Morgunblaðið - 04.02.1981, Page 7

Morgunblaðið - 04.02.1981, Page 7
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 4. FEBRÚAR 1981 35 veiðiskip við loðnuveiðar, en nú sé búið að taka hann upp. Ennþá er engin reynsla komin á þetta fyrir- komulag, þar sem fyrsta kvóta- tímabilinu er að ljúka. Vankant- arnir eru því tæpast komnir í ljós. Auk þess er hér um að ræða fá skip, sem stunda þessar veiðar orðið í stuttan tíma. 5—7. Stjórnun fiskveiða hefir sennilega hafizt hér á landi með afskiptum sjávarútvegsráðuneyt- isins af rækjuveiðunum við ísa- fjarðardjúp um miðjan 7. áratug- inn. Síðan hafa þessar veiðar lotið stjórn ráðuneytisins, sem ákveður fyrst hámarksaflann, skv. tillög- um Hafrannsóknastofnunarinnar, ákveður síðan kvóta á hverja vinnslustöð, kvóta á hvert veiði- skip. hámarksstærð veiðiskipa og loks fjölda þeirra báta, sem fá að taka þátt í veiðunum. Þessar veiðar eru þannig háðar 4.-7. lið í þeim takmörkunum, sem ég gat um í upphafi. Er hér um að ræða skiptingu aflakvóta, sem er nú um 2400 lestir og skiptist á milli 7 vinnslustöðva og síðan 35—40 báta. í ágætri grein Halldórs Her- mannssonar í Ægi í vetur segir hann, að þetta hafi ekki alltaf gengið eins og dans á rósum. Ég held, að hann hafi þar hitt nagl- ann á höfuðið. Það hefir nefnilega sýnt sig hér, að það er mikill vandi að útdeila réttlætinu. Eftir því sem tíminn hefir liðið hafa van- kantar þessarar stjórnunarleiðar komið betur og betur í ljós. Reynzt hefir æ örðugra að aðlaga hana þeim breytingum, sem orðið hafa í atvinnugreininni sjálfri. Sú stjórnunarleið, sem í upphafi var valin í sambandi við rækjuveið- arnar, hefir vafalaust verið réttlát fyrir 15 árum, en eins og öll mannanna verk hefir það gengið úr sér og það hefir ekki þann sveigjanleika, sem nauðsynlegur er. Jón Sigurðsson, fyrrv. þjóðhags- stjóri, sagði einu sinni, að öll kerfi, hversu góð sem þau væru í upphafi, hefði tilhneigingu til að ganga sér til húðar á 10 árum. Ég held, að í þessum orðum felist mikil sannindi og áköfustu tals- menn ofskipulagningar í sjávarút- vegi gerðu rétt í því að kynna sér hvernig kvótakerfið í rækjuveið- unum, þar sem allir endar eru njörvaðir niður, hefir reynzt, áður en því er slengt yfir aðra þætti í íslenzkum sjávarútvegi. Það er mín niðurstaða, að tíma- bilsbönnin séu æskilegri stjórnun- arleið, þar sem þeim verður við komið, heldur en margfalt kvóta- kerfi. Ég trúi því, að menn muni fljótlega reka sig á, að það er mun meiri vandi að útdeila réttlætinu heldur en margir virðast halda, og það sem kann að virðast réttíátt og sanngjarnt í dag er það e.t.v. ekki á morgun. Að beina sókninni í vannýtta stofna Þegar afskipti stjórnvalda af fiskveiðunum hófust fyrir alvöru, voru nokkrir fiskistofnar, sem að mati fiskifræðinga voru taldir vannýttir. Var hér einkum um að ræða karfa, ufsa og grálúðu, en með tilliti til markaðsverðs á þessum fisktegundum annars veg- ar og útgerðarkostnaðar hins veg- ar, var vart hægt að gera ráð fyrir, að þessi, stofnar yrðu full- nýttir án opinberra aðgerða. Grip- ið var til ýmissa ráða til að örva sóknina í þessa stofna með þeim árangri, að þeír eru nú fullnýttir miðað við tillögur Hafrannsókna- stofnunar. A síðasta þingi var svo lögum um Aflatryggingarsjóð breytt og stofnuð sérstök deild við sjóðinn — aflajöfnunardeild — sem gegnir því hlutverki að greiða aflabætur á þær fisktegundir, sem nauðsynlegt er talið að beina sókninni í á hverjum tíma. Slíkar millifærsluleiðir orka jafnan tvímælis