Morgunblaðið - 29.01.1981, Side 18
18
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 29. JANÚAR 1981
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 29. JANÚAR 1981
19
pJnrgmnM&ífrílí
Útgefandi
Framkvæmdastjóri
Ritstjórar
Ritstjórnarfulltrúi
Fróttastjóri
Auglýsingastjóri
hf. Árvakur, Reykjavík.
Haraldur Sveinsson.
Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
Þorbjörn Guömundsson.
Björn Jóhannsson.
Baldvin Jónsson.
Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar:
Aöalstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Skeifunni 19, sími 83033.
Áskriftargjald 70 kr. á mánuöi innanlands. í lausasölu 4 kr.
eintakiö.
Staða sjávarútvegs
Sjávarútvegur, veiðar og vinnsla, er undirstöðuatvinnuvegur
íslenzks þjóðarbúskapar. Hann er hornsteinn þeirrar
verðmætasköpunar sem lífskjör þjóðarinnar hvíla á. Útflutn-
ingsframleiðsla okkar er að þremur fjórðu hlutum sjávarafurðir.
Efnahagslegt sjálfstæði og velmegun þjóðarinnar byggist ekki
sízt á því að það takist að tryggja þessum langstærsta
atvinnuvegi okkar, sem aðrar greinar atvinnulífs okkar byggja
að hluta til á, traustan rekstrargrundvöll; að það takist að
byggja helztu fiskistofna okkar þann veg upp, að þeir gefi
hámarksarð í þjóðarbúið, án þess að ganga á svig við efnahags-
og atvinnulegar staðreyndir sjávarplássa og samfélags. Þetta var
meginkjarninn í máli Matthíasar Bjarnasonar, fyrrverandi
sjávarútvegsráðherra, á ráðstefnu Sjálfstæðisflokksins um
sjávarútvegsmál, sem sótt var af útvegsmönnum, sjómönnum og
fiskvinnslufólki víðsvegar að af landinu.
Ríkisstjórn Geirs Hallgrímssonar, 1974—1978, en í þeirri
ríkisstjórn var Matthías Bjarnason sjávarútvegsráðherra, færði
íslenzka fiskveiðilögsögu út í 200 mílur. Hún fylgdi þeirri
útfærslu eftir svokölluðu Oslóarsamkomulagi, sem tryggði
tvennt: endanlega brottför erlendra veiðiflota af íslandsmiðum
og niðurfellingu tollmúra á íslenzkar fiskafurðir á EBE-mörkuð-
um. Þetta samkomulag kallaði Þjóðviljinn „landráð", en í
íslandssögunni hefur ekki stærri sigur unnizt frá því lýðveldið
var stofnað 1944.
Matthías Bjarnason benti réttilega á í erindi sínu að erlendir
veiðiflotar hefðu um langan aldur tekið stærstan hluta af
botnfiskafla á íslandsmiðum. Árið 1967 var afli útlendinga
53,5% heildaraflans. Árið 1973, eða tveimur árum eftir útfærslu
í 50 mílur, var aflahlutur útlendinga enn 41,1% heildaraflans.
Síðasta ár ríkisstjórnar Geirs Hallgrímssonar, 1978, er aflahlut-
ur útlendinga hinsvegar kominn niður í 4,6%. í dag er hann
3,6%, samkvæmt frjálsum samningum okkar við Belga, Norð-
menn og Færeyinga.
Samningurinn í Osló tryggði jafnframt framkvæmd tollfríð-
inda á fiskafurðir okkar á EBE-mörkuðum. Þessi tollafríðindi
gáfu okkur á sl. ári hátt í 12 milljarða gamalla króna og munu
um langa framtíð, að öllu fyrirséðu, verða stoð og styrkur
íslenzks sjávarútvegs. Viðskiptasamningar okkar við EFTA og
EBE, sem eru í heild skoðuð lang mikilvægustu viðskiptasvæði
okkar, að Bandaríkjamarkaði einum undanskildum, eru mjög
mikilvægir. Alþýðubandalagið hefur þó hamazt gegn varnar-
tengslum okkar við Vesturlönd — eins og það hamaðist gegn
Oslóarsamningunum, sem reynslan hefur sýnt hagstæðustu
samninga í sögu lýðveldisins.
