Morgunblaðið - 04.02.1981, Síða 4

Morgunblaðið - 04.02.1981, Síða 4
32 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 4. FEBRÚAR 1981 RANNSÓKNIR Á HELLUM Á SUÐURLANDI: Um manngerða hella á Suðurlandi, neínist rit er nýlega kom út í Reykjavík, og er eftir þá Anton Holt og Guðmund J. Guðmundsson, en þeir hafa báðir lokið BA-prófi í sögu við Háskóla íslands, og vinna nú að cand.mag. prófi. Eins og nafn ritlingsins hendir til, geymir hann upplýsingar un nokkra hella á Suðurlandi, sem höfundar telja að meira eða minna leyti gerða af mannahöndum. Er í ritinu gerð grein fyrir rannsóknum þeirra Antons og Guðmundai^ hellunum er lýst, fjallað er um krossa og aðrar minjar í þeim, gerð grein fyrir uppgreftri við einn þeirra, birtar eru nokkrar ljósmyndir úr hellunum og uppdrættir af þeim. Úr Kolsholtshellishelli. Myndin, sem Erlingur Brynjólfsson tók, er ein þeirra er prýða bæklinginn. ,Um manngerða hella á Suðurlandi“. Hellar ekki viðurkenndir mannabústaðir „Rannsóknir á þessum hellum hafa ekki verið gerðar, vegna þess að vísindamenn og fræði- menn, hafa hingað til ekki viljað viðurkenna það að forfeður vorir hafi búið í hellum," sagði Anton, er blaðamaður Morgunblaðsins innti hann eftir því hvers vegna ekki lægju fyrir rannsóknir á þessum hellum. „Svo hefur verið litið á,“ sagði Anton ennfremur, „að forfeðurn- ir hafi verið merkari menn en svo að þeir hafi búið í slíkum vistarverum. Menn hafa gjarna sagt sem svo, að Islendingar, þeir bjuggu aldrei í hellum, þótt það hafi þekkst meðal frum- stæðra þjóða. En ég held hins vegar, að óyggjandi sé, að á sumum stöðum hér á landi hafi verið búið í hellum. Þetta hafa menn þó átt erfitt með að viðurkenna að því er virðist, þótt nokkurs tvískinnungs gæti raun- ar í þeim efnum, því viðurkennt er að búið var í Laugalandshelli við Laugarvatn, allt fram undir 1920 að ég hygg. En við höldum því sem sagt fram, þótt svo virðist sem vís- indamenn loki augunum fyrir því, að hér hafi verið búið í hellum, og það eins mikið og marka má af þessum hellum á Suðurlandi. Þeir hellar benda til verulegrar mannabyggðar, enda færu menn ekki út í að leggja svo mikla vinnu og fyrirhöfn í þessa hella, hefðu þeir verið hugsaðir sem útihús — þó í vissum tilvikum sé vissulega aðeins um geymslur og útihús að ræða.“ Anton sagði, að hellar af þessu tagi væru einkum á móbergs- svæðum landsins, enda væri þar auðvelt að vinna á berginu. Slíkt væri hins vegar illmögulegt á blágrýtissvæðunum á Austfjörð- um og Vestfjörðum. Þetta kvað hann vera aðalskýringuna á því að þeir hefðú einkum rannsakað hella á Suðurlandi, auk þess sem þeir hefðu haldið sig við hella sem unnt væri að komast að í dagsferðum frá Reykjavík. Lýsing hellanna Eins og að framan greinir, er í kverinu að finna lýsingar all- margra hella á Suðurlandi, eða alls átján hella. Þeir eru: Kols- holtshellishellir, Kolsholtshellir I, Kolsholtshellir II, Efri-Gegn- ishólahellir I, Efri-Gegnishóla- hellir II, Arnarhólshellir I, Arn- arhólshellir II, Arnarhólshellir III, Syðri-Gegnishólahellir, Eystri-Helluhellir, Ægissíða (Kirkjuhellir), Ægissíða (Búr- hellirinn), Ægissíða (Fjóshellir- inn), Þjóðólfshagahellir, Hella- túnshellir, Hellrahellir I, II og III. Lýsingar hellanna eru all- nákvæmar, eins og þessi lýsing á Kolsholtshellishelli ber með sér: „Kolsholtshellishellir, er í landi Kolsholtshellis, og er graf- inn inní allstóran hól, um það bil fimm hundruð metra frá bæn- um, Hellirinn er um fjórir metr- ar á breidd og allt að tíu metrar á lengd og um tveir metrar á hæð, þar sem hann er hæstur, loftið lækkar til hliðanna og myndar óreglulega hvelfingu. I enda hellisins er hleðsla sem nú er farin að gefa sig og kringum munnann er einnig hleðsla sem svipað er ástatt um. Nokkrar tröppur eru ofan í hellinn, en svo er reyndar um þá flesta nema annars sé getið. Gólfið er þakið nýlegum hraunbruna. Rétt fyrir innan hellismunnann er brunnur, um eins metra djúpur og steinhellur yfir. Ekki hefur verið gefið vatn úr brunni þessum í manna- minnum enda vægast sagt ókræsilegt á að líta. Tvo op eru á lofti hellisins, annað hvort reykháfar eða loft- ræstingarop. í ytra opinu er krotað 1791 J.E. (Jón Erlends- son), 1854, 1857, 1890, 1891. Á öðrum stað í hellinum má finna meira krot, þar á meðal M.