Morgunblaðið - 04.02.1981, Qupperneq 14

Morgunblaðið - 04.02.1981, Qupperneq 14
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 4. FEBRÚAR 1981 42 „Það er beinlinis óeðliiegt að Verzlunar- bankinn veiti lán til kaupa á er- lendri vöru, en viðskipta- mennirnir verði siðan að labba með lán- ið i aðra banka tii að borga vöruna þar og greiða þóknun íyrir.“ Útibú Um þessar mundir tókum við að huga að stofnun útibúa. Síðari hluta árs 1962 tók fyrsta útibú bankans til starfa að Laugavegi 172. Útibússtjóri varð Árni H. Bjarnason, sem er nú skrifstofustjóri bankans, en Halldór Júlíusson er núver- andi útibússtjóri að Laugavegi 172. I dag starfrækir bankinn 5 útibú, og hlutur þeirra í starfsemi bankans hefur vaxið ár frá ári. Snemma á árinu 1963 var opnað útibú í Keflavík, þar sem Helgi Hólm er nú útibússtjóri. Af- greiðslu opnuðum við í Umferðarmið- stöðinni 1966, sem var breytt í útibú 1979 og er Karl G. Jónsson þar útibússtjóri. Vorið 1975 tók til starfa útibúið að Arnarbakka 2 í Breiðholti, og þar er útibússtjóri annar Karl Jónsson. Að Grensásvegi 13 stofnuðum við síðan útibú árið 1977 og er Einvarður Jósefs- son útibússtjóri þar. Við viljum ákveðið stofna fleiri útibú, en til þess þarf heimild frá bankamála- ráðherra að fenginni umsögn Seðlabanka íslands. Þessir aðilar hafa á undanförn- um árum verið mjög tregir til að veita leyfi fyrir stofnun nýrra útibúa, þó væntum við þess fastiega að við njótum þar ekki síðri afgreiðslu en aðrir. Við höfum bætt mjög aðstöðuna hjá útibúun- um, og nú eru einungis útibúin á Umferðarmiðstöðinni og að Laugavegi 172 í ieiguhúsnæði. V erzlunarlánas jóður Árið 1967 var sett á laggirnar stofn- lánadeild við bankann, sem sinnir stofn- iánahiutverki fyrir verslunina. Hlaut hún nafnið Verziunarlánasjóður, og hef- ur hann öðru fremur veitt verslunar- fyrirtækjum lán til öflunar eigin hús- næðis og til meiriháttar endurbóta á eldra húsnæði. Starfsemi sjóðsins hefur vaxið ár frá ári, en hann er að megin stofni til fjármagnaður með lánsfé, sem síðan eru endurlánuð. Sl. ár veittum við úr honum 1626 milljónir g.króna. Það er að kannski ekki stór upphæð, en hún nýtist vel. Siðan stofnlánadeildin tók til starfa hefur hún getað stuðlað að uppbyggingu nýrra verslana í nýjum hverfum og tryggt þannig, að neytend- urnir fengju góða þjónustu um leið og ný íbúðarhverfi hafa risið af grunni. Hús verzlunarinnar og tölvuvæðing Við leigðum fyrst í stað í Bankastræt- inu fyrir aðalbankann, en keyptum allt húsið síðari hluta árs 1963 og fengum það afhent snemma árs 1964. Þar með var tryggt húsnæði fyrir bankann næstu árin, hvað iengi sem það svo sem dugar. Við erum aðilar að samtökum sem standa að byggingu Húss verslunarinnar við Kringlumýrarbraut, sem nú er fok- helt. Eignarhlutur Verzlunarbankans er 34%, og þar er ætlunin að þar geti bankinn í framtíðinni haft aðstöðu fyrir starfsemi sína. Það er óráðið ennþá, að hve miklu leyti húsið verður nýtt undir starfsemi bankans fyrst í stað, en í dag hugsum við fyrst og fremst um aö leysa úr þeirri þörf fyrir aukið starfsrými, sem verður á næstu árum. Þegar við í Verzlunarbankanum höfum staðið frammi fyrir nýjum verkefnum, höfum við ævinlega leitað til hluthaf- anna og aukið hlutafé bankans til þess að gera okkur kleift að ráðast í þau. í sambandi við byggingu Húss verzlunar- innar jukum við hlutafé bankans um 300 milljónir og er það nú um 800 milljónir g.króna í ailt. Það er mikil samstaða meðal hluthafa bankans og þeir hafa jafnan stutt hann eftir megni, þegar hann hefur staðið í stórræðum, og ævinlega tekið þátt í uppbyggingarstarfi bankans. Allt frá 1956 hefur verið náið samstarf með Verziunarsparisjóðnum og síðan Verzlunarbankanum og Lífeyrissjóði verzlunarmanna, og hafa þessar