Morgunblaðið - 04.02.1981, Side 2

Morgunblaðið - 04.02.1981, Side 2
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 4. FEBRÚAR 1981 30 Fjölmiðlar í Prag og Austur- Berlín enduróma að jafnaði það sem Sovétstjórnin segir um at- burðina í Póllandi. Sovézkar her- deildir í Austur-Þýzkalandi og Tékkóslóvakíu hafa verið í við- bragðsstöðu og sama er að segja um tékkneskar hersveitir í skóg- unum nærri landamærum Pól- lands. Austur-Þjóðverjar gengu jafnvel svo langt að loka nánast landamærum sínum fyrir pólskum ferðamönnum. Þegar litið er til fjarlægari ríkja eins og Búlgaríu og Júgó- slavíu kemur annað hljóð í strokk- inn. Enda þótt Búlgarir haldi sig að jafnaði á Sovét-línunni getur umfjöllun þeirra um málefni Pól- lands að undanförnu ekki talizt í samræmi við þann sið. Búlgarskir fjölmiðlar hafa viljað gera lítið úr Póllandsmálinu, og eyða t.d. miklu frekar púðri í aldagamalt rifrildi um það hver eigi Makedóníu og tilraunir til að bæta samskiptin við Grikki. Ungir menntamenn í Belgrad sem nýlega voru spurðir álits á Póllandsmálinu virtust hafa á því lítinn áhuga. „Hver er að gera sér rellu út af Póllandi?" spurði ungur lögfræðingur. „Við Hlutskipti húsmæðranna er að hima lengi i biðröð til að næla i kjötbita handa fjölskyldunni. með versnandi sambúð við Vest- ur-Þjóðverja, en þeim eiga Aust- ur-Þjóðverjar velmegun sína að þakka að verulegu leyti. Schmidt og Honnecker Austur-þýzkir kommúnistaleið- togar kenna Helmut Schmidt kanslara að miklu leyti um þessa þróun og saka þeir hann um móðganir í garð leiðtoga flokks síns, Erich Honnecker. Schmidt aflýsti heimsókn til A-Þýzkalands í spetember sl. með símtali, sem þótti of viðhafnarlítið, og í ósam- ræmi við diplómatískar siðvenjur. Ástæða Schmidts var ástandið í Póllandi, og hefði kunnað svo að fara að Honnecker gerði sér þá skýringu að góðu hefði hún verið Póllandskreppan seilist inn á gafl hjá öðrum Austur-Evrópuþjóðum Kommúnistaríkin í Austur-Evrópu viröast vera að tvístr- ast að því marki sem fyrir tíu árum hefði talizt óhugsandi. Viðbrögð þeirra við ástandinu i Póllandi hafa á undanförn- um mánuðum varpað ljósi á þessa staðreynd, og verður ekki annað séð en að landfræðileg regla sé þar í gildi, þannig að þau ríki sem fjærst eru Póllandi láti sig minnstu skipta efnahagslega og pólitíska kreppu í landinu. Fyrir utan bækistöðvar Samstöðu i Gdansk hópast fólk saman til að heyra nýjustu fréttir úr verkalýðsbaráttunni. eigum nóg með okkar eigin vanda- mál. Okkur vantar kaffi í þessu landi.“ Aðkomumaður í nágrannaríkj- um Póllands, Austur-Þýzkalandi, Tékkóslóvakíu og Ungverjalandi, veitir því eftirtekt að þar ríkja mjög mismunandi skoðanir á því sem er að gerast í Póllandi. Embættismenn telja þessar skoð- anir eiga rætur að rekja til mismunandi hagsmuna sem þessi ríki eiga að gæta í sambandi við Pólland, svo og sögulegra orsaka. Öll kommúnistaríkin í Austur- Evrópu eru tengd Póllandi á einhvern hátt, ýmist með viða- miklum verzlunarsamningum eða samningum um samvinnu á efna- hagssviðinu, en þessir samningar grundvallast