Morgunblaðið - 29.01.1981, Side 14

Morgunblaðið - 29.01.1981, Side 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 29. JANÚAR 1981 Flugráð andvígt frumvarpi um yfirstjórn flugmála - frumvarpið hjá ráðherra síðan í september Veifna fyrirspurnar frá Sighvati Björgvinssyni á Aiþingi sl. mánudati um þaö. hvort ætlunin væri að færa Keflavikurflugvöll undan forsjá utanrikisráðherra i hendur samgönguráðherra, hefur fram komið, að um það hafi verið gerð tillaga, að flugmálastjóri taki við stjórn flutjmála á vellinum undir yfirstjórn utanrikisráð- herra. Jafnframt hefur samt'önt'uráðherra Steintcrímur Her- mannsson látið svo sem ekkert frumvarp litítíi fyrir um þetta mál. Steingrímur Hermannsson skipaði 21. apríl 1980 nefnd til að gera sem víðtækasta athugun á lögum og reglum er varða stjórnun flugmála. I bréfi dag- settu 12. september 1980 til samgönguráðherra segja nefnd- armennirnir, sem voru: Pétur Einarsson starfsmaður flug- málastjóra, Birgir Guðjónsson starfsmaður i samgönguráðu- neytinu og Garðar Sigurðsson alþingismaður: „Nefndin hefur nú lokið við frumvarp að lögum um stjórn flugmála, og fylgir það hér með ásamt greinargerð og breyting- um, sem hún telur nauðsynlegt að gerðar verði jafnframt á loftferðalögum. Ennfremur fylg- ir tillaga að reglugerð um skipu- lag, starfshætti og verkefni flug- málastjórnar. Nefndarmenn vilja af þessu tilefni taka fram að þeir telja vel koma til greina að reglugerðin verði staðfest og það með heimild i gildandi lögum, verði á efni hennar fall- ist.“ I frumvarpinu er gert ráð fyrir róttækri breytingu á flug- ráði. Um það segir svo í greinar- gerð með frumvarpinu: „Alþing- ismenn skipa ráðið sem aðal- menn og er það gert m.a. vegna tilmæla alþingismanna. Flugráð verður ekki lengur stjórnunarað- ili heldur ráðgefandi fyrir sam- gönguráðherra, enda á fyrri stjórnunarleg staða flugráðs sér ekki hliðstæðu í ríkisrekstri á Islandi og ekki vitað úm hlið- stætt fyrirkomulag hjá aðildar- ríkjum alþjóðaflugmálastofnun- arinnar." I frumvarpinu er gert ráð fyrir, að samin verði flugmála- áætlun og er fyrirmynd að henni sótt til vegaáætlunar. I greinargerðinni segir, að í frumvarpinu sé kveðið skýrt á um stjórnun íslenskra flugmála á Keflavíkurflugvelli og sé „skip- unarleiðin" eins og það er orðað ákveðin þannig, að fyrst komi utanríkisráðherra, síðan flug- málastjóri og loks flugmála- starfsmenn á Keflavíkurflug- velli. Samgönguráðuneytið sendi tillögur nefndarinnar til um- sagnar flugráðs með bréfi dags- ettu 2. október 1980. Með bréfi dagsettu 20. nóvember 1980 svaraði flugráð og sendi umsögn sína. í því bréfi segir: „Meiri hluti flugráðs samþykkti að mæla gegn framlögðum tillögum um lagabreytingar, en sam- þykkti að mæla gegn framlögð- um tillögum um lagabreytingar, en samþykkti að mæla með setningu reglugerðar um skipu- lag og starfshætti og verkefni flugmálastjórnar." Hér birtist mynd af upphafi hins nýja frumvarps til laga um stjórn flugmála sem samið var að frumkvæði Steingrims Hermannssonar samgönguráðherra. Einnig er mynd af bréfi samgönguráðuneytis- ins til flugráðs, þar sem ráðið er beðið að segja álit sitt á frumvarpinu. Niræðisafmæli: Jónina Guðriður Þórhallsdóttir Frú Jónína fæddist í litlu íbúð- arhúsi, sem hét Höfn og stóð við norðurjaðar Arnarhólstúnsins í Reykjavík í námunda við gamla Batteríið. Þarna fæddist