Morgunblaðið - 05.03.1981, Page 2
2
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 5. MARZ 1981
Loðnan orð-
in hæf til
hrognatöku
LOÐNUSKIPIÐ Krossanes land-
aði í fyrradax um 300 tonnum á
Höfn í Hornafirði. 18—19%
hrognafyliing var í loðnunni. en
það þykir «ott hlutfall til
hroKnatoku. Loðnan fékkst við
HroIlauKseyjar. en hún næst nú
aðeins að dejji til. í loðnunni, sem
fékkst vestur af Reyðarfjarðar-
dýpi fyrir skommu, var aðeins
um 10% hroKnafyllintf. Ekki virt-
ist sjómonnum mikið vera af
loðnu á þessum slóðum. Mörg
skipanna 28, sem leyfi hafa feng-
ið til að veiða loðnu fyrir hrotfna-
töku og frystinKu. eru tilhúin á
veiðar ok nokkur þeirra eru löí?ð
af stað.
Ekkert hefur fundist af loðnu á
vestursvæðinu, en þar hefur verið
leyft að veiða án tillits til kvóta
fram til 15. marz. Á mánudag
tilkynnti Krossanes um 180 lestir
og Jón Kjartansson um 200 lestir
til Loðnunefndar og á þriðjudag
var Krossanes með 300 lestir.
Frá áramótum til síðustu mán-
aðamóta hafði um 31 þúsund
lestum af loðnu verið landað á
Eskifirði, um 19 þúsund lestum á
Neskaupstað, tæplega 10 þúsund
lestum hjá Hafsíld á Seyðisfirði,
5.246 lestum hjá SR á Seyðisfirði
og 6.680 lestum á Raufarhöfn.
Talsverðu hafði einnig verið land-
að á Bolungarvík, Krossanesi,
Vestmannaeyjum og Vopnafirði,
en sáralitlu hjá öðrum verksmiðj-
Frimerkjamálið:
Sleppt
úr gæzlu-
varðhaldi
STARFSMAÐUR Seðlabankans,
sem setið hefur í gæzluvarðhaldi
síðan 23. febrúar vegna rannsókn-
ar á hvarfi ýmissa verðmæta,
aðallega gamalla frímerkja, var
látinn laus í gær.
Víðtæk rannsókn hefur farið
fram í málinu og fjöldi manns
verið yfirheyrður.
Vilhjálmur Jónsson, forstjóri
Oliufélagsins hf.:
Útsöluverð aðeins mið-
að við birgðir í landinu
„STYTZT af að segja. þá er þetta alger misskilningur hjá Kristjáni
Ragnarssyni. l>að hefur aldrei verið ákveðið útsöluverð á olíu miðað við
annað innkaupsverð. en það sem er á olíum. sem þegar eru komnar til
landsins." sagði Vilhjálmur Jónsson. forstjóri Olíufélagsins hf.. í samtali
við Mb!.. er hann var inntur álits á þeim ummælum Kristjáns
Ragnarssonar. formanns LÍÚ. i Morgunblaðinu í gær. að oliufélögin væru
með oliuverðshækkuninni nú að fá inn hækkun á væntanlegum
svartoliuförmum frá Evrópu, þar sem Rússar gætu ekki afgreitt
nauðsynlegt magn.
„Sú hækkun, sem samþykkt var á
útsöluverði í Verðlagsráði um dag-
inn, er einungis byggð á hækkun
innkaupsverðs. Otsöluverðið, sem
þar var ákveðið á svartolíu, er
miðað við þær birgðir sem eru nú
þegar komnar til landsins. Hækka
irnar stafa í fyrsta lagi af því, i
það hafa orðið FOB-verðshækkán
á olíu og í öðru lagi vegna þess í
gengið hefur breytzt," sagði Vi
hjálmur ennfremur.
Frá hinum fjölmenna fundi lækna i Domus Medica i fyrrakvöld.
Ljóemynd Mbl. Emllla.
