Morgunblaðið - 01.02.1981, Blaðsíða 16
16
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 1. FEBRÚAR 1981
Pltrgui Útgefandi ttMafeife hf. Árvakur, Reykjavík.
Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson.
Ritstjórar Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson.
Fulltrúar ritstjóra Þorbjörn Guömundsson, Björn Jóhannsson.
Fréttastjórar Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson.
Auglýsingastjóri Baldvin Jónsson.
Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar:
Aöalstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Skeifunni 19, sími 83033.
Áskriftargjald 70 kr. á mánuöi innanlands. í lausasölu 4 kr. eintakiö.
Ronald Reagan Banda-
ríkjaforseti og Alex-
ander Haig utanríkisráð-
herra í stjórn hans hafa
gefið athyglisverðar yfir-
lýsingar um afstöðu sína til
Sovétríkjanna á blaða-
mannafundum í vikunni.
Forsetinn lagði á það
áherslu, að meginmarkmið
Sovétmanna í alþjóðamál-
um væri að vinna að heims-
byltingu kommúnismans
og þeir hikuðu ekki við að
beita svikum og prettum til
að ná markmiði sínu, teldu
þeir það þjóna hagsmunum
sínum. Utanríkisí’áðherr-
ann sagði, að nýja stjórnin
ætlaði að einbeita sér að
baráttunni gegn hryðju-
verkamönnum víða um
heim, sem nytu nú víðtæk-
ari stuðnings Sovétmanna
en nokkru sinni fyrr. Á það
hefur verið bent, að þessi
orð gefi til kynna, að nýja
stjórnin í Bandaríkjunum
ætli að leggja jafn mikla
áherslu á baráttu gegn
undirróðurstarfsemi Sovét-
manna og hryðjuverkum og
ríkisstjórn Jimmy Carters
lagði á baráttuna fyrir
mannréttindum. Greinilegt
er, að átökin milli Sovét-
ríkjanna og Bandaríkjanna
eru að taka á sig nýja
mynd.
Eins og við var að búast
bregðast áróðursmeistarar
Krelmverja hinir verstu
við, þegar hinu sanna eðli
þeirra er haldið á loft. í því
sambandi er vert að minn-
ast þess, að allar yfirlýs-
ingar sovéskra ráðamanna
um slökun í samskiptum
austurs og vesturs hafa
verið bundnar því skilyrði,
að auðvitað yrði ekki slak-
að á í hugmyndafræðilegu
baráttunni um heimsyfir-
ráð. Hins vegar hefur þess-
um mönnum verið ljóst um
nokkurt skeið, að sigur
vinnst ekki í þeirri baráttu
með því að hampa kenni-
setningum kommúnismans
eða þjóðfélagsskipan. Fá-
tækt, kúgun og óhamingja
setja svip sinn á kommún-
istaríki um heim allan. Um
tíma var Kúba sýningar-
gluggi Kremlverja gagn-
vart þriðja heiminum.
Glansinn er nú farinn af
þjóðfélaginu þar, sem lifir
á rúblum frá Moskvu. Enda
eru Kúbumenn ekki lengur
boðberar friðar í þriðja
heiminum heldur berjast
þeir þar gráir fyrir járnum
og reyna að skapa vand-
ræði í sem flestum löndum.
Fyrir vestræn lýðræðis-
ríki er ekki síður mikilvægt
að huga að undirróðri inn-
an landamæra sinna en ríki
þriðja heimsins. Á Vestur-
löndum geta Kremlverjar
ekki beitt Kúbumönnum
eða Víetnömum fyrir
stríðsvagn sinn, þar er bar-
áttan háð með öðrum
hætti. Forseti Ítalíu, sósíal-
istinn Pertini, hefur gefið
til kynna, að hinar ill-
ræmdu Rauðu herdeildir
þar í landi séu í tengslum
við kommúnista í Austur-
Evrópu. Þannig velja
Kremlverjar mismunandi
leið að markmiðinu eftir
því, hver á í hlut.
Islendingar þurfa ekki
annað en skoða eigin sögu
til að sjá, hvernig starfs-
hættir kommúnista breyt-
ast í tímans rás, án þess þó
að þeir hverfi frá því mark-
miði sínu, að hneppa þjóð-
félagið í fjötra sósíalism-
ans. Þráðurinn hefur ekki
slitnað, þótt nafni Komm-
únistaflokks íslands hafi
fyrst verið breytt í Samein-
ingarflokk alþýðu — sósíal-
istaflokkinn og síðan Al-
þýðubandalagið. Enn eru
brautryðjendur kommún-
istaflokksins hylltir sem
hinir sönnu flokksfeður Al-
þýðubandalagsins.