Þ. (Mágnús Þorsteinsson), 1877, 1968, 1957 E.G. (Einar Guð- mundsson). — (Tilgátur um merkingu fangamarkanna eru frá Jóhanni Guðmundssyni í Kolsholtshelli. Jón þessi Er- lendsson, sem getið er um, var mikill steinsmiður og eru til eftir hann meðal annars tveir kvarnasteinar). Undir opunum eru holur höggnar í veggina sem annað- hvort gætu verið leifar af stíum, eða eftir pottaslár. Víða í veggj- unum sjást enn axaför frá því hellirinn var höggvinn til eða stækkaður. Á einum stað er höggvin á vegginn mynd af manni með hatt. Fyrir framan hellinn er all- forn öskuhaugur ...“ Færðu þjóðminja- safni muni er fundust Anton sagði þá Guðmund hafa grafið í öskuhauginn fyrir fram- an hellinn, og hefðu þar komið ýmsir hlutir í leitirnar sem þeir hefðu fengið þjóðminjasafninu í hendur. Meðal þess sem fannst var gamalt brýni, járnbútur er gæti verið gamalt hnífsblað, bronsflísar, bronsbútur, járnflís- ar, pottbrot, tálgusteinsbrot úr erlendum steini, eitthvað er líkt- Telja óyggjandi að menn haf i byggt hellana fyrr á öldum Anton Holt ist söðulbryddingu úr bronsi og fleira. Anton sagði, að þótt hvorugur þeirra væri að vísu fornleifa- fræðingur, hefði hann þó all- mikla reynslu í fornleifagreftri, en hann starfaði í mörg sumur við uppgröft í Aðalstræti í Reykjavík og víðar undir leið- sögn fornleifafræðinga. Hann sagði þá hafa ráðist í þessa uppgrefti vegna þess að ábúend- ur hefðu tekið þeim vel, og ekki væri um að ræða friðlýsta staði. — Anton sagði á hinn bóginn rétt að það kæmi fram, að þetta hefði mælst misjafnlega fyrir hjá fornleifafræðingum. Frekari rann- sókna þörf Anton sagði einnig, að rétt væri að undirstrika, að hér væri alls ekki um neina endanlega úttekt eða athugun á hellunum að ræða, Ijóst væri að þá þyrfti að skoða mun betur síðar. Þar myndi vafalítið ýmislegt koma í ljós, svo sem ef grafið væri í gólfi þeirra og krossarnir á veggjunum kannaðir betur og bornir saman við slíka krossa erlendis. En hellunum hefði hingað til tekist að varðveita leyndarmál sín vel, og ekkert bendi til þess að hnýsnum fræði- mönnum takist að afhjúpa þá í bráð. Auk þess sem í ritlingnum er greint frá niðurstöðum rann- sóknanna, varpa höfundar fram ýmsum tilgátum og kenningum, til umhugsunar og frekari um- fjöllunar í sambandi við hellana. Meðal annars segja þeir svo um nafnið Ægissíða, sem hér kemur fyrir að framan: „Nafnið Ægissíða hefur valdið mörgum manninum heilabrotum og enn sem komið er höfum við ekki fengið fullnægjandi skýr- ingu á því. Hér skal því komið með eina tilgátu þótt engan veginn sé hægt að sanna hana. Hinir fornu guðir Ira bjuggu samkvæmt sögnum í jörðinni og inngönguleiðir í bústaði þeirra lágu í gegnum hella og hinar risavöxnu steinaldargrafir sem finnast víða um írland. Bústaðir þessara guða voru nefndir „síde“ (eintala „síd“, en guðirnir sjálfir nefndust „aes síde“. Þarna gæti verið komin skýring á nafninu Ægissíða og jafnframt á því hvers vegna svo ágæt jörð er ekki landnámsjörð. Menn hafa einfaldlega verið hræddir við staðinn. Forn keltneskur fram- burður á „aes side“ mun vera sem næst íslenskum framburði á „æissíð“.“ Ýmislegt fleira forvitnilegt er að finna í ritinu, sem er 36 síður á stærð, gefið út í ritröð um „Framlag til alþýðlegra forn- fræða" eins og stendur á kápu- síðu. - AH

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.