Matthías Bjarnason fór og nokkrum orðum um stöðu íslenzks
sjávarútvegs í dag. Hann benti á að fiskverð hefur enn ekki verið
ákveðið, þó senn sé mánuður frá því að það átti að liggja fyrir.
Samningar milli sjómanna og útvegsmanna eru enn í óvissu.
Gengi hefur verið fest, þó hvorki fiskverð né kjarasamningar
liggi fyrir, en í raun er það tilkostnaður í sjávarútvegi sem
ákveður kaupgildi krónunnar gagnvart erlendri mynt. Sé sú
efnahagsstaðreynd ekki virt leiðir hallarekstur innan tíðar til
stöðvunar í þessum undirstöðuatvinnuvegi og atvinnuleysis.
Engin ríkisstjórn getur til langframa greitt niður hallarekstur í
höfuðatvinnuvegi þjóðarinnar, eins og nú virðist stefnt að, hvort
heldur slíkt verður gert með erlendum lántökum, sem ærnar eru
fyrir, eða skattheimtu, sem einnig er spennt út fyrir eðlileg
mörk, og dregur úr framtaki og verðmætasköpun í þjóðarbú-
skapnum. Millifærslukerfi, sem gekk sér til húðar fyrir tveimur
áratugum, leysir engan vanda, og er beinlínis varasamt.
Höfuðatvinnuvegur þjóðarinnar þarf að geta staðið á eigin
fótum. Lokaorð Matthíasar í yfirlitserindi hans á ráðstefnu
Sjálfstæðisflokksins um sjávarútvegsmál vóru þessi:
„Kapp, dugnaður og fyrirhyggja einstaklingsins á að mínum
dómi að ráða ríkjum. Hún á fyrst og fremst að verða leiðsögn
þess að þeir sem bezt vinna, þeir sem skara fram úr, eigi að njóta
þess en ekki vera hnepptir í fjötra, sem það opinbera setur
mönnum hverju sinni. Við eigum að keppa að því að auka
verðmæti framleiðslu okkar og útflutnings og ná verzlun við
fleiri þjóðir en við höfum skipt við til þessa. Það er öruggasta
leiðin til þess að sjávarútvegurinn haldi áfram að vaxa, bæði
hvað snertir magn, verðmæti og mannafla. Ég er ekki þeirrar
skoðunar, að sjávarútvegurinn geti ekki tekið við auknum
mannafla á næstu árum og_áratugum, ef rétt er á málum haldið,
eins og ýmsir eru að spá að hann geti ekki. Það er sannfæring
mín að sjávarútvegurinn verði um langt árabil undirstaða
velfarnaðar í íslenzku þjóðlífi. Hann verður sem áður sá
hornsteinn, sem efnahagslegt sjálfstæði þessarar þjóðar byggist
á.“
Aðalmanntal 1981:
Persónunjósnir eða nauð-
synleg upplýsingaöf lun ?
AAalmanntalið sem fara
mun fram á laugardag hefur
valdið nokkrum umræðum
meðal fólks og er ekki frítt
við að nokkurrar tortryggni
gæti gagnvart því. í þessu
manntali er farið framá að
menn gefi nokkur ítarlegri
upplýsingar um sjálfa sig,
íbúðir sínar og eignir en
verið hefur í fyrri manntöl-
um. óttast sumir að hér sé
um válega þróun að ræða, —
þróun sem gæti endað með
því að hið opinhera yrði
sífellt ágengara í upplýs-
ingaöflun um einstaklinginn
og yrði um síðir með nefið
ofan í hvers manns koppi
eins og tíðkast í einræðisríkj-
um. Þá hefur verið dregið í
efa að tryggt sé að þær
upplýsingar sem fólk lætur í
té á manntalseyðublöðum
„leki ekki út“ og eins að hér
sé að hluta til um félags-
fræðilega könnun að ræða en
ekki manntal.
