Morgunblaðið - 11.02.1981, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 11.02.1981, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 11. FEBRÚAR 1981 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Auglýsingastjóri hf. Árvakur, Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guömundsson, Björn Jóhannsson. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Aöalstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Skeifunni 19, sími 83033. Áskriftargjald 70 kr. á mánuöi innanlands. í lausasölu 4 kr. eintakiö. Langvinn átök Raymond Aron hinn frægi franski prófessor og blaðamaður hefur með skarplegri athugun á þróun samtímaviðburða komist að þeirri niðurstöðu, að næstu ár séu mikið hættuskeið fyrir Vesturlönd. Þau hafi ekki staðið nægilega vel að vörnum sínum. Sovétríkin hafi jafnt og þétt aukið hernaðarmátt sinn. Bilið verði að brúa með auknum viðbúnaði Atlantshafsríkjanna og mikilvægt skref hafi til dæmis verið stigið í þá átt með ákvörðuninni um vestrænt eldflaugavarnakerfi í Evrópu. Sovétmönnum sé ljóst, að með endurnýjuðu pólitísku afli geti Vesturlönd breytt stöðunni sér í hag, þess vegna muni þeir með öllum tiltækum ráðum berjast gegn þeim stjórnmálamönnum, sem eru fulltrúar þeirra hreyfinga, er vilja efla vestrænar varnir. Sovétmenn kunni einnig að grípa til örþrifaráða og beita afli sínu, á meðan þeir telji sig í betri stöðu, þess vegna kallar Raymond Aron næstu ár „tíma tækifæranna" fyrir Sovétmenn. Atökin milli austurs og vesturs í sinni núverandi mynd hafa staðið allt frá lokum síðari heimsstyrjaldarinnar. Sovétmenn hafa haldið uppi „friðarsókn" innan vestrænu lýðræðisríkjanna á sama tíma og þeir hafa verið að byggja upp herafla sinn á öllum sviðum. Málsvarar sovéskra hagsmuna í „friðarbarátt- unni“ hafa verið af margvísiegum toga. Sumir hafa verið einlægir í trú sinni á „friðsemd" Sovétríkjanná og haldið furðu lengi í þá trú, þrátt fyrir Ungverjaland, Tékkóslóvakíu og Afganistan, en í öllum þessum löndum hefur sovéska hernum verið beitt til að kúga fólkið undir Moskvuvaldið. Aðrir telja alla aðra heimsvaldasinna en Sovétmenn. Og svo eru þeir, sem hafa þá stjórnmálaskoðun, að best sé að vera hluti af sovéska heimsveldinu. Vestrænar þjóðir hafa beitt misjöfnum aðferðum í átökunum við Sovétmenn. Sem betur fer hefur tekist að koma í veg fyrir bein hernaðarátök milli austurs og vesturs. En samhliða þeirri „friðarsókn", sem Sovétmenn hafa ástundað í lýðræðisríkjunum, hafa þeir annað hvort með því að beita öðrum fyrir sig (Kúbumönnum, Víetnömum og jafnvel Líbýumönnum) eða sjálfir leitast við að ná völdum í ríkjum þriðja heimsins. Þessi ásókn þeirra hefur magnast mest á síðustu árum, þegar svonefnt slökunartímabil hefur átt að ríkja í samskiptum austurs og vesturs. Til marks um afleiðingar yfirgangsstefnu Sovétmanna má nefna þær deilur, sem eru á fundi fulltrúa þeirra landa utan hernaðarbandalaga, eins og þau eru kölluð, en hann fer nú fram á Indlandi. „Tími tækifæranna" fyrir Sovétmenn segja Raymond Aron og fjölmargir aðrir áhrifamenn í stjórnmálum og fjölmiðlum á Vesturlöndum og bæta við, að þann tíma verði að stytta og það verði ekki gert nema með því að efla vestrænar varnir. Morgunblaoið hefur staðfastlega varað við þeirri hættu, sem smáríkjum stafar af útþenslustefnu leiðtoganna í Kreml og jafnan vakið athygli á þeirri kúgun, sem ríkir undir alræðisstjórn marxista. Fyrir Island hefur hættan aukist vegna flotaumsvifa Sovétmanna og enginn getur efast um, að aðild íslands að