Morgunblaðið - 05.03.1981, Page 12
Málhildur______
Angantýsdóttir:
12
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 5. MARZ 1981
Verkalýðsskóli Sjálfstæðisflokksins:
Megintilgangurinn er að veita
fræðslu um verkalýðshreyfinguna,
VERKALÝÐSRÁÐ Sjálfstæðis-
flokksins ætlar að efna til
fræðslunámskeiðs i verkalýðs-
málum vikuna 14. —21. marz. í
tilefni af því sneri launþegasíð-
an sér til Hilmars Guðlaugsson-
ar. framkvæmdastjóra Verka-
lýðsráðs. og spurði hann um
tilgang og viðfangsefni slíks
námskeiðs.
„Þetta námskeið er haldið á
vegum Verkalýðsskóla Sjálf-
stæðisflokksins, en hann var
stofnaður 1975 og hafa slík
námskeið verið haldin árlega
síðan. Megintilgangurinn er að
veita þátttakendum fræðslu um
verkalýðshreyfinguna, uppbygg-
ingu hennar, störf og stefnu. Þá
er stór þáttur í námskeiðinu að
þjálfa nemendur í að koma fyrir
sig orði, taka þátt í almennum
umræðum og ná valdi á hinum
fjölbreyttu störfum í félagsmál-
um. Rétt er að benda á, að einn
þáttur námskeiðsins er fjöl-
störf hennar
og stefnu
miðlatækni og framkoma í sjón-
varpi. Þátttakendur munu fá
ákveðin viðfangsefni til að leysa
fyrir framan sjónvarpstökuvél
og verður upptakan síðan skoðuð
og gagnrýnd. Mikilvægur þáttur
í þessu námskeiði er ennfremur
atriði tengd vinnumarkaði —
fræðsla um kjaramál og samn-
inga og almenn atriði efna-
hagsmála.
Allt frá því að Verkalýðsráð
Sjálfstæðisflokksins var stofnað
1948 hafa fræðslunámskeið verið
haldin um lengri eða skemmri
tíma á vegum þess. Fyrst var um
að ræða kvöld- og helgarnám-
skeið og síðan þróaðist þetta upp
í skóla. Eitt skiptið var slíkt
námskeið haldið að Búðum á
Snæfellsnesi og dvöldu þátttak-
Hilmar Guðlaugsaon, fram-
kvaamdastjóri Varkalýðsréðs
Sjélfstaaðisflokksins.
endurnir þar í um vikutíma. Að
þessu sinni höldum við nám-
skeiðið kvöld og helgar, þannig
að menn þurfa ekki að taka sér
frí frá vinnu þess vegna. Þátt-
taka verður miðuð við 20 manns
og er öllum velkomið að taka
þátt í námskeiðinu, hvort sem
þeir eru flokksbundnir eða ekki.
Kristján Ottósson mun kenna
ræðumennsku og Skúli Möller
kennir fundarsköp. Gunnar
Helgason mun fja.Ua um sögu og
hlutverk verkalýðshreyfingar-
innar og Guðmundur H. Garð-
arsson talar um Sjálfstæðis-
flokkinn og verkalýðshreyfing-
una. Fjölmiðlatækni verður í
höndum Markúsar Arnar Ant-
onssonar. Um félags- og kjara-
mál sjá þeir Ágúst Geirsson,
Magnús L. Sveinsson og Pétur
Sigurðsson. Hilmar Jónasson
fjallar um vinnumarkaðsmál,
Björn Þórhallsson talar um upp-
byggingu og fjármagn verka-
lýðsfélaga og Sigfinnur Sigurðs-
son um efnahagsmál og vísitöl-
ur.“
Rádstefna um ástand og horfur í atvinnumálum
Dökkt útlit í málefnum
byggingariðnaðarins
Grundvall-
arhugtök
efna-
hagslífsins
EINN þáttur námsskrár Verka-
lýðsskólans fjallar um efna-
hagsmál og vísitölur, en leið-
beinandi þess þáttar er Sigfinn-
ur Sigurðsson. hagfræðingur.
„Ég mun fjalla um grundvallar-
hugtök efnahagslífsins,“ sagði
Sigfinnur, þegar hann var innt-
ur cftir því hvað fólgið væri í
þessum námsþætti.
„Ennfremur verður fjallað ít-
arlega um vísitölur, s.s. fram-
færsluvísitölu, kaupgjaldsvísi-
tölu, verðbótavísitölu o.fl., rætt
um hvernig þessar vísitölur eru
reiknaðar og hvernig þær eru
notaðar. Samhengi kaupgjalds-
vísitölunnar við aðra þætti verð-
ur skoðað og reynt að meta áhrif
framfærsluvísitölunnar á kaup-
Sigfinnur Sigurösson fjallar um
•fnahagsmél og vísitölur é
fraaöslunémskeiói Verkalýósskól-
ans.
gjald í sambandi við þróun
efnahagsmála almennt og hvort
sú leið, sem farin hefur verið
hingað til, er yfirleitt sú heppi-
legasta," sagði Sigfinnur að lok-
um.
DÖKKT útlit er nú í atvinnu-
málurn landsmanna og þá sér-
staklega í hyggingariðnaði. Nú
þegar er mjög farið að bera á
uppsögnum starfsfólks i verk-
smiðju- og þjónustuiðnaði.