Á blaðamannafundi sem Hag-
stofan efndi til gafst frétta-
mönnum kostur á að bera fram
ýmsar spurningar varðandi mann-
talið, og fara hér á eftir svör
forráðamanna Hagstofunnar við
helztu spurningum sem fram
komu. Varðandi þá spurningu, að í
manntalinu væri um óþarfa hnýsni
að ræða, sagði hagstofustjóri, að
öll upplýsingaöflun um einstakl-
inginn gæti kallast hnýsni ef menn
vildu nota það orð. Þær spurn-
ingar, sem væru í manntalinu,
gætu þó varla kallast persónulegar
í almennri merkingu þess orðs, —
þar væri aðeins spurt um saklausa,
hversdagslega hluti og sem alls
ekki gætu orðið til skaða eða
óþæginda fyrir fólk — jafnvel þótt
upplýsingar kæmust á almanna
vitorð. Þá viidi Hagstofustjór
ítreka að trúnaðarskylda Hagstof-
unnar væri mjög virk, — nafnleynd
væri grundvallaratriði í sambandi
við úrvinnslu manntals enda væri
það fjöregg Hagstofunnar að hafa
slíkt traust þar sem starfsemi
hennar byggðist á upplýsingaöflun.
I þessu sambandi benti hann á, að
Hagstofan hefði aldrei verið vænd
um að bregðast trúnaðarskyldu.
Varðandi þá spurningu hvort
ekki væri hætta á að upplýsingar
um einstaklinga í manntalinu
Frá blaðamannafundinum. F.v. Klemens Tryggvason hagstofustjóri,
Guðni Baldursson deildarstjóri manntalsdeildar og Magnús Bjarnfreðs-
son fréttastjóri Hagstofunnar vegna manntalsins.
kæmust á vitorð annarra í gegn um
teljara, sem skipa þúsundum, var
viðurkennt að Hagstofan gæti ekki
eins tryggt trúnað af þeirra hálfu
— þá væri brýnt fyrir teljurum að
þeir væru bundnir trúnaðarskyldu.
Upplýsingar sem fengjust í mann-
talinu mætti líka með auðveldum
hætti fá um hvaða einstakling sem
væri annarstaðar í ýmsum opin-
berum skýrslum ef sérstakur vilji
væri fyrir hendi til að snuðra um
hag hans.
Varðandi þá spurningu að óþarfi
væri að taka manntalið — þær
upplýsingar sem þar kæmu fram
væru víða til — sagði hagstofu-
stjóri að þó þessar upplýsingar
væru vissulega fyrir hendi hjá
ýmsum stofnunum þá væru þær
ótengjanlegar, óaðgengilegar til
greiningar og næðu ekki alþjóðlég-
um staðli — en nauðsynlegt væri
að þær lægju skilmerkilega fyrir ef
Islendingar ætiuðu taka taka þátt í
alþjóðlegu samstarfi. Sagði hann
að þetta hefði verið þrautreynt
1970, er manntal var fellt niður, en
reynst alveg ógerlegt. Hefðu
sveitarfélög hérlendis gagnrýnt
mjög þá ákvörðun að fella mann-
talið 1970 niður og einnig hefðu
alþjóðastofnanir, svo sem Samein-
uðu þjóðirnar, bent á að áreiðan-
legar upplýsingar skorti um ís-
lenzku þjóðina á þessu tímabili.
Þá var á það bent að undirbún-
ingur manntaisins og framkvæmd
kostaði 300 millj. gkr. og úrvinnsla
a.m.k. 200 millj. gkr., — svo miklu
fé væri vart veitt í „óþarfa hnýsni"
— slíkar ásakanir ættu sér enga
stoð í raunveruleikanum. Manntal-
ið væri ódýrasta og öruggasta
leiðin til að fá upplýsingar um
ástand þjóðarinnar.