hún 29. jan. 1891. — Foreldrar hennar voru hjónin Pálína M. Jónsdóttir sjómanns Erlendssonar að Lambastöðum í Garði og Þórhall- ur verkamaður Þórhallsson, Breiðfirðingur að ætt. — Móðir Jóns Erlendssonar var Elín húsfr. Sæmundsdóttir sóknarprests Ein- arssonar að Útskálum. Faðir séra Sæmundar var Einar spítalahald- ari Eiríksson í Kaldaðarnesi og kona hans Þuríður Magnúsdóttir spítalahaldara s.st. Guðmunds- sonar. Fyrri kona séra Sæmundar Einarssonar og móðir Elínar var Guðrún yngri Einarsdóttir lög- réttumanns í Þrándarholti Hafliðasonar. — Allt var þetta markvert fólk, sem gegndi mikil- vægum störfum í hinu ísienzka samfélagi. Þegar á bernsku- og unglingsár- um komu í ljós hjá Jónínu góðar námsgáfur og löngun til að læra, en fátækt foreldranna hamlaði því um árabil. En með auknum aldri, viljastyrk og skapfestu ruddi hún sér braut til skólagöngu og náms. — Hún hóf nám í Kennaraskóla Islands haustið 1910 og lauk kenn- araprófi þar eftir þrjá vetur eða 1913. Þá um haustið réðust örlög hennar. Hún gerðist þá heimilis- kennari í Vestmannaeyjum. — Árni Pilippusson í Ásgarði í Eyj- um var forgöngmaður á ýmsum sviðum í hinu örtvaxandi sjávar- þorpi með síaukinn vélbátaútveg. Hann var leiðandi maður ýmissa félagasamtaka í þorpinu því, gjaldkeri og formaður gamla sparisjóðs Eyjamanna, áhrifaríkur skólanefndarmaður, forustumaður í hagsmunasamtök- um útgerðarmanna o.s.frv. Hann átti síðar eftir að beita áhrifum sínum til stuðnings og framdrátt- ar skólamálum Eyjafólks, þegar tímar liðu. Að tillögu eða vilja séra Magn- úsar Helgasonar, skólastjóra Kennaraskóla Islands, tók Jónína að sér kennarastarf í Vestmanna- eyjum, haustið 1913. Þá réðst hún heimiliskennari til Árna Filipp- ussonar í Ásgarði og hafði jafn- framt á hendi tímakennslu við barnaskóla kauptúnsins. Árið eft- ir eða haustið 1914 fékk hún fasta stöðu við barnaskólann í Eyjum. Þeirri stöðu gegndi hún næstu 6 árin. Vorið 1914 hætti Steinn Sig- urðsson skólastjórastarfi í Vest- mannaeyjum. Þá gerðist Björn Hermann Jónsson skólastjóri þar. Hann var Miðfirðingur að upp- runa. Björn H. Jónsson hafði á sínum tíma lokið gagnfræðaprófi við Flensborgarskólann í Hafnarfirði. Síðan sigldi hann til Danmerkur og stundaði þar nám um fimm ára bil með ýmsum störfum, sem hann gegndi þar í þágu danskra at- vinnurekenda. Þannig klauf hann kostnað sinn við framhaldsnám. M.a. stundaði hann nám við Lýð- háskólann í Askov, eins og svo margir fleiri Islendingar fyrr og síðar. Haustið 1914 var Björn H. Jónsson ráðinn skólastjóri barna- skólans í Vestmannaeyjum. Jafn- framt því starfi stofnaði hann til unglingafræðslu í kauptúninu. Að því kom að skólastjórinn og Jónína kennari felldu hugi saman. Þau giftust 30. apríl 1915. — Þessi ungu hjón gerðust síðan braut- ryðjendur í skólamálum Eyja- fólks. Frá árinu 1904 var barnaskólinn í Vestmannaeyjum starfræktur á efri hæð þinghússins í kauptún- inu. Með örtvaxandi íbúafjölda fór nemendafjöldi skólans líka ört vaxandi. Ibúafjöldinn í Eyjum óx um 70% á árunum 1908—1915. Allur aðbúnaður barnaskólans var orðinn óviðunandi, svo að ekki varð lengur við það ástand búið. Það varð ekki hjá því komizt að byggja nýtt barnaskólahús í Vest- mannaeyjum. Það skyldi byggjast á rúmgóðum stað, þar sem börn hefðu nægilegt svigrúm til Iífs og leikja. Það höfðu þau ekki við gamla skólahúsið og fjarri