á reglunni um skyn- samlega verkaskiptingu. Þegar frá er talin Júgóslavía, sem er öðrum A-Evrópuríkjum óháð, hafa þessi ríki verið sam- anspyrt í Varsjárbandalaginu frá árinu 1955. Einnig í Efnahags- bandalagi Austur-Evrópu (Come- con) sl. 30 ár. „Eins og f jölskylda“ Háttsettur kommúnistaleiðtogi í Búdapest segir, að ríkin á áhrifasvæði Sovétríkjanna séu „eins og fjölskylda, þegar einn úr fjölskyldunni lendir í vandræðum komast hinir ekki hjá því að verða varir við það. I Austur-Berlín og Prag segja kommúnistaleiðtogar að vegna verkfalla í pólskum kolanámum hafi ekki verið hægt að standa við samninga um sölu á eldsneyti, en afleiðingin hafi orðið sú að komið hafi til lokunar fyrirtækja í Austur-Þýzkalandi og Tékkóslóv- akíu af þessum orsökum. Orkusparnaðar sér stað víðsveg- ar, m.a. í húsakynnum tékkneska utanríkisráðuneytisins í Cernin- höll í Prag, en þar er svo skugg- sýnt þessa dagana að gangarnir minna á kolanámur. Ljósaperur eru þar á tíu metra bili, en ekki er látið loga nema á örfáum. „Fram- lag okkar til orkusparnaðar," seg- ir einn ráðuneytismaðurinn. Þótt dimmt hafi verið á vetrum í Austur-Evrópu allt frá því að siðari heimsstyrjöldinni lauk, er þar víðast skuggsýnna nú en var fyrir tíu árum. Ástæðan er aukin áherzla á orkusparnað, ekki sízt síðan kolin hættu að velta út úr námunum miklu í Silesíu í Pól- landi. Þar með og meður því að Pólverjar leita unnvörpum í verzl- anir í landamærabæjum í Tékkó- slóvakíu, Austur-Þýzkalandi og Ungverjalandi til að reyna að fá keypt það sem löngu ér horfið úr búðum í Póllandi er kreppan þar komin inn á gafl hjá nágranna- þjóðunum, þeim til hinnar mestu armæðu. Hrollvekja hinna Póllands-málið, sem leitt hefur til efnahagslegs hruns og hverf- andi áhrifa pólska kommúnista- flokksins, vekur miðstjórnum hinna kommúnistaríkjanna hroll, ef marka má flokksforkólfa í fjórum höfuðborgum. Þeir minn- ast Prag 1968, Búdapest 1956 og Austur-Berlín 1953, en í kjölfar þessara atburða kom hernaðar- íhlutun Sovétríkjanna og meiri- háttar blóðbað í Ungverjalandi. Af þessum ástæðum vekur ástandið í Póllandi kommúnista- leiðtogum í öllum A-Evrópuríkj- um ugg. Þeir ítreka samt að ekkert sé athugavert við þann kommúnisma sem á rætur sínar í Sovétríkjunum, en benda um leið á það að hann sé mjög mismun- andi, jafnt í framkvæmd sem árangri. „Reglurnar eru alls staðar hinar sömu í sósíalistaríkjunum," segir ungverskur flokksleiðtogi. „Að- ferðirnar eru mismunandi eftir löndum. Af sögulegum ástæðum er sinn siður í landi hverju, auk þess sem mannlegi þátturinn er ekki allsstaðar hinn sami. Þegar ég gekk í flokkinn hélt ég að þegar við værum einu sinni búnir að ná völdum mundu öll vandamál leys- ast, en ég geri mér grein fyrir því að þá fyrst standa menn frammi fyrir gífurlegum vandamálum, sem verður að sinna frá degi til dags og með heildarlausnir í huga. Okkar er ábyrgðin, á hverju sem dynur.“ Samtöl við kommúnistaleiðtoga í Belgrad, Búdapest, Austur- Berlín og Prag endurspegla sams- konar varnarstöðu — sem m.a. á rætur að rekja til rótgróinnar tortryggni í garð sérhvers viðmæl- anda að vestan — en það er augljóst að þessir menn eru ör- væntingarfullir þar sem þeir standa nú frammi fyrir gífur- légum stjórnmála- og efnahags- vandamálum, og eru þar allir á sama báti. Áhyggjur manna í Belgrad beinast einkum að verðbólgunni, sem er yfir 30%, jafnframt því sem skuldir við útlönd fara ört vaxandi. í Búdapest eru menn uggandi um framkvæmd næstu fimm ára áætlunarinnar í efnahagsmálum, en hún mun hafa í för með sér meiri sviptingar en dæmi eru um. Reiknað er með 3% meðaltals- aukningu, en í sumum iðngreinum verður miðað að yfir 20% aukn- ingu, og þeir Ungverjar sem eru upphafsmenn að þessari áætlun bera greiniiega kvíðboga fyrir því að þetta ósamræmi kunni að hafa alvarlegar afleiðingar í för með sér. í Austur-Berlín eru leiðtogar ánægðir með þá 4,5% framleiðni- aukningu, sem orðið hafi í landinu á sl. ári, og stefna að 5% aukningu 1981. Hins vegar eru þeir óhressir fram borin með viðeigandi hætti. Hugrenningar manna í Prag eru með nokkuð öðrum hætti. Þeir óttast að völd flokksins minnki, á svipaðan hátt og gerðist í landinu 1968, og telja að stuðningur við stjórn Husaks fari minnkandi. „Við erum smeykir við breyt- ingar,“ segir tékkneskur kommún- isti, „en þó verðum við annað hvort að kunna að taka breyting- unum eða missa þau tök sem við höfum á rnálurn." Þessi afstaða hefur orðið til þess að í hvert skipti sem kjarabreytingar verða og tékkneskir og slóvaskir verka- menn mótmæla, telja yfirvöld sig ekki hafa um annað að velja en íhlutun í kjaramál. Löngum hafa menn slegið á létta strengi sér til hugarhægðar, og í Búdapest gengur sú saga um þessar mundir, að páfinn beri fram tvær spurningar við guð, sem svari því til að hvorki séu yfirvofandi þær breytingar að kvenprestar fari að láta til sín taka innan kaþólsku kirkjunnar né heldur að leyfðar verði fóstur- eyðingar. Þá ber páfi upp þriðju spurninguna, sem er sú hvort hann muni lifa þann dag að pólskt efnahagslíf standi á eigin fótum. „Nei, sonur rninn," svarar himna- faðirinn, og ég mun ekki heldur lifa þann dag.“ Sá, sem ferðast um Austur- Evrópu, kemst ekki hjá því að sjá þær breytigar, sem þar hafa orðið á tiltölulega skömmum tíma. Fjölgun einkabíla á breiðgötum Austur-Berlínar veldur því að sá staður er farinn að minna á Manhattan. í Prag og Búdapest eru komin fullkomin neðanjarð- arjárnbrautakerfi, og í verzlunum er vöruval í hróplegri andstöðu við vöruskortinn sem þar var fyrir fáeinum árum. Svo minnzt sé á Ungverjaland og Júgóslavíu þá hefur sú gjörbreyting orðið á högum manna þar, að þeir geta ferðast til útlanda að vild, og gera það milljónum saman á ári hverju. Slíku frelsi eiga ekki nærri allar þjóðir á áhrifasvæði Sovétríkj- anna að fagna. 25 ára Tékki segir: „Til þess að fá vegabréf til að ferðast til Vesturlanda þyrfti ég að verða mér út um fjögur vottorð og til þess að fá þau er engin von.“ Hvað ferðafrelsi áhrærir hafa Rúmenar, Austur-Þjóðverjar og Búlgarar sömu sögu að segja. Úr The New York Times.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.