Morgunblaðið - 04.02.1981, Síða 3

Morgunblaðið - 04.02.1981, Síða 3
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 4. FEBRÚAR 1981 31 VAKNAÐ VIÐ VONDAN DRAUM. Þeim brá heldur betur í brún íbúum þessa húss á Bosporus-strönd Tyrklands þegar þetta 4000 tonna griska fiutningaskip ruddist inn á gafl hjá þeim í bókstaflegri merkingu í rauöabýtiö sl. þriðjudag. Miklar skemmdir urðu á húsinu en slys urðu ekki á fólki. AP-símamynd. Sænskir blaða- menn boða til eftirvinnubanns 2. fcbrnir. Frá Gnðfinnn Rnxnaradóttur. tréttaritarn Mbl. I Stokkhólmi. Næstkomandi mánudag, þann 9. febrúar kl. 16.00, hafa sænskir blaðamenn boðað til eftirvinnubanns. Bannið nær til allra sænskra dagblaða og viku- blaða og fréttastofunnar TT og um fimm þúsund blaðamanna. Búast má við miklum töfum og fram- leiðslutruflunum ef til eft- irvinnubannsins kemur, en um 25% af öllum blaða- mönnum vinna að jafnaði í fjórar klst. i eftirvinnu á viku. Sænska blaðamannafélagið og blaðaútgefendur hafa undan- farna daga setið að samningum um tvö meginmálefni blaða- mannafélagsins sem stendur, en þau eru styttri vinnutími fyrir þá, sem vinna á nóttunni og kvöldin, og betri höfundarrétt- indi á skrifuðum greinum og myndum. „Þetta eru mikilvægustu mál- efni félagsins og við erum reiðu- búnir að gripa til hvaða ráðstaf- ana til að fá góða úrlausn þessara mála,“ sagði Östen Jo- hannsson, formaður blaða- mannafélagsins, í samtali við fréttaritara Mbl. í dag. Ástandið er mjög alvarlegt hvað varðar vinnutima margra blaðamanna og nýjar rannsóknir sýna að álagið á þeim er meira en á flestum öðrum starfshópum þjóðfélagsins. Milli 80 og 90% blaðamanna þjást af þreytu, svefnleysi, óróleika og almennri vanlíðan. Bættur höfundarréttur er ann- að aðalbaráttumál. í dag á við- komandi blað allan rétt á texta og myndum blaðamanna sinna og ljósmyndara, og blaðamenn eru nú hræddir um, að með nýrri tækni og áframhaldandi rétt- indaleysi verði hægt að dreifa greinum og endurprenta þær og annað efni í ótakmörkuðum mæli án þess þeir fái nokkuð að gert. Ef til eftirvinnubanns kemur nk. mánudag er það í fyrsta sinn í 80 ára sögu blaðamannafélags- ins, en í janúar 1979 rann 10 ára samningstímabil blaðamannafé- lagsins og blaðaútgefenda út en í þeim tíu ára samningi skuld- bundu blaðamenn sig til að grípa ekki til stríðsaðgerða. „Allir sjóðir eru því vel fylltir hjá okkur,“ segir Östen Jo- hannsson, „og við munum ekki hika við að boða til verkfalls ef samkomulag næst ekki um vinnustyttingu og betri höfund- arrétt." Erlendar bækur: Það sem heitir Israel 13 rithöfundar á ferð SUMARIÐ 1979 fóru þrettán þekktir danskir rithöfundar í ferð til Israels og ferðuðust um landið. Aðeins þrír þeirra höfðu komið þangað áður. Ávöxturinn af ferðinni er þessi bók „Det som hedder Israel" og er nýlega komið á forlagi Samlerens í Dan- mörku. Með í ferðinni var ísraelinn Yoram Kaniuk sem skrifar inngang að bókinni og þau áhrif sem hann væntir að höfundarnir verði/kunni að verða fyrir. Þeir sem skrifa eru Jörgen Gustava Brandt, Jette Drewsen, Maria Gia- cobbe, Uffe Harder, Knud Holst, Birgitte Livbjerg, Henrik Nordbrandt, Peter Poulsen, Klaus Rifbjerg, Peter Seeberg, Hanne Marie Svend- sen, Kirsten Thorup og Jess Örnsbo, allt höfundar sem kunnir eru hérlendis. Eftir að hafa nú lesið kafla höfundanna sem annað hvort skrifa í bundnu eða óbundnu máli um áhrif sín af ferðinni, fremur en hægt sé að kalla þetta hefðbundna ferðasögu- frásögn þá liggur nú við borð að mér finnist inngangur Yor- ams Kaniuk þeirra merkastur. Hann hikar ekki við að draga upp mynd af eigin kvíða: hvað sjá og skilja og skynja hinir dönsku rithöfundar? Fara þeir á brott með beizkar minn- ingar, vond áhrif í farangrin- um? Sektarkennd ísraela vegna Palestínumanna kemur ákaflega sterkt fram í kafla hans og einnig reynir hann að gera grein fyrir því af hverju það er í reynd ekki hægt að leysa mál, svo að ísraelar geti unað við. Hann grípur sannar- lega til röksemda sem ísraelar beita fyrir sig í viðræðum við útlendinga, þegar þetta við- kvaema og vandmeðfarna mál ber á góma, en hann gerir það af meira raunsæi en iðulega er sýnt. Allir eru rithöfundarnir býsna opinskáir. Þeir amena DET SOM HEDDER ISRAEL 13 forfatterc pá rejse SAMLEREN hreint ekki ísrael í einu hljóði. Fundur þeirra með borgar- stjóranum í Hebron, sem er yfirlýstur PLQ-stuðningsmað- ur hefur mikil áhrif á þá. Méð förinni upp á Massada eykst einnig sýn þeirra á hversu nauðsynlegt ísrael er að lifa af. Og svo mætti lengi telja. Kafli Knud Holst segir nokkuð mikið af því sem ísraelar sjálfir álykta. Hann segir að í Israel sé tilgangslaust að hugsa í þeim skilgreiningum sem við höfum með okkur löguð heima, því að virkileik- inn sé annar. Samt er heldur ekki hægt að kasta fyrri skilgreiningu fyrir róða eins pg ekkert sé. Það sem gestur í ísrael verði að gera sé að upplifa og reyna að skilja hvað hafi leitt til þess kynlega ástands — og reyna að skilja það — að Israelar nú eru tilneyddir að koma fram sem hernámsveldi og fara með það hlutverk sem fram að stofnun Ísraelsríkis var jafnan í hönd- um fjenda þeirra og kúgara. Þetta er verulega athyglis- verð bók sem er ástæða til að ætla að geti — þótt sumir kaflarnir séu dálítið abstrakt skrifaðir — aukið skilning manna á ísraelsku þjóðfélagi og því mannlífi sem þar þrífst. Jóhanna Kristjónsdóttir &w""''fa'-ae’'"0i.vv>' V\A <Z$

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.