Útsending sjón-
varps á sunnudög-
um verður stytt
ÁKVEÐIÐ hefur verið að stytta
útsendingar sjónvarps á sunnu-
dögum. þ.e. á tímanum milli kl.
16 og 18. Á þessum tíma standa
eftir dagskrárliðirnir Helgistund
og Stundin okkar, en aðrir
dagskrárliðir, sem verið hafa á
þessum tima. falla niður. Tekur
breyting þessi gildi sunnudaginn
15. marz.
Hörður Vilhjálmsson fjármála-
stjóri ríkisútvarpsins, tjáði Mbl.
að hér væri aðeins stigið fyrsta
skrefið varðandi sparnað, frekari
aðgerðir væru á döfinni. Útvarps-
Tillaga um nýtt
prófessorsembætti
við Háskólann:
Yrði tengt
nafni dr.
Kristjáns
Eldjárns
HÁSKÓLARÁÐ mun i dag
fjalla um tillögu heimspeki-
deildar þess efnis að stofnað
verði nýtt prófessorsembætti
við Háskólann tengt nafni dr.
Kristjáns Eldjárns fyrrum
forseta. Guðmundur Magnús-
son háskólarektor sagði i sam-
tali við Mbl. að búist væri við
að tillagan fengi samþykki
háskólaráðs.
Tillaga heimspekideildar er
um að samþykkt verði að
stofna nýtt embætti er tengist
nafni dr. Kristjáns Eldjárns og
hann einn gegni. Yrði það
rannsóknarstaða og myndu
ekki fylgja því kvaðir um
kennslu né stjórnunarstörf.
ráð hefði átt viðræður við fulltrúa
ríkisstjórnarinnar og eftir að at-
hugun hennar væri lokið á fjár-
málum myndu verða teknar
ákvarðanir. Hörður sagði að um
leið og útvarpsráð tæki ákvarðan-
ir um að draga saman seglin í
dagskrárgerð, ynnu aðrir starfs-
menn útvarpsins að því að spara á
öðrum sviðum. Það kæmi að
nokkru leyti af sjálfu sér að með
minnkandi álagi starfsmanna við
dagskrárgerð yrði minna um yfir-
vinnu o.s.frv.
I frétt frá útvarpsráði segir að
nú blasi við annað tveggja varð-
andi sjónvarpið: 1. Að lengja
lokunartíma að sumrinu um viku,
binda síðdegissjónvarp á sunnu-
dögum við 3 mánuði í skammdeg-
inu, stytta daglegan útsendingar-
tíma um 30 mínútur fjóra daga
vikunnar og stytta tímabil vetrar-
dagskrár, sem er viðameiri en
sumardagskrá, um hálfan annan
mánuð. 2. Útsendingardagar sjón-
varps verði aðeins fimm í viku í
stað sex.
Útvarpsráð telur afnotagjöld
Ríkisútvarps óeðlilega lág og segir
í frétt ráðsins að fjársveltistefna
sú, sem stjórnvöld hafi lengi fylgt
gagnvart þessari menningarstofn-
un geri ríkisútvarpinu ókleift að
rækja menningarhlutverk sitt.
Landað úr skuttogaranum Rauðanúp i Reykjavik i gær.
(Ljósm. Kristinn)
Norðlenzkir togarar
landa í Reykjavík
SKUTTOGARINN Rauðinúpur
ÞH 160 frá Raufarhöfn landaði í
gær um 160 lestum hjá frystihúsi
Isbjarnarins í Reykjavik. Uppi-
staðan i aflanum var karfi, en
skipið hefur undanfarið verið að
veiðum fyrir suðvestan land.
Ástæðurnar fyrir því, að Rauði-
núpur landar i Reykjavik, en
ekki á Raufarhöfn, eru aðallega
tvær, þ.e. mikill oliukostnaður
við að sigla norður með aflann.
en sú sigling er talin kosta um 2
milljónir nýkr. eða um 200 millj-
ónir gkróna. Þá mun vanta vélar
á Raufarhöfn til að flaka karfa.