og þurfum við ekki annað en að líta til landbún- aðarins til að sjá það. Þá er á hitt að líta, að við búum við það sérkennilega ástand, að allir stofnar botnlægra fisktegunda hér við land eru nú fullnýttir, svo og loðnustofninn og síldarstofninn. Ef við nýtum ekki til fulls ein- hvern þessara stofna, t.d. karfar- stofninn, er nokkuð ljóst, að aðrar þjóðir muni fara fram á að veiða þann hluta, sem við ekki hagnýt- um sjálfir. Ég tel því, að þessi leið sé æskilegri meðan þetta ástand varir og við þurfum að draga úr sókninni á þann hátt, sem nú er gert. Þegar bezta leiðin er ekki fær, getur verið nauðsynlegt að velja þá næstbeztu. Sú fiskveiðistefna, sem fylgt hefir verið, hefir þannig gegnt því tvíþætta hlutverki, að draga úr sókninni í ofnýtta stofna og að beina sókninni i þá stofna, sem taldir eru vannýttir á hverj- um tíma. Sala veiðileyfa eða auðlindaskattur Eins og ég gat um í upphafi máls míns, hefir eingöngu verið beitt beinum og óbeinum tak- mörkunum, til að draga úr sókn- inni í þá fiskistofna, sem taldir eru ofnýttir eða fullnýttir. Hinni svonefndu verðlags- eða fjárhags- aðferð, þ.e. að selja mönnum með einum eða öðrum hætti aðgang að fiskimiðunum, hvort heldur það yrði gert i formi auðlindaskatts eða með sölu veiðileyfa, hefir alfarið verið hafnað. En hvers vegna hefir þessum leiðum verið alfarið hafnað? Skattur á afla eða sókn getur vafalaust temprað sóknina, en hann hlýtur að verða seinvirkt tæki til stjórnunar. Skatturinn þyrfti að vera breytilegur eftir fisktegundum og sífelldum breyt- ingum háður, eftir því hvernig möguleikar til veiða úr hverjum einstökum stofni breytast hverju sinni. Yrði þessi leið valin virðist augljóst, að hér myndi fljótlega rísa upp ein af myndarlegri ríkis- stofnunum okkar litla samfélags og hræddur er ég um, að fram- kvæmdin gæti orðið býsna snúin. Ég óttast, að slíkt kerfi gæti á skömmum tíma brenglað svo þennan atvinnuveg, að erfitt yrði að átta sig á, hvað raunverulega væri hagkvæmt og hvað ekki. Þá vaknar sú spurning, hvort hægt er að komast út úr slíku kerfi aftur, þegar það einu sinni er komið á, þó að menn sjái og viðurkenni galla þess. Hin aðferðin, sem rætt hefir verið um, er sala veiðileyfa. Því miður hefir aldrei komið fram hjá talsmönnum þessarar aðferðar með hvaða hætti þeir hugsa sér sölu leyfanna. Helzt hefir verið talað um, að þau yrðu seld á opinberu uppboði. Ef sú leið yrði valin, gæti sú staða hæglega komið upp, að nokkrir aðilar keyptu upp öll veiðileyfin, sem til söíu væru. Ætti þá væntanlega að leggja þeim skipum, sem ekki fengju veiðileyfi. Þessi aðferð gæti þannig hæglega leitt til þess, að fiskvinnslufók í 30—40 sjávar- þorpum víðsvegar um landið væri svipt atvinnu sinni á einu uppboði. Ef selja á leyfin hæstbjóðanda fæ ég ekki séð, hvernig tryggja ætti öðrum leyfi. Ekkert hefir heldur komið fram um það, hvort erlendir aðilar eða umboðsmenn þeirra eigi að fá keypt veiðileyfi. Ef leyfin væru framseljanleg, væri ekkert sem gæti hindrað slíkt. Sú staða gæti því einnig komið upp, að brezkir og/eða þýzkir útgerðaraðilar keyptu hér veiðileyfi. Þeir gætu líka keypt leyfin og falið ísl. aðilum a veiða fyrir sig og sigla síðan með aflann óunninn á mark- að erlendis meðan ísl. verkafólk gengi atvinnulaust heima á Fróni. Ég hygg, að allir þeir, sem eitthvað þekkja til ísl. sjávarút- vegs, hafi fljótlega áttað sig á, að þessar leiðir hafa svo augljósa ókosti að ekki verður séð, hvernig hægt væri að aðlaga þær þessari atvinnugrein, eins