Segja má, að tími hafi
verið til þess kominn, að
ráðamenn á Vesturlöndum
lýstu starfsháttum
Kremlverja með þeim orð-
um sem hæfa. Auðvitað
mun sú afstaða leiða til
hnútukasts og meiri hörku
í samskiptum stórveldanna
og af áróðursmeisturum
Kremlverja innan lýð-
frjálsra ríkja Vestur-
Evrópu verður nú lagt
ofurkapp á andróður gegn
hinni nýju stjórn í Banda-
ríkjunum. Þeir menn, sem
þannig vinna, eru annað
hvort beinlínis skoðana-
bræður Kremlverja eða að-
hyllast það, sem kallað
hefur verið hlutleysi til
vinstri. Þeir láta aldrei
undir höfuð leggjast að
gera þá menn tortryggi-
lega, sem vilja spyrna við
fótum, þegar kommúnistar
eru annars vegar. Dæmin
eru einnig mörg um þá
menn, sem leggja sig jafn-
an fram um að opna leið
fyrir kommúnista út úr
þeim ógöngum, sem þeir
hafa komist í fyrir ofurtrú
sína á óskeikulleika hús-
bændanna í Kreml.
I háværum kór verður nú
tekið til við að hrópa slag-
orðin um að kalda stríðið sé
að hefjast að nýju. Undir-
róðursherferð Sovétmanna
á Vesturlöndum verður háð
undir því flaggi nú um
sinn. Síðan verður aftur
tekið til við þann áróður,
sem Kremlverjum er kær-
astur, að hervarnir Vestur-
landa eigi að vera sem
minnstar. Við íslendingar
höfum hlustað á hann í
rúm þrjátíu ár.
Kremlverjar
í réttu ljósi
Skoðana-
kannanir
Þegar kom að kjördegi í forseta-
kosningunum í Bandaríkjunum í
nóvember sl. var það samdóma
álit fjölmiðla þar, að kosningin
yrði mjög tvísýn, raunar svo mjög,
að ómögulegt væri að segja fyrir
hvor tveggja helztu frambjóðenda
yrði kjörinn. Þetta álit blaða og
sjónvarpsstöðva byggðist á skoð-
anakönnunum, sem fjölmargir að-
ilar gerðu um stöðu frambjóðend-
anna tveggja, en þær bentu ein-
dregið til þess, að mjótt væri á
munum milli þeirra Carters og
Reagans.
Yfirburðasigur Reagans kom
því mjög á óvart. Hann vann einn
mesta sigur, sem nokkur forseta-
frambjóðandi hefur unnið.
Skoðanakannanir gáfu hins vegar
litla sem enga vísbendingu um
þessa niðurstöðu og eftir kosn-
ingarnar fóru fram miklar um-
ræður í Bandaríkjunum um hvað
hefði valdið, að þær gáfu tæpast
til kynna hvað í aðsigi væri. Að
vísu var því haldið fram í þessum
umræðum, að þeir aðilar, sem
hefðu framkvæmt kannanir fyrir
frambjóðendur sérstaklega, hefðu
komizt nær úrslitunum en þau
fyrirtæki, sem kynntu niðurstöður
sínar opinberlega. Talsmenn
þeirra héldu því fram, að svo mikil
breyting hefði orðið á afstöðu
kjósenda allra síðustu dagana, að
skoðanakannanir hefðu ekki náð
því að sýna þá breytingu, þær
hefðu hins vegar gefið rétta mynd
af afstöðu kjósenda á þeim tíma,
sem þær voru gerðar.
Hér verður engin afstaða tekin
til þeirra skýringa. Niðurstaðan
varð sú, að skoðanakannanir, sem
þó eru orðnar háþróaðar í Banda-
ríkjunum, gáfu alranga mynd af
væntanlegum niðurstöðum kosn-
inganna. Þetta er raunar ekki í
fyrsta sinn, sem spádómar um
úrslit forsetakosninga í Banda-
ríkjunum standast ekki. Frægar
eru forsetakosningarnar í Banda-
ríkjunum 1948, þegar því var
almennt spáð, að Harry Truman
mundi tapa kosningunum og
Thomas Dewey verða kjörinn for-
seti. Nánast eini maðurinn, sem
ekki trúði þessum spádómum var
Truman sjálfur. Hann vann sigur
í þeim kosningum eins og menn
muna og er nú talinn í hópi
merkustu forseta í sögu Banda-
ríkjanna.
Þessi dæmi eru rifjuð hér upp
vegna þess, að skoðanakannanir
hafa nokkuð rutt sér til rúms hin
síðari ár hér á landi, og gildi
þeirra er mjög rætt manna á
meðal. Hér eru það Vísir og
Dagblaðið, sem hafa beitt sér fyrir
skoðanakönnunum, m.a. um fylgi
flokka og ríkisstjórna og forseta-
frambjóðenda, svo að dæmi séu
nefnd. Skoðanakannanir þessara
tveggja blaða hafa vakið athygli,
umtal og deilur, og ætla verður að
skoðanakannanir verði fastur lið-
ur í þjóðlífi okkar eins og þær
hafa orðið í flestum löndum öðr-
um. í þeim efnum er gagnlegt að
hafa í huga reynsluna erlendis,
sem sýnir, að skoðanakannanir
eru ekki einhlítar og hvað eftir
annað hefur það gerzt, að flokkar
og foringjar unnu eftirminnilega
sigra á skoðanakönnunum!