Atlantshafsbandalaginu og varnarsamningurinn við Bandaríkjamenn eru þyrnar í augum sovéskra ráðamanna. Þeir vilja gera Noregshaf að „Mare Sovieticum", sovésku hafi, þar sem útvirkið gegn Vestur-Evrópu og Norður-Ameríku yrði ísland. Hér á landi er einnig að finna þá menn, sem vilja engar ráðstafanir til að tryggja öryggi og sjálfstæði þjóðarinnar og berjast með öllum ráðum gegn samstarfi við Vesturlönd. Þessir menn viðurkenna ekki lengur opinberlega, að þeir gangi erinda Sovétmanna. Yfirlýsingar þeirra um það breyta engu, því að verkin tala. Baráttumenn gegn þátttöku íslands í vestrænu samstarfi beita ýmsum ráðum og jafnan láta þeir verst, þegar vestrænir stjórnmálamenn tala tæpitungulaust um Sovétríkin. Þannig var spjótunum fyrir nokkrum mánuðum beint gegn Margaret Thatcher, forsætisráðherra Breta, og nú eru Ronald Reagan, Bandaríkjaforseta, valin hin verstu skammaryrði. Hérlendir andstæðingar þessara fúkyrðasmiða undrast ekki, að þeir telji sér hagkvæmast að flýja í slagorðasafn kalda stríðsins. Nú er búið að finna það upp á Þjóðviljanum, að Morgunblaðið sé „Reagansinnað" í alþjóðamálum. Ronald Reagan er enginn lærimeistari Morgunblaðsins, blaðið hefur barist gegn sovésku hættunni og yfirgangi kommúnista frá því löngu áður en hann hóf afskipti af alþjóðamálum. Benedikt Gröndal, fyrrum formaður Alþýðuflokksins, hvatti til árvekni í vörnum landsins hér í blaðinu í síðustu viku. Hvaða kveðju fær hann frá Þjóðviljanum: „Er Benedikt Gröndal að biðja um nokkrar nifteindasprengjur til landsins ...?“ spyr blaðið í forheimskun sinni. Hvernig væri, að það yrði sér úti um nýja plötu frá áróðursmiðstöð KGB á Islandi? Seðlabanki Islands: Vegið meðalgengi haldist stöðugt en skráning einstakra mynta fari eftir markaðsgengi erlendis á hverjum tíma MORGUNBLAÐINU heíur borizt eftirfarandi fréttatilkynning frá Seðlabanka íslands vegna gengis- fellingarinnar og breyttrar geng- isskráningar: Um síðastliðin áramót var í samræmi við efnahagsáætlun rík- isstjórnarinnar ákveðið að hætta gengissigi og halda gengi krón- unnar stöðugu næstu mánuði. Vegna mikilvægis Bandaríkjadoll- ara í útflutningsviðskiptum ís- lendinga var ákveðið, að gengi krónunnar skyldi fyrst í stað haldið óbreyttu gagnvart dollar, enda yrði sú ákvörðun tekin til endurskoðunar, ef gengi hans breyttist verulega. Framan af janúarmánuði lækkaði gengi doll- ars lítið eitt, en yfirleitt má segja, að litlar breytingar hafi orðið á gengisskráningu erlendis fyrstu þrjár vikur ársins, svo að meðal- gengi krónunnar gagnvart öllum gjaldmiðlum breyttist lítið á þessu tímabili. Síðustu daga janúarmánaðar og það sem af er febrúar hefur hins vegar orðið veruleg breyting á gengisþróun, sem einkum hefur verið fólgin í mikilli hækkun Bandaríkjadollars og þá sérstak- lega gagnvart Evrópumyntum. Vegna þess að islenzka krónan hefur verið beint tengd Banda- ríkjadollar á þessu tímabili, hefur meðalgengi hennar gagnvart öll- um gjaldmiðlum farið ört hækk- andi, og er það nú orðið rúmlega 3,5% hærra en það var um ára- mót. Hefur þetta t.d. leitt til þess, að gengi danskrar krónu hefur lækkað gagnvart íslenzku krón- unni um 8,1% á þessu tímabili, vestur-þýzkt mark um 8,3% og svissneskur franki um 8,6%. Lítil breyting hefur orðið á gengi sterl- ingspunds, en það hefur þó lækkað um 2,1% gagnvart krónunni á þessu tímabili. Augljóst er, að þessi hækkun á gengi íslenzku krónunnar getur valdið verulegum erfiðleikum fyrir þá, sem flytja út vörur og þjónustu til Evrópu- landa, jafnframt