Morgunblaðið - 11.02.1981, Síða 19

Morgunblaðið - 11.02.1981, Síða 19
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 11. FEBRÚAR 1981 19 Birgir ísl. Gunnarsson ríkisvaldsins (niðurtalningar- gjald). Ef þetta frumvarp verður sam- þykkt, sagði Birgir, myndi ríkis- Réttara að hverfa frá prósentuálagn- ingu verðskatta yfir í fasta krónu- tölu á hvem lítra sjóður geta haldið sínum tekjum í hlutfalli við verðlagsþróun hér innanlands, en fengi ekki sérstakar aukatekjur út á verðhækkanir er- lendis. Það er algjör lágmarkskrafa almennings í landinu. Nýja bíó frumsýnir Brubaker 1 DAG frumsýnir Nýja bió nýja handariska mynd, Brubaker, með Robert Redford, Yaphet Kotto og Jane Alexander í aðalhlutverkum. Leikstjóri er Stuart Rosenberg. Myndin fjallar um nýráðinn fangelsisstjóra, sem tekur við emb- ætti á nokkuð sérstæðan hátt og vill koma ýmsum umbótum á í málefnum fangelsisins. En þótt honum sé umhugað um að bæta hag fanganna, snúast þeir á móti hon- um, svo og yfirboðarar hans og ýmsir áhrifamenn aðrir. Og loks dregur til hörkuuppgjörs milli hans og andstæðinganna. Myndin er byggð á sönnum viðburðum. Leiðrétting RANGUR texti var settur undir mynd af danspari í Rokk-keppni Hollywood og Karnabæjar, er birt- ist sl. þriðjudag. Þar stóð að myndin væri af Bryndísi Braga- dóttur og Walter Sker og hefðu þau fengið þriðju verðlaun. Hið rétta er að þau hlutu önnur verðlaun, eins og reyndar stendur í meðfylgjandi frétt. Umrædd mynd er hins vegar af Ingu Þorvaldsdóttur og Ola Jóhanni Daníelssyni sem hlutu þriðju verðlaun í keppninni. Biðst Morgunblaðið afsökunar á þessum mistökum. Skíðalyfta - leiðrétting í FRÁSÖGN af hverfafundi borg- arfulltrúa Sjálfstæðisflokksins í Árbæjarhverfi í gær, var rangt farið með staðsetningu á skíðalyftu í borginni. Þar var Páll Gíslason ranglega sagður hafa sagt að lyfta væri komin í Ártúnsbrekku. Hið rétta er hins vegar að Páll sagði að lyfta væri komin í Breiðholts- hverfi, og vel kæmi til greina að setja einnig lyftu í Ártúnsbrekku. Er Páll hér með beðinn afsökunar á ranghermi þessu. I I I I I I I BVERDmUNAl KEPPNI ÚTVEGSBANKANS I I I i I I I I • I l l I I I I I I I i I l • Hvaóa strætó? Útvegsbankinn efnir til verðlaunasamkeppni um hugmynd að nýrri sjónvarpsauglýsingu sem fjalli um sparibauka bankans, einn eða fleiri. Þeir baukar sem um ræðir eru: Trölli, Trína, Jóakim frændi og Hippó flóöhestur. Öllum er heimil þátttaka i samkeppninni. Gamla svart-hvita sjónvarpsauglýsingin um Trölla og Trínu vakti mikla athygli á sínum tíma. \ henni skýrði Trölli frá því hvernig hann hefði safnað fyrir gítarnum: „f kolli minum geymi ég gulliö, sem grip ég höndum tveim. Svo (æ ég vexti og vaxtavexti og vexti líka af þeim.“ Hugmyndin núna gæti allt eins verið: Hvaða strætó tók Trölli á leið sinni í Útvegsbankann og hvernig gekk honum? Hvað bar við á leiðinni? En hún getur lika fjallað um eitthvað allt annað. Nú er um að gera að láta hugann reika. Til mikils er að vinna, þvi verðlaunin eru> vegleg. Fyrstu verðlaun eru Önnur verðlaun eru Þriðju verðlaun eru kr. 2.000. kr. 1.000. kr. 500. Þyki einhver hugmyndin nógu góð, þá verðurhún notuð og gerð sjónvarpsauglýsing eftir henni. Fyrir það fær höfundurinn kr. 1.000.- að verklaunum. Dómnefnd skipa eftirtaldir: Reynir Jónasson, aðstoöarbankastjóri og er hann formaóur nefndarinnar. Bjarni Grimsson, auglýsinga- maður, éryndis Schram, dagskrárgerðarmaður, Jón Þór Hannesson, kvikmyndagerðarmaður og Katla Maria, söngvari. Ritari dómnefndar og um leið trúnaðarmaður keppenda er Sigurður Sigurgeirsson deildar- stjóri sparisjóðsdeildar aðalbankans. Hugmyndum skal komið i einhverja afgreiðslu Útvegsbankans fyrir 31. marz n.k. Lýsa skal hugmynd i rituðu máli, bæði atburðarás mynd- efnis og texta, sem og tónlist og leikhljóðum ef einhver eru. Lýsinguna má gjarnan myndskreyta, en það er ekki skilyrði. Hugmynd skal skila i lokuðu umslagi merktu: Útvegsbanki fslands Verðlaunasamkeppni. Hugmyndina sjálfa skal merkja einhverju dulnefni, en í umslaginu á aö vera annað umslag lokað, merkt sama dulnefni og í þvi á aö vera hiö rétta nafn þátttakanda, heimilisfang hans og símanúmer. í Útvegsbankanum verður ekki gáö aö réttu nafni annarra en verðlaunahafanna. Allir aðrir geta sótt þangað tillögur sinar, aö lokinni keppni, án þess að gefa upp annað nafn en dulnefnið. Ekkert er þvitil fyrirstöðu að fjölskyldasameinist um hugmyndargerðina. Vinna að þessu verkefni stuölar að ihugun um sparnað yfirleitt og hefur þvi góð uppeldisáhrif. Hlutverk sparibauks er einmitt fyrst og fremst það að venja börn á að stunda sparnað og gera þeim gildi hans sem Ijósast. Það er ósk okkar að sem flestirhafi mikla ánægju og gagn af þátttöku í þessari samkeppni. í tilefni samkeppninnar verður myndin umTrölla sparibauk sýnd í fyrri auglýsingatíma sjónvarpsins á föstudögum meðan keppnin stendur. Verðlaunasamkeppní Útvegsbanka íslands ÞARFTU AÐ KAUPA? ÆTLARÐU AÐ SELJA? tP Þl Al’GLYSIR I M AI.LT LAND ÞEliAR Þl Al'GLÝSIR I MORGl'NBLADINl

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.