Morgunblaðið - 05.03.1981, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 05.03.1981, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 5. MARZ 1981 11 Tilraunaverksmiðja Rannsóknastofnunar fiskiðnaðarins, sem er til húsa á neðstu hæð útvarpshússins að Skúlagötu 4. ' (Ljósm. Emilía). Rannsóknastofnun fiskiðnaðarins: Ætlar að framleiða humarkraft á næstu vertíð og flytja út AÐ ÞVÍ er stefnt, að tilrauna- verksmiðja Rannsóknastofnunar fiskiðnaðarins geti tekið til starfa fyrir humarvertíðina á næsta sumri. Meðal þess, sem verksmiðjan verður notuð til, verður framleiðsla á humar- krafti, sem mikið er notaður við súpugerð i Frakklandi, Hollandi, Bandaríkjunum og víðar. Þá er hugmyndin að nota verksmiðj- una á fleiri vegu, t.d. til að vinna fiskikraft úr ýmsum úrgangi, svo sem flökunarbeinum og smáfiski eins og spærlingi og loðnu, en fyrst í stað verður lögð áherzla á humarinn. þ.e. klær hans og búk. *» Björn Dagbjartsson, forstjóri Rannsóknastofnunar fiskiðnaðar- ins, sagði í samtali við Mbl. að alliengi hefði verið unnið að þess- ari tilraunaverksmiðju með það í huga að fullvinna í henni ýmsar aukaafurðir sjávarafla. Hann sagði að byrjað væri að „keyra" verksmiðjuna með því að nota vatn til að draga kraft úr fiski. Það gengur þó ekki við humarinn því til að fá hinn rauða lit hans til Árshátíð Rang- æingafélagsins á laugardaginn ÁRSHÁTÍÐ Rangæingafélagsins í Reykjavík verður haldin í Domus Medica við Egilsgötu iaugardag- inn 7. marz kl. 19. Hefst hátíðin með sameiginlegu borðhaldi kl. 19:30, en að því loknu syngur kór félagsins undir stjórn Þóru Guð- mundsdóttur. Gestur kvöldsins, Þórður Tómasson safnvörður, flytur ávarp. Síðan verður rabbað og dansað. Miðar verða seldir í anddyri Domus Medica í dag kl. 17 til 19 og óseldir miðar verða fáanlegir við innganginn á laugar- daginn. að halda sér þarf að nota alkóhól við vinnsluna. — Alkóhólið hefur íkveikju- hættu í för með sér og því hafa öryggisyfirvöld gert það að skil- yrði fyrir starfrækslu verksmiðj- unnar að byggt verði eldtraust hús í kringum hana, sagði Björn Dag- bjartsson, en verksmiðjan er til húsa á neðstu hæð hússins að Skúlagötu 4. Útboðsgögn hafa verið send út og er ætlunin að eldtraustu veggirnir verði byggðir í vor, þannig að verksmiðjan verði tilbúin fyrir humarvertíðina. Rannsóknastofnunin safnaði nokkru af hráefni í fyrra, en aðilar á Hornafirði, Djúpavogi og í Vestmannaeyjum hafa tekið vel í beiðni stofnunarinnar um að safna humri til þessarar vinnslu í sumar. Ekki er ætlun Rannsókna- stofnunarinnar að fara út í fram- leiðslu á næstu árum, hér er aðeins um tilraunaverksmiðju að ræða, en ef tilraunin tekst vel gætu slíkar verksmiðjur risið á þeim stöðum, þar sem mest er unnið af humri. Aðeins lítill hluti humarsins er hirtur og um % hlutar hans fara beint í sjóinn aftur ónýttir. Ef reiknað er með, að þrjú þúsund tonn veiðist af humri á næsta sumri, má áætla að um 2 þúsund tonn megi nýta til vinnslu eins og nú er verið að fara af stað með. Rannsóknastofnunin hefur fengið um 5% af þurrum krafti í tilraun- um sínum og miðað við það hlutfall mætti fá um 100 tonn af humarkrafti úr humaraflanum. Hollenskt fyrirtæki seldi nokk- ur kíló fyrir rannsóknastofnunina og fengust þá 75 gyllini fyrir kílóið af kraftinum. Miðað við þær forsendur gætu fengist um 20 milljónir nýkróna fyrir humar- kraftinn á ári eða um 2 milljarðar gkróna í útflutningsverðmæti fyrir afurð, sem áður hefur ekki verið unnin hérlendis. Vörumarkaðurinn hf. [ Sími 86112. Ýmislegt: Korktöflur — speglar — margar teg. — blómapottar — kassettustatíf — setjara- kassar — lyklaskápar —■ fatahengi — skógrindur — hornhillur og fl. í eldhúsið: Kaffipokastatíf — snagar — hnífaparaskúffur — kryddhill- ur — puntuhandkl.hengi — bakkar — vegghillur — eld- húsrúllustatíf — eggjabikarar og fl. í baðherbergið: WC rúllu statíf — handkl. hengi — sápustatíf — glasa- statíf — bekkir — snagar — kollar — baöskápar — spegl- ar og fl. FUNDUR ER SETTUR! Þegar þessi orð eru sögð er undirbúningi fundarins lokið og sjálf fundarstörfin framundan. Eigiþau að ganga fyrirsig á fljótan og árangursrikan hátt, verður aðstaðan að vera fyrsta flokks. Á Hótel Loftleiðum eru funda- og samkomusaliraf öllum gerðum og stærðum. Og öll þau tæki sem nútima fundatækni krefst, myndvarpar, sýningarvélar, töflur-aðstaða til að vélrita og fjölrita, jafnvel túlka yfir á ólík tungumál. Veitingareftir þvi sem óskað er. Leitið upplýsinga þar sem reynslan er mest og aðstaðan best. HÓTEL LOFTLEIÐIR Sími22322 öW Idi Se ndan? Furu smávörur Glæsilegt úrval

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.