Morgunblaðið - 04.02.1981, Síða 17

Morgunblaðið - 04.02.1981, Síða 17
Vörur úr Gúlaginu sem eru til sölu á Vesturtöndum í Mordovíu, þar sem menn misstu oft af sér fingur og hendur við að reyna að fylla upp kvótann, sem af þeim var krafizt, og þær voru sendar til Serdobsk í Penza-hér- aði, þar sem þær voru endanlega settar saman og málaðar áður en þær voru sendar á markað. Kassar utan um klukkur eru einnig smíðaðir í Mordovíu og auk þess ýmsir hlutir úr tré eins og taflborð, skálar og útskornir hlut- ir. Helztu búðirnar eru nr. 5, 7 og 19, þar sem pólitískir fangar hafa verið geymdir, harðræði er mikið og kvótar háir. Lokavinnslan fer aðallega fram í Saransk. Minjagripir frá ólympíuleikun- um og „Misha“-bjarnarmerkið eru frá búðum á Kalinin-svæðinu. Frá búðunum í Potma berst mikið af glervörum og ljósakrónum, sem eru seldar til Vesturlanda. Þar vinna fangar á verkstæðum, þar sem glerryk er mikið. Venjulega eru þeir með engar andlitsgrímur. Sumir segjast hafa sofið í rykug- um svefnskálum við hliðina á verkstæðum og átt við öndunar- erfiðleika að stríða. Glervinna fer aðallega fram í kvenfangabúðum umhverfis Bai- kal-vatn og við Roslavl skammt frá Smolensk, þar sem fangar framleiöa gler í flöskur undir rússneskt vodka, Moskowskaya. í búðum nálægt Grozni eru búin til fagurlega skreytt geitarhorn, sem eru seld sem minjagripir, en lokavinnslan fer fram í „frjálsum" verksmiðjum. Jólakort eru fram- leidd ásamt öðrum póstkortum í prentsmiðjh, sem fangar reistu á Kalinin-svæðinu. Skreyttir vindlakassar úr tré líkjast vindla- kössum, sem fangar í búðum í Suzdal á Vladimir-svæðinu fram- leiða. Flesta þá hluti sem hér eru nefndir má finna í Rússnesku verzluninni í London og halda mætti þessari upptalningu nær endalaust áfram. Lada-bílar Talsmenn Lada-bifreiðaverk- smiðjanna segja, að 3.000 bílar sem bíða afhendingar í Bretlandi og 12.084 bílar, sem seldust í MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 4. FEBRÚAR 1981 Bretlandi í fyrra, komi frá hinum geysistóru Togliatti-verksmiðju á bökkum Volgu, 900 km suðaustur af Moskvu, og bílana framleiði 100.000 manna frjálst vinnulið, sem fékk þjálfun sina hjá Fiat sem veitti auk þess nauðsynlega tæknikunnáttu. Talsmenn fyrirtækisins vita ekkert um svæðið umhverfis Suk- hobezvodnoye, skammt frá Gorky, þar sem fangabúöir sjá verksmiðj- unni fyrir varahlutum, allt frá hjólum og vélarhlutum upp í stýri og fjöðrunarbúnað. Að sögn Yuri Belov eru sumir fanganna póli- tískir fangar. Fjórir helztu heimildarmenn- irnir lögðu allir á það áherzlu, að undirokaðir menn í Gúlaginu, í Mordavíu, Vladimir-fangelsi, um- hverfis Vseuyatskaya á Perm- svæðinu, á Tula-svæðinu og í nágrenni Krasnoyarsk og Novo- rossisk framleiddu hluta í Lada- bíla (sem í Rússlandi kallast Zhiguli) og alla aðra rússneska bíla eins og Moskwitch, Chaika og Volga. Yuri Belov smiðaði stýrishluti í nauðungarvinnubúðum í Mordov- íu, þar sem frostið fór niður í 20 stig, og þeir sem af lifðu sváfu fjörutíu í þriggja fermetra svefnskála. Nikolai Scharegin og verkfræðingurinn Lev Kwatch- evsky sögðu, að stýrin handa Togliatti-verksmiðju Lada væru framleidd í Búðum 3 í Bata- shevkvo ásamt öxulhlutum, högg- deyfum o.fl. auk hluta í þunga flutningabila og landbúnaðarvél- ar. Scharegin heldur því fram, að ekki einn einasti Lada-bíll, sem fluttur sé út frá Rússlandi, sé án hluta sem fangar hafa framleitt. „Þess vegna eru þeir svona ódýrir. Það ætti enginn að kaupa þá,“ segir hann. Sama gildir um alla aðra rússneska bíla, því að búðirn- ar virðast geysimikið forðabúr, sem útvegar varahluti handa Zil- bílaverksmiðjunum í Moskvu, annarri verksmiðju í Likhackev, enn einni í Electrostal, hinni stóru Byelorusky-flutningabílaverk- smiðju í Minsk, dráttarvélaverk- smiðju í Chelyabinsk í Úral- fjöllum og öðrum verksmiðjum í Gorky, Smolensk og Atchinsk. Þrælavinna Timbur er einn af hornsteinum útflutnings Rússa til Vesturlanda og í þeim iðnaði gegnir sama máli og í bílaiðnaðinum: Fangarnir í Gúlaginu eru ómissandi