Morgunblaðið - 04.02.1981, Blaðsíða 16
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 4. FEBRÚAR 1981
44
Asta Faaberg, deildarstjóri i vixladeild. íyrir miAju með samstarfs-
menn sína á báðar hendur. Asta hóf störf hjá Verzlunarsparisjóðnum
í júnímánuði 1958.
Bára Guðmannsdóttlr og starfsfólk hennar i innheimtudeild. Bára
hefur unnið óslitið hjá Verzlunarbankanum frá stofnun hans 1961.
Verzlunarbanki íslands 25 ára:
„Ég hefði ekki viljað
missa af þessu starfi“
Björgúlfur Bachmann er aðal-
gjaldkeri Verzlunarbanka ís-
íands, og hefur gegnt þeirri
stöðu frá upphafi. Hann er ný-
lega fimmtugur, sonur önnu
Böðvarsdóttur og Eggerts Bach-
manns, bókara i Landsbanka
Íslands, og fæddur Reykvíking-
ur. Hann héit ungur utan til að
kynna sér hankamál og læra
enska tungu, en sneri heim eftir
2ja ára dvöl og hóf þá störf
bókara hjá Landsbanka íslands
1952. Þar var hann svo gjaldkeri
til ársins 1956, þegar hann var
ráðinn gjaldkeri að nýstofnuðum
Verzlunarsparisjóði 1. september
1956.
— Það eru minnisstæð ár, þeg-
ar ég byrjaði í Verzlunarspari-
sjóðnum, segir Björgúlfur.— Við
vorum þarna að ýta nýju fleyi úr
vör, og þau voru mörg málin sem
þurfti að leysa. Þá vorum við
einungis þrír, en það var ekki
lengi.
Sparisjóðurinn tók strax
svo vel við sér. Þetta voru
skemmtileg ár og margar minn-
ingarnar: Það var allt svo náið í
þá daga. Hver gekk í það sem
þurfti að gera, og starfið var ólíkt
fjölbreytilegra, heldur en það er í
dag. En erfitt var það á stundum.
Jú, tæknivæðingin hefur verið
mikil, en samt erum við íslend-
ingar nú aftarlega á merinni í
þeim efnum, miðað við það sem
gerist útí hinum stóra heimi. Við
hljótum líka alltaf að vera það.
— segir Björgúlf-
ur Bachmann,
aðalgjaldkeri
Verzlunar-
bankans frá
upphafi
Björgúlfur Bachmann
Fámenn þjóð stendur ekki undir
allri þeirri vélvæðingu, sem á sér
stað hjá stórþjóðum á ýmsum
sviðum, og svo er t.d. um tækni-
hlið bankaviðskipta. Við höfum
sem sé ekki fjárhagslegt bolmagn
til að fara útí það, sem kannski
þyrfti og heldur ekki frelsi. Hér á
landi er allt rígbundið í reglugerð-
ir og lagaákvæði.
Við í Verzlunarbankanum tók-
um fyrstir banka upp tölvu-
vinnslu árið 1965. Sú vélvæðing
gerði okkur kleift að fella niður
t.d. innlánsdeildirnar sem slíkar
og tókum við upp beina gjaldkera-
afgreiðslu. Sá háttur tíðkast í
Bandaríkjunum, þar sem banka-
viðskipti ganga hvað greiðlegast
og nútímalegast fyrir sig. Þetta
fyrirkomulag er til mikils hag-
ræðis fyrir bankann, auk þess sem
það gerir starf gjaldkerans ólíkt
fjölbreyttara heldur en það var.
Og það eiga ekki að sjást oft
biðraðir í Verzlunarbankanum,
því það er margsannað mál að
þetta fyrirkomulag flýtir mjög
fyrir afgreiðslu. Það er illskiljan-
leg íhaldssemi sumra íslenskra
banka að hafa ekki tekið þennan
háttinn upp fyrir löngu síðan.
Það er mér skylt, þegar ég
minnist liðins tíma, að þakka
mörgum samstarfsmönnum gegn-
um árin. Ég hef kynnst fjölda
ágætra manna, og hér ganga góðir
kúnnar um gólf. Hér hefur oft
verið fjörugt, enda góður hópur-
inn. Þessi 25 ár, uppbyggingar og
mikils árangurs, hafa verið mér
ánægjuleg, og ég hefði ekki viljað
missa af þessu starfi.
Enginn víxill — en þú
getur fengið vinnu!
Spjall við Kristján Oddsson, bankastjóra
— Ég er fæddur i Reykjavík 1. september 1927, segir Kristján
Oddsson, bankastjóri. Foreidrar mínir voru Oddur Björnsson,
stýrimaður, ættaður af Akranesi og Sigriður Halldórsdóttir. Ég lauk
prófi frá Menntaskólanum í Reykjavík 1947 og hóf þá læknanám við
Háskóla Islands. Þar hætti ég síðan eftir tvo vetur, enda kominn með
fjölskyldu, konu og barn. Þá voru engin námslánin. Ég réðst til
ísafoldarprentsmiðju hf. og vann fyrst á bókaforlaginu, siðan á
skrifstofunni, þar til ég varð verslunarstjóri i bókaversluninni. Þar
var ég til ársins 1958 að mér sinnaðist við yfirboðarana og sagði upp.
Eftir það var ég rúmt ár hjá Innkaupasambandi bóksala.
