Morgunblaðið - 05.03.1981, Page 7
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 5. MARZ 1981
7
Félag viöskiptafræöinga og hagfræöinga
Nýjungar í Viðskiptadeild
Almennur félagsfundur verður haldinn í Árnagaröi,
stofu 201, kl. 20.00 í kvöld, fimmtudaginn 5. mars.
Kennarar í fyrirtækjakjarna Viöskiptadeildar kynna
nýjungar í námsefni, nýjar bækur o.fl.
Fundanefnd.
Lærið vélritunl
Ný námskeið hefjast fimmtudaginn 5. marz.
Kennsla eingöngu á rafmagnsritvélar, engin heima-
vinna.
Innritun og upplýsingar í síma 41311 eftir kl. 13.
Vélritunarskólinn,
Suðurlandsbraut 20.
Aðalfundur
Nemendasambands Menntaskólans á Akureyri verö-
ur haldinn á Hótel Esju í kvöld og hefst klukkan
20.30. Venjuleg aöalfundarstörf. Allir gagnfræöingar
og stúdentar frá M.A. velkomnir.
Stjórnin
Stevie Wonder reynir sífellt að komast nær
hinu fullkomna. Hann vinnur lög sín skref
fyrir skref er hann hljóðritar þau. Stevie leikur
upptökurnar aftur og aftur til að kanna til
fullnustu fráganginn og gæðin.
TDK á margt sameiginlegt með Stevie. TDK
kassettan er samsett af vísindalegri nákvæmni
úr 250 hlutum.
1117 atriði eru athuguð á kassettuhylkinu einu
saman. Hver einasta TDK kassetta er prófuð
við hinar ólíkustu aðstæður hita og kulda og
ávallt skila þær fullkomnum gæðum.
Þess vegna haldast tóngæði TDK óskert um
langan aldur.
Við komumst að
því að Stevie Wonder
hóf að nota TDK kass-
ettur löngu áður en
við leituðum til hans.
Það segir sína sögu
um gæðin þegar svo
vandvirkur tónlistar-
maður á í hlut.
Höldum þeim
við efnið
Tíminn fjallar i for-
ystuKTCin um febrúar-
lögin frá 1978 og þróun-
ina síðan og scgir: „Nú
stendur rikisstjórn
Gunnars Thoroddsens að
efnahagsaðgerðum, sem
á allan hátt eru
sambærilegar og sam-
rýmanlegar við aðgerð-
irnar i febrúarlögunum
1978. Aðgerðirnar nú
hafa sama markmið og
febrúarlögin: að draga
úr verðbólgu og tryggja
kaupmátt með þvi m.a.
að draga ur krónutölu-
þenslunni hvort sem er i
Íaunum eða i öðrum
þáttum efnahagslifsins.
En nú verða vist engin
ólæti á vinnumarkaðin-
um. Reynslan hefur
kennt forystumönnum
launþegasamtakanna
dýrmæta lexíu. Og þeir
hafa reynzt menn tií að
meðtaka dóm reynslunn-
ar. beir viðurkenna nú i
verki mistökin miklu
sem þeir gerðu i flokks-
pólitisku skyni árið
1978. Að visu er Ás-
mundur Stefánsson nýr
á stóli forseta ASt en
flestir bjuggust reyndar
við að hann léti skyn-
semi ráða gerðum sin-
um. En aðrír eru lika
menn að meiri og má i
þeim hópi nefna þá
Kristján Thorlacius leið-
toga opinberra starfs-
manna og Guðmund J.
Guðmundsson alþýðu-
foríngja. Guðmundur J.
Guðmundsson hófst til
þingmannstignar eftir
upphlaupin og útflutn-
ingsbannið 1978. Nú vex
hann i augum alþjóðar
er hann nýtir þing-
mannsumboð sitt til þess
að bæta fyrír mistökin
frá 1978“
Siðan segir Timinn, að
þegar forystumenn
verkalýðssamtakanna
hafi lært af mistökum
Kauprán eöa slétt skipti?
Tíminn telur aögeröir núverandi ríkisstjórnar sambærilegar viö
febrúarlögin 1978. Þjóöviljinn taldi þau kauprán en telur
aögeröirnar nú slétt skipti. Samkvæmt skilningi Tímans ætti
Alþýöubandalagiö aö líta á aðgeröirnar nú sem kauprán. Hvernig
getur staöiö á því aö tveir höfuöflokkar ríkisstjórnarinnar hafa
gjörólíkan skilning á því sem þeir voru aö gera um síðustu áramót?
