Morgunblaðið - 04.02.1981, Side 26

Morgunblaðið - 04.02.1981, Side 26
54 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 4. FEBRÚAR 1981 ínsœldarlistar ISLAND Stórar plötur 1. 1 — DOUBLE FANTASY ... .John Lennon/Yoko Ono 2. — PARADiSE THEATER.....................Styx 3. 2 MAKING MOVIES ................Dire Straits 4. — BEATLES BALLADS ..................Beatles 5. 4 GEISLAVIRKIR................Utangarösmenn 6. — THE RIVER................Bruce Springsteen 7. — SHAVED FISH...................John Lennon 8. 9 SCARY MONSTERS................David Bowie 9. 3 SANDINISTA........................ Clash 10. — RICHARD CLAYDERMAN Lítill innflutningur hefur haft þau áhrif aö ýmsar plötur sem hafa veriö mun neöar a listanum færast nú upp og aðrar plötur færast upp og niöur listann eftir því hversu vel þeim er dreift í búöir hverju sinni. í síöustu viku kom nýjasta plata Styx ein fárra í búöir, en skömmu síöar kom nýjasta platan frá Toto og safnplatan Axe Attack, sem báöar hafa möguleika á aö vera á næsta lista ef ekki koma aðrar nýjar plötur. John Lennon er greinilega virtur fyrir sína tónlist, þar sem plötur hans ganga aö öllu jöfnu nokkuö jafn vel þó aöeins séu tvær af hans plötum á þessum lista. BRETLAND Stórar plötur 1. 3 KINGS OF THE WILD FRONTIER .Adam & The Ants 2. 2 DOUBLE FANTASY ....John Lennon /Yoko Ono 3. 5 THE VERY BEST OF DAVID BOWIE . .David Bowie 4. 4 GREATEST HITS...................Dr. Hook 5. 1 SUPER TROUPER.....................Abba 6. 6 GUILTY ....«,............Barbra Streisand 7. — IMAGINE.......................John Lennon 8. 9 MANILOW MAGIC ..............Barry Manilow 9. — MONDO BONGO ...............Boomtown Rats 10. — PARADISE THEATER.......................Styx Litlar plötur 1. 1 IMAGINE......................John Lennon 2. 2 ANTMUSIC.................Adam & The Ants 3. — WOMAN........................John Lennon 4. — IN THE AIR TONIGHT ...........Phil Collins 5. 4 DO NOTHING.................. ... .Specials 6. — I AM THE BEAT ..........................Look 7. 7 TOO NICE TO TALK TO.....................Beat 8. — DON’T STOP THE MUSIC .. .Yarbrough & Peoples 9. 3 HAPPY CHRISTMAS..............John Lennon 10. 10 FLASH ...............................Queen BANDARIKIN Stórar plötur 1. 1 DOUBLE FANTASY......John Lennon/Yoko Ono 2. 2 CRIME OF PASSION ............Pat Benatar 3. 3 GREATEST HITS............. .Kenny Rogers 4. 4 HOTTER THAN JULY...........Stevie Wonder 5. 5 THE JAZZ SINGER............Neil Diamond 6. 6 BACK IN BLACK .. ..:............AC/DC 7. 7 ZENYATTA MONDATTa...............Police 8. 8 GUILTY.................... .Barbra Streisand 9. 9 GAUCHO ......................Steely Dan 10. 10 AUTOAMERICAN.................Blondie Litlar plötur 1. 3THETIDE IS HIGH ................Blondie 2. 1 STARTING OVER ...............John Lennon 3. — CELEBRATION...........Kool And The Gang 4. 8 I LOVE A RAINY NIGHT.......Eddie Rabbitt 5. 6 EVERY WOMAN IN THE WORLD.....Air Supply 6. 7 PASSION .....................Rod Stewart 7. 2 LOVE ON THE ROCK...........Neil Diamond 8. — 9 TO 5.......................Dolly Parton 9. 