Eg var sem sé milli vita, þegar
ég gekk á fund Höskuldar Olafs-
sonar í Verzlunarbankanum vorið
1960, að slá mér víxil. Við vorum
skólabræður við Höskuldur. Ég
fékk ekki víxilinn, en Höskuldur
sagði mér aftur á móti að það
vantaði mann í víxladeild bank-
ans, og sló ég til eftir nokkra
umhugsun. Byrjaði ég að vinna í
Verzlunarsparisjóðnum 15da
apríl 1960, og hef verið hér síðan
og gengið i flest störfin á þessum
bæ. Á miðju ári 1962 var ég farinn
að gegna fyrir Höskuld í forföll-
um hans og um haustið sama ár
var ég ráðinn skrifstofustjóri
bankans. Aðstoðarbankastjóri
varð ég síðan 1966 og bankastjóri
1973.
Verzlunarbankinn er eins og
aðrir bankar almennur viðskipta-
banki, og hlutverk hans er hið
venjulega hlutverk banka, að taka
við sparifé viðskiptamanna og
veita því síðan útí atvinnulifið, og
einn af aðalþáttum atvinnulífsins
er auðvitað verslun og viðskipti.
Oft hefur manni sviðið gegnum
árin, hvernig farið hefur verið
með sparifjáreigendur í landinu.
Aukin verðbólga þýðir meiri láns-
fjárþörf til atvinnuveganna;
frumskilyrði er að þeir haldist
gangandi, og þar sem sparifé
streymir ekki sem skyldi inn í
bankakerfið, þýðir hin aukna
lánsfjárþörf atvinnuveganna,
minni getu til annarra útlána.
Það er fyrst núna, sem það er
að verða á þessu breyting með
raunhæfari vaxtastefnu stjórn-
valda: Á sl. ári jukust innlán að
meðaltali um 67% og aðallega
vegna hárra vaxta. Stjórnvöld eru
nú loksins að fást til að sveigja
inná raunvaxtastefnuna.
Mér líður vel í bankastjórasæt-
inu. Það er reglulega gaman að
geta hjálpað uppá sakirnar, veitt
mönnum eðlilega fyrirgreiðslu.
Við höldum okkur að mestu við þá
reglu, að reyna að greiða fyrir
viðskiptamönnum bankans.
Verzlunarbanki íslands er fyrst
og fremst banki viðskiptamanna
sinna og það er ánægjulegt að
geta stundum hjálpað góðu fólki í
erfiðleikum þess.
En mesta ánægjan væri auðvit-
að sú, að menn gætu ávaxtað fé
sitt eðlilega í bönkum og spari-
sjóðum, og þyrftu ekki að vera
eins og útspýtt hundskinn að leita
uppi eitt eða annað til að festa i
sparifé sitt, svo það gufi ekki upp
í verðbólgunni. Raunvaxtastefnan
er nauðsynleg, svo sparifjármynd-
un geti verið með eðlilegum hætti
í landinu.
Öll starfsaðstaða hefur ger-
breyst frá því ég hóf störf í
bankanum. Þá var allt saman
handfært og reiknað á einfaldar
reiknivélar. Það var mikið verk að
gera upp alla vaxtareikninga í lok
ársins í þann tíma. Verzlunar- •
bankinn hefur alltaf verið í farar-
broddi með nýjungar í tækjabún-
aði og fyrstir manna hérlendis
tókum við upp skýrslugerðarvélar
í bókhaldið. Síðan hefur þróunin
orðið sú, að nú erum við með öll
okkar verkefni tölvuunnin, og
sjáum á tölvuskjám að morgni öll
viðskipti gærdagsins. Við eigum
orðið okkar eigin tölvu, sem sér
um mörg okkar verkefni, en svo
erum við í samvinnu við aðra
banka í Reiknistofu bankanna,
með verðtryggðu reikningana,
veltureikninga og ávísanareikn-
inga.
Það er þess vegna geysilegur
munur að vinna bankastörf í dag,
eða var. Umfram allt er öryggið
meira. Færslufjöldinn er nú orð-
inn svo mikill, að það verður ekki
aftur snúið í tölvuvæðingunni.
Það má segja að við séum þegar
orðnir þrælar tölvunnar — ég
hugsa ekki þá hugsun til enda,
hvernig allt væru nú án tölvunn-
ar. Samt eru Islendingar auðvitað
eftirbátar annarra þjóða í þessari
tækni: Við erum rétt að byrja í
tölvuvæðingunni.
Ég held að bankakerfið þróist
svo í framtíðinni, að stórum
afgreiðslueiningum fækki mikið,
en minni einingum fjölgi að sama
skapi vitt og breitt um borgina og
landið: Margir staðir, fátt fólk og
fullkominn tækjabúnaður. Þannig
held ég að þróunin verði. Og þá er
nú okkar að reyna að varðveita
mannlega þáttinn í starfinu.
En við í Verzlunarbankanum
höfum orðið útundan í sambandi
við úthlutun útibúa og er það
mjög miður. Mér finnst líka í
hæsta máta óeðlilegt, að bankinn
hafi ekki leyfi til kaupa og sölu
erlends gjaldeyris. Ég aðhyllist
frjálsræði í þessum efnum, og hef
þá trú að bankarnir geti valdið
frjálsræðinu.
Á þessum tímamótum í starfi
bankans, á ég þá von besta að
hagur landsmanna verði svo góð-
ur, að þeir geti lagt fyrir sparifé
og leggi það i banka, sem síðan
gæta þess að verja því með
skynsamlegum hætti til atvinnu-
veganna og einstaklinga. Það tel
ég Verzlunarbankann hafa gert
og ég er viss um, að hann heldur
áfram að dafna.