Morgunblaðið - 04.02.1981, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 04.02.1981, Blaðsíða 8
36 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 4. FEBRÚAR 1981 2, grein Að fortíð skal hyggja. Óvitur- legt væri að taka afstöðu til hvalveiða nema hyggja fyrst að þeirri reynslu sem menn hafa af þeim haft. Saga hvalveiða er ófögur. I sem stytztu máli snýst hún um gegnd- arlausa græðgi, skammvænan gróða, skefjalaust dráp, óskyn- samlega nýtingu náttúruauðæfa og snögg en hastarleg endalok. Þegar einni tegundinni hefir verið eytt að því marki, að ekki hefir lengur verið arðvænt að leita uppi síðustu einstaklingana, þá hafa , hvalfangarar bara snúið sér að næstu tegund í sama drápshugan- um og af sama fyrirhyggjuleysinu. Hverri tegundinni hefir þannig verið fækkað að því marki, að áframhaldandi tilvist hennar hangir á bláþræði. Svo er nú komið, að smávaxnasta tegundin skíðishvala — hrefnan — stendur ein eftir sem raunverulega „veiði- bær“ með um 80% af eðlilegri stofnstærð. Aðrar tegundir eru allar undir 50% af náttúrulegri stofnstærð — flestar langt undir. Steypireyðurin, hnúfubákurinn og allar tegundir sléttbaka vega salt á þröskuldi lifs og dauða. Þá fyrst er tegund hlíft, þegar ekki svarar Iengur kostnaði að gera út á veiðarnar. Þetta mark er á ensku kallað „commercial ex- tinction" — eiginlega „atvinnuleg útrýming". Þegar svo er komið hangir „framhaldslíf" tegundar- innar á bláþræði. Þá fyrst er gripið til friðunaraðgerða — ekki vegna þess að þær gagni, því friðun er þegar komin á í reynd — heldur til að slá ryki í augu almennings. Með nútímatækni væri hægur vandi að eyða öllum stórhvelum heimshafanna á nokkrum árum. Veiðiskipin geta fundið hvern hval um leið og hann kemur úr kafi til að anda. Skottæknin er örugg að hæfa hann. Síðan er hann biásinn upp (eða lagt við baujur). Veiði- skipin geta elt upp þann næsta meðan önnur skip hirða hræin í rólegheitum og draga þau til verksmiðjuskipanna. | Purkunarleysi hvalfangara er i enn samt við sig. Japanir hafa sýnt, að þeir svífast einskis í þessum efnum. Að ekki sé minnst á „sjóræningjaskipin", sem utan við lög og rétt fara um öll heimsins höf og deyða allt sem skutull á festir. Eitt þeirra „raka“, sem formæl- endur hvalveiða hérlendis hafa fært fram, er að slá á heimskulega strengi þjóðernisrembings — Bretahaturs og annars slíks. Við skulum því fyrst gera okkur grein fyrir því, að lífríki jarðar með öllum þess dýrategundum er sam- eiginleg eign jarðarbúa allra — ef t þá rétt er að tala um, að það sé 1 „eign“ nokkurs. Engin þjóð eða ríkisstjórn hefir rétt til að útrýma nokkurri dýrategund af yfirráða- svæði sínu, enda þótt svo vilji til, að viðkomandi tegund þrífist á hennar svæði. Hvað hvali áhrærir, er ekki einu sinni að þeir lifi og deyi í íslenzkri landhelgi, heldur eiga þeir aðeins leið um sem gestir. Enn síður höfum við því nokkurt eignarhald á þeim, enda myndi slík röksemd heldur betur koma okkur í koll, ef henni væri beitt á vissa göngufiska. Og því miður getur heimurinn ekki treyst Islendingum í þessu efni. Dæmi: Þeir urðu síðastir allra að deyða stærsta dýr jarðarinnar — steypi- reyðina. Síðasta „exemplarið" var einmitt dregið á Iand hér í Hval- firði. Samt er talið, að hún sé komin niðrí aðeins 6% af náttúru- legri stofnstærð. Samt hafa ís- lenzkir forráðamenn gefið ráða- mönnum Hvals h/f þá einkunn að þeir stundi veiðar sínar mjög svo af skynsamlegu viti. Hugum nú að sögunni. Öllum hvalveiðum verður að skipta í tvennt. Annarsvegar eru þær sem ég vil kalla „sjálfsþurft- arveiðar (á ensku „aboriginal Steypireyðurin er ein þeirra hvalategunda, sem vega salt á þröskuldi lífs og dauða. íslendingar urðu síðastir allra að deyða þetta stærsta dýr jarðarinnar. Talið að steypireyðurin sé komin niður í 6% af náttúrulegri stofnstærð. whaling"). Einkenni þessara veiða er, að tæknin er smátæk