Morgunblaðið - 01.02.1981, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 01.02.1981, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 1. FEBRÚAR 1981 Formaður Bárunnar, Eyrarbakka: Atvinnuástand sérstak lega slæmt hjá konum „ÞAÐ MÁ segja að ástandið sé slæmt, sérstakleKa hjá konum. Það eru um 30 manns á atvinnuleys- isskrá i verkalýðsfélaginu Bárunni og þar af er aðeins einn karlmaður. Annars er þetta orðinn árviss atburður. en ástandið nú er þó lakara en i fyrra." sagði Guðrún Thorarensen, formaður Verkalýðs- félaKsins Bárunnar á Eyrarbakka, er Mbl. spurðist fyrir um atvinnu- ástand þar i gær. Guðrún sagði að á Eyrarbakka væru tveir fiskverkunarstaðir fyrir utan hraðfrystihúsið og hefðu þeir nokkurn veginn getað haldið uppi atvinnu með afla úr eigin bátum. „Hvað viðkemur frystihúsinu þá hefur togarinn ekki borið á land þann fisk sem menn vonuðust til, en tíðarfar hefur verið slæmt. Þetta lagast ef fisk gefur, en þá spilar einnig inn í afkomu okkar, hvort og þá hvernig semst við sjómenn," sagði hún í lokin. Ganga fóstrur á Akureyri af vinnu- stöðunum á morgun? FÓSTRUR á Akureyri sátu þýð- ingarmikinn fund i gær þar sem taka átti endanlega ákvörðun um, hvort ganga ætti að samningstil- boði Akureyrarbæjar eða ganga út af vinnustóðunum í fyrramálið, en fóstrur sögðu upp störfum 1. nóv. sl. og taka uppsagnirnar gildi 1. febr. Sigriður Gísladóttir forsvars- maður fóstra á Akureyri sagði, er Mbl. ræddi við hana rétt fyrir fundinn í gær, að mjög tvisýnt væri um úrslit atkvæðagreiðslna um samningstilboðið á fundinum og reiknaði hún með löngum og ströngum fundi. Fóstrur í Reykjavík og nokkrum Þriggja ára stúlka týndi töskunni sinni ÞRIGGJA ára stúlka, sem fór með mömmu sinni að verzla í Glæsibæ skömmu fyrir hádegi í gær varð fyrir því óláni að tapa lítilli tösku, sem hún var með. Þetta var blá taska með myndum af svokölluðum monsum. Litla stúlkan hefur verið óhuggandi síðan hún tapaði töskunni því í henni voru dúkkur og annað sem henni þótti vænt um. Það eru vinsamieg tilmæli að þeir, sem vita hvar taskan er niðurkomin, hringi í síma 71998 eða skili töskunni að Dúfnahólum 4. nágrannabyggðariögum hyggjast einnig segja upp störfum á morgun vegna óánægju með launakjör og mun uppsögnin taka gildi 1. maí nk. Breytir þar engu ákvörðun borgar- ráðs frá sl. fimmtudegi um að fjölga svonefndum undirbúningstimum úr einum á viku að meðaltaii í tvo. Að sögn Sigríðar Gísiadóttur á Akureyri hefur bæjarstjórn Akur- eyrar boðið fóstrum eins flokks hækkun, þ.e. 12. flokk í stað 11., en þær fóru fram á 14. launafi. „Síðan bjóða þeir nýtt starfsheiti, deildar- fóstrur í 13. launafl., sem er alveg nýtt. Segja okkur síðan, að þeir ætli að telja fóstrur á Akureyri deildar- fóstrur en út í frá verða fóstrulauna- flokkurinn sá 12. Okkur finnst þetta ekki alveg á hreinu og ég býst við mjög löngum og tvísýnum fundi í dag, en við verðum að ákveða okkur og gefa svar fyrir miðnætti í nótt.