Varðandi þær nýju spurningar
sem sem bæst hafa í manntalið
sagði hagstofustjóri að þær féllu
að öllu leyti innan venjulegra
manntalsspurninga. Fjórar spurn-
ingar hefðu verið felldar niður sem
voru í síðasta manntali þar sem
viðkomandi upplýsingar fengjust
nú úr þjóðskrá. Varðandi spurn-
ingu um óvígða sambúð sem nú er í
fyrsta sinn spurt um beint á
manntali, sagði hagstofustjóri að
óvígð sambúð fólks hefði farið
mjög í vöxt að undanförnu og væri
að verða viðurkennt hjúskapar-
form. Því væri brýnt að fá upplýs-
ingar um þennan þátt nú. Vildi
hann sérstaklega taka fram að
þessar upplýsingar yrðu ekki færð-
ar inná þjóðskrá.
Varðandi spurningu um „tíma
við heimilisstörf" sagði hagstofu-
stjóri að hún væri einnig um mjög
forvitnilega breytingu að ræða sem
trúlega væri nú fyrst að fara af
stað — þýðingarmikið væri að
þessar upplýsingar lægju fyrir,
sérstaklega með tilliti til saman-
burðar við næsta manntal, árið
1990.
Að lokum vildi hagstofustjóri
benda á, að upplýsingar sem fram
kæmu í manntalinu mætti aðeins
nota til hagskýrslugerðar, nöfn
einstaklinga væru ekki notuð í
úrvinnslunni og kæmu hvergi fram
— aðeins væri spurt um nafn til að
ganga úr skugga um að viðkomandi
einstaklingur hefði skilað skýrslu.
Að lokum má geta þess að fólk er
skyldugt til að taka þátt í manntali
að lögum og er m.a. eftirfarandi
ákvæði í manntalslögum: „Hver
maður er skyldur til að sjá svo um
að hann sé skráður á manntal, og
til að láta í té allar þær upplýs-
ingar um sig, sem skýrslueyðublöð
segja til um“, og ennfremur: „Brot
gegn þessum lögum varða sektum
allt að 500 nýkr, nema þyngri
refsing liggi við samkvæmt öðrum
lögum".
Hart deilt um stefnumörkun í verðlagsmálum í Verðlagsráði:
Hækkanir aðeins leyf ðar
í undantekningartilfellum
HARÐAR deilur urðu á
fundi Verðlagsráðs í gær
um stefnumörkun í verð-
lagsmálum á næstu mánuð-
um. á meðan svonefnd hert
verðstöðvun er í gildi. A
fundinum, sem stóð hátt á
fjórðu klukkustund var
samþykkt tillaga frá for-
manni ráðsins. sem felur í
sér hertari verðstöðvun,
þannig að verðhækkanir
verða ekki samþykktar
nema í alKjörum undan-
tekninKartilfellum. Tveir
fulltrúar voru á móti tillöK-
unni.
í upphafi fundarins í gær var
lagt fram eftirfarandi bréf frá
viðskiptaráðherra Tómasi Árna-
syni:
Með tilvísun til bráðabirgðalaga
til viðnáms gegn verðbólgu nr. 87
frá 31. desember 1980, þar sem
kveðið er á um verðstöðvun á
tímabilinu 1. janúar 1981 til 1. maí
1981, beinir viðskiptaráðuneytið
þeim tilmælum til Verðlagsráðs
og Verðlagsstofnunar, að fylgt
verði mjög strangri stefnu í verð-
lagsmálum á umræddu tímabili og
mun strangari en að undanförnu.
Ráðuneytið beinir því til Verð-
lagsráðs að ráðið framfylgi al-
mennri verðstöðvun sem megin-
stefnu fram til 1. maí nk. og
samþykki ekki verðhækkanir
nema í algjörum undantekn-
ingartilfellum að undangenginni
ítarlegri athugun Verðlagsstofn-
unar.
Viðbrögð Verðlagsráðs við þess-
um tilmælum voru þau að sam-
þykkja eftirfarandi tillögu, sem
formaðurinn Björgvin Guð-
mundsson bar upp:
Með hliðsjón af tilmælum við-
skiptaráðuneytisins samþykkir
Verðlagsráð að fresta um sinn
umfjöllun hækkunarbeiðna ann-
arra en þeirra, er byggja á veru-
legri hækkun helstu kostnaðar-
þátta í rekstri fyrirtækja.
