Morgunblaðið - 29.01.1981, Side 32
32
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 29. JANUAR 1981
HÖGNI HREKKVÍSI
ÉK sé við nánari athugun. að
það var rétt sem mér sýndist,
hér er eitthvað óvenjuleKt á
ferðinni.
Skýr svör óskast
frá hagstofustióra
„Skattjfreiðandi“ skrifar:
nKæri Velvakandi.
Það umræðuefni sem hæst ber
nú um stundir er könnun Hag-
stofu íslands í sambandi við a)
manntal og b) einkahagi einstakl-
ings. Manntalsspurningunum
finnst öllum sjálfsagt að svara, en
mönnum svellur reiði í brjósti af
því, að þessu tvennu er steypt
saman í eina og sömu skýrsluna
undir nafni einstaklings (og
nafnnúmeri) og kallað manntal.
Hafa margir haft við orð að svara
engu eða svara út úr að viðlögðum
stráksskap sínum.
Verða bara að treysta
Hagstofunni
Samkvæmt viðtali við fulltrúa
Hagstofustjóra í Morgunpósti út-
varpsins er svörum við spurning-
um um einkahagi ætlað að gefa
mynd af þjóðlífi á íslandi vikuna
25.—31. janúar 1981, væntanlega
til samanburðar við önnur tíma-
bil. Mun ætlunin að veita „viður-
kenndum rannsóknaraðilum" að-
gang að skýrslunum eftir að(!)
nafn og nafnnúmer einstaklings
hefur verið numið brott. Uggandi
mönnum er sagt að þeir „verði
bara að treysta Hagstofunni".
Eftirsótt að koma
spurningum að
Búist er við að 4 ár taki að vinna
úr upplýsingunum sem reyndar er
furðulangur tími á tölvuöld og við
aðeins um 250 þúsund manns.
Samkvæmt upplýsingum fyrr-
nefnds fulltrúa hagstofustjóra
stendur Hagstofa Islands ekki ein
að spurningagerð, heldur leikur
hinum og þessum „rannsóknarað-
ilum“ (viðurkenndum?) líka for-
vitni á einu og öðru varðandi
einkahagi manna. Eftirsótt er að
koma spurningum að á eyðublað-
inu, en sumum þeirra var þó
hafnað (Hver hafnaði þeim?) á
þeirri forsendu að þær „ættu
ekkert erindi“ inn á manntal eða
að „ekki var pláss fyrir þær á
blaðinu". (Fróðlegt hefði verið að
sjá dæmi um slíkar spurningar.)
Búast má við að könn-
unin missi marks
LÖg nr. 76/1980, er varða þetta
manntal, voru samþykkt á Alþingi
19. desember sl. Kveða þau á um
skyldu manna til að „láta í té
upplýsingar er skýrslueyðublöð
segja til um“. Líklega hefur þetta
skylduákvæði í lögunum stuðlað
að svona miklum áhuga rannsókn-
araðila að koma spurningum sín-
um að.
Vegna andúðar og reiði fólks
yfir spurningum könnunarinnar
má búast við að hún missi marks
og almannafé verði þar með á glæ
kastað. Sem skattborgari bið ég
þig, Velvakandi góður, að leita
eftir skýrum svörum frá Hag-
stofustjóra við eftirfarandi spurn-
ingum mínum og birta þau hér í
dálkum þínum fyrir nk. sunnudag:
1) Er hagstofustjóra annt um að
könnun þessi beri sem mestan
árangur?
2) Hvers vegna var almenningur
ekki undirbúinn fyrr og betur með
Svona eiga sýslu-
menn ekki að vera
Sv. Þ. Skrifar:
„Velvakandi.
Vorið 1932 gekk ungur togarasjó-
maður í raðir félaga sinna. Hann
var þá togaraháseti á einum
Reykjavíkur-togaranna. Honum
var afhent félagsskírteini, sem
hann hefur haldið upp á æ síðan.
Það er æði langur tími, hartnær
50 ár. Sjómannsferill þessa sjó-.
manns verður ekki rakinn hér að
neinu ráði, enda ekki tilgangurinn
sá. En víst er að þar sem hann var í
skiprúmi þótti vel skipað. Árum
saman var hann t.d. á sama togar-
anum, Belgaum, með Aðalsteini
Pálssyni skipstjóra. í blíðu og
stríðu í þess orðs fyllstu merkingu
var hann togarasjómaður. Hann
sigldi öll stríðsárin.
Eftir rúmlega 20 ára samfellda
sjómennsku á togurum og lengst af
á Belgaum ákvað Alfreð að hætta á
sjónum árið 1953. — Hann tók
sjópokann og fór alfarinn í land.
