Morgunblaðið - 29.01.1981, Side 13

Morgunblaðið - 29.01.1981, Side 13
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 29. JANÚAR 1981 13 Mývatnssveit: 32 gráða hitamismun- ur áeinum Mývatnssveit. 28. janúar. HÉR í Mývatnssveit hefur verið mjög umhleypingasamt tíðarfar að undanförnu. Sl. sunnudag mældist frostið í Reykjahlíð 28 gráður, en það var stillt og bjart veður. Á mánudagsmorgun var kominn 4ra stiga hiti. Hitamismunur var því yfir 30 stig þann sólarhring. sólarhring Mikil hálka hefur verið síðan í gær og snjór og svell hafa tekið mikið upp. Tveir menn fóru á vélsleðum austur undir Jökulsá og nokkuð suður með henni sl. sunnu- dag. Ekki urðu þeir kinda varir, annars gekk ferðin vel þó hörku- frost væri. Kvenfélag Mývatnssveitar hef- ur um árabil staðið fyrir þorra- blóti í SKjólbrekku fyrsta dag Geysilegt vatnsflóð vegna leysinga á Sauðárkróki Sauúárkrúki. 27. janúar 1981. í GÆR gerði asahláku hér á Sauðárkróki, með tilheyrandi vatnsflaumi úr brekkunum fyrir ofan bæinn. Rann vatn- ið einkum eftir Skagfirðinga- braut og fyllti hliðargötur og opin svæði í miðbænum. Faxatorg var um tíma eins og hafsjór yfir að líta. Starfsmenn bæjarins höfðu ærið að starfa því niðurföll fylltust og höfðu ekki undan. Björgunarsveitin var kölluð út til aðstoðar, svo og slökkvilið staðarins. Vatn rann víða inn í íbúðarhús og olli umtalsverð- um skemmdum, sem þó munu ekki allar vera komnar í ljós. Mikið vatn flæddi inn í sundlaugarhúsið, og voru dæl- ur þar í gangi í alla nótt. Einnig flæddi inn í barnaskól- ann, og varð að fella þar niður kennslu í morgun. Það er algengt að vatnagangur af völdum skyndilegrar hláku geri Sauðárkróksbúum óskunda. Fyrr á árum rann Sauðáin gegnum bæinn og í leysingum olli hún oft tjóni og óþægindum en fyrir löngu hefur henni verið veitt í aðra átt. Engu að síður geta bæjar- búar átt von á svona uppá- komu þegar þannig viðrar, og er afar brýnt að gera frekari ráðstafanir til að fyrirbyggja tjón af þessum sökum. — Kári Innhverf íhugun Trancendental Meditation Almennur kynningarfundur verður í kvöld kl. 20 að Hverfis- götu 18, (gegnt Þjóðleikhúsinu). Fjallað verður um áhrif tækninn- ar í daglegu lífi. Allir velkomnir. íslenzka íhugunarfélagið, sími 16662 og 35646. Léttir ,4 myndarammar fyrir grafik, listaverk og Ijósmyndir. Stærðir frá 13X18 til 50X70 cm. (plakatstærð). Verðfrákr. 15.55- i. ym HANS PETERSCN HF BANKASTRÆTI AUSTURVER GLÆSIBÆR // S: 20313 S: 36161 S: 82590 ý//i Umboösmenn um allt land Skákþing Reykjavikur: Þorra. Svo var einnig gert nú sl. föstudagskvöld. Vonzkuveður var þá hér, hvöss norðanátt og skaf- renningur. Allmargt fólk sótti þessa samkomu, sem tókst vel þrátt fyrir óhagstætt veður. Mikill og fjölbreytilegur matur var á borðum. Þá var einnig gert sér ýmislegt til gamans. M.a. var Gervasoni-málið sett á svið á skoplegan hátt og höfðu menn af því góða skemmtun. Hljómsveit frá Akureyri átti að leika fyrir dansi, en komst aldrei alla leið vegna veðurs. Komst hún við illan leik í skýli Slysavarnafélagsins á Hólasandi og óskaði eftir aðstoð. Menn frá Björgunarsveitinni Stef- áni fóru fljótlega til aðstoðar og komið var í Reykjahlíð að ganga þrjú um nóttina eftir mjög erfiða ferð. Þá lentu hjón, sem voru að koma á snjóbíl austan frá Hóls- fjöllum í villu og töfum á leiðinni. Farið var á móti þeim og komust þau í tæka tíð á Þorrablótið. — Kristján Jón heldur SKÁKÞING Reykjavíkur hef- ur gengið heldur skrykkjótt vegna veikinda og er staðan mjög óljós vegna fjölda frestaðra skáka. Á sunnudaginn var 6. umferð tefld og urðu úrslit þau að Bragi Halldórsson vann Karl Þorsteins, Björgvin Víglunds- son vann Hilmar Karlsson og Sævar Bjarnason vann Dan Hansson. Öðrum skákum lauk ekki. í fyrradag tefldu Sævar Bjarnason og Jón L. Árnason frestaða skák úr 3. umferð og hefur Sævar betri stöðu, hefur peði meira. Staðan er sú eftir 6 umferðir að Jón L. Árnason er efstur forystunni með 4 vinninga og lakari bið- skák. Bragi Halldórsson hefur 4 vinninga, Helgi Ólafsson hefur 3 vinninga, eina biðskák og 2 frestaðar skákir og Þórir Ólafsson hefur 3 vinninga og eina frestaða skák. Sævar Bjarnason hefur 2 vinninga og tvær biðskákir, þar sem hann stendur betur. 7. umferð verður tefld í kvöld að Grensásvegi 46. Á sunnu- - daginn verður tefld athyglis- verð skák er þeir mætast al- þjóðlegu meistararnir Helgi Ólafsson og Jón L. Árnason, ef Helgi hefur þá náð sér eftir veikindi, sem hafa hrjáð hann undanfarna daga. a.y-. MmM mtm MÆ A&alstrætí4 Símí 150 05 JAKKAUTSALA Bjoöum alla staka jakka a otrulegu veröi. Aöeins í 2 daga. mmmm wmm

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.