“ Marta Sigurðardóttir blaðafull- trúi Fóstrufélagsins sagði í gær, að þrátt fyrir samþykkt borgarráðs um fjölgun undirbúningstíma, þá hefði sá þáttur aðeins verið hluti af kröfum fóstra. „Við höldum okkar striki með uppsagnirnar. Við erum í dag tveimur til fjórum launaflokk- um lægri en sambærilegar stéttir, s.s. kennarar og hjúkrunarfræð- ingar, þrátt fyrir fimm ára sérnám. Við höldum okkar striki og segjum allar sem ein upp á mánudag. Það þýðir að við göngum út 1. maí, en yfirvöld geta þó beitt framleng- ingarákvæði í þrjá mánuði." Mörgum hefur orðift hált á svellinu í orftsins fyllstu merkingu síðustu daga og eru jafnvel dæmi þess aft bifreiftar hafi upp á eindæmi og án afskipta fengift sér „smásalíbunu" á hjarninu, eins og krakkarnir kalla þaft. Sú er a.m.k. nærtækasta skýringin á afkáralegri stöðu þessara tveggja mannlausu bifreifta. Ljósm.: ól. K. Ma>f. Geir Hallgrimsson á fundi á Akranesi: Ræðir forystumál Sjálfstæðisflokks og efnahagsaðgerðir ríkisstjórnar GEIR Hallgrímsson mun ræða stöðu mála innan Sjálístæðisflokksins og forystumál hans á al- monnum fundi, sem Full- trúaráð Sjálfstæðisfélag- anna á Akranesi efnir til annað kvöld, mánudags- kvöld. Formaður Sjálfstæðis- flokksins mun ennfremur ræða efnahagsaðgerðir ríkisstjórnarinnar og framvindu þjóðmála á þessum fundi. Alþingismennirnir Jósep H. Þorgeirsson og Friðjón Þórðarson dómsmálaráð- herra munu einnig mæta á fundinum, sem haldinn verður í Sjálfstæðishúsinu, Heiðargerði 20, og hefst kl. 20.30. Fundurinn er öllum opinn en stuðningsmenn Sjálfstæðisflokksins eru sérstaklega hvattir til þess að fjölmenna. Verðlag 21-faldaðist í 10 ára „verðstöðvun“ — segir Árni Árnason framkv.stj. Verzlunarráðs Islands — ÞAÐ var mín afstaða i Verft- lagsráði. aft þessi endurútgefnu ákvæfti um verðstöðvun ættu hvorki að breyta starfsreglum Verftlagsráðs né fyrri samþykkt- um þess, sagði Árni Árnason framkvæmdastjóri Verzlunar- ráfts íslands og fulltrúi i Verft- lagsráði i samtali við Morgun- blaftift. Á fundi Verðlagsráfts sl. miftvikudag greiddi Árni atkvæði gegn tillögu Björgvins Guð- mundssonar formanns ráftsins. sem fól i sér herta verftstöðvun samkvæmt tilmælum frá vift- skiptaráðherra. Einar Árnason fulltrúi Vinnuveitendasambands íslands greiddi einnig atkvæfti gegn tillögu Björgvins. — Lagaákvæðið um verðstöðv- un, sem var í gildi fyrir áramót, er nákvæmlega samhljóða ákvæðum, er sett voru með bráðabirgðalög- unum um áramótin með því eina fráviki, að nú var ákvæðið tíma- sett þannig að verðstöðvunin renni út 1. maí, sagði Árni. — Ef menn ætla að koma á verðstöðvun þá var hún í gildi. Ef menn ætluðu að breyta verðstöðv- uninni frá því sem hún var, hefði því að mínu mati þurft að orða lagaákvæði öðru vísi. Ef nú á að framfylgja þessu lagaákvæði með öðrum hætti hefur eldra ákvæðinu ekki verið rétt framfylgt. Engin rök fyrir breytinKum — Niðurstaðan úr umræðunum var sú, að menn vildu ekki breyta fyrri samþykktum. Það eina, sem menn vildu breyta var starfsregl- ur um það hvernig verðákvarðan- ir eru teknar. Við höfum ákveðnar reglur um það hvernig á að taka verðákvarðanir, sem var ekki breytt með þessum verðstöðvun- arlögum. Okkur er sem sagt ekki uppálagt að starfa neitt öðru vísi, en áður. Ég