Morgunblaðið - 04.02.1981, Side 13

Morgunblaðið - 04.02.1981, Side 13
_ 25 ára starf V erzlunarbankans MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 4. FEBRÚAR 1981 41 Stofnaður Verzlun- arsparisjóður — Fyrri hluta árs 1955 stofnuðu kaupsýslu- og verslunarmenn í Reykja- vík undirbúningsnefnd til stofnunar sparisjóðs í Reykjavík. Þeir töldu sig ekki fá viðunandi þjónustu í öðrum iánastofnunum, og einnig hafði hvetj- andi áhrif, að samvinnuhreyfingin hafði þá hafið rekstur eigin sparisjóðs. Undir- búningsnefndin starfaði síðari hluta árs 1955, og boðaði til stofnfundar sparisjóðs 4. febrúar 1956. Var Magnús J. Brynj- ólfsson framsögumaður nefndarinnar á stofnfundinum. Þá komu saman um 300 kaupsýslu- og verslunarmenn í Reykja- vík og kusu i stjórn Verzlunarsparisjóðs- ins, þá Egil Guttormsson, stórkaup- mann, formann og Þorvald Guðmunds- son, forstjóra, en bæjarstjórn Reykjavík- ur tilnefndi Pétur Sæmundssen, núver- andi bankastjóra, í stjórn af sinni hálfu. Þessir menn skipuðu stjórn Verzlunar- sparisjóðsins meðan hann starfaði og fyrsta bankaráð Verzlunarbanka ís- lands. Stjórnarmenn hófu fljótt að leita sér forstöðumanns og auglýstu starfið laust til umsóknar í miðjum mars 1956. Það var eiginlega tilviljun sem réði því að ég sótti um starfið. Þannig var að ég gegndi starfi fulltrúa hjá verktökum á Keflavík- urflugvelli, en um áramótin 1955—’56 bauðst mér gott starf í bænum, og sagði þá lausri stöðu minni hjá verktökunum. En ég var heldur seinn með uppsögnina og fékk mig ekki lausan þarna um áramótin og varð þar með af starfinu. Ég hélt samt uppsögninni til streitu, og var því á lausum kili, þegar sparisjóðsstaðan Höskuldur ólafsson á skrifstofu sinni. „Eftir að peningastofnun komst á fót, sem öðrum fremur vill vinna fyrir viðskiptalifið þá breyttist viðhorfið til verslunarinnar, einnig i öðrum lána- stofnunum.” setti rekstrinum, var of þröng til að starfsemin gæti dafnað með eðlilegum hætti. Með stofnun sparisjóðsins var gert átak í þeim tilgangi að starfrækja peningastofnun, sem sérstaklega hefði það að markmiði að greiða fyrir fjár- málaviðskiptum og fjármagnsþörf þeirra aðila sem hafa verslun að atvinnu. En á stofnfundi sparisjóðsins var jafnframt lögð sérstök áhersla á, að með stofnun hans væri náð áfanga að settu marki sem væri stofnun verslunarbanka. Þess vegna var samþykkt eftirfarandi tillaga á aðalfundi hinn 7da mars 1959: „Aðalfundur Verzlunarsparisjóðsins, haldinn 7. marz 1959, telur tímabært, að stofnaður verði Verzlunarbanki íslands. Felur fundurinn stjórn sparisjóðsins að hefjast handa um stofnun bankans. Jafnframt skorar fundurinn á kaup- sýslumenn og samtök þeirra að fylgja þessu þýðingarmikla hagsmunamáli frjálsrar verzlunar á íslandi fast eftir og beita samtaka mætti sínum til þess að verzlunarbanki komist sem fyrst á stofn." Undirbúningur að stofnun Verzlunar- banka íslands var sem sé hafinn af fullri alvöru árið 1959. í ársbyrjun 1960 hófust síðan viðræður við stjórnvöld um málið. Ólafur Thors var þá forsætisráðherra, og Gylfi Þ. Gíslason, viðskipta- og bankamálaráðherra. Góð byrjun — gott framhald Rætt við Höskuld Ólafsson bankastjóra Verzlunarbanka íslands frá upphafi Höskuldur ólafsson bankastjóri Verzlunarbankans er fæddur 7da maí 1927 á Borðeýri, Bæjarhreppi, Strandasýslu. Foreldrar hans voru ólafur Jónsson, póstafgreiðslumaður þar og síðar símstjóri á Þingeyri og seinni kona hans Elínborg Sveinsdóttir. Höskuldur varð stúdent frá Menntaskólanum í Reykjavík árið 1947 og útskrifaðist lögfræðingur frá Háskóla íslands 1953. Hann hóf störf hjá verktökum á Keflavíkurflugvelli að loknu námi og varð þar fulltrúi. 1956 verður hann sparisjóðsstjóri hjá nýstofnuðum Verzlunarsparisjóði í Reykjavík og seinna bankastjóri Verzlunar- banka íslands. Hann hefur og sinnt mörgum trúnaðarstörfum fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Höskuldur er kvæntur Þorgerði Þorvarðar- dóttur, hins kunna verkstjóra í Hafnarfirði, Þorvarðarsonar frá Jófríðarstöðum, og eiga þau hjón 3 syni. Mbl. átti samtal við Höskuld ólafsson á aldarf jórðungs afmæli Verzlunarbanka ís- lands, sem er nú í dag, 4. febrúar, og fer það samtal hér á eftir. var auglýst til umsóknar. Nokkrir vinir mínir sem vissu hvernig ástatt var hjá mér, hvöttu mig til að sækja um stöðuna, hvað ég gerði og var ég svo ráðinn sparisjóðsstjóri Verzlunarsparisjóðsins á miðju sumri 1956. Ég