Þessi tillaga var samþykkt með
7 atkvæðum gegn tveimur, á móti
greiddu atkvæði Árni Árnason
fulltrúi Verzlunarráðs Islands og
Einar Árnason, fulltrúi Vinnu-
veitendasambands íslands.
Hjörleifur Guttormsson iðnaðarráðherra:
Norðmenn harma ekki
lokun á Grundartanga
„ÉG HELD að út af fyrir sig sé
það ekkert leyndarmál. að þeir
harma ekki svo mjög og
kannski alls ekki lokun annars
ofnsins og hugsanlega stöðvun
verksmiðjunnar. Markaðsmál-
in eru mjög þröng um þessar
mundir og það er engin sókn af
hálfu Elkem - Spigerverket að
halda báðum ofnunum í fram-
leiðslu á meðan það varir.“
sagði Hjörleifur Guttormsson.
iðnaðarráðherra. m.a.. er Mbl.
ræddi við hann á mánudaginn
um opinbera heimsókn hans til
Noregs 20. —24. janúar sl. og
spurði hann, hvað fulltrúar
Elkem - Spigerverket hefðu
sagt um hugsanlega tíma-
bundna stöðvun verksmiðjunn-
ar. Hjörleifur bauð í ferðinni
iðnaðarráðherra Norðmanna.
Lars Skytöen. í opinbera heim-
sókn til íslands og sagði Hjör-
Fyrstu niðurstöður staðarvalsnefndar:
Miðlungs stóriðja og meiriháttar
nýiðnaður æskilegri en stóriðja
„Af niðurstöðum þeirra Emils
og Sigríðar má því draga þá
ályktun að varla komi til greina
að setja niður stóriðju á borð við
álver nema á tveimur stöðum á
landinu: Annars vegar á suðvest-
urhorni og hins vegar í Eyjafirði.
Það eru félagsleg áhrif sem ráða
mestu um þessa niðurstöðu.“ —
Framangreind tilvitnun er tekin
úr fréttatilkynningu er svokölluð
staðarvalsnefnd afhcnti hlaða-
mönnum á hlaðamannafundi ný-
lega, þar sem kynnt voru fyrstu
störf nefndarinnar. Síðar í plagg-
inu er þó tekið fram að frásögnin
lýsi i „engu endanlegum viðhorf-
um nefndarinnar. heldur öllu
fremur upphafspunktum i ný-
byrjuðum störfum hennar“.
Svonefnd staðarvalsnefnd var
skipuð síðast liðið haust, af iðnað-
arráðherra. Þorsteinn Vilhjálms-
son pðlisfræðingur, sem skipaður
er af iðnaðarráðherra er formaður
nefndarinnar, en aðrir í nefndinni
eru samkvæmt tilnefningum:
Haukur Tómasson jarðfræðingur
frá Orkustofnun, Ingimar Sigurðs-
son deildarstjóri frá heilbrigðis-
ráðuneyti, Sigurður Guðmundsson
skipulagsfræðingur frá byggða-
deild Framkvæmdastofnunar og
Vilhjálmur Lúðvíksson verkfræð-
ingur frá Náttúruverndarráði,
verkefnastjóri nefndarinnar hefur
verið ráðinn Pétur Stefánsson
Félagslegir
þættir ráöa
því fremur en
efnahagslegir
verkfræðingur og ritari hennar
Bragi Guðbrandsson félagsfræð-
ingur.
Nefndinni er ætlað það hlutverk
að kanna hvar helst komi til álita
að staðsetja meiriháttar iðnað í
tengslum við nýtingu á orku- og
hráefnislindum landsins. Er nefnd-
inni ætlað að beita sér fyrir
athugun á slíkum stöðum og taka
tillit til líklegra áhrifa, sem slík
fyrirtæki hefðu á atvinnulega og
efnahagslega þróun, samfélag,
náttúru og umhverfi. Er nefndinni
falið að greina í hverju slík áhrif
séu helst fólgin og bera saman
viðkoinandi staði með hliðsjón af
því, svo vitnað sé orðrétt í tilkynn-
ingu iðnaðarráðuneytisins um
skipan nefndarinnar í október síð-
ast liðnum.
