Morgunblaðið - 05.03.1981, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 05.03.1981, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 5. MARZ 1981 15 Hótel Loftleiðir: Búlgaríukynning LAND og ferAakynningarvika um Búlgaríu hefst í kvöld að Hótel Loftleiðum og mun hún standa til sunnudagskvölds og verður þar margt til skemmtun- ar auk þess sem gestum gefst kostur á að bragða á hinum ýmsu þjóðarréttum Búlgaríu. Það eru Ferðaskrifstofa Kjartans Helgasonar, Flugleiðir, Ferðamálaráð Búlgaríu og Balk- an Airlines ásamt Hótel Loft- leiðum, sem gangast fyrir kynn- ingunni og er þessi sú fimmta í röðinni. Að sögn Kjartans Helgasonar, mun ferðaskrifstofa hans skipuleggja ferðir til Búlg- aríu í sumar eins og undanfarin ár og sagði hann að ferðamanna- straumurinn þangað færi ört vaxandi ár hvert og að í fyrra hefðu um 5 milljónir ferða- manna frá um 120 þjóðlöndum lagt leið sína þangað. Hann sagði ennfremur að á þessu ári héldu Búlgaríumenn hátíðlegt 1300 á afmæli þjóðarinnar og væri því óvenjumargt þar um að vera og að í tilefni afmælisins hefði verið stofnuð búlgörsk- íslenzk hátíðarnefnd undir for- sæti Ingvars Gíslasonar, menntamálaráðherra. Kvöldin, sem búlgarska vikan stendur, verður framreiddur þarlendur matur í Víkingasal, en jafnframt koma fram listamenn, sem sýna töfrabrögð, þjóðdansa og tónlistamenn syngja og leika búlgörsk þjóðlög og alþjóðlega klassíska tónlist. Þá mun hljómsveit leika fyrir dansi. nGaldrakarlinn“ Koev leikur listir sinar. HAFA Classic Nýtísku Hafa baðinnréttingar i baðherbergið ykkar Útsölustaöir: Málningarþjónustan Akranesi, Atlabúöin Akureyri, Valberg Ólafsfiröi, Húsgagnaverslun Patreksfjarðar, JL-húsiö Reykjavík, JL-húsiö Borgarnesi, JL-húsiö Stykkishólmi, GÁB Selfossi, Brimnes Vestmannaeyjum, Har. Jóhannesson Seyöisfiröi. Kf. Hvammsfjarðar Búðardal, KASK Hornafiröi, Kf. Þingeyinga Húsavík, Kf. V-Húnvefninga Hvammstanga, Kf. Rangæinga Hvolsvelli, Kf. Fram Neskaupstaö, Kf. Skagfirðinga Sauðárkróki. Innréttingadeild II. hæö Vald Poulsen h/f Suöurlandsbraut 10 — Sími 86499. dagurinn í dag höldum við K-tel daginn hátíðleg- ann í verslunum Karnabæjar og kynn- um 5 frábærar plötur frá K-tel sem hver um sig inniheldur fjölbreytt safn góðrar tónlistar. Ýmsir — Chart Explosion Chart Explosion er stuðplata sem inniheldur 20 af vinsælustu lögunum þessa stundina. Þessi plata er ómissandi á hverjum þeim stað þar sem fjör á að ríkja. Hvort sem slá á upp veislu eða bara að hafa það náðugt í faðmi fjölskyldunnar, þá er Chart Explosion auðfúsugestur á hvert heimili. David Bowie — Pierre Belmonde — Themes For Dreams Themes For Dreams inniheldur fallegar tónsmíðar sem leiknar eru á svonefndar pan-viðarflaut- ur. Þetta er í senn hugljúf og seiðandi plata og hin sérstæði flutningur ljær lögunum róm- antískan blæ. Meðal laga á þessari plötu eru Ave Maria, Feelings, Whiter Shade of Pale, Amazing Grace, Love Story, Don’t Cry For Me, Argentina og Nights in White Satin. • Ýmsir — Axe Attack Axe Attack er kjörgripur og góð eign fyrir alla unnendur kraft- mikils rokks. Ef þú ert að feta þín fyrstu spor sem aðdáandi þungarokksins, þá er þetta einn besti leiðarvísirinn á þeirri braut. Hafir þú hins vegar fylgst með þungarokkinu í gegnum árin, þarf ekki að mæla með þessari plötu, því þú veist að hún gerir það sