Morgunblaðið - 27.01.1981, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 27.01.1981, Blaðsíða 48
Síminn á afgreióslunni er 83033 2H«r0unbI«t>ib ^Síminn á afgreiöslunni er 83033 JM*r0unbIabib ÞRIÐJUDAGUR 27. JANÚAR 1981 Fokker hlekkt- ist á í Líbýu ANNARRI Fokker fluKvél Flui?- leiða sem verið hefur i farþena- ÍIukí í Líbíu hlekktist á i lendinKU fyrir nokkrum dðKum er nefhjól véiarinnar bilaði ok er vélin ófluK- fær til farþeKaflugs ennþá að sógn Björns Theodórssonar fram- kvæmdastjóra markaðsdeildar FluKleiða. fslenskir fluKvirkjar eru nú á leiðinni til I.ibíu með varahluti til þess að Kera við bilunina ok gan^a úr skuKKa um hvað hefur hilað. Vélin var full af farþeKum, en enKÍn slys urðu á mönnum. Erfitt hefur verið að fá nákvæm- ar freKnir af því hvað bilaði, en þó reyndist unnt að ferja vélina flug- leiðis án farþega á annan flugvöll. Islenskur flugstjóri var með vélina, en erlendur aðstoðarflugmaður. Reiknað er með að vélin komist í gagnið á næstu dögum, en það kemur ekki í Ijós fyrr en íslensku flugvirkjarnir hafa skoðað vélina nánar. Þorskveiðar loðnuskipa: Lögðu sameig- inlegar tillögur fyrir ráðherra LANDSSAMBAND islcnzkra útvegsmanna, Sjómannasamband fslands og Farmanna- ok fiskimannasamband íslands logðu i gær fyrir Steingrim Hermannsson. sjávarútvegsráðherra, sameiginlegar tillogur um fram- kvæmd þorskveiða loðnuveiðiskipa, sem verið hefur til umfjöllunar að undanförnu. Ráðherra kvaðst ekki geta tekið ákvörðun i málinu, fyrr en það hefði verið lagt fyrir sjávarútvegsnefndir Alþingis. Morgunblaðinu tókst ekki í gær að ná tali af ráðherra, en hann mun vera á förum til útlanda. Tillögur hagsmunaaðilanna þriggja voru þess eðlis, að þeir samþykkja þann 30 þúsund smálesta kvóta, sem ráðherrann hafði lagt til, en þar er heildaraflinn, sem heimilt er að veiða af þorski hækkaður um 20 þúsund lestir í 420 þúsund. Hvor sínar 5 þúsund lestirnar eru svo teknar af togurum og bátum. Sam- kvæmt sameiginlegu tillögunum skiptast þessar 30 þúsund lestir á þessu ári milli þeirra, sem fara á net og þeirra, sem fara á troll í hlutfalli við það, hve margir fara í hvorn flokk. Þannig verða þetta tveir aðgreindir kvótar, sem menn hafa heimild til að fiska úr svo lengi sem kvótinn endist. Menn verða þó að. hlýta þeim veiðitakmörkunum, sem almennt eru settar, netabátarnir hlýti sömu reglum og aðrir netabát- ar og sama er að segja um þá, er fara á troll, þeir verða að hlýta skrap- dagakerfi togaranna. Með þessum reglum er sameigin- legur kvóti, en ráðherrann hafði gert að tillögu sinni, að 600 lesta kvóti yrði á hvert skip. Þessu hafa hags- munaaðilarnir hafnað, þar sem þeir vilja láta aflaklærnar njóta sín. Þá er einnig í tillögunum ákvæði um það, að þeir bátar, sem ekki fari til þorskveiða fái að veiða viðbótar- magn af loðnu, ef um það verði að ræða. Viðræður í Luxemborg um flugið: Kannaðir möguleikar á víðtækara samstarfi VIÐRÆÐUR forráðamanna í flugmálum íslands og Luxem- borgar hittast i Luxemborg nk. miðvikudag til viðræðna i fram- haldi af viðra-ðum samgönguráð- herra landanna um samgöngu- mál. Fundinn i Luxemhurg sitja Sigurður llelgason, forstjóri Flugleiða. Agnar Koefoed-IIan- scn, flugmálastjóri ok Örn O. Johnson, stjórnarformaður Flugleiða, en af hálfu Luxem- borgarmanna stija fundinn Rog- er Sietzen. forstjóri Luxair ok stjórnarformaður Cargolux, auk ráðuneytismanna og talsmanna flugfélaKa i I.uxemborg. Agnar Koefoed-Hansen, flug- málastjóri, sagði í samtali við Mbl. í gær, að þessar viðræður væru til þess að kanna möguleika á því að framkvæma hugmyndir samgönguráðherra landanna skref fyrir skref í þeirri stefnu sem þeir hafa mótað og byggist á hugmynd- um um víðtækari samvinnu um flugrekstur á Atlantshafsleiðinni. Svipað veður áfram VEÐUR verður væntanlega mjög svipað í dag eins og það var i Kærdag að sögn Trausta Jónssonar, veðurfræðings, þ.e. tiltölulega