sinum hafi aðrir gleymt
flestu þvi góða og gagn-
lega, sem þeir áður
höfðu á takteinum. Blað-
ið segir: „Fremstir i
þessu óhappaliði eru
skríffinnar Morgun-
blaðsins... Morgunblað-
ið hefur algerlega
gleymt allri ábyrgðar-
tilfinningu og skilningi
á þörfum og hagsmun-
um þjóðarinnar
Vegna úlfúðarinnar i
garð Gunnars Thor-
oddsens og rikisstjórnar-
innar hefur Morgun-
blaðið nú tapað áttun-
um. Það er álika sorg-
legt og lærdómar laun-
þegaforystunnar eru
gleðiefni.“
Margt er athyglisvert
í þvi, sem hér hefur verið
vitnað til úr skrifum
Timans. Hins vegar er
bersýnilegt. að rítstjórar
Timans hafa ekki lesið
Morgunblaðið nægilega
vel. Lesi þeir betur
munu þeir komast að
raun um að Morgunblað-
ið hefur engu gleymt frá
1978, hvorki ábyrgðar-
tilfinningu né öðru. En
það veitir ekki af að
halda þeim Ásmundi
Stefánssyni, Kristjáni
Thorlacius og Guðmundi
J. Guömundssyni við
efnið. Einungis með þvi
að rífja rækilega upp
atferli þeirra frá 1978 og
minna þá á það nægilega
oft er von til þess, að
þeir hafi ekki gleymt
mistökum sinum. þegar
ný rikisstjórn tekur við
völdum, rikisstjórn, sem
ekki er skipuð fulltrúum
Alþýðubandalagsins.
Morgunblaðið mun sjá
til þess, að þeir þre-
menningar og aðrír úr
þeirra hópi muni ekki
gleyma fortið sinni.
Morgunblaðið mun sjá
til þess um langa fram-
tíð, að þeir gleymi ekki
mistökum sinum. Ef það
er rétt hjá Timanum,
sem ekki skal fyrírfram
dregið i efa, að þeir hafi
i raun lært af mistökun-
um er það til þess fallið
að halda þeim við efnið
að rifja þau upp við og
við. Þess vegna getur
upprifjun Morgunblaðs-
ins ekki verið neitt sorg-
arefni, þvert á móti hlýt-
ur hún að vera sérstakt
gleðiefni, ekki sizt fyrir
ábyrga menn eins og
ritstjóra Ttmans. Og
þess vegna ættu þeir að
taka þátt i þvi með
Morgunblaöinu að halda
þeim félögum við efnið.
Sambæri-
legar við
1978?
Annars er það athygl-
isvert, að Timinn skuli
komast að þeirri niður-
stöðu. að aögerðir ríkis-
stjórnar Gunnars Thor-
oddsens séu á allan hátt
sambærílegar við febrú-
arlögin. Morgunblaðið
hefur vakið athygli á
þvi, að eitt sé a.m.k.
sameiginlegt með þess-
um lögum. þ.e. visitölu-
skerðingin. Alþýðu-
bandalagið vill hins veg-
ar ekki viðurkenna það
og kallaði febrúarlögin
kauprán en bráða-
birgðalögin nú slétt
skipti. Miðað við skiln-
ing Timans ætti Alþýðu-
bandalagið að kalla að-
gerðirnar nú kauprán.
Hvernig getur á þvi
staðið að tveir höfuðaðil-
ar núverandi ríkisstjórn-
ar leggi gjörólikan
skilning i þær aðgerðir,
sem þessir tveir flokkar
stóðu að um siðustu ára-
mót?
Sviptingar í Eyjalögreglu
SVIPTINGAR hafa átt sér stað að
undanförnu innan lögreglunnar i
Vestmannaeyjum vegna manna-
ráðninga og hefur ráðuneytið breytt
ráðningum vegna ættartengsla
manns sem búið var að ráða. en þar
var um að ræða son yfirlögreglu-
þjóns. í framhaldi af þvi tók yfir-
lögregluþjónninn lyklavöld af varð-
stjóra sem mótmælti þvi að lausráð-
inn lögregluþjónn sem starfað hef-
ur i Eyjum i þrjú ár hafði ekki verið
endurráðinn.
Aðdragandi málsins var sá að
auglýst var ein föst staða lögreglu-
þjóns og auk margra umsækjenda
voru tveir lögregluþjónar sem voru
lausráðnir. Var öðrum þeirra veitt
staðan. Að auki voru tveir nýir menn
lausráðnir en hinn lögregluþjónninn,
sem sótti um fasta stöðu og hafði
verið lausráðinn í þrjú ár, fékk ekki
endurráðningu. Kvartaði hann til
dómsmálaráðuneytisins og breytti
ráðuneytið ákvörðun embættisins í
Eyjum, að sögn Hjalta Zóphonías-
sonar, á þeirri forsendu að ráðuneyt-
ið hefur þá grundvallarreglu að ráða
ekki menn með náin ættartengsl í
fámennt lögreglulið, en embættinu í
Eyjum var ekki kunnugt um þessa
afstöðu að sögn Hjalta.
Var ráðning lögreglumannsins
með þriggja ára starfsreynsluna því
endurnýjuð en ættingi yfirlögreglu-
þjónsins verður aðeins í starfi til
vors. í framhaldi af þessu hefur
skorist í odda milli yfirlögreglu-
þjónsins og eins varðstjórans og að
sögn Hjalta veitti yfirlögregluþjónn-
inn varðstjóranum áminningu fyrir
afskipti af kjara- og samningamálum
og einnig tók hann lykil af varðstjór-
anum að skrifstofu þar sem talstöðv-
ar og fleiri neyðargögn eru geymd ef
slíkt ástand kemur upp.
Að sögn Hjalta hafa menn hótað
uppsögnum vegna þessa máls, en
unnið er að sáttum.