tvær stofnanir starfað undir sama þaki frá upphafi. Lífeyrissjóður verzlunarmanna er nú stærsti lífeyrissjóður landsins, og hafa stjórnendur hans markað sjálf- stæða stefnu á fjölmörgum sviðum og bryddað uppá margvíslegum nýjum hug- myndum varðandi störf og stefnu lífeyr- issjóða. Á seinni árum hefur átt sér stað víðtæk tæknivæðing innan bankans og fuilkomnar tölvur teknar í notkun. Nú höfum við bankastjórarnir t.d. skerma uppá borði hjá okkur og fáum á þá allar þær upplýsingar sem við þurfum í það og það sinnið, frá tölvu í bankanum, um viðskiptamenn o.s.frv. og innan bankans hefur öll starfsaðstaða ger- breyst við tölvuvæðinguna. Upplýs- ingastreymið er ailt mun hraðara en áður var. Við erum með eigin töivu fyrir daglega starfsemi, þar sem koma allar dagiegar færslur ásamt aðalbókhaldi bankans, en tékkafærsla og bókun velti- reikninga eru unnin í Reiknistofu bank- anna. Raunvextir og Hagdeild heimilisins Við höfum verið að vinna að því uppá síðkastið, að koma á skipulögðu fræðslu- starfi fyrir almenning um þá sparnað- armöguieika sem fyrir hendi eru, og þau kjör sem sparifjáreigendum bjóðast í dag, ásamt því að veita fólki leiðbein- ingar um gerð greiðsluáætlunar, þannig að það geti með þeim hætti skipulagt betur sín fjármál. í allri umræðunni í fjölmiðlum um vexti og vaxtamál er oft lögð meiri áhersla á vaxtabyrði lántakenda heldur en þá staðreynd að með raunvaxtastefnu er verið að- hvetja til aukins innlends sparnaðar. Háir innlánsvextir höfða fyrst og fremst til hvatningarinnar að auka sparnað, og eins vernda þeir hagsmuni þess fólks, í flestum tilfellum eidra fóiks og barna, sem á sparifé í innlánsstofnunum. Það má ekki gleyma hagsmunum þessa fólks í umræðunni um þau vaxtakjör sem í landinu gilda, vegna þess að forsendan fyrir því að áhugi sé til peningalegs sparnaðar, er að þau kjör sem í boði eru, séu sambærileg við önnur sparnaðarform í þjóðfélaginu. Á hinn bóginn er afleiðing hárra innlánsvaxta háir útlánsvextir, og það eru áreiðanlega takmörk fyrir því hvað atvinnulífið og einstaklingar geta greitt háa vexti. Þess vegna verður markmiðið að vera að ná tökum á verðbólgunni og lækka verðbólgustigið í þjóðfélaginu. Þá fylgir vaxtalækkun í kjölfarið, miðað við þær hugmyndir sem fylgt hefur verið að undanförnu og settar hafa verið í lög. Við viljum sérstaklega á þessum tíma- mótum í starfi Verzlunarbankans, fagna þeirri stefnu sem tekin hefur verið upp, að styrkja hag sparifjáreigenda. Það er greinilegt að bætt vaxtakjör hafa aukið innlánsfé peningastofnan- anna, eins og fram hefur komið í fjölmiðlum nýverið. Verzlunarbankinn hefur ekki í annan tíma haft meiri innlánsaukningu en sl. ár eða 68,3%, sem er yfir meðaltalsaukningu bankanna. Við viljum gera okkar til þess að hvetja til aukinnar sparifjármyndunar, og höfum þess vegna ákveðið að koma á fót ráðgjöf fyrir hinn almenna viðskipta- mann, og köllum við þessa ráðgjafar- starfsemi Hagdeild heimilisins. Við væntum þess að sem flestir nýti sér þá aðstoð í formi upplýsinga sem starfsfólk bankans er reiðubúið að veita. Við kynntum hagdeildina lítillega sl. haust og viðbrögð fólks voru ákaflega jákvæð. Þessi nýjung er vel til þess fallin að leiðbeina fólki og gefa upplýsingar. Það eru stöðugar breytingar í þessum efnum sem koma að litlu haldi ef fólkið veit ekki af þeim og þekkir þá möguleika og þau tækifæri, sem því bjóðast. Árangur Árangurinn er tvímælalaust jákvæður af 25 ára starfi Verzlunarbankans. í fyrsta lagi hefur hlutdeild bankans í útlánum til starfsemi hinnar frjálsu verzlunar í landinu orðið það snar þáttur í heildarfyrirgreiðslu hennar í banka- kerfinu, að það er þáttur sem hana munar verulega um. Enda þótt Verzlun- arbankinn sé ekki nema með 2,8% af heildarútlánsfé í peningakerfinu, þá er ,hann með um 19,2% af heildarlánum til verslunar annarrar en samvinnufélaga og olíufélaga. 