því. — Þarna hófst hið mikilvæga braut- ryðjendastarf skólastjórahjón- anna. Styrjaldarárin fyrri þrengdu kjör fólks á ýmsa lund og heftu framfarahug og dug. A þeim erfiðleikum öllum og fjárhags- þröng varð að sigrast til þess að geta byggt stórt og vandað barna- skólahús í Vestmannaeyjum, þar sem börnin gátu með öðru góðu notið leikvangs og annars at- hafnarýmis. — Vissulega nutu skólastjórahjón- in skilnings og velvildar nokkurra mætra Eyjabúa við þessi hugsjón- arstörf sín. Þar reyndist Árni Filippusson þeim mætur stuðn- ingsmaður og áhrifa aðili í þeirri baráttu. Og sigurinn vannst. Skólahúsið byggðu Eyjamenn á árunum 1916—1918 og nokkur hluti þess var tekinn í notkun haustið 1917. Þetta barnaskólahús nota Vestmannaeyingar enn með tveim stórum viðbyggingum. Þegar leið á styrjaldarárin, reyndist það æ erfiðara skóla- stjórahjónunum að starfrækja barnaskólann í Vestmannaeyjum sökum eldsneytisskorts. Sumarið 1918 fékk skólastjórinn leyfi til að taka upp mó á Akranesi. Vann hann að því sjálfur nokkurn hluta úr sumrinu. Síðan fékk hann hið nýkeypta skip Skaftfellinga þá, v/s Skaftfelling, til þess að flytja móinn til Vestmannaeyja, þegar leið á sumarið. Með þessu elds- neyti var skólahúsið hitað upp næsta vetur. Aðeins þessi eini atburður gefur okkur nokkra hug- mynd um hinn mikla dugnað og framtak, sem skólastjórahjónin þessi sýndu í starfi sínu og verki. Árið 1920 sögðu þau starfi sínu lausu í Eyjum. Kom þar fleira til en skólastarfið. — Þá fluttu þau vestur að Hjarðarholti í Dölum. Þar hafði presturinn séra Ólafur Ólafsson rekið ungmennaskóla um árabil. Sú hugsjón lét á sér bæra innra með Birni H. Jórtssyni, skólastjóra, hvort ekki gæti tekizt að stofna þarna til alþýðuskóla- halds í sveit á íslandi eins og Danir voru nafnkunnir fyrir í landi sínu. Alþýðuskólann eða ungmennaskólann í Hjarðarholti ráku þau síðan næstu 4 árin við bágan efnahag. Styrk fengu þau engan til skólahaldsins og efna- hagurinn fór rýrnandi ár frá ári. — Eftir að hafa rekið ungmenna- skóla þennan í fjögur ár, fluttu þau vestur í ísafjarðarkaupstað og gerðust þar kennarar við barna- skólann. Þá voru hjónin skuldum vafin eftir fjögurra ára hugsjón- arstarf í Hjarðarholti. Björn H. Jónsson varð skóla- stjóri barnaskólans á ísafirði 1930 og gegndi þeirri stöðu í 27 ár með konu sína, hina styrku stoð, við hlið sér. Þegar leið á starfsárin á ísafirði, fór heilsu skólastjóra hrakandi. Reyndi þá á konu hans í auknum mæli við þetta ábyrgðar- starf. Árið eftir að skólastjórahjónin gerðust forustufólk barnaskólans á ísafirði, hóf ungur kennari þar starf sitt. Hartnær tvo áratugi átti hann þá eftir að starfa undir stjórn Björns H. Jónssonar og við hlið frú Jónínu, sem öll árin var kennari við skólann. Þessi kennari skrifaði blaðagrein á sínum tíma, þar sem hann minnist samstarfs- ins við skólastjórahjónin á ísafirði og undir stjórn þeirra. Þar segir hann: „Mér varð fljótlega Ijóst, að Björn skólastjóri var sérstæður persónuleiki, gæddur fjölhæfum gáfum, hugsjónaríkur og hug- myndaauðugur. — Kona hans, Jónína Þórhallsdóttir, kom mér strax þannig fyrir sjónir, að yfir henni hvíldi reisn mikil. Hvar sem hún fór, hlaut hún að vekja eftirtekt fyrir fríðleik og glæsta framkomu. Síðar, er kynni mín við skólastjórahjónin urðu náin og vinátta tókst með okkur — vin- átta, sem aldrei hefur fallið skuggi á — kynntist ég jæim eiginleikum beggja, að þau voru gott fólk, heiðarleg, góðhjörtuð, velviljuð, gestrisin, rausnarleg, gamansöm og glaðsinna, þegar því var að skipta, og hinir ágætustu félagar ...