Morgunblaðið - 01.02.1981, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 01.02.1981, Blaðsíða 1
64 SIÐUR 26. tbl. 69. árg. SUNNUDAGUR 1. FEBRUAR 1981 Prentsmiðja Morgunblaðsins. Gonzalez vill mynda stjórn Madrid. 31. janúar. — AP. SPÆNSKIR sósíalistar kváðust í dag reiðubúnir til að taka að sér stjórnarmyndun en talið er liklegt, að Juan Carlos konungur reyni fyrst til þrautar nýja stjórnarmyndun Miðflokkasambandsins. í skoðanakönnun, sem Madridblaðið Diario gekkst fyrir. reyndist Felipe Gonzalez, leiðtogi sósialista, hafa mest fylgi sem nýr forsætisráðherra eða 30,2%. Miðflokkasambandið tilnefndi í gær, föstudag, forsætisráðherra- efni sitt, Leopoldo Calvo Sotelo, en konungur mun ekki leggja blessun sína yfir hann fyrr en hann hefur ráðfært sig við forystumenn ann- arra flokka. Flestum ber saman um, að kristilegir demókratar, sem ásamt öðrum standa að Miðflokkasam- bandinu, séu mjög óánægðir með skipun Sotelos og að þeir muni ekki ljá honum fylgi sitt á þingi. Sósíalistaflokkurinn undir for- ystu Gonzalez hefur 120 sæti á spænska þinginu og þyrfti á að halda stuðningi 23 kommúnista og 33 þingmanna annarra til að geta stýrt Spánverjum fram að þing- kosningum 1983. Franskar orr- ustuþotur til íraka liarnaca, 31. janúar. — AP. STRANGUR öryggisvörð- ur var viðhafður á flug- Reyna að bæla klámið London, 31. janúar. AP. FRUMVARP að lögum er mið- ar að því að hefta klám af ýmsu tagi var i gær afgreitt til nefndar eftir tvær umræður i neðri deild brezka þingsins. og búizt er við að frumvarpið komi til þriðju umræðu og hljóti afgreiðslu lávarðadeild- arinnar áður en til sumarleyfa þingmanna kemur. Frumvarp- ið er hið sjötta i röðinni á átta árum. „Menn þverfóta ekki fyrir saurlífisblöðum og siölausum veggspjöldum í brezkum bæj- um,“ sagði einn flutnings- manna frumvarpsins. Innan- ríkisráðherra sagði við umræð- ur í þinginu að aukinnar gremju gætti meðal almenn- ings vegna vaxandi flóðs af siðlausum bókum, blöðum, tímaritum og hvers kyns klámsýningum á almannafæri. „Það er ömurlegt og lýsir ástandinu vel,“ sagði Clement Freud, þingmaður Frjálslynda flokksins, „að taki maður son- arson sinn út í blaðsöluturn finnur hann varla sælgætið fyrir sorpritum." vellinum í Larnaca á Kýp- ur í dag er Mirage-orr- ustuþotur höfðu þar við- komu á leið sinni frá Frakklandi til íraks. Skipt var um flugmenn á flugvellinum og eldsneyti tekið til áframhaldandi ferðar. Franskir flugmenn flugu þotunum til Kýpur, en þar tóku við þeim írask- ir flugmenn. Irakar pöntuðu þoturnar hjá Frökkum í júlí 1977 og desember 1979, og var þá miðað við að þær yrðu afhentar í febrúar 1981. Búizt er við að þoturnar, sem geta flogið með tvöföldum hraða hljóðsins, verði sendar beint í orrustur í stríði Iraka og írana. Fjórar þotur komu til Kýpur í morgun, og búizt var við sex til viðbótar síðdegis. Öryggisgæzlan á Larnaca-flug- velli var svo ströng, að vandlega var leitað á öllum er komu til flugvallarins. Vopnaður vörður var við hvert fótmál, bæði á velli niðri og upp um allar byggingar. Filmur og ljósmyndatæki frétta- manna voru gerð upptæk, og fengu þeir ekki þá þjónustu á flugvellin- um sem fréttamönnum er venju- lega veitt. Af hálfu yfirvalda á Kýpur var forðast af öllu afli að láta nokkuð uppi um ferjuflugið, og þóttust talsmenn stjórnarinnar ekkert vita um málið. Sólargannurinn lengist nú um eitt hænuíet á hverjum degl en allir dagar eiga þó kvpld um síöir. Þessi mynd. sem tekin er af Seltjarnarnesi, sýnir síóustu geisla hnígandi sólar yfir Rosmhvalanesi. Ljósm.