tölvumáliö sem notaö er á litlar tölvur. Innritun í síma 25400. BAGGATINAN Hleöur á vagn eöa bíl allt að 750 böggum á klukkustund. Er létt og auöveld í meöförum og vinnur sitt verk af öryggi við hvers konar aöstæður. Truflar ekki eöa tefur bindingu á nokkurn hátt. K.R. BAGGATÍNAN er hönnuö fyrir íslenskar aöstæöur og framleidd hjá KAUPFELAGI RANGÆINGA HVOLSVELLI Símar: 99-5121 og 99-5225 Þeir bændur, sem vilja tryggja sér baggatínu fyrir næsta slátt þurfa að þanta sem allra fyrst þar sem framleiðslumöguleikar eru takmarkaðir. Kaupfélag Rangæinga.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.