Morgunblaðið - 29.01.1981, Side 17

Morgunblaðið - 29.01.1981, Side 17
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 29. JANÚAR 1981 17 Fundur sjávarútvegsráðherra EBE: V-Þjóðverjar fá að veiða við Grænland ^ BrliHsel. 28. janúar. AP. Á FUNDI sjávarútvegsráð- herra Gfnahagsbandalagsins í Brússel sl. mánudag var samþykkt, að vestur-þýskir fiskimenn fengju timabundið leyfi til þorskveiða á Græn- landsmiðum þrátt íyrir mikil mótmæli Grænlendinga sjálfra. Einnig var Norð- mönnum leyft að veiða 1000 tonn af rækju við Grænland og í framhaldi af því fengu Þjóðverjar aðgang að norsk- um miöum. Njósnari Rússa gómaður Ilnfðahorx. 28. janúar. AP. P.W. BOTHA forsætisráð- herra sagði við umræður í þingi S-Afríku í dag, að rússneskur njósnari hefði verið handtekinn í landinu. Hann lýsti njósnaranum, Alexei Mikhailovich Koz- lov ofursta, sem háttsett- um manni í sovézku leyni- lögreglunni, KGB. Þessi samþykkt var sú eina, sem sjávarútvegsráðherrar EBE komu sér saman um. Samningar V-Þjóð- verja og Dana, fyrir hönd Græn- lendinga, renna út þann 10. febrú- ar en samkvæmt þeim máttu Þjóðverjar veiða 3000 tonn af þorski á Grænlandsmiðum. Vestur-þýskur sjávarútvegur hefur átt við mikla erfiðleika að etja að undanförnu. Samningar þeirra við Kanadamenn runnu út 31. des. sl. og Bretar og Frakkar vilja ekki ræða við Kanadamenn um nýjan samning fyrr en EBE hefur komið sér saman um sam- eiginlega fiskimálastefnu. Danir, sem létu undan miklum þrýstingi Þjóðverja á fundinum, þykja hafa tekið mikla áhættu með þessu samkomulagi og er talið að það muni hafa ekki alllítil áhrif á væntanlega þjóðarat- kvæðagreiðslu í Grænlandi um aðild Grænlendinga að Efnahags- bandalaginu. ERLENT. Tékkóslóvakía: Dómar fyrir móðg- anir og myndatöku Vin, 28. janúar. AP. HAFT VAR eftir heimild- um í Vín í dag, að tveir tékkneskir andófsmenn, sem báðir sitja í fangelsi, hefðu verið dæmdir til enn frekari fangelsisvistar í gær. Petr Cibulka, sem fangelsaður Veður víða um heim Akureyri +8 skýjaó Amsterdam 6 þoka Aþena 1 snjókoma Berlin 0 rigning BrUssel 9 rigning Chicago 2 skýjaó Feneyjar 3 alskýjaó Frankfurt 0 skýjaó Fareyjar 9 alskýjaó Qenf 2 þoka Helsinki +1 skýjaó Jerúsalem 9 heiðskírt Jóhannesarb. 24 skýjaó Kaupmannahöfn 2 skýjað Las Palmas 23léttskýjaó Lissabon 17 skýjaó London 11 skýjað Los Angeles 16 rigning Madrid 15 heióskirt Malaga 14 léttskýjaó Mallorca 14 léttskýjaó Miami 23 skýjaó Moskva h-4 skýjaó New York 9 skýjað Osló +1 þoka París 9 skýjaó Reykjavík 0 skýjað Rió de Janeiro 34 skýjaó Rómaborg 6 heióskírt Stokkhólmur 0 heióskírt Tel Aviv 14 heiðskirt Tókýó 8 skýjaó Vancouver 7 rigning Vlnarborg 3 skýjað var 1978 fyrir að hafa skipulagt ólöglega hljómleika, var dæmdur í tíu mánaða fangelsi fyrir að móðga fangavörð í Pilsen-fangels- inu, þar sem Petr er haldið, og Jiri Cernega var dæmdur fyrir að „óvirða forsetaembættið" með því að taka mynd af Gustav Husak forseta Tékkóslóvakíu. Þess var ekki getið hvaða dóm hann fékk. Petr Cibulka og Jiri Cernega eru báðir úr hópnum, sem stóð að Mannréttindaskránni ’77, þar sem tékknesk stjórnvöld eru gagnrýnd fyrir að hafa ekki staðið við mannréttindakafla Helsinki- sáttmálans frá 1975. Sosonko í forystu Wljk-Aan-Zee, 28. janúar. AP. Hollendingurinn Genna Sos- onko og Sovétmaðurinn Mark Taimanov sömdu um jafntefli i skák sinni i niundu umferð „Hoogovens“-skákmótsins, sem nú er haldið i 43. skipti. Sömdu þeir um jafntefli eftir aðeins 15 leiki. Sosonko stýrði hvitu mönn- unum og tók enga áhættu, en hann er efstur á mótinu. Taimanov er í öðru sæti ásamt Bandaríkjamanninum Walter Brown. Eru þeir einum vinningi á eftir Sosonko, en Taimanov hefur teflt skák færra. Brown sigraði í viðureign sinni við Hans Ree frá Hollandi í 40 leikjum. Stýrði Brown svörtu mönnunum. Bretinn Tony Miles glataði sigurmöguleik- um í biðskák úr áttundu umferð við Ungverjann Gyula Sax og varð að sætta sig við jafntefli eftir 84 leiki. Miles gerði jafntefli við Rúmenann Florin Gheorghiu í níundu umferð. L<m . Pmí * NEfD | .Smwium Þessi sjón hefur ekki verið óalgeng i Bretlandi um alllanga hrið, enda atvinnuleysið vaxið hröðum skrefum og nemur nú 9,3% vinnufærra manna. Hér er verið að mótmæla atvinnuleysi og lágum launum. Atvinnuástandið í Bretlandi: Spáð betri tíð þrátt fyrir atvinnuleysið Frá Einari K. Guðfinnssyni. fréttaritara Mbl. i Bretlandi. FÁTT ER svo með öllu illt, að ekki boði nokkuð gott. Þetta má vissulega segja um nýjustu tölurnar um atvinnuleysi í Bretlandi, sem út voru gefnar í gær. Atvinnulausum fjölgaði um 103 þúsund á síðustu fimm vikum og er nú svo komið, að 9,3% vinnuafls- ins eru án atvinnu. Það, sem einkum veldur aukn- ingunni nú, er árstíða- bundið atvinnuleysi og að skólafólki á leið út á vinnumarkaðinn gengur illa að fá vinnu. Forsætisráðherrann, frú Mar- garet Thatcher, sagði að hið mikla atvinnuleysi nú væri sorglegt. Michael Foot, leiðtogi stjórnar- andstöðunnar, tók undir það og hvatti ríkisstjórn íhaldsflokksins til stefnubreytingar. Frú Thatcher sagði, að alþjóðlegur efnahags- samdráttur ætti mesta sök á hvernig komið væri og benti á, að atvinnuleysi ykist nú víðar en í Bretlandi. Ennfremur sagði hún Foot gefa í skyn, að ekki væri hægt að berjast gegn atvinnuleysi og verðbólgu samtímis. „Að berj- ast gegn verðbólgunni er besta leiðin til að yfirbuga atvinnuleys- ið,“ sagði hún. Atvinnuleysi á Bretlandi er mis- munandi eftir landsvæðum. Mest er það á Norður-írlandi eða 17% enda virðist ekki vænlegt að koma á fót atvinnurekstri á landsvæði svo hrjáðu af skæruhernaði hryðjuverkamanna. Þrátt fyrir aukningu atvinnu- leysisins nú vekja tölurnar nokkra bjartsýni á batnandi tíð. I fyrsta lagi er ljóst, að atvinnuleysið vex hægar núna en undangengna mánuði. I öðru lagi hefur starfs- fólk atvinnumiðlunarskrifstofa sagt, að lausum stöðum hafi fjölg- að síðustu mánuðina. I þriðja lagi varð framleiðslusamdráttur sl. sumar en sá samdráttur hætti á síðustu mánuðum ársins og í Jakarta. 