Morgunblaðið - 29.01.1981, Side 21
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 29. JANUAR 1981
21
Hreppsnefnd Egilsstaðahrepps:
Vilja láta Lands-
virkjun greiða
diselkostnaðinn
Egiltiwtöduin, 28. jan.
Á FUNDI hreppsnefndar Eg-
ilsstaðahrepps fyrir skömmu
voru eftirtaldar tillögur sam-
þykktar samhljóða:
„Hreppsnefnd Egilsstaða-
hrepps skorar á stjórn Raf-
magnsveitna ríkisins að krefj-
ast þess að Landsvirkjun
greiði allan kostnað við raf-
orkuframleiðslu eldsneytis-
véla raforkukerfisins. Ljóst er
að heilir landshlutar, sem
nota þjónustu RARIK hafa
verið tengdir orkuveitusvæði
Landsvirkjunar til þess að
auka markaðssvæði hennar,
en hins vegar ekki byggðar
þær virkjanir sem krafist
hefur verið að byggðar yrðu,
t.d. á Austurlandi. Það getur
ekki verið hlutskipti raforku-
notenda Rafveitna ríkisins
einna að greiða í orkuverði
sínu aukaskatta vegna rangra
ákvarðana í raforkuöflun.
Slíkt er ekki réttlætanlegt.
Vegna þess bága ástands
sem þjóðin býr við í raforku-
málum og þá ekki síst Aust-
firðingar, skorar hreppsnefnd
Egilsstaðahrepps á orkuráð-
herra og ríkisstjórn að draga
ekki lengur að taka ákvörðun
um virkjun í Fljótsdal, svo að
framkvæmdir geti hafist í
sumar."
Lögfræðifélag tslands:
Ræða bótafjárhæð vegna
varanlegs líkamstjóns
LÖGFRÆÐINGAFÉLAG íslands
heldur fund i kvöld kl. 20.30 í
Lögbergi.
Verður þar fjallað um nýjar
norrænar reglur um ákvörðun
bótafjárhæðar fyrir varanleg lík-
amstjón. Arnljótur Björnsson
prófessor mun flytja framsögu um
efnið.
Betri er glóð i einum
ofni en tveir ofnar kald-
ir og lokuð verksmiðja
„MarKur áiúrnist meira en þarf,
maAurinn fór aA veiAa skarf.”
Mörgum eru í fersku minni
lándsföðurleg ráð Jóns Sigurðs-
sonar fyrrum ráðuneytisstjóra, er
hann setti fram í Morgunblaðinu í
tilefni samninga opinberra starfs-
manna árið 1977 í frægri grein um
skarfaveiði. Ráðuneytisstjóranum
til verðugs hróss skal honum tjáð,
að þótt hann skammtaði smátt í
tillögum sínum og sætti aðkasti og
ámæli var þó viðbitsklína á disk-
brún og kannski hveitilúka er
nægði í vaskafatsklessu að bæta
sér bragð í munni á Brandajólum.
Það er meira en sagt verður um þá
er æptu hvað mest gegn tillögum
hans þá, og sitja nú i forsæti
kjaramála og lúta að lágu.
í samningaþófi opinberra
starfsmanna færðu þeir rök fyrir
nauðsyn launabóta miðað við
dýrtíðaraukningu og kröfðust líf-
vænlegra launa. Ráðuneytisstjór-
inn vildi ekki fallast á þær
röksemdir, en taldi sig luma á
pottþéttum rökum og áætlunum
um greiðslugetu, markaðs- og af-
komuhorfur atvinnuvega og ríkis-
sjóðs. Seinna hvarf hann að stór-
framkvæmdum á Grundartanga.
Þá var nú ekki verið að horfa í
kostnað. Spáð var í skýjafar,
klósiga og austantórur á við-
skiptahimni alþjóðaauðhringa og
vopnasmiða.
En svo bregðast krosstré sem
önnur tré. Þótt ráðuneytisstjórinn
teldi sig getspakan um skarfaveiði
opinberra starfsmanna bregst nú
Grundartangaforstjóranum boga-
list og spádómsgáfa. Óvarlegar
áætlanir og fíkn í fleiri skarfa
kemur nú fyrirtæki hans á kné.
„Út um græna grundu, gakktu
hjörðin mín“ er viðkvæði dagsins
á þeim bæ þessa dagana. Þó ekki
til þess að njóta „vorsins yndi“.
Það er rétt einsog Davíð Stef-
ánsson hafi haft í huga Járn-
blendiverksmiðjuna þá er hann
sagði í ljóði sínu: Konan sem
kyndir ofninn mínn. „Læðist út úr
stofunni og lokar á eftir sér.“
Pétur Pétursson þulur.
Bukley jr.,
sendiherra
í Bretlandi?
London. 27. janúar. AP.
WILLIAM F. Bukley Jr.. ritstjóri
National Review Magazine. kann
að verða skipaður næsti sendi-
herra Bandarikjanna í Bretlandi.
að þvi er breska blaðið Dailv
Express hélt fram í dag. Sam-
kvæmt frásögn blaðsins mun
Reagan mjög umhugað að „úr-
valsmaður“ fari með þetta emb-
ætti, enda hyggist hann koma á
„sérstökum tengslum“ við Lond-
on.
Blaðið hefur það eftir vinum
Bukleys, að hann sé nú að íhuga
tilboðið en honum þyki slæmt að
þurfa að yfirgefa Bandaríkin.
Blaðið telur litlar líkur á því, að
Bukley fái hlýlegar móttökur í
Bretlandi, eftir að blað hans birti
„æsispennandi skáldsögu", um til-
búna Bretadrottningu, Karólínu,
og ástarsamband hennar við
bandarískan leyniþjónustumann.