Hver er reynsl-
an hér?
Ekki fer á miili mála, að
kannanir þær, sem síðdegisblöðin
hafa beitt sér fyrir, eru ófull-
komnar og raunar ekki við öðru að
búast. í flestum tilvikum hafa
blöðin framkvæmt þessar kannan-
ir sjálf og hefur það dregið úr gildi
þeirra og því trausti, sem fólk ber
til slíkra kannana. Skrif Dag-
blaðsins hafa t.d. mótast af svo mik-
illi heift og allt að því óskiljanlegu
hatri í garð forystusveitar Sjálf-
stæðisflokksins og formanns
flokksins, Geirs Hallgrímssonar
sérstaklega, að þegar af þeirri
ástæðu hneigjast margir til að
taka lítið mark á könnunum blaðs-
ins á fylgi flokkanna, stöðu ein-
stakra flokksforingja o.s.frv. Nýj-
asta dæmið um óvild blaðsins í
garð Sjálfstæðisflokksins eru til-
raunir þess til þess að ýta undir
klofning í röðum sjálfstæð-
ismanna í næstu borgarstjórnar-
kosningum.
En þrátt fyrir takmarkað
traust, sem margir bera til skoð-
anakannana þessara tveggja
blaða, bendir fengin reynsla til
þess, að þær gefi nokkra vísbend-
ingu um hvert stefnir. Að því leyti
geta þær orðið til gagns fyrir
stjórnmálaflokkana og fróðleiks
fyrir almenning. Þótt menn vilji
auðvitað helzt fá góða niðurstöðu
úr skoðanakönnunum, getur
neikvæð niðurstaða hins vegar
orðið mönnum hvatning til þess að
gera betur. Þess vegna er ekki
ástæða til að líta með neikvæðu
hugarfari á skoðanakannanir
Þvert á móti geta þær vafalaust
orðið mikilvægt hjálpartæki í
stjórnmálabaráttunni. En þar sem
ætla má að þær verði fastur liður
í þjóðfélagsumræðum hér fram-
vegis, er mikilvægt að tekin verði
upp nákvæmari og vandaðri
vinnubrögð en til þessa og skal
ekki dregið í efa, að það er líka
vilji þeirra, sem fyrir þeim hafa
staðið hingað til. Æskilegast er,
að sjálfstæðir aðilar hafi þessar
kannanir með höndum og selji
síðan fjölmiðlum birtingarrétt
eins og tíðkast erlendis, þar sem
Gallup-stofnunin er þekktust. Það
eykur traust almennings á slíkum
könnunum.
Staða ríkis-
stjórnarinnar
Skoðanakannanir, sem gerðar
hafa verið nú í janúarmánuði,
gefa vísbendingu um, að staða
ríkisstjórnarinnar sé tiltölulega
góð og að hún njóti mikils fylgis
meðal kjósenda. Þótt ekki sé
ástæða til að taka þær prósentu-
tölur bókstaflega, sem nefndar
hafa verið í þessu sambandi, gefa
þessar kannanir sjálfsagt hug-
mynd um, hvernig straumarnir
hafa legið fram eftir janúarmán-
uði. Þær endurspegla væntanlega
að einhverju leyti viðhorf fólks
fyrst í stað til efnahagsaðgerða
ríkisstjórnarinnar, eins og þær
voru kynntar um áramótin.
í þeirri kynningu var hins vegar
mikil blekking fólgin eins og
smátt og smátt er að koma í ljós.
Nokkur dæmi má nefna um þetta.
Gunnar Thoroddsen, forsætisráð-
herra, skýrði frá því, að ríkis-
stjórnin hefði ákveðið að stytta
binditíma verðtryggðra innláns-
reikninga úr 2 árum í 6 mánuði.
Jafnframt skýrði forsætisráð-
herra frá því, að vextir yrðu
lækkaðir 1. márz nk. Yfirlýsing
ráðherrans um styttingu bindi-
tíma verðtryggðra reikninga er
sparifjáreigendum að sjálfsögðu
fagnaðarefni, sem sjá nú fram á
möguleika á því að verðtryggja
sparifé sitt 100%. Yfirlýsing ráð-
herrans um vaxtalækkun 1. marz
var skuldurum, þ.m.t. húsbyggjend-
um, líka ánægjuefni. Þeir sáu fram
á minnkandi vaxtakostnað og meiri
möguleika á að greiða niður bygg-
ingarskuldir. Til viðbótar lýsti
forsætisráðherra yfir því, að
lausaskuldum húsbyggjenda yrði
breytt í föst lán. Segja má því, að í
peningamálum hafi ríkisstjórnin