“ — Frú Jónína naut ávallt trausts í starfi og hún stundaði kennslustörfin nær fjóra áratugi. í ísafjarðarkaupstað tók frú Jónína mikinn þátt í starfsemi Goodtemplarareglunnar og sat nokkur stórstúkuþing, fulltrúi ís- firðinga. Þegar skólastjórahjónin fluttu burt úr kaupstaðnum, færðu mik- ilsvirtar konur henni gjafir og árnuðu þeim hjónum allra heilla með miklu þakklæti fyrir heilla- drjúg störf í þágu almennings í bænum. Það skjal er dagsett 19. júní 1957, en þá fluttu þau frá Isafirði og settust að í Garðabæ. Fræðsluráð ísafjarðar vottaði þeim þá einnig „þakklæti sitt og virðingu í nafni bæjarstjórnar ísafjarðar og bæjarbúa almennt fyrir gifturíkt starf að skóla- og menningarmálum bæjarfélags- ins“, eins og það var orðað. Björn skólastjóri lézt 4. júní 1962. Skólastjórahjónin eignuðust fjögur börn. Þau voru þessi: Olafur læknir, f. 14 nóv. 1915 á Kirkjubóli í Vestmannaeyjum. Hann varð stúdent frá Mennta- skólanum í Reykjavík vorið 1936 og tók heimspekipróf við Háskóla íslands vorið eftir með ágætis- einkunn. Síðan las hann efnafræði við Háskólann í Stokkhólmi í tvö ár. Hann skrapp heim í sumarfrí sumarið 1939. Úm haustið hófst heimsstyrjöldin síðari, sem hefti för hans til Svíþjóðar. Þannig atvikaðist það, að Olafur Björns- son var kennari við Gagnfræða- skólann í Vestmannaeyjum tvö ár (1941—1943), og þannig kynntist ég honum. Hann var prúðmenni í öllum háttum sínum og áberandi gáfað glæsimenni. Síðan hóf hann nám í læknadeild Háskólans Is- lands og lauk á sínum tíma embættisprófi í læknisfræði. Hann var héraðslæknir í Súðavík- urhéraði um tíma og síðan um árabil á Hellu á Rangárvöllum. — Ólafur læknir lézt árið 1968. Svava Björnsdóttir var fædd 2. des. 1921. Hún var heilsuveil og dó 1965. Jón Björnsson var rafvirkja- meistari að mennt. Fæddur var hann 3. ágúst 1924, og starfaði að iðn sinni á Suðurnesjum. Hann dó árið 1971. Yngst barna þeirra hjóna var Haraldur, sem var um árabil starfsmaður við Keflavíkurflug- völl. Hann var fæddur 4. ágúst 1926 og lést 1963. Frú Jónína Þórhallsdóttir á 10 barnabörn, sem vissulega létta henni lífið og gleðja hana eftir föngum — efnisfólk, sem líklegt er til þess að heiðra minningu ömmu sinnar og afa ekki síður en annarra nástæðra skyldmenna. Svo gáfuð eru þau, vel gerð og atorkusöm. Vekja má það athygli okkar, að á 9 ára tímaskeiði missir frú Jónína Þórhallsdóttir maka sinn og öll börnin sín. Vissulega er þeim einstaklingi gefið mikið sál- arþrek, sem getur sigrazt á þeim sorgum og söknuði, sem slíkur missir hefur í för með sér. Þegar ég hugleiði þctta, koma mér í hug nokkur orð, sem einn af vitrustu mönnum þjóðarinnar sendi frú Jónínu Þórhallsdóttur, eftir miss- inn mikla. Þau voru þessi: „Dul- arfullt er það, en dásamlegt samt, að valmenni er sælast að syrgja“. Frúin dvelst nú á Hrafnistu í Hafnarfirði. En í dag, á 90 ára afmælisdeginum sínum, dvelur hún hjá einu af barnabarninu sínu, sem býr í J.M.-húsinu við Hringbraut í Hafnarfirði. Þar tekur hún á móti gestum kl. 3—7 e.h. Við sendum henni öll, sem þetta lesum, heillaríkar hamingjuóskir. Þorsteinn Þ. Víglundsson

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.