Verkalýðsráð Sjálfstæðisflokks-
ins mun ræða ástand og horfur
i atvinnumálum á ráðstefnu,
sem haldin verður i Valhöll,
laugardaginn 7. marz nk.
Ráðstefnan hefst kl. 9.30 með
ávarpi Geirs Hallgrímssonar,
formanns Sjálfstæðisflokksins.
Að því loknu verða flutt fram-
söguerindi. Guðmundur H.
Garðarsson, viðskiptafræðingur,
mun fjalla um áhrif verðbólgu á
fjármagnsstreymi í atvinnulíf-
inu. Styrmir Gunnarsson, rit-
stjóri, mun ræða um Sjálfstæð-
isflokkinn og ísienzka atvinnu-
vegi. Um ástand og horfur í
atvinnumálum iðnaðarmanna og
verksmiðjufólks munu fjalia:
Bjarni Jakobsson, formaður
Iðju, Víglundur Þorsteinsson,
framkv.stj., Gunnar S. Björns-
son, formaður Meistarasam-
bands byggingarmanna og Helgi
St. Karlsson, formaður Múrara-
félags Reykjavíkur. Sigurður
Óskarsson, formaður verkalýðs-
ráðs Sjálfstæðisflokksins, mun
fjalla um atvinnumál dreifbýlis-
ins.
Eftir hádegið verða pallborðs-
umræður undir stjórn Péturs
Sigurðssonar, alþingismanns, en
í palli munu sitja allir framsögu-
menn og munu þeir ræða sín á
milli um málin auk þess sem
ráðstefnugestum gefst kostur á
að koma sínum sjónarmiðum á
framfæri og spyrja framsögu-
menn.
Konur
ófúsar að
taka þátt í
félagsstarfi
„Þátttaka i Verkalýðsskóla
Sjálfstæðisflokksins veitir
manni góða þjálfun i ræðu-
mennsku, auk þess sem maður
öðlast öryggi við að stjórna og
taka þátt i fundum. en slikt er
mjög nauðsynlegt til að geta
starfað af einhverjum krafti í
verkalýðsfélögum,“ sagði Mál-
hildur Angantýsdóttir. sjúkra-
liði, þegar rætt var við hana i
tilefni af því að 14.—21. marz
Mélhildur Angantýsdóttir, gjald-
keri Sjúkralióafólags íslands.
nk. verður Verkalýðsskóli Sjálf-
stæðisflokksins starfræktur, en
Málhildur tók þátt i síðasta
námskeiði skólans. Málhildur
hefur starfað sfðustu tiu árin á
Landakotsspítala og verið gjald-
keri i stjórn Sjúkraliðafélags
íslands siðustu sjö árin.
— Finnst þér þátttaka kvenna í
starfsemi stéttarfélaga hafa auk-
ist á undanförnum árum?
„Konur eru afskaplega ófúsar
að taka þátt í félagsstarfi. Þær
láta yfirleitt allt annað ganga
fyrir og taka ekki þátt í félags-
starfinu almennt fyrr en eitthvað
sérstakt kemur upp. Málin þurfa
að brenna mjög á þeim eða þær
verða að vera reiðar til að sjá
ástæðu til að taka til máls. Þessu
er ekki svona farið með karl-
menn, þeim finnst sjálfsagðara
að skipta sér af málum og eru
miklu virkari, jafnvel í þeim
stéttarfélögum, þar sem konur
eru þó í yfirgnæfandi meirihluta.
Til dæmis eru í sumum stéttar-
félögum konur um 70% félags-
manna, en aðeins ein eða í mesta
lagi tvær í stjórn. Hvar eru þær?
Ástæðan fyrir þessu afskiptaleysi
þeirra er að einhverju leyti sú, að
konur eru óöruggari með sig og
þora ekki að láta í sér heyra,
nema ef þær eru alveg vissar með
það, sem þær vilja segja. Nám-
skeið eins og þetta, sem Verka-
lýðsskólinn býður upp á, á ein-
mitt að bæta úr þessu, þar sem
gott tækifæri gefst til að æfa sig
í fundarsköpum og að þora að tjá
sig undirbúningslaust."
— Hvað fannst þér helzt koma
að gagni á þessu námskeiði?
„Fyrir utan þetta sem ég hef
þegar nefnt, þ.e. ræðumennsku og
fundarsköp, fannst mér afar mik-
ilvægt að fræðast um kjaramálin
— um fjármagn, uppbyggingu og
starfsemi lífeyrissjóðanna, enn-
fremur um ýmsa aðra þætti, s.s.
vísitölur. Ollum, sem eru í fyrir-
svari í stéttarfélögum er nauð-
synlegt að geta útskýrt fyrir
félögum sínum hvernig laun eru
reiknuð út, hvernig vísitalan hef-
ur áhrif á þau og hver eru
réttindi launþega almennt." Ég
vil að lokum hvetja þá, sem
áhuga hafa á að taka þátt í
starfsemi síns stéttarfélags, að
sækja námskeið Verkalýsðskól-
ans, þar sem það veitir bæði
innsýn í fjöldamörg málefni
tengd verkalýðsbaráttunni og ör-
yggi í að tjá sig,“ sagði Málhildur
að lokum.