hafði lokið lög- fræðiprófi nokkrum árum áður og held ég það hafi orðið mér til framdráttar við þessa starfsumsókn, því aldrei hafði ég áður unnið að bankastörfum. Opnaður Verzl- unarsparisjóður Eftir að ég hafði verið ráðinn að sparisjóðnum, hóf ég að undirbúa starf- rækslu hans. Undirbúningsnefndin hafði tryggt honum húsnæði í Hafnarstræti 1, og látið innrétta það með hliðsjón af starfi banka. Var húsnæðið tilbúið í ágústbyrjun en þá stóð á tækjabúnaði frá útlöndum, og gátum við ekki opnað fyrr en þann 28. september 1956. Stofnfé sparisjóðsins var 1,5 milljón, og við vorum þrír starfsmennirnir, ég, Björgúlfur Bachmann, gjaldkeri og Lár- us heitinn Lárusson, bókari. Svo stendur í fundargerðarbók af fyrsta starfsdegi okkar í Verzlunarspari- sjóðnum: „Föstudagurinn 28. september rann upp með heiðskíru veðri, en þó var allsvalt. Árla voru starfsmenn spari- sjóðsins mættir til undirbúningsstarfa, enda þótt þeir hefðu gengið seint til náða kvöldið áður, en þá höfðu þeir lagt síðustu hönd á undirbúninginn að opnunni. Kl. 9:30 stundvíslega var lokið upp dyrum hússins. Kom þá í ljós, að þröng manna hafði safnazt við dyrnar og fyllti afgreiðslusalinn á augabragði. Hófst þegar afgreiðsla og gekk hún mjög liðlega, enda hafði verið fengið hjálpar- fólk, sem var til staðar, ef á þyrfti að halda, en allir starfsmenn sparisjóðsins voru við afgreiðslustörf. Var svo að segja óslitin afgreiðsla allan daginn og voru á 3ja hundrað viðskiptareikningar opnað- ir. Ekki virtist neitt hafa gleymzt af þeim hlutum sem til rekstursins voru nauðsynlegir og kom þá í ljós, að undirbúningsvinna hafði verið vel af hendi leyst. Er viðskipti dagsins voru gerð upp, kom í ljós, að innborgað hafði verið tæp 1W milljón kr. Það var góð byrjun!" Já, þetta var sannarlega góð byrjun, og ekki vorum við sviknir af framhaldinu. Verzlunarsparisjóðurinn tók strax við sér og sótti svo smátt og smátt á, og uppúr miðjum nóvember var starfsemin orðin mjög lífleg, og allur desember mánuður var sérstaklega líflegur. Við sprengdum fljótt utanaf okkur húsnæðið og stækkuðum við okkur í Hafnarstræt- inu. Við höguðum rekstrinum þannig, að við lánuðum ekki nema í formi víxla, bundum ekki fé til lengri tíma, svo að veltuhraðinn á peningum varð strax mikill. Þetta leiddi til þess að við gátum sinnt tímabundinni lánsþörf miklu fleiri aðila en ella. Við afgreiðslu lána starfaði stjórn sparisjóðsins, svo sem stjórnum sparisjóða ber, og kom það sér vel að þar í sæti voru reyndir menn úr viðskiptalíf- inu með víðtæka þekkingu á mönnum og málefnum og ómetanlega reynslu. Þetta var ekki hvað síst forsenda þess, að við urðum ekki fyrir neinum skakkaföllum í sambandi við lánastarfsemina. V er zlunar banki Eftir 3ja ára starfrækslu Verzlunar- sparisjóðsins varð okkur betur og betur ljóst að sú umgjörð sem sparisjóðsformið Mér er minnistætt þegar ég gekk á fund Ólafs Thors að óska eftir atbeina hans við lausn þessa máls. Ólafur tók mér mjög ljúfmannlega og þegar hann hafði heyrt erindi mitt, sagði hann: — í þessu máli mun ég leita ráða 2ja manna, þeirra Péturs Benediktssonar og Jóhanns Hafsteins. Ef þeir eru sammála um að þetta mál nái fram að ganga í þessu formi, þá skal ekki standa á mér að veita þér liðsinni. En farðu og talaðu við þá báða, Pétur og Jóhann og heyrðu þeirra álit. Ég gerði þetta, og voru þeir báðir afar vinsamlegir og jákvæðir, þótt þeir um þær mundir gegndu störfum bankastjóra í öðrum bönkum, sem við vorum í beinni samkeppni við. Sýndi það best hversu víðsýnir og heilsteyptir menn þeir voru báðir tveir. Formlegt erindi var svo sent Gylfa Þ. Gíslasyni, viðskipta- og banka- málaráðherra, og beitti hann sér fyrir flutningi málsins á Alþingi og hlaut það afgreiðslu það sama ár, 1960. Stjórn sparisjóðsins hafði veg og vanda að öllum undirbúningi að stofnun bankans. Hún fékk prófessor Ármann Snævarr til liðs við sig og var hánn til ráðuneytis um samningu samþykkta og reglugerða bankans. Stofnfuridur Verzl- unarbanka íslands var síðan haldinn á 5 ára afmæli Verzlunarsparisjóðsins, 4ða febrúar 1961, og tveimur mánuðum síðar, 8da apríl 1961, tók bankinn við öllum rekstri Verzlunarsparisjóðsins um leið og starfsemin var flutt í Bankastræti 5. Þar var starfsaðstaða öll betri og fullkomnari en í Hafnarstrætinu, og jók það fljótt viðskiptamöguleika bankans. SJÁ NÆSTU SÍÐU

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.