Þrátt fyrir þá breytingu, sem þá
varð á högum hans vildi hann ekki
fara úr Sjómannafélagi Reykjavík-
ur. Hann hefur alla tíð, unz nú,
talað um það og talið það „sitt
félag". — Hann greiddi því áfram
sín félagsgjöld.
Þessi maður heitir Alfreð Jústs-
son og er til heimilis að Seftjörn á
Seltjarnarnesi. Okkar leiðir lágu
saman fyrir mörgum árum.
í alla staði
særandi heimsókn
Sumarið 1977 ákvað Alfreð að
fara til fundar við þá í Sjómannafé-
lagi Reykjavíkur til þess að fá þar
endurnýjað félagsskírteini sitt og
fleira. Heimsókn hans í skrifstofu
Sjómannafélags Reykjavíkur varð
engin skemmtiheimsókn heldur var
þessi för í alla staði særandi fyrir
hann, að ekki sé dýpra tekið í
árinni. — Nei, þú ert ekki í
Sjómannafélagi Reykjavíkur, var
svarið sem hann fékk, auk óljósra
skýringa í véfréttar-stíl. — Hann
svaraði því til að hann hefði ekki
sagt sig úr félaginu og sér vitandi
hefði sér ekki verið vikið úr því. —
Og kvaddi við svo búið.
Ákváöum að taka
málið upp aftur
Þannig var þá komið félagsaðild
Alfreðs í „eigin félagi". Þó hafði
sjálfur Sigurjón Ólafsson, hinn
gamli frumherji sjómanna, með
eigin hendi staðfest aðild Alfreðs
að félaginu í „Skilabók no 2270“.
Það gerðist ekki fleira í bráð,
ekki fyrr en nú í haust er leið. Þá
ákváðum við að taka málið upp
aftur við þá í Sjómannafélaginu. —
Það var í sjálfu sér ekki flókið mál
og hafði ekki heldur verið það þrem
árum áður. Alfreð hefur ætíð verið
mjög passasamur maður með það
sem hann hefur handa á milli. —
Prívat og persónulega
Með ljósrit af félagsgjaldakvitt-
unum hans tók ég að mér að ganga
á fund þeirra sjómannafélags-
manna og freista þess enn á ný að
Alfreð fengi leiðréttingu sinna
mála. — Ástæðulaust er að hafa um
þann fund mörg orð.
Niðurstaðan af honum varð í
stuttu máli þessi: Sjómannafélags-
formaðurinn kvað hér hafa átt sér
stað leið mistök, sem skrifstofunni
einni væri um að kenna. Mistök sem
hann sagði að ekkert mál væri að
leiðrétta. — Kvaðst formaðurinn
sjálfur mundu ganga fram fyrir
skjöldu í því að kippa þessu í liðinn.
Myndi hann prívat og persónulega
skrifa Alfreð Jústssyni afsökunar-
bréf.
Svona eiga
sýslumenn að vera
Ég fór vestur á Nes til þess að
segja Alfreð allt af létta. Báðir
vorum við harla ánægðir með þau
málalok, sem við töldum vera á
næsta leiti.
— Já, svona eiga sýslumenn að
vera, sagði Alfreð, er hann lét í ljós
skoðun sína á hinum jákvæðu
viðbrögðum formannsins.
— Þú mátt augljóslega búast við
því að pósturinn ykkar hér á Nesinu
komi með bréfið til þín frá Sjó-
mannafélaginu alveg næstu daga,
sagði ég, er ég kvaddi á Seftjörn
þetta kvöld.
Enn er ekkert bréí
Haustið leið. — Aðventan gekk í
garð. Desembermánuður leið og
árið 1980 kvaddi. Fyrir nær mánuði
heilsaði nýtt ár og janúar er brátt á
enda.
Enn hefur pósturinn á Nesinu
ekki komið með neitt bréf til
Alfreðs frá Sjómannafélagi Reykja-
víkur.
Ekki er með þessum línum verið
að rukka um tilskrif frá Sjómanna-
félaginu. — Ur því sem komið er
myndi slíkt bréf aðeins vekja hlátur
á heimili Alfreðs og þeirra sem til
máls þessa þekkja. Svona lítilsvirð-
ing, sem hinum gamla togarasjó-
manni hefur verið sýnd í „stéttarfé-
lagi hans“ skulum við vona að sé
einsdæmi. — En þó þarf ekki svo að
vera. Atvikið getur brugðið Ijósi
yfir stöðu einstaklingsins í hinum
fjölmennari stéttarfélögum á Ís-
landi í dag og afstöðu smákónganna
þar til hins óbreytta liðsmanns.
Alfreð, sem hafði sagt við mig
kvöldið góða: Svona eiga sýslumenn
að vera, hefur því miður ekki haft
rétt fyrir sér.
í Ijós hefur komið svo ekki verður
um villst að einmitt svona eiga
sýslumenn ekki að vera.“