- Ól. K. Mhií. Carter afstýrði innrás í Póllaiid Gení, Varsjá, PraK, 31. janúar. — AP. JIMMY CARTER fyrrum Bandaríkjaforseti afstýrði innrás Sovétríkjanna í Pólland í byrjun desember siðastliðins, að því er blaðið La Suisse i Genf skýrði frá í dag. Segir blaðið, að Zbigniew Brzezinski ráðgjafi Carters í öryggismálum, hafi skýrt efnahags- og fjármálasérfræðingum frá þessu á fundi í Davos í Sviss í vikunni. Brzezinski mönnum, að tjáði fundar- Bandaríkjastjórn Owen fer ekki aftur fram fyrir flokkinn London, 31. janúar. AP. DAVID Owen, fyrrum utanríkis- ráðherra og einn helsti talsmað- ur klofningsmanna innan breska Verkamannaflokksins, lýsti yfir þvi i gær, að hann byði sig ekki fram fyrir fiokkinn i næstu þingkosningum. Hann sagðist þó ekki ætla að segja sig úr flokkn- um „að svo komnu máli“ og kvaðst mundu sitja á þingi fyrir kjördæmi sitt fram að kosning- um, sem verða 1984. I yfirlýsingu sinni sagðist Owen ekki „sjá fram á, að flokks- mönnum tækist að koma sér saman um stefnu fram að næstu kosningum, sem til heilla væri fyrir land og þjóð“. Litið er á þessa ákvörðun Owens sem enn eitt skrefið í átt til algjörs klofn- ings í flokknum þrátt fyrir að leiðtogi hans, Michael Foot, leggi nótt við dag í örvæntingarfullum tilraunum til að halda honum saman. David Owen er einn af stofnend- um jafnaðarmannaráðsins, sem komið var á fót í kjölfar auka- þings Verkamannaflokksins um síðustu helgi, en þar varð niður- staðan sú, að verkalýðsfélögin skyldu framvegis skipa mönnum til sætis innan flokksins. hefði komist á snoðir um að Sovétmenn ætluðu að senda fjöl- mennt herlið og hergögn loftleiðis til Póllands aðfaranótt áttunda desember. Hefðu njósnamyndir m.a. leitt þetta í ljós. Hann sagði að Carter hefði haft sjálfur samband við Leonid Brezh- nev leiðtoga Sovétríkjanna og skýrt honum frá vitneskjunni um fyrirhugaða innrás. Sagði Carter Brezhnev að innrás í Pólland muni hafa enn verri afleiðingar í för með sér en innrásin í Afganistan, og skýrði honum frá hugsanlegum viðbrögðum af hálfu Bandaríkja- manna. Brezinski sagði, að Carter hefði skýrt bandamönnum Bandaríkj- anna og Arabaríkjum frá hinni fyrirhuguðu innrás. Lét Brzez- inski þau orð falla á fundinum, að vestrænar þjóðir væru staðráðnar í að koma í veg fyrir sovézka innrás í Pólland, en enn stafaði hætta af aðgerðum af því tagi. í Varsjá var í dag haft eftir talsmanni Samstöðu, að sam- komulagið sem gert var í gær- kvöldi um styttingu vinnuvikunn- ar, væri fjarri því að vera full- nægjandi. Ummæli hans þykja benda til þess, að ágreiningur Samstöðu og stjórnvalda sé ekki að fullu leystur. Talsmaður gaf ennfremur í skyn í viðtali við útvarpið, að ekki yrði aflýst klukkustundar allsherjarverkfalli sem Samstaða hefur boðað á þriðjudag.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.