Morgunblaðið - 04.02.1981, Page 5

Morgunblaðið - 04.02.1981, Page 5
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 4. FEBRÚAR 1981 33 Halldór Árnason: Áskorun til rík- Prentsmiðjueigendur G. Þorsteinsson & Johnson h.f. Armúla 1. — Sími 8 55 33. Electrolux eldavélarnar eru meðal þeirra þekktustu í heimi. Fyrst og fremst vegna gæða- og svo auðvitað vegna tækni- nýjunga. Electrolux hefur oftast verið á undan samtíðinni í eld- hústækni. Þegar þú velur Electroluxeldavél geturðu valið eldavélagerð, sem hentar plássi og þyngju. Úrvalið og möguleikarnir eru margvís- legir. Electrolux Kynningarbæklingur ókeypis. Það er óráðlegt, að kaup eldavél án þess að kynna sér vandlega hvaða möguleikar standa til - boða. Vörumarkaðurinn sendir þér í pósti ókeypis, litprentaðan mynda- og upplýsingabækling. Sendu okkur nafn þitt og heimilisfang, eða hringdu í Electrolux deildina, sími: 86117 og við sendum þér bækling um hæl. Vörumarkaðurinn hl. ÁRMÚLAIa Atvinnu- leysi í fær- eyskum fiskiðnaði TALSVERT atvinnuleysi er nú í fiskvinnslunni i Færeyjum ok á þessu ári hefur nánast ekkert verið unnið í frystihúsum þar, segir færeyska blaðið 14. Sept- ember þann 24. þessa mánaðar. Þá hefur verið litið um atvinnu i frystihúsunum siðan i október og hefur fiskvinnslufólk varla haft meira en 10.000 nýkrónur alls i laun síðustu þrjá mánuði og allt niður i 3 til 4 þúsund. Samkvæmt því sem blaðið segir stafar þetta helzt af því að færeysk fiskiskip hafa gert mikið af því að undanförnu að sigla til Danmerkur og Englands með ferskan fisk og á síðasta ári lönduðu þau alls 2.474 tonnum af ferskum fiski erlendis. Færeysku verkalýðsfélögin hafa mótmælt siglingum fiskiskipanna og vilja að þau verði skylduð með lögum til þess að landa heima á meðan frystihúsin geta tekið á móti afla þeirra. isstjórnarinnar „Hefur þú tekið eftir breyting- unni?“ spurði kunningi minn mig og beindi hendi sinni í áttina að lágreistu húsi sem stóð skammt frá. Ég rýndi gaumgæfilega á húsið. Nei, ekki gat ég merkt neina breytingu, enda átti ég vart von á að konan sem þar bjó stæði í einhverjum stórframkvæmdum og það um hávetur. „í stað þess að gefa fuglunum fyrir framan stofugluggann, þá er konan farin að dreifa fóðrinu yfir þakið," sagði sá sem spurt hafði. „Já, kerlingin er greinilega farin að kalka," sagði ég til skýringar á þessu furðulega uppátæki. „Nei, síður en svo,“ svaraði kunninginn. „Fyrir fáeinum dög- um horfði hún upp á ókunnan kött svipta einn fuglinn lífi sem grandvaralaus var að tína upp brauðmylsnu. Þá uppgötvaði hún sér til mikillar skelfingar að matargjöfin sem átti að forða vinunum hennar frá hel hafði verið þeim dulbúin dauðagildra." Því rifja ég þetta upp, að oftar en við höldum leynist vá í athöfn- um sem í huga okkar virðast ákaflega saklausar. Ein þessara athafna er veiting áfengra drykkja í samkvæmum (kokteil- partí, veislur) á vegum hins opin- bera. Eigi óalgengt er að slík samkvæmi séu haldin strax að loknum vinnudegi. Vill þá oft verða sem og annars staðar að öðruvísi fer en ætlað var í upphafi. Ekki er ólíklegt að einhverjir eyði lengri tíma við glasið en upphaf- lega var ráðgert. Næstum senni- legt er að einhverjum verði það á, að setjast undir stýri og aka heim, eftir að hafa neytt áfengis í áður nefndum samkvæmum. Ekki þarf akstur þess manns nauðsynlega að orsaka óhapp en athöfnin er alltaf jafn vítaverð. Augljóslega er verið að bjóða hættunni heim og alltof oft þiggur hún boðið. Samkvæmi þessi eiga öll sín tilefni. Það heyrir samt til al- gjörrar undantekningar að tilefn- ið sé drykkjan sjálf. Oftast er safnast saman í tilefni ákveðins áfanga, viðburðar eða dags. Vel er það skiljanlegt að gestgjafinn vilji haga veitingum þannig að þær séu frábrugðnar því sem fólki er hversdagslegt. En er nauðsynlegt eða mikilvægt að áfengir drykkir séu hafðir á boðstólum? Margir þeirra sem sótt hafa samkvæmi á vegum hins opinbera munu eflaust telja að svo sé, enda vart vanir öðrum óáfengum drykkjum við þau tækifæri en kók eða appelsínusafa. . En heimurinn er stærri en við höldum. ör þróun hefur orðið hjá veitingamönnum sem og hjá öðr- um starfsstéttum og eiga þeir í litlum erfiðleikum með að tilreiða fjölbreytilegar tegundir áfengis- lausra drykkja sem gestgjafanum ætti ekki að verða nein skömm af að bjóða. Með því að bjóða slíka drykki er ekki lengur þörf áfengra drykkja auk þess sem að minni líkur verða fyrir því að áðurnefnd- ar hættur, sem fæstir vilja fá í heimsókn, finni sér fórnarlömb. Nýjum herrum fylgja gjarnan nýir siðir. Með það í huga, til viðbótar því sem að framan hefur verið sagt, leyfi ég mér að skora á ríkisstjórnina að hætta veitingu áfengra drykkja í samkvæmum á vegum hins opinbera. Sú ákvörð- unartaka þarfnast ekki álits sér- fræðinga eða rannsóknar í nefnd, forsenda hennar er augljós. Hér sem svo oft áður gilda orð skálds- ins: „Vilji er allt sem þarf.“ Aöeins 25% útborgun Tilboð Aöeins 25% útborgun í febrúarmánuði bjóöum við hagstæö greiðslukjör á Electrolux eldavélum. Útborgun aöeins % og eftirstöðvar lánaöar í 5 til 8 mánuöi. ADAST DOMINANT 714 414 !Getum útvegaö á hagstæöu veröi beint frá verksmiöju Offset, prentvél af geröinni DOMINANT 714. Vélin tekur pappírsstærö 485x660 mm. Veröum meö á næstunni í sýningarsal okkar offset- prentvél af geröinni DOMIN- ANT 414 meö númeringu og ritföngum max. pappírsstærö 27,0x37,0 cm. min. 11.0x14,8 cm. Kynniö ykkur verð og greiösluskitmála.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.