Á blaðamannafundinum var get-
ið um ýmislegt það, sem áður hefur
verið rannsakað varðandi staðar-
val fyrir meiriháttar iðnað, svo
sem orkufreka stóriðju. Var meðal
annars minnst á starf sem fram
fór á vegum stóriðjunefndar og
viðræðunefndar um orkufrekan
iðnað á tveimur síðustu áratugum.
Liggur meðal annars fyrir skýrsla
frá Norsk Hydro frá árinu 1975 þar
Tafla 1: Hafnar Fólks- Nátturu StaAhundnar Kinkunn
skilyröi fjöidi skilyrAi auAlindir alls:
Reykjavíkursvæði 6 6 2 14
Hvalfjarðarsvæði 6 6 1 Perlusteinn 13
llúnavatnssýsla 3 3 2 Ilmenit 8
Skagafjörður 3 6 2 11
Eyjafjörður 6 6 0 12
Ilúsavíkursvæði 3 6 1 Háhiti 10
Reyðarfjörður 6 6 1 13
Árnessýsla 3 6 1 Iláhiti, jarðefni 10
Suðurnes 6 6 1 Háhiti. jarðsjór 13
sem lýst er athugunum á staðar-
vali fyrir álver í Eyjafirði, á
Húsavík og á Reyðarfirði. Þá gerði
Virkir hf. frumathugun á land-
fræðilegum forsendum á Norður-
landi árið 1977. Staðarvalsnefnd
telur þó að mest hafi verið unnið
hin síðari ár á vegum Orkustofnun-
ar, en árið 1978 gaf hún út skýrslu
er ber heitið „Iðjusvæði: Frumat-
huganir á staðarvali til iðnrekstr-
ar, áfangaskýrsla". Skýrsla þessi er
eftir þau Emil Bóasson og Sigríði
Hauksdóttur, þau er vitnað er til
hér í upphafi.
Athugun þeirra tekur til alls
landsins, og telja staðarvalsnefnd-
armenn því að hún sé „eðlilegur
upphafspunktur í starfi staðar-
valsnefndar sem sett var á laggirn-
ar í október 1980“. Auk fyrrnefndr-
ar skýrslu hafa síðan komið út
sérstakar skýrslur, um landnýt-
ingu og landgreiningu við Reyðar-
fjörð eftir Emil, og önnur um
Eyjafjörð eftir Sigríði.
Ur upplýsingum þeim er Emil og
Sigríður hafa aflað, hefur staðar-
valsnefnd dregið út úr upplýsing-
um sem ætlað er að gefa vísbend-
ingu um staðarval fyrir miðlungs
stóriðju og meiri háttar nýiðnað.
Hefur tafla verið sett upp í því
sambandksjá töflu 1.
Hér hafa einkunnir fyrir megin-
þættina tvo, hafnarskilyrði og
fólksfjölda verið dregnir saman og
Ljósm: RaKnar Axelsson.
Frá blaðamannafundi staðarvalsnefndar fyrr í vikunni: Talið frá vinstri: Bragi Guðbrandsson
félagsfræðingur, Pétur Stefánsson verkfræðingur, Þorsteinn Vilhjálmsson eðlisfræðingur og
Haukur Tómasson jarðfræðingur.
einfaldaðir þannig að eingöngu
komi fram mismunur sem skiptir
máli þegar um er að ræða miðlungs
stóriðju. Þrír þættir í upphaflegu
töflunni hafa verið sameinaðir
undir heitinu náttúruskilyrði. Þeir
eru öflun neysluvatns, jarð-
skjálftahætta og mengunarhætta.
Háhiti er ekki tekinn sem sérstak-
ur þáttur með einkunnum í
ákveðnum dálki heldur er hann
talinn til staðbundinna auðlinda.