28. janúar. — AP. ENN ER saknað 374 manna af indónesíska farþogaskip- inu Tampomas öðrum sem varð alelda og sökk á Java- hafi í gær. Formælandi stjórnar Indónesíu sagði í kvöld. að 762 hefðu komist lífs af. Staðfest hefur verið að 87 hafi farist, og ekkert er vitað um afdrif 287. Slæmt veður hefur hamlað leit og björgunaraðgerðum í dag. Óttast er að þeir 287 sem ekkert er vitað um hafi farist. Tampomas annar var á leið- inni frá Jakörtu á Jövu til fjórða lagi álíta ýmsir hagfræð- ingar, að hægja muni á aukningu atvinnuleysisins á næstu mánuð- um og að efnahagsbati fari í hönd. Verðbólgan í Bretlandi hefur minnkað mjög síðustu mánuðina. Hún komst upp í 20% skömmu eftir að Thatcher tók við völdum en nú er hún á bilinu 14—15% og minnkar ört. Því er spáð að hún fari niður fyrir 10% á þessu ári. Verðbólgan á síðasta hálfa ári umreiknuð til heils árs sýnir að hún er þegar komin niður fyrir 10%. Ujung Pandang á Sulawesi- eyju, er eldur kom upp um borð. Talið er að kviknað hafi í bifrefð sem var um borð. Um borð voru 1.054 farþegar og 82 manna áhöfn. Áhöfnin barðist við eldinn í tæpan sólarhring, en fékk ekkert við ráðið, og er skipið tók að síga í hafið, greip skelfing um sig um borð. Mikið óveður var á Jövuhafi og er óttast að þeir sem saknað er, hafi verið orðnir úrvinda af veltingi og vosbúð er skipið sökk, og ekki haft þrótt til að þrauka í hafinu. 374 manna er ennþá saknað Einstaklingsvernd gegn misnotkun tölvuupplýsinga StrassbourK. 28. janúar. AP. FYRSTI alþjóðasamningurinn. er miðar að því að vernda einstaklinga fyrir misnotkun tölvuupplýsinga og koma í veg fyrir að þær berist á milli landa. liggur nú fyrir Evrópu- ráðinu i Strassbourg. en þegar hafa Frakkar, V-Þjóðverjar. Norðmenn, Danir, Sviar. Tyrk- ir og Lúxemborgarar undirrit- að hann. Fyrirsjáanlegt er að sex aðrar þjóðir, sem aðild eiga að Evrópu- ráðinu, undirriti samninginn á næstunni, þ.e. Belgar, ítalir, Hollendingar, Spánverjar, Sviss- lendingar og Bretar. Samn- ingurinn er ekki einungis á vegum Evrópuráðsins, heldur eiga Bandaríkin, Kanada og Jap- an þar einnig hlut að máli. I samningnum er kveðið á um hversu farið skuli með tölvu- upplýsingar er snerta einkahagi manna, svo sem uppruna, stjórn- málaskoðanir, heilsufar, trúmál, kynlíf og fangelsisdóma, um leið og einstaklingum er tryggður réttur til að fá að vita hvaða upplýsingar eru til um hann í tölvusafni. Þá á að gefa einstakl- ingum kost á að leiðrétta upplýs- ingar er fyrir liggja, ef þurfa þykir, nema í tilvikum þar sem um þjóðaröryggi er að tefla.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.