Morgunblaðið - 01.02.1981, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 1. FEBRÚAR 1981
29
Hólmfríður Jóns-
dóttir — Kveðjuorð
Þann 4. okt. sl. andaðist á
sólvangi í Hafnarfirði frú Hólm-
fríður Jónsdóttir frá Sperðli í
Vestur-Landeyjum. Hún var fædd
að Króktúni í Hvolhrepp, 26.
janúar 1889. Foreldrar hennar
voru hjónin Helga Runólfsdóttir
frá Bergvaði og Jón Jónsson frá
Króktúni. Hún giftist Einari Ein-
arssyni bónda frá Vestri-Tungu í
Vestur Landeyjum, en hann lést
áirð 1968.
Fyrstu búskaparár þeirra voru í
Vestri-Tungu, síðan hófu þau
búskap að Sperðli í sömu sveit.
Þeim var fjögurra barna auðið,
Kjartan trésmíðameistari á
Hvolsvelli giftist Katrínu Aðal-
björnsdóttur, en hann lést árið
1961. Helgi múrarameistari giftur
Guðrúnu Aðalbjörnsdóttur, búsett
á Hvolsvelli. Jón sem gerðist
bóndi á búi foreldra sinna Sperðli,
var giftur Helgu Magnúsdóttur.
Yngst barna þeirra er Anna Elín
sem er gift Sigurði Haukdal flug-
stjóra, búsett í Garðabæ.
Þegar ég nú sest niður og ætla
að minnast föðurömmu minnar og
nöfnu, sem orðið hefði 92. ára
þann 26. janúar, er margs að
minnast, því við áttum margar
samverustundir saman, ég leit
ætíð upp til hennar, mér fannst
hún alltaf vera kát og falleg kona,
sem hún og var. Lét hún sér ekki
allt fyrir brjósti brenna, gekk til
verka bæði úti og inni eins og
tíðkaðist til sveita áður fyrr. Hún
átti því láni að fagna að halda
góðri heilsu til elliáranna. Ég
gleymi ekki þeim stundum er ég
dvaldi í sveitinni hjá ömmu, þegar
hún bjó á Sperðli og sat ýmist með
rokkinn sinn eða prjónana og
útbjó á okkur barnabörn sín sokka
og vettlinga, en barnabörnin eru
níu samtals. Söng hún þá fyrir
mig margar vísur og þulur, en það
var hennar yndi, því hún var mjög
söngelsk kona og hafði háa og
skæra rödd og ætíð var glatt á
hjalla þar sem hún var í hópi. Og
ekki hafði hún síður gaman af að
dansa. Það hafa eldri menn sagt
mér að alltaf hafi hún verið fyrst
út á góifið í dansinn í gamla daga.
Hún var fróð kona og hafði gott
minni, en hennar skólaganga var í
skóla lífsins. Sérstaklega var hún
ættfróð og hafði ég gaman af að
láta hana rekja mér ætt okkar,
einnig var það viðkvæðið hjá mér
ef mig langaði að vita um eitt-
hvað, þá var að spyrja ömmu um
það. Mikill fjársjóður af fróðleik
hvarf með þessari góðu konu.
Það var oft gestkvæmt á Sperðli
hjá ömmu og afa, og mörg voru
börnin sem dvöldu hjá þeim í
sveitinni á sumrin, sem ég veit að
minnast þeirra með hlýju, því
amma annaðist þau eins og þau
væru öll hennar barnabörn.
Meðan hún lifði eignaðist hún
13 langömmubörn, og voru þau
miklir sólargeislar í lífi hennar,
hún fylgdist ætíð vel með fram-
gangi þeirra. Ég varð þeirrar
ánægju aðnjótandi að fá ömmu
öðru hvoru í heimsókn á mitt
heimili, eftir að ég hóf búskap,
sérstaklega þótti sonum mínum
ánægjulegt að fá ömmu til sín, því
hún söng fyrir þá og sagði þeim
sögur um leið og hún prjónaði
hlýja sokka og vettlinga á þá alla.
Sama var með öll hin langömmu-
börnin þau áttu sínar stundir rrweð
henni og sakna hennar eins og
allir hinir sem henni kynntust.
Hennar síðasta ferð austur yfir
fjall var í júlí sl. er hún var
viðstödd skírn tveggja langömmu-
barna sinna.