52,9% af heildarútlánum bankans fara til einkaverslunar. Sá útlánaflokkur sem við höfum lagt aðra megin áherslu á, eru lán til hinna almennu viðskiptamanna, en þau voru í lok ársins 1980 26,9% af heildarútlánum bankans. Áður fyrr bar mjög oft á því, ef gera þurfti sérstakar ráðstafanir í iánamái- um, að þá var fyrst og fremst tekið af •starfsfé verslunarinnar því þar er mest um skammtímalán í bankakerfinu og fljótast að draga úr lánum til verslunar, ef veita þurfti fé í aðrar áttir. Eftir að peningastofnun komst á fót, sem öðrum fremur vill vinna fyrir viðskiptalífið, þá breyttist þetta viðhorf til verslunarinn- ar, einnig í öðrum lánastofnunum. Þann- ig hefur Verzlunarbankinn orðið til þess að styrkja stöðu verslunar óbeint í öðrum peningastofnunum. Starfsemi Verzlunarsparisjóðsins og Verzlunarbankans hefur orðið til þess að auka samstöðu þeirra aðila sem vinna að framgangi viðskiptalífsins í landinu. Má á mörgum sviðum merkja það aukna samstarf. Hús verzlunarinnar hef ég nefnt fyrr, en þar verður í framtíðinni sameiginlegur starfsvettvangur þessara samtaka. Þá má og nefna sem dæmi um aukna samstöðu félags samtaka við- skiptalífsins, starfsemi samtakanna „Viðskipti og verzlun", sem vinna að kynningar- og fræðslustarfi. Framtíðin Framtíðin er nú ævinlega óráðin og erfitt um hana að spá. Við stefnum auðvitað að því að auka starf bankans á komandi árum, eftir því sem við höfum vit og krafta til. Við hljótum að sækja á brattann með djörfung og festu, og byggja á því farsæla starfi sem þegar hefur verið unnið. Þau eru mörg markmiðin að keppa að í framtíðinni. Eitt er að afla bankanum heimilda til erlendra viðskipta, svo bankinn geti sinnt þeim þætti í þjónust- unni við viðkiptamenn hans eins og öðrum. Árið 1971 heimilaði bankamála- ráðherra fjölgun gjaldeyrisbankanna, en Seðlabankinn óskaði þá eftir ákveðnum breytingum á gildandi gjaldeyrislöggjöf í þessu sambandi. Um þá breytingu náðist ekki samstaða á Alþingi, þannig að málinu var slegið á frest og nú 10 árum síðar er flest við það sama í þessum efnum. Þessi málalok ollu okkur í Verzlunarbankanum miklum vonbrigð- um á sínum tíma, og verður ekki enn séð hvenær við fáum heimild til erlendra viðskipta. Það er rökrétt að Verzlunar- bankinn annist gjaldeyrisafgreiðslu við viðskiptamenn sína, sem ekki vilja þurfa að snúast í skiptum við marga banka ... Það er einnig beinlínis óeðlilegt að Verzlunarbankinn veiti lán til kaupa á erlendri vöru, en viðskiptamennirnir verði síðan að labba með lánið í aðra banka til að borga vöruna þar og greiða þeim þóknun fyrir. Næst má nefna af framtíðarverkefn- um, að við hljótum að færa út kvíarnar, þannig að starfssvið bankans nái út fyrir höfuðborgarsvæðið. Það er sem sagt einkum þrennt sem Verzlunarbankinn keppir að í næstu framfið: Efla núverandi starfsemi, taka upp erlend viðskipti, og stækka starfs- svið bankans með því að stofna fleiri útibú og þá sérstaklega úti á landi. í lokin vil ég þakka fjölmörgum samstarfsmönnum gegnum árin. Verzl- unarbankinn hefur átt því láni að fagna, að haldast vel á góðu fólki, sem hefur orðið mjög hæft í sínu starfi og unnið af ósérhlífni og mikilli samviskusemi í þágu bankans. Þá vil ég ekki síður minnast hinna ágætu stjórnarmanna bankans lifandi og liðinna, sem mér hefur verið mikil ánægja að fá að starfa með og orðið mér lærdómsríkt og á ýmsan hátt ómetanlegt. — J F Á Núverandi bankaráð Verzlunarbanka íslands: Sverrir Norland, Þorvaldur Guð- mundsson, Pétur O. Nikulásson form., Guðmundur H. Garðarsson og Leifur ísleifsson. Myndin er tekin 15da mars 1980.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.