og hún er byggð upp í dag. Utgerð og fiskvinnsla er nú stunduð á 60—70 stöðum á land- inu. Ef við hugsuðum okkur að fækka þessum stöðum í 4—5, t.d. að hafa einn útgerðarstað í hverj- um landshluta, mætti athuga þessar leiðir báðar. Umræður um slíka umbyltingu þjóðfélagsins eru víst ekki á dagskrá þessarar ráðstefnu. H&kan Streng Runebergs- dagur Suomi- félagsins Finnlandsvinafélagið Suomi cfnir til samkomu — Runebergs- vöku — i Norræna húsinu á fimmtudagskvöld. Meðal dagskrárliða má nefna: Nýr forstöðumaður Norræna hússins, frú Ann Sandelin, flytur ávarp. Skúli Halldórsson tónskáld og Róbert Arnfinnsson skemmta með söng. Tónskáldið leikur lög eftir sjálfan sig. Dr. Sigurður Þórarinsson prófessor heldur ræðu. Kunnur finnskur vísna- söngvari, Hákan Streng, syngur þjóðlög frá Austurbotnum og leik- ur undir á gítar. Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir. Að lokinni dagskrá verður að venju drukkið kaffi með Rune- bergstertu. Slasaðist allmikið er bílnum hvolfdi Akureyri, 2. febrúar. UMFERÐARSLYS varð á þjóð- veginum hjá Miðvik á Sval- barðsströnd um kl. 17 á laugar- daginn. Kona frá Akureyri var ein í bil á leið frá Grenivik til Akureyrar, en i mikilli hálku missti hún stjórn á bilnum þann- ig að honum hvolfdi á veginum og lenti utan i harðfrosnu mold- arbarði við vegarbrúnina. Konan mun hafa slasazt allmik- ið, hlaut höfuðmeiðsl og er talin hafa hryggbrotnað. Hún var flutt í sjúkrahús á Akureyri, en daginn eftir var hún send með flugvél á sjúkrahús í Reykjavík. Mikil hálka var á veginum og laus snjóþæfing- ur og þar að auki var mjög blindað vegna snjókomu þegar slysið varð. Sv.P. „Amon Ra“ í Reykjavík HLJÓMSVEITIN Amon Ra, sem starfað hefur á Austfjörðum aí og til frá árinu 1971, er nú komin til Reykjavíkur. Gefst ibúum höf- uðborgarinnar kostur á að hiýða á leik hljómsveitarinnar fimmtu- daginn 5. febr. nk. á Hótel Borg. I frétt frá hljómsveitinni segir að tónlistin, sem Amon Ra flytji, sé svokallað moðrokk, sem til þessa hafi einkum heyrzt í fjósum og fjárhúsum. Hljómsveitina skipa: Pétur á Kvíabóli, Mummi frá Sóltúni, Höddi á Geitastekk, Siggi í Heiðargerði og Nonni og Gaui í Skuggahlíð. Nýkomið nælonfóður í miklu litaúrvali. Heildsölubirgðir Davíö S. Jónsson & Co h.f. sími 24-333. Mjúkar plötur undir þreytta fætur Teg. „Hamburg“ Teg. „Rotterdam" Þolir sæmilega oliu og sjó, grípur vel fót og gólf, dregur úr titringi, svört, 23 mm á þykkt, stæröir 40x60 cm, 40x120 cm, 60x80 cm og 80x120 cm. Notast ytir vélarrúmum og í brú og á brúarvængjum. Þolir olíu og sjó, rafeinangrandi, grípur vel fót og gólf, dregur úr titringi, svört, 11,5 mm þykk, stæröir 'allt aö 1x10 metrar. Notast í vélarrúmum og verksmiöjum þar sem fólk stendur tímum saman við verk sitt. Vesturgötu 16, Reykjavík, símar 13280/14680. Viö höfum nýlega hafiö innflutning á nýjung frá V-Þýzka fyrirtækinu SPECHT HITZESTOP. Hér er um ræóa hitaþolnar mottur (3o x 30 cm), sem notaðar eru sem neista og hitahlífar við logsuöu. Motturnar eru liprar í meöförum, auövelt aö koma þeim fyrir og þola allt aö 3000°C. hita. Einnig bjóöum viö hitaþoliö klístur, eöa kítti, sem móta má aó vild og nota aftur og Bæói þessi efni gera þaó kleift aö logsjóöa nálægt hlutum, sem ekki þola hita, án þess aó þeir skemmist. PÍPULAGNINGAMENN, BIFVÉLAVIRKJAR, BLIKKSMIÐIR. og aörir sem nota logsuöu: Komiö og kynnið ykkur kosti hitaþolnu efn- anna frá ^iirtnmnla 99 Qími 9Pinnn SPECHT.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.