Síðustu árin sem hún lifði bjó
hún hjá börnum sínum til skiptis,
þeim Önnu og Helga. Eftir að
heilsan fór að gefa sig dvaldi hún
á sólvangi í Hafnarfirði, þar fékk
hún góða umönnun og þótti gott
að vera. Hún var ætíð lífsglöð og
hamingjusöm, enda hélt hún sínu
andlega hreysti til síðasta dags.
Minningin ein lifir um þessa
öldruðu formóður okkar, við fær-
um henni þakklæti fyrir alla þá
hlýju og þann fróðleik sem hún
hefur veitt okkur.
Blessuð sé minning hennar.
Ilólmfríður Kjartansdóttir
Minning:
Ingibjörg Daníels-
dóttir frá Bjarghóli
Fædd 16. mai 1914.
Dáin 10. janúar 1981.
Hún fæddist að Kollafossi í
Miðfirði V-Hún. 4 ára gömul er
hún tekin í fóstur til föðursystur
sinnar og hennar fjölskyldu á
ísafirði. Er heilsa frænku hennar
var þrotin kemur hún heim aftur
þá 12 ára til foreldra sinna. Er
Ingibjörg síðar nefndi frændfólk
sitt á ísafirði sagði hún alltaf:
„Fólkið mitt fyrir vestan". Hún
bæklaðist í baki á unga aldri af
beinkröm, það var hennar lífs-
ógæfa. Eftir að foreldrar hennar
dóu, átti hún jafnan athvarf að
Núpsdalstungu í Miðfirði hjá þeim
góðu hjónum er þar bjuggu og
alltaf reyndust henni vel í 20 ár.
Þá var heilsa hennar það þrotin að
hún fluttist í Kópavogshæli og
dvaldist þar síðustu ár ævinnar.
Naut þar mikillar umhyggju allra.
„Hún v»r kannxkr perla Kem var týnd i
timans haf.
Var topuð og glðtuA svo enginn viasl af.
EAa gimateinn sem forAum var greyptur
lins I haug
en glerbrot er hún orAin á mannfélagains
haug.“
Svo kvað Gestur Pálsson.
Hefi oft hugleitt hve erfitt það
var fyrir unga stúlku að skynja
það á erfiðum aldri að geta ekki
notið lífsins eins og annað fólk
sakir bæklunar.
Sé til annað líf þá vona ég að
Ingibjörg komi þar fram há og
beinvaxin glæsileg kona með sitt
fallega dökkbrúna hár, sína góðu
söngrödd, góðu greind og
skemmtilegu kímnigáfu. Þannig
kynntist ég henni í barnaskóla.
Útför hennar fór fram 20.1. sl.
Svanlaug Danielsdóttir
”lítfir scetir molar
óskainnf lytjanda”
Við óskum eftir innflitjanda á fínum frönskum brjóstsykri í skreyttum málmöskjum, sem eru netto 43 grömm, 10 mismunandi brögð. Við óskum eftir duglegum aðila /- fyrirtæki sem kinflitjanda er geti tekið að sér markaðskönnun á íslandi fyrir eginn reikning.
Brjóstsykurinn hefur selst vel í Evrópu og Bandaríkjunum, og hefur náð miklum vinsældum í Danmörku, Svíþjóð og Noregi síðasta áriö. Hringið eða skrifið til:
M/w!ílNG
v/Mogens Christensen Box 95, Sköyen Oslo 2. Sími: (90472) 55 20 40
Framreiöum nú á hlaðborði fjölbreyttan þorramat í
trogum.
Lundabaggar, sviðasulta, svínasulta, bringukollar,
hrútspungar, lifrarpylsa, blóðmör, hákarl, hangikjöt
og harðfiskur.
Auk þess síldarréttir, flatkökur, smjör og rófustappa.
Haldið í þjóðlegar hefðir, blótið þorra með
fjölskyldunni.
Esjutríóið leikur fyrir matargesti í kvöld kl. 6-9
og á morgun, sunnudag frá kl. 12—2 og 6—9.
Athugið að börn 10 ára og yngri fá frítt hjá okkur, af
þorramat eða sórrétti barna.
Munið barnahornið vinsæla.
VANTAR ÞIG VINNU
VANTAR ÞIG FÓLK
Þl AKil.ÝSlR t'M ALLT
I. \M) ÞL«. \R Þl AKi
I.VSIK I MOK(.l NBLADIM