því sem sam- keppnisaðstaða íslenzks iðnaðar gagnvart iðnaði EFTA og EBE ríkja veikist af sömu ástæðum. Með hliðsjón af þessari þróun hefur þótt nauðsynlegt að taka reglur um gengisviðmiðun til endurskoðunar, og hefur nú verið ákveðið að miða gengisskráningu næstu mánuði eingöngu við með- algengi krónunnar, eins og oftast hefur verið undanfarin ár. Hefur því gengi íslenzku krónunnar nú verið breytt þannig, að meðal- gengi hennar hefur verið fært í sama horf og það var í upphafi ársins. Eftirfarandi tafla sýnir gengi helztu mynta eftir þessa breytingu, svo og þá hlutfallslegu breytingu, sem orðið hefur á gengi þeirra og meðalgengi frá síðustu áramótum. I samræmi við þetta verður daglegri gengisskráningu þannig hagað á næstunni, að vegið meðal- gengi haldist stöðugt, en skráning einstakra mynta fari eftir mark- aðsgengi erlendis á hverjum tíma. Ný skráning Breyting , 1/1/81 10/2/81 frá áramótum MeöalfjenKÍ inn- on útfl. 100,00 100,00 0 Bandaríkjadollar 6,230 6,460 3,69 Sterlinjíspund 14,890 15,114 1,50 Dönsk króna 1,0340 0,9851 +4,73 Norsk króna 1,2026 1,1978 +0,40 Sænsk króna 1,4224 1,4100 +0,87 Franskurfranki 1,3738 1,3106 +4,60 Svissneskur franki 3,5198 3,3282 +5,44 Vestur-þýzkt mark 3,1818 3,0208 +5,06 Japanskt Yen 0,03060 0,03173 3,69 Landnámi rétt lýst í hinum fornu sögum í gærkveldi flutti dr. Stef- án Aðalsteinsson, deildar- stjóri við Rannsóknarstöð landbúnaðarins, erindi á vegum Líffræðifélags ís- lands, sem hann nefndi: „Uppruni húsdýra á ís- jandiu. — Þessar rannsókn- ir mínar, sém erindið snýst um, hafa verið mér tóm- stundagaman í mörg ár, sagði Stefán í samtali við Mbl. Hér er tæplega um að ræða búvísindi — þetta eru ckki hagnýt vísindi — en ég hef verið að koma að þessu öðru hverju í 20 ár. Það er mikill áhugi fyrir þessum efnum erlendis, og var mér boðið sl. vetur að halda erindi við Háskólann í Bost- on um húsdýr á yfirráða- svæði víkinga. Aðaluppistaðan í þessu erindi sem ég flutti í gærkveldi, var samanburður á íslenskum hús- dýrum og húsdýrum í nágranna- löndum okkar, og byggðist erindið á þrenns konar efnivið. Það er í fyrsta lagi efniviður úr fornleifa- greftri, einkum beinamælingum húsdýra, í öðru iagi það sem tiltækt er ritað hér á landi um húsdýr til forna, og í þriðja lagi er það samanburður á þeim hús- dýrastofnum sem nú finnast á íslandi og í nágrannalöndunum. Ég fjalla um hross, nautgripi, sauðfé, geitur, svín, hunda, ketti og mýs: Ég vil kalla mýs húsdýr, mýsnar hafa fylgt manninum gegnum tíðina — í óþökk hans að vísu, en fylgt honum engu að síður. Af fornleifum fær maður séð, hvort sauðféð hafi verið hyrnt eða kollótt; maður fær og ráðið um beinalög hrossa, og einnig sér- kenni höfuðkúpa úr músum. Úr íslenskum fornsögum, ann- álum og þvíumlíku er dálítið að finna um húsdýr. En meetu mun- ar um samanburð á þeim hús- dýrastofnum sem til eru í dag á íslandi og í nágrannalöndum. Þar er til dæmis um að ræða lýsingar á hornalagi og lit sauðfjár, blóð- flokkarannsóknir á nautgripum og hrossum og litaafbrigði í köttum, svo nokkuð sé nefnt. Spjall við dr. Stefán Aðal- steinsson um rannsóknir hans á uppruna ís- lenskra húsdýra. Þetta er sá efniviður, sem ég tók til umfjöllunar. Niðurstöðurnar og ályktanirn- ar eru í stórum dráttum þær, að mér finnst flest benda til þess, að húsdýr á íslandi hafi komið frá Noregi eða Skandinavíu. Séu Hjaltlandseyjar kallaðar norræn- ar að hluta til; þær voru eins og við vitum á landsvæði Noregs á

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.