og afar frumstæð. Veiðin er til eigin neyzlu, en aldrei sem verzlunar- vara. Afurðin er síðan nýtt til fullnustu. Hinsvegar eru stórtækar veiðar í verzlunar- og gróðaskyni. Tækni þeirra veiða varð í aldanna rás afar fullkomin og stórtæk. Þess- konar veiðar eru á ensku nefndar „commercial whaling". Óhætt er að fullyrða, að hvalastofnar geta þolað veiðar af fyrri tegundinni, en með engu móti af þeirri síðari. Steinaldarmenn hirtu rekna hvali. Þá ráku menn snemma hvaltorfur inní þrönga firði og sund — t.d. við Noreg og Færeyj- ar. Talið er, að hvalveiðar hafi Skúli Magnússon: Úr hrellingarbákni hvalveiðanna þegar verið stundaðar við Alaska 1500 f.Kr. Notaðir voru handskutl- ar og róið árabátum. íbúar Alúta- eyja (milli Alaska og . Síberíu) komust upp á lag með að skjóta eitruðum örvum í hvali. Þeir dóu á tveimur sólarhringum og voru hirtir þegar þá rak á land. Á seytjándu öld komust Japanir upp á lag með að veiða hvali í net og vinna síðan bug á þeim í návígi. Þá hafa eskimóar lengi veitt norðurhvalinn með handskutlum og á skinnbátum. Ýmsir eyjar- skeggjar — eins og t.d. á Azoreyj- um — hafa og lengi gefið sig að hvalveiðum. Saga stórtækra hvalveiða er hinsvegar ekki löng og gizka slitrótt. Sýnir það, að þessar viðkvæmu lífverur rísa engan veg- inn undir verulegum líftolli. Baskar á norðurströnd Spánar stigu fyrstu sporin á þeirri braut sem leiddi til nútíma hvalveiða. Sléttbakar áttu leið um rétt upp við landsteinana á göngum sínum norðureftir. Á ensku er þessi tegund kölluð „rétti“ hvalurinn (right whale), „réttur" í þeirri merkingu, að einmitt hann eigi að veiða. Sléttbakar voru þeir einu hvalir sem menn réðu við. Það var vegna þess hversu hægsyndir þeir eru, að þeir eru fremur stutt í kafi og loks af því að þeir fljóta upp dauðir. Veiðar þessar voru áreiðanlega hafnar á elleftu öldinni, sumir segja fyrir 1000. Þegar hvölum fækkaði við landsteinana, reistu Baskar útsýnisturna þar sem sá hátt yfir til að geta greint hvala- blástur lengra frá. Svo stækkuðu þeir skipin og leituðu lengra út á Atlantshafið. Spikið var brætt og notað til ljósmetis. Kjötið aðeins nýtt að því marki sem menn komust yfir að neyta þess fersks. Álitið er, að á einni öld hafi sléttbaknum verið útrýmt á Biscaya-flóanum. Þá var farið að leita norðar eftir ströndum Evr- ópu eftir hvalfangi. Þegar á 13ándu til 14ándu öld var farið að gæta ofveiði. Skíðin urðu verðmæt verzlunarvara. Þau voru hentug- asta smíðaefni, sem menn áttu völ á, í kríólínur, regnhlífar og fl. Baskarnir fundu nú aðferð til að bræða spikið um borð í hvalveiði- skipunum í stað þess að verða að leita til lands í hvert skipti. Það gerði veiðar á fjarlægari miðum mögulegar. Öllu kjöti varð hins- vegar að fleygja. Fleiri þjóðir hófu nú að taka þátt í veiðunum — einkum Hol- lendingar og Englendingar. Stöð- ugt var leitað norðar. ísland, Jan Mayen, Svalbarði, þá Grænland og Nýfundnaland. Heimildir eru fyrir því, að Baskar hafi verið við strönd Nýfundnalands að hval- veiðum og þekkt strönd Norður- Ameríku áður en Columbus „fann“ Ameríku. Farið var að veiða frænda sléttbaksins — norðurhvalinn (Balaena mysticetus — bowhead). I augum okkar er hann sennilega „afkáralegastur" allra hvala í út- liti. Höfuðið er afar-stórt, um '/3 af allri lengd dýrsins, og skoltarn- ir minna á hálfmána á hvolfi. Hann var aðallega veiddur vegna skíðanna. Enn verr fór fyrir norð- urhvalnum en sléttbaknum. Hon- um var að því er talið var útrýmt úr Atlantshafinu. Það sem eftir varð, var við strendur Kanada Kyrrahafsmegin og eru nú áætl- aðir um 2000 að tölu. Það var mönnum undrunarefni þegar þeir á seinni árum rákust á einhverja flækinga hérna megin heimskauts og ekki einu sinni vitað hvernig á ferðum þeirra stendur. Nú þykir mönnum bæði grátlegt og jafn- framt hlægilegt, að einni dýrateg- und skuli hafa verið útrýmt til að skaða innyfli annarrar — þ.e. tildurdrósa Evrópu. Hvalveiðar við Svalbarða voru hafnar á 16ándu öldinni. Um 1630 var norðurhvalurinn orðinn vand- fundinn þar á grunnmiðum. Upp úr 1700 leita hvalfangarar enn lengra norður með ströndum Grænlands og Kanada, alla leið til Baffínslands og annarra eyja á þeim slóðum. í byrjun 19ándu aldar mátti heita að lokið væri að eyða öllum hvölum á þessum svæðum. Sléttbakar eru afar gæf og spök dýr. Svo dæmi sé tekið, skrifar landkönnuðurinn James Clarc, sem uppgötvaði mikinn fjölda sléttbaka í Suðurhöfum (Weddell Sea) árið 1844. Hann segir: „Við uppgötvuðum mikinn fjölda af stórum svörtum hvölum, svo spökum, að þeir leyfðu skipun- um næstum því að snerta sig áður en þeir forðuðu sér, svo að fjöldi skipa gæti þarna fengið olíufarm á skömmum tíma. Við höfum því uppgötvað dýrmæt hvalamið, sem okkar duglegu kaupmenn ættu að athuga." Hinir „duglegu kaupmenn" létu ekki hjá líða að „athuga" málið. Aðeins á fimmtíu árum hafði sléttbaknum verið svo til útrýmt úr Suðurhöfum. Sléttbakar hafa ekki verið veiddir svo orð sé á gerandi síðan 1920 eða í 60 ár. Ekki voru þeir samt formlega friðaðir fyrr en 1935. Það sýnir, að friðunarað- gerðir stjórnvalda eru fyrst og fremst gerðar til að sýnast. Þeir hafa enn ekki sést á Biscaya-fló- anum. Hversvegna rétta þeir ekki við á 60 árum samkvæmt einfaldri margföldun og þríliðu? Þeirri spurningu ættu íslenzkir vísinda- menn að velta fyrir sér og taka tillit til hennar þegar þeir ákveða veiðar á langreyðinni. Vísindamenn fylgjast nú með sléttbökum á göngum þeirra norð- ur með ströndum Patagóníu (Arg- entínu) minnugir þess, að ef til viil er hver síðastur að rannsaka þá. Þeir undrast enn gæflyndi og spekt þessara dýra. Meira að segja leikgleði þeirra. Þeir synda undir róðrarbáta vísindamannanna og lyfta bátunum upp á sporðblöðk- unni eins og í gríni. Einnig halda þeir sporðinum upp og sigla þann- ig með sporðblöðkurnar að segli undan vindi á sléttum sjó. Greini- legt er, að einnig þessi dýr búa yfir mikilli greind og merku sál- arlífi. Það er erfitt að gera sér hugmyndaheim svona risaskepnu í hugarlund, en hversu heillandi viðfangsefni. Annar kaflinn í sögu stórtækra hvalveiða fjallar um hvalveiðar Bandaríkjamanna. Amerískir hvalfangarar veiddu hina suðlægu tegund sléttbaksins, hnúfubak og sandlægju. Þessar þrjár tegundir koma allar upp að ströndum. Sandlægjan var veidd við strendur Kaliforníu. Kýrnar bera í lónum við skagann. Þegar þessi lón fundust um miðja öldina, var henni nær útrýmt á þremur ára- tugum. Veiðarnar lögðust af um 1890 og lónin friðuð. Veiðarnar hófust aftur um 1920 þegar stofn- inn hafði nokkuð rétt við. Aftur hafði henni verið nær útrýmt þegar hún var alfriðuð 1947. Hún hefir nú aftur rétt úr kútnum. Sandlægjan er eini hvalastofninn sem rétt hefir við vegna friðunar- aðgerða og nálgast fyrri stofn- stærð. Hvalir gerðust nú vandfundnir við austur-strönd Ameríku. Þá sneru Kanar sér að búrhvalnum. Búrhvalurinn er veiddur vegna olíunnar, sem er í höfði hans, en kjötið er talið óætt. Hann var fyrst veiddur um Atlantshafið, en þegar veiðar þar svöruðu ekki lengur kostnaði, var leitað á Kyrrahafsmið. Um miðja öldina dró mjög úr veiðunum. Nokkrar ástæður komu til, en fundur jarð- olíu og nýting hennar vó þar þyngst. Sennilega hefir hún orðið til að bjarga búrhvalnum. Búr- hvalurinn er mestur heimsborgari í dýraríkinu. Hann er að finna um öll heimsins höf nema hin svölu íshöf. Hann er aleina tegundin, sem sigrað hefir höfin á dýptina. Hann getur m.ö.o. jafnt lifað á grunnsævi sem á hafsbotni á kannski 1000 metra dýpi. Eigin- leikar olíunnar, sem hann geymir í höfðinu, gerir honum fært að aðlagast jafnharðan breyttum þrýstingi hinna ýmsu laga sjávar og kafa svotil beint niður. Sú mikla furðusmíð sem höfuð þessa dýrs er hefir ekki uppgötvast fyrr

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.