hlýtt i lofti og rigning viða, eða a.m.k. rigningargusur. Kuldaskil ganga siðan væntanlega yfir landið í kvöld eða nótt og gæti hitastig þá farið niður undir núll- gráðurnar. Hjá Vegagerðinni fengust þær upplýsingar, að flestir aðalvegir á landinu væru þokkalega færir, en mikil hálka væri víðast hvar. Til- tölulega lítið var farið að bera á vatnsskemmdum á vegum í gær, en ef sama tíðarfar verður eitthvað áfram má búast við skemmdum. Fréttir bárust þó af snjóflóðum í Hvalfirði og á Bíldudal í gærkvöldi. Á Bildudal rann snjóflóðið á raf- magnsspennistöð og eyðilagði einn spenni. Varð því að skammta raf- magn. Sjötíu og fimm ára afmælis verkalýðsfélagsins Dagsbrúnar er minnst um þessar mundir, og hafa mcðal annars verið haldnar hátiðasamkomur i þvi tilefni. — En hvað segja verkamenn á þessum tímamótum, þeir sem vinna við uppskipun og önnur störf, jafnt á stórafmælum sem aðra daga? Sjá blaðsiður 16 til 17 i Morgunblaðinu i dag. I.jósm.: Emilía Björg Björnsdóttir. Enn frekarí rafmagnsskömmtun Landsvirkjunar: Járnblendifélagið hætt- ir starfrækslu um sinn * Um 40% samdráttur á framleiðslugetu ISAL „VIÐ gerðum þetta samkomu- lag við Landsvirkjun um lok- un þess ofns sem er i gangi, með fyrirvara um samþykki stjórnar fyrirtækisins, enda teljum við, að rekstur verk- smiðjunnar komi eigi laklegar út þótt starfrækslu oínsins verði hætt um stundarsakir,“ sagði Jón Sigurðsson, forstjóri íslenzka járnblendifélagsins. en Landsvirkjun hefur ákveðið að auka skömmtun raforku úr orkuöflunarkerfi sinu um 40 megawött. Raforka Járn- blendifélagsins verður skert um 17 Mw, en raforka til ísal um 23 Mw. „Allt er þetta byggt á því, að markaðurinn hefur verið lélegur að undanförnu, og áhættan á sölutapi því minni en ella. Þau teikn sem verið hafa á lofti benda ekki til þess, að auka megi fram- leiðslumagnið á næstunni, en hinsvegar er hugsanlegt að verðið hækki eitthvað á komandi mánuð- um,“ sagði Jón Sigurðsson. Ragnar Halldórsson, forstjóri ísal, sagði í samtali við Mbl., að þegar skömmtunin væri að fullu komin á, myndu aðeins verða starfrækt 180 ker af 320 og væri þar um að ræða um 40% samdrátt á framleiðslugetu fyrirtækisins. Sjá nánar bls. 30. Hjörleifur Guttormsson iðnaðarráðherra: Verð á norskri olíu undir BNOC-verðinu „ÞAÐ KOM fram í samtali mínu við Arvid Johnson, framkvæmda- stjóra Statoil, að Norðmenn eru reiðubúnir til að taka upp viðræð- ur við okkur um oliuviðskipti og að þeir telja æskilegt að fá okkar óskir og viðhorf fram sem fyrst,“ sagði Hjörleifur Guttormsson, iðn- aðarráðherra, er Mbl. ræddi við hann i Kær um opinbera heimsókn hans til Noregs 20.—24. janúar sl. Hjörleifur saKði það hafa komið fram, að verð á norskri hráolíu væri nú um 40 dollarar tonnið, sem þýddi tæplega 290 dollara á Kasol- iutonnið, en það vcrð væri eitthvað yfir núverandi skráninKarverði á Rotterdammarkaðnum, en undir BNOC-verði, sem Hjörleifur sagði vera um 320 dollara Kasoliutonnið. Hjörleifur sagði Norðmenn vilja fá fram vilja Islendinga sem fyrst, þar sem löng biðröð viðskiptavina væri við dyr þeirra, en þeir hefðu þá meginstefnu að vilja láta grann- þjóðir njóta norskrar olíu umfram aðra og til dæmis hæfust viðræður við Dani í næsta mánuði. „Persónulega tel ég, að við eigum að taka upp olíuviðskipti við Norð- menn og þá fyrst og fremst með örugg og tiltölulega hagkvæm lang- tímaviðskipti í huga,“ sagði Hjör- leifur. „Það mál er á sviði viðskipta- ráðuneytisins svo ég geri ekki annað en að koma þessu tilboði Norðmanna á framfæri í ríkis- stjórninni." Hjörleifur sagði það hafa komið fram í samtölum sínum við Norðmenn, að þeir reiknuðu fyrst og fremst með því að selja létta olíu; gasolíu og bensín, en ekki svartolíu og hefðu þeir sagt, að við þyrftum að gæta þess að halda okkar hagstæðu svartolíuviðskipt- um við Sovétmenn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.