9 ITS MY TURN..................Diana Ross 10. — I MADE IT THROUGH THE RAIN .. .Barry Manilow ROCKPILE: Seconds oí Pleasure „Seconds of Pleasure- er sannkölluð skemmti-rokk-plata. Þessir náungar vita fullkomlega hvernig á að spila rokk. Þó platan sé fyrsta plata Rock- pile má geta þess að þessi hópur er búinn að gefa út minnst tvær Dave Edmunds-plötur og tvær Nick Lowe-plötur á undanförnum tveim árum og léku líka undir á plötu frá Carlene Carter sem kom út nýlega, en hún er eiginkona Nick Lowe. Þeir félagar fylgja fullkomlega góðri en að mestu útdauðri rokk- stefnu, nefnilega hinu svokallaða „pub-rokki“. Dave byrjaði reyndar fyrir langa löngu og fyrsta vin- sæla lagið sem hann gerði var „Sabre Dance" á meðan hann lék með Love Sculpture, en Lowe var hins vegar í Brinsley Schwarz, sem síðan varð að Rumour að nokkru leyti. Tilgangur hljómsveitarinnar er einfaldur: hann er að gera hressa og skemmtilega hluti, einfalda, jafnvel barnalega, eins og rokkið var í upphafi. Dave Edmunds er einn af allra bestu gítarleikurum Breta, þó hann hafi ekki oft verið nefndur í þeirra hópi þar sem hann hefur gefið sér drjúgan tíma í að ná hæfileikum annarra í stað þess að sitja úti í horni og reyna að finna nýjan gítarstíl. Gítar- hljómur hans er þó nú orðið orðinn nokkuð sérstakur og má Fyrsta plata þeirra á þriggja ára ferli! líkja honum við kappa eins og James Burton, Scotty Moore og Albert Lee. Dave hefur líka sér- stæða rödd sem hefur fleytt hon- um upp vinsældalistana nokkrum sinnum með lög eins og „I Hear You Knocking“ og „Girls Talk“. Nick Lowe er aðallagasmiðurinn. Hann á það til að semja jafn sérstakar og sætar melódíur og Neil Sedaka og Carole King sömdú í gamla daga. Hann og Dave eru líka miklir aðdáendur country- rokkara eins og Everly Brothers, en áhrifa þeirra hefur lengi gætt í tónlist þeirra. Reyndar átti að fylgja EP-plata með þessari plötu, þar sem Dave .og Nick sungu fjögur Everly Brothers-lög við undirleik 2ja kassagítara, en þar sem platan var pöntuð allt of seint, kom sú útgáfa ekki hingað til lands. Terry Williams var trommu- leikari í velsku sýrugrúppunni Man áður en hann gekk í þessa margrómuðu „búsgrúppu". Willi- ams er einn af þéttari trommurum sem komist hafa á plast og mættu margir af yngri trommurunum hérna taka hann sér til fyrir- myndar áður en þeir festast í einhverjum óþægilegum stílum. Billy Bremner, er annar gítarleik- arinn og þriðji söngvarinn í hljómsveitinni. Rödd hans minnir einna helst á Cliff Richard þegar honum tekst best upp. Unun er að hlýða á mörg lag plötunnar vegna einfaldleika, léttleika og fágunar, má þar nefna bæði lögin sem valin hafa verið hingað til á litlar plötur, „Wrong Way“ og „Teacher Teacher“, lög Lowes „Now And Always“, „Heart" sem Bremner syngur, og „When I Write The Book“, og lag Joe Tex „If Sugar Was As Sweet As You“ svo nokkur dæmi séu nefnd. Það voru svona lög sem fengu fólk til þess að dansa fyrir nokkr- um árum og eru að byrja að gera á ný. Hreinræktað, einfalt og gott ROKK. hia. Mannabreytingar í Þey: Tveir af meðlimum hljóm- sveitarinnar Þeyr hættu um áramótin af „persónulegum ástæðum“. Það voru þau Elin Reynisdóttir, sem söng með þeim og Jóhannes Helgason, gitarleikari. í stað Jóhannesar er kominn Þorstein Magnússon, sem var vel þekktur fyrir nokkrum árum sem gítarleikari Eikarinnar sálugu. Þorsteinn hefur undanfarið leik- ið með hljómsveit Rúnars Júlí- ussonar, Geimsteini. Þegar Guðlaugur Óskarsson gekk í hljómsveitina fyrir um það bil tveim mánuðum stóð Þorsteini staðan opin, en þá virtist hann ekki hafa verið nógu snðggur að ákveða sig. Þorsteinn leikur þó í nokkrum laganna á plötu þeirra, „Þagað í hel“. Nokkrar breytingar hafa verið gerðar á lögunum í kjölfar breyt- inganna, og ný lög eru á efnis- skránni, sem Þeyr fluttu á fyrstu tónleikunum eftir breytinguna, á miðvikudaginn var (28. jan.) í Súlnasal Hótel Sögu. Eftir þessa tónleika fara þeir í skólana og leika á hljómleikum þar fram eftir vetri. hia

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.