sá því ekki, nein rök fyrir breytingum. — Hins vegar var formaður Verðlagsráðs beðinn að afla rök- stuðnings frá ríkisstjórninni fyrir breyttri framkvæmd en hann kom ekki með nein rök máli sínu til stuðnings, bara tilmæli frá ráðu- neytinu. Ég er hvorki tilbúinn að starfa í Verðlagsráði eftir tilmæl- um frá viðskiptaráðherra um það, hvernig hann langar til að láta framkvæma lög, né tilbúinn að samþykkja, að það geti verið ein lög í dag, en önnur á morgun bara eftir því hvaða ráðherra situr í ráðuneytinu. Ef verðstöðvun þýðir allt í einu engar verðhækkanir, og þýddi áður einhverjar verðhækk- anir, getur hún þá ekki alveg eins þýtt að það megi hækka hvað sem er, hvenær sem er. Tillagan kolvitlaus Tillaga formannsins var svo kolvitlaus að mínu mati. Það segir í tillögunni „nema vegna tilefna, sem byggja á verulegri hækkun helstu kostnaðarþátta í rekstri fyrirtækja". Hvað halda menn að hafi verið að gerast hér að undan- förnu? Síðustu þrjá mánuði ársins 1980 hækkaði erlend mynt um rúm 18%, laun um rúm 20%, opinber þjónusta er að hækka um háar tveggja stafa tölur, skatta- súpan kemur á okkur fljótlega, fasteignaskattar komnir til greiðslu og vextir eiga að hækka 1. marz. Allir kostnaðarliðir at- vinnureksturs eru að hækka um 20% og uppúr. Allt er þetta „veruleg hækkun á helstu kostn- aðarþáttum". Ég veit ekki hvað menn eru að fara. — Ríkisstjórnin gat beðið Verð- lagsráð að ákveða verðstöðvun og ráðið hefur heimild til þess. Hún hefði tekið til opinberrar þjónustu og alls annars. Það hefði verið hægt að banna allar verðhækkan- ir. Við hefðum getað haft virkilega harða verðstöðvun. Hún bað okkur ekki um slíkt, heldur að fram- kvæma sama lagaákvæðið allt öðru vísi, en verið hefur. Ef menn eru tilbúnir að taka tilskipunum frá stjórnvöldum um það, þá finnst mér að menn séu að segja, að þeir hafi ekki framkvæmt gamla lagaákvæðið réttilega. — Árið 1979 voru tvenn verð- stöðvunarlög í gildi. Þá hækkaði verðlag um 60,8% yfir árið, en við það að hafa bara ein verðstöðvun- arlög, þ.e. árið 1980 hækkaði verðlag um 59,8%. Það er búin að vera verðstöðvun allan þennan áratug, en hver hefur útkoman verið? Frá 1. janúar 1971 til 1. janúar 1981 hefur verðlag 21-fald- ast eða hækkun sem er til jafnað- ar 35,7% á ári. Verðstöðvun aðeins til- raun til vísitölufölsunar Þessi svokallaða verðstöðvun hefur ekki verið annað en tilraun til vísitölufölsunar. Einstök fyrir- tæki hafa verið hundelt í verð- ákvörðunum, sem við og við hefur leitt til stöðvunar og vara horfið af markaðnum, sbr. vísitölubrauð- in, og fólk hefur misst vinnuna. Það hefur aldrei verið reynt að ná verðbólgunni niður með raunhæf- um aðgerðum, þess í stað hefur verið skrökvað að fólki, að verð- stöðvun sé eitthvað sniðugt. Eftir 10 ára stöftuga verðstöðv- un blekkja stjórnmálamenn enga lengur. Fólk veit að það er óstjórn efnahagsmála sem er orsök verð- bólgunnar. Ef menn kunna eitt- hvað fyrir sér í sögu er hægt að fara öld eftir öld aftur í tímann og sjá að verðstöðvun hefur aldrei tekizt, sagði Árni að lokum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.