Morgunblaðið - 01.02.1981, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 1. FEBRÚAR 1981
3
Fyrsti hverfafunduriim annað kvöld:
Viljum gefa fólki kost
á að kynna sér borgar-
málin. smá sem stór
Sjálfstæðismenn i hinum ýmsu
hverfum Reykjavíkur efna tii
funda nú i þessari viku, hverfa-
funda um borgarmálefni með
bortcarstjórnarflokki sjálfstæð-
ismanna. Fyrsti fundurinn verð-
ur annað kvöld. mánudatískvöld,
i ÁtthaKasal Hótel Söru, ok hefst
hann kíukkan 20.30. Frummæl-
endur verða þeir Davið Oddsson
og ólafur B. Thors. Munu þeir
flytja ræður og svara fyrirspurn-
um borKarbúa. Siðar i vikunni
verða svo fundir i Sigtúni, Val-
höll, Hraunbæ 102 og Seljabraut
54.
„Tilefni þessara funda er það,
að þegar við sjálfstæðismenn vor-
um í meirihluta í borgarstjórn
— segir Davíð
Oddsson formað-
ur borgarstjórn-
arflokks sjálf-
stæðismanna
héidum við jafnan slíka fundi með
borgarbúum," sagði Davíð
Oddsson formaður borgarstjórn-
arflokks sjálfstæðismanna í sam-
ali við blaðamann Morgunblaðs-
ins í gær. „Með þessu vildum við
gefa borgarbúum kost á að kynn-
ast borgarmálum og spyrjast
fyrir um þau,“ sagði Davíð enn-
fremur. „Við viljum halda þessu
áfram þótt við séum í minnihluta,
því fundir af þessu tagi hafa ekki
verið haldnir af þeim er nú fara
með stjórn borgarinnar. Við telj-
um það afar mikilvægt að gefa
öllum borgarbúum kost á að koma
á slíka fundi og spyrja okkur um
störf okkar og sjónarmið. Þetta á
að sjálfsögðu við alla borgarbúa,
hvar í flokki sem þeir standa.
Þetta er meginástæða þess að
við höldum þessa fundi núna,
þegar töluvert er liðið á kjörtíma-
bilið og fólk sér, bæði hvað við
höfum verið að vinna að, og eins
hvað meirihlutinn hefur haft til
málanna að leggja. Alls verða
þetta fimm fundir, er taka til
Davíð Oddsson
allra borgarhverfanna, og þar
getur fólk komið með spurningar
um smátt sem stórt í stjórn
borgarinnar, hvort heldur það
lýtur að borginni í heild eða að
einstökum hverfum eða götum,"
sagði Davið að lokum.
Sem fyrr segir er fyrsti fundur-
inn annað kvöld, í Átthagasal, og
er hann fyrir Nes- og Melahverfi
og Vestur- og Miðbæjarhverfi.
Strandaði
en náðist á
flot sjálfur
LAXFOSS strandaAi í innsigl-
ingunni til Ilafnar í Ilornafirði
á fimmtudagskvöld. en náðist á
ílot á föstudagsmorgun. Skipiö
var í gærmorgun enn á Ilöfn og
hafði ekki komist út að nýju
vegna veðurs.
Eymundur Sigurðsson hafn-
sögumaður tjáði Mbl. að ekki
hefðu orðið skemmdir á skipinu
og hefði það náðst á flot með
flóðinu á föstudagsmorgun með
eigin vélarafli og eftir að taug
hafði verið komið í land. Sagði
hann nokkra erfiðleika hafa
orðið að undanförnu með skipa-
komur vegna veðurs, umhleyp-
ingasöm tíð hefði orðið til þess,
að skip hefðu orðið að sigla
framhjá og nú hefði t.d. Laxfoss
tafist um tíma. Lægðir kæmu
svo þétt, að varla næði að slétta
sjó á milli.
Elías S. Jóns-
son ráðinn rit-
stjóri Tímans
ELÍAS Snæland Jónsson hefur
verið ráðinn ritstjóri dagblaðsins
Tímans. og segir í frétt Tímans í
gær að hann muni taka við
starfinu með vorinu. Jafnframt
er þar skýrt frá því að Jón
Sigurðsson muni láta af starfi
ritstjóra I iok maí.
Elías Snæland Jónsson hefur
starfað við blaðamennsku allt frá
árinu 1964. Hann starfaði lengi
við Tímann, varð síðan ritstjóri
Nýrra þjóðmála, blaðs Samtaka
frjálslyndra og vinstri manna, en
réðst til starfa við dagblaðið Vísi
árið 1976. Þar hefur hann verið
ritstjórnarfulltrúi hin síðari ár.
Loðnubátarnir:
Tilhögun þorsk-
veiða ákveðin
á mánudaginn
ÁKVÖRÐUN verður tekin á
mánudaginn um skiptingu þess
þorskafla, sem loðnuskipunum
verður heimilað að veiða á þessu
ári, að því er Jón B. Jónasson
deildarstjóri í sjávarútvegsráðu-
neytinu tjáði Mbl. í gær
Steingrímur Hermannsson
sjávarútvegsráðherra hefur lýst
því yfir að loðnuskipunum verði
leyft að veiða allt að 30 þúsund
lestir af þorski vegna samdráttar í
loðnuveiðunum. Aðeins er eftir að
ákveða hvort þessu aflamagni
verður skipt milli loðnuskipanna
eða veiðarnar verði án takmark-
ana á hvern bát uns heildarkvót-
anum er náð. Hagsmunaaðilar í
sjávarútvegi hafa lýst þeirri skoð-
un, að ekki sé rétt að setja
hámarkskvóta á hvert einstakt
skip. 53 skip hafa heimild til
veiðanna en óvíst er að öll skipin
notfæri sér heimildina.
MUNIÐ ÞORRABLÓTIÐ HÓTEL SÖGU í KVÖLD
indæl
neð Utsýn
betra kvs
Ferð
er
ekkert
mer
eg
komin
ut
er
' • <v
Veröskrá sumarsins
Nú er aðeins
fáum sætum
óráðstafað
í páskaferðina
15. api
Vinsamlei
m
w
Costa del Sol
Fyrsta brottför: 15. apríl.
Torremolinos — Verð frá kr. 4730.-.
Gististaðir: E1 Remo — Aloha Puerto — Timor Sol
Santa Clara — La Nagolera — Hotel Alay
Marbella — Verð frá kr. 4680,-
Gististaðir: Jardines del Mar — Puente Romano —
Hotel Andalucia Plaza.
Mallorca — Palma Nova
Fyrsta brottför: 6. maí.
Verð frá kr. 5170.-, í 3 vikur.
Gististaðir: Portonova — Hotel
Valparaiso
ITALIA
Lignano Sabbiadoro
Fyrsta brottför: 22. maí.
Verð frá kr. 4760.-
Gististaðir: Luna Residence
International
Hotel
Ferðaskrifstofan
OTSÝN
JtJGÓSLAVÍA
Portoroz
Fyrsta brottför: 29. maí.
Verð frá kr. 5880.- með M> fæði.
Gististaðir: Grand Hotel Metropol -
Hotel Roza — Hotel
Barbara — Hotel Slovenija
Austurstræti 17, sími 26611