Ymsum öðrum þáttum, sem fyrir
komu í upphaflegri töflu þeirra
Emils Bóassonar og Sigríðar
Hauksdóttur, hefur staðarvals-
nefnd sleppt að geta um af ýmsum
ástæðum, að því er fram kom á
blaðamannafundinum. Sumir þátt-
anna gera ekki upp á milli svæð-
anna, svo sem þáttur um landrými,
aðrir þættir lýsa atriðum sem
ráðast af mannanna verkum, svo
sem samgöngur og þjónusta, þeir
eru breytilegir segir nefndin og því
vandséð í upphafi hvernig beri að
taka þá með í einkunnagjöf. Þá er
þess getið að jarðhiti til húsahitun-
ar þurfi ekki endilega að mæla með
staðarvali fyrir stóriðju, svo sem ef
nýta má varmaorku frá iðjuverinu
til húsahitunar og spara þannig
innflutt eldsneyti eða rafmagn,
væri stóriðjunni valinn staður í
grennd við þéttbýli sem þannig er
kynt.
Sem fyrr sagði vildi staðarvals-
nefnd undirstrika að þessi gögn,
sem hér að framan hefur verið gerð
grein fyrir, lýsi ekki í neinu
endanlegum viðhorfum nefndar-
innar. Þó er varla unnt að draga
aðra niðurstöðu af þessum fyrstu
upplýsingum um störf nefndarinn-
ar, en að hún telji meðalstóran
iðnað margvíslegan og nýiðnað,
mun heppilegri fyrir íslendinga
heldur en áliðnaður, hvort sem það
álit kann að breytast á síðari
stigum eða ekki. En í þessari fyrstu
„niðurstöðu" staðarvalsnefndar,
ráða félagslegir þættir mun meiru
en efnahagslegir.
- AII
leifur, að va'ntanlega yrði af
henni í sumar.
„Eg átti sérstakan fund með
forsvarsmönnum í norskum
þungaiðnaði. Þetta var almenn-
ur viðræðufundur, en það er
verið að kanna möguleika á
samstarfi íslenzkra og norskra
aðila við tiltekna framleiðslu,“
sagði Hjörleifur. Nefndi hann í
því sambandi eldsneytisfram-
leiðslu. Þá er Elkem með í þróun
lokaða kísilmálmofna, sem ís-
lendingar hafa áhuga á að fylgj-
ast með og var vel tekið í slíkar
óskir. „Þá var leitað eftir því við
Norsk Hydro, að til fýrirtækis-
ins gætum við sótt aðstoð við
magnesíumvinnslu úr íslenzku
hráefni, sem fengist úr saltsjón-
um undir Reykjanesi, og því var
vel tekið, eins og öðru, sem rætt
var í þessari ferð,“ sagði Hjör-
leifur. Hann sagði, að þessar
viðræður hefðu einkum snúizt
um samstarf á sviði rannsókna,
tæknimálefna og markaðsmála,
en engan veginn útilokað, að
norskir aðilar yrðu með í ein-
stökum fyrirtækjum sem minni-
hlutaeignaraðilar. Sagðist
Hjörleifur hafa lagt áherzlu á þá
stefnu íslenzku ríkisstjórnarinn-
ar að um íslenzk meirihlutafyr-
irtæki yrði að ræða.
„Ég held að það megi segja
það, að Norðmenn séu mjög fúsir
til að vera okkur innan handar
við ýmsa einstaka þætti iðnað-
armála og þeir hafa áhuga á að
fylgjast með þróun mála hjá
okkur," sagði Hjörleifur. „Um
áhuga norskra fyrirtækja í þátt-
töku í stóriðju hér á landi höfum
við vitað og það kom greinilega
fram í þessari ferð, að Norð-
menn hafa áhuga á því að eiga
möguleika á hlutdeild í orku-
frekum iðnaði á íslandi."
Fuglar og landslag
í Norræna húsinu
FYRSTI íra'öslufundur Fugla-
verndarfélags tslands á þessu ári
verður í Norra'na húsinu annað
kvöld. miðvikudag. og hefst hann
kl. 20.30.
Á fundinum sýnir Grétar Ei-
ríksson úrval mynda, sem hann
hefur tekið af
sl. tvö ár.