Það er ekki aðeins Raufarhafn-
artogarinn af togurum Norðlend-
inga, sem landað hefur hjá ísbirn-
inum undanfarið, en bæði Arnar
HU frá Skagaströnd og Sigluvík
SI frá Siglufirði hafa landað hjá
ísbirninum, en togararnir hafa
flestir verið á „skrapi" undanfarið.
Hörður Arnþórsson, skrifstofu-
stjóri ísbjarnarins, sagði í gær, að
þorskafli togara hefði verið ein-
staklega tregur síðustu vikur.
Hins vegar hefðu togararnir fisk-
að vel af góðum karfa og hefðu
margir togarar verið á „skrapi"
lengur en þeir hefðu þurft vegna
þess hve lítið hefði fengizt af
þorski.
Kjaramál lækna:
Nefnd kanni mögu-
leika á aðgerðum
Á FJÖLMENNUM fundi lækna i Domus Medica þar sem 130 læknar
mótmæltu harðlega niðurstöðu Kjaradóms um 6% kauphækkun til
lækna sem höfðu krafist 20 — 30% kauphækkunar ræddi Mbl. við
formenn læknafélaganna, örn Smára Arnaldsson formann Læknafé-
lags Reykjavikur, Þorvald Veigar Guðmundsson formann Læknafé-
lags íslands, Arinbjörn Kolbeinsson formann Sérfræðingafélags
lækna og Sigurð Hektorsson formann ungra lækna.
Sögðu þeir að læknar væru mjög ir. Laun yngstu sérfræðinga sem
óánægðir með niðurstöðu Kjara^
dóms sem gildir út febrúar 1982. í
dómnum fólust einnig leiðrétt-
ingar á greiðslum til aðstoðar-
lækna fyrir bundnar vaktir á
sjúkrahúsum, en læknarnir, sem
verða að vera til taks á þeim
vöktum, fá 24 kr. í kaup á tímann
fyrir þann tíma sem þeir bíða, en
ef þeir eru kallaðir út á vaktinni
fá þeir eftirvinnukaup í minnst
tvo tíma. Áður var þessi kaup-
greiðsla 14 kr. (1400 kr. gamlar).
Byrjunarlaun aðstoðarlækna sem
hafa 7 ára háskólanám að baki eru
7426 kr. eða ámóta og laun
mjólkurbílstjóra, sögðu læknarn-
hafa að loknu kandidatsprófi
margra ára sérnám að baki er
11470 kr. miðað við dagvinnu, en
þar er um að ræða lækna á
aldrinum 32—40 ára.
Þá kom það fram að Reykjavík-
urborg hefur boðið hliðstæða
samninga, en niðurstöður Kjara-
dóms varða einungis laun sjúkra-
húslækna á ríkisspítölum.
Læknafundurinn fól Félagi sér-
fræðinga og Félagi ungra lækna
að tilnefna menn í nefnd til þess
að fjalla um hvað unnt sé að gera
í stöðunni og mun sú nefnd hefja
störf í vikunni, en þeir sögðu að
fyrir lægju fjöldauppsagnir ein-
stakra lækna ef svo færi sem
reynslan hefði sýnt í þessum
efnum í kjarabaráttu lækna sl. 20
ár.
Læknar hafa ekki neitað að
sinna sjúkum í slíkri stöðu, en
hins vegar hafa þeir unnið sam-
kvæmt taxta Læknafélags Reykja-
víkur þar til samið hefur verið á
ný.
Þá kom það fram hjá læknunum
að mikil óánægja ríkti í stéttinni
með þróunina í skattamálum þar
sem sífellt væri höggvið meira og
meira af tekjum lækna, nú síðast
hefði verið felldur niður sem
frádráttur til skatts, kostnaður
lækna af bílum í sambandi við
starf þeirra og einnig kostnaður
við bækur og tímarit, en þó eru
læknar eina stéttin á landinu sem
er skyldug samkvæmt lögum að
viðhalda menntun sinni og er
slíkur kostnaður ærinn.