Morgunblaðið - 01.02.1981, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 01.02.1981, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 1. FEBRÚAR 1981 19 borizt tilkynningar um, að ýmsir innbyggjarar iandsins hafi út- merkt sig öðrum fremur í því landi með staklegri iðni og atorku að auka áhuga fyrir fiskveiðum og jarðabótum og fjölbreytni jarðargróða. Er á það bent að þessa menn þurfi að uppörva þeirra sjálfra vegna svo vel sem til ábendingar öðrum, með sýnilegu teikni yðar hátign- ar um velþóknun á slíkri við- leitni." En þar sem augljóst er og auðvitað, segir áfram í bréfinu, aö slík framkvæmdasemi hefur komið þeim hinum sömu til góða og það verið á stundum megin- markmið framkvæmdanna, sé fordæmið þó engu að síður lofs- og launavert. En þetta gerir það að verkum að betur eigi við að gera sérstakan heiðurspening af þessu tilefni, heldur en nota þau verðlaun er veitt séu fyrir opin- bera þjónustu. Þá er ráðslagað um gerð peningsins og að mynd konungs sé á annarri hlið hans en nafn móttakanda á hinni hliðinni. Konungurinn veitir hugmynd- inni samþykki sitt, segir að kostnaður skuli greiddur úr Jarðabókarsjóði Islands og verð- laun fara eftir uppástungu og meðmælum Rentukammersins. Hins vegar fellst hann ekki á að nafn verðlaunahafa sé á bakhlið peningsins, heldur sé þar ein- hver fastur texti. Peningurinn verði borinn í bandi eins og heiðurspeningurinn Eðaldáð. Bréf konungs er dagsett 28. febrúar 1829. í nóvember 1832 skrifar Rentukammerið konungi og leggur til að bakhlið peningsins verði skreytt með eikarblaða- sveig eins og heiðurspeningarnir Pro meritis og For ædel Daad (Eðaldáð), og innan í eikarblaða- sveignum verði sérstakur texti, en nafn móttakanda höggvið í röndina. Einsætt sé að hafa textann á íslenzku því það muni gera gjöfina enn kærkomnari. Þá sé rétt að nafn konungs sé einnig á íslenzku í sveig um- hverfis mynd hans á framhlið. Hefur ráðuneytið haft samráð við Finn Magnússon prófessor um stafsetningu og orðalag. A framhlið peningsins skuli standa: FRIÐRIK HINN SJÖTTI DANMERKURKONUNGUR En á bakhlið: ÆRULAUN IÐJU OG HYGGINDA TIL EFLINGAR ALMENNRA HEILLA Samþykki konungs við þessari uppástungu er gefið á jóladag 1832. 27. apríl 1833 er peningur- inn veittur nokkrum mönnum í fyrsta sinn, en ekki eru mér kunn nöfn þeirra. Peningur þessi var veittur af fjórum konungum og með vissu um hartnær fjörutíu ára skeið. Friðrik sjötti ríkti til 1839 (frá 1808), Kristján áttundi 1839 til 1848, Friðrik sjöundi 1848 til 1863 og Kristján níundi frá 1863 til 1906. Til eru peningar frá stjórnartíð þeirra allra. Bakhlið peningsins var æ hin sama, en á framhlið skipti um konungs- mynd og áletrun þeim megin eftir því sem við átti. Ekki er mér kunnugt um veitingu pen- ingsins síðar en 1869, en um það eftir RAGNAR BORG hvenær hann var niður lagður er mér ókunnugt. Ekki mun auðvelt að segja hversu margir hlutu þennan pening, eða nöfn þeirra allra, þó má vera að þetta sé einhvers staðar að finna. Gizka mætti á að tala veittra peninga hefði ekki náð hálfu hundraði. Það eitt er víst að örfáir þessara peninga eru til í dag. Flestir peninganna munu hafa verið bræddir upp að eigendum þeirra látnum eða smíðað úr þeim; einstaka fylgdu eigendunum í gröfina. Á Þjóð- minjasafninu munu vera til 3—4 eintök og í eigu einstaka mynt- safnara kunna þeir að finnast. Fyrir skömmu var gerð nýsteypa af þessum peningum. Minnispeningur þessi er gerð- ur í hefðbundnum stíl þeirra tíma, en þó með einfaldara móti. Peningurinn er 48 mm að þver- máli og um 4 mm að þykkt. Framhlið var skreytt með hinni venjulegu konungsmynd, en bak hlið með sveignum og textanum innaní er hreinleg og fallega unnin, laus við það ofhlaðna skraut er áður tíðkaðist. Eikar- biaðasveigurinn er tekinn eftir fornrómverskri fyrirmynd. Allur er peningurinn eigulegur; efn- ismikill og efnisgóður. Voru þeir er hann hlutu gjarnan kallaðir medalíu-menn og þótti vissulega fremd að. Það þarf ekki að vera okkur sem lítum þessa peninga nú, neitt undrunarefni, þótt að í fásinni og þrengingum þeirra tíma þætti það atburður ekki ómerkilegur að fá í gjöf frá konungi slíkan kjörgrip. Sýningu A. Paul Webers í Djúpinu við Hafnarstræti lýkur á fimmtudaginn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.