vinnu- kraftur. Rúmlega 90% alls timb- tirs, sem Rússar flytja út, er unnið af föngum í búðum á víð og dreif í Norður-Rússlandi, frá Murmansk og Arkangelsk í vestri til Síberíu í austri. Fátt annað er talið eins niðurdrepandi í Gúlaginu og að vinna við timbur og það er oft hlutskipti pólitískra fanga í nauð- ungarvinnubúðum. Einn ábatasamasti útflutningur Rússa er útflutningur þeirra á gulli og demöntum, sem koma frá svæðum í Armeníu, Karpatafjöll- um, svæðinu umhverfis Chelya- binsk, Sverdlovsk og geysivíðáttu- miklum öræfasvæðum norðan við heimskautsbaug, köldustu svæð- um á norðurhjara heims, þar sem aðalstarf þúsunda aumra fanga er að grafa eftir gulli til útflutnings. „Allt hráefnið frá þessum svæðum fæst með nauðungarvinnu,“ segir sérfræðingur í viðskiptamálum. Kavíar er sérsvið kvenfólksins í fangabúðunum. Konurnar vinna einnig við skógarhögg og draga timbur í sögunarmyllur og á svæðinu við Baikalvatn og með- fram fljótinu Slyudyanka er dem- antavinnan að miklu leyti í þeirra höndum. Um 7.000 konur vinna við kavíar í búðum á Sakhalin og nágrenni og á Shikotan-eyju og Kúrileyjum á Kyrrahafi, þar sem þær losa einnig togara með farm í stærstu niðursuðuverksmiðju Sov- étríkjanna að sögn Yuri Belov. Vörur frá Gúlaginu eru keyptar í síauknum mæli á Vesturlöndum Þær má sjá í óteljandi verzlunum víðs vegar á Vesturlöndum. Allt bendir til þess að viðskiptin á nýbyrjuðu ári muni stóraukast. Það er lítil huggun fyrir fangana sem búa við eymd og volæði í Gúlaginu en er mönnunum í KGB hvatning og gerir þá ennþá stað- ráðnari í að hafa fangana að leiksoppi og hagnast á þeim. (Samkv. Now!) Yuri Y ^ Belov Yuri Belov, sá andófs- maöur rússneskur sem sætt hefur hvaö mest- um ofsóknum. Hann var 14 ár í fangelsi, meöal annars á geðveikra- stofnunum KGB þar sem hann fékk sprautur sem lömuöu andlit hans og ollu taugaskjálfta. Hann var sendur í út- legö í nóvember sl. Honum var hótaö 10 ára fangelsisvist í viöbót ef hann færi ekki úr landi. Hann starfar nú fyrir þýzku mannrétt- indanefndina í Frank- furt. Nikolai Scharegin Georgy Davydov, 29 ára gamall rússneskur Gyöingur, sem KGB hrakti úr landi í apríl í fyrra eftir tveggja ára útlegö hans í Irkutsk- héraöi, þar sem hann var neyddur til aö fram- leiöa hluti í sjónvarps- tæki og fékk ekki aö bera andlitsgrímu þrátt fyrir mikiö ryk. Hann var seinna sendur í Vlad- imir, þar sem hann var lengi í einangrun, því aö hann neitaöi aö strita í þröngum og illa lýstum klefa. Cronid Lubarsky Útlægi andófsmaöurinn dr. Cronid Lubarsky í íbúö sinni í Múnchen. Á veggnum hangir gauks- klukka eins og sú sem hann eitt sinn geröi þegar hann var fangi í Búðum 19 í Mordovíu. Hann var sendur í Vlad- imir-fangelsi þegar hann hóf hungurverk- fall, því aö hann varö aö vinna baki brotnu í klefa sínum og var sendur í einangrunarklefa. Þar fékk hann mat aöeins annan hvern dag og dvaldist í niöamyrkri og algerri þögn. Sjónvarps- tæki Hlutir í sjón- varpstæki koma frá búö- um í nágrenni Riga og Vladi- mir-fangelsi. Guil Gullgröftur á einhverju ógnþrungnasta Gulag-svæö- inu, Kolyma, er nær eingöngu verk fanga. Brúöur Unnið er aö gerö alls konar minjagripa í búöum í Mord- ovía. Timbur Fangar vinna úr timbri og viö skógarhögg á Arkangelsk- svæöinu, um- hverfis Kara- vatn og viö Murmansk. Nikolai Scharegin meö taflsett líkt því og hann var neyddur til aö smíöa í búöum á Mordovíu- svæöinu. Áöur haföi hann búiö til hluti í útvarpstæki í Vladimir- fangelsi. í Mordovíu bjó hann einnig til hluti í bíla og dráttarvélar, noi iLol/li iLrLri ir r\r\ flairi Georgy Davydov Kavíar Kvenfangar á Kyrrahafseyj- um verka kaví- ar til útflutn- ings. Ljósmynda- vélar í búöum um- hverfis Chisto- pol, á Ribynsk- og Volga- svæöunum og í Krasnogorsk er unniö aö gerö Ijósmyndavéla, úra og fleira þess háttar. Bílar Hlutir í bíla eru framleiddir í búöum í Mord- ovíu, þar á meöal í Lada- bíla. Fangabúöir á Patma-svæö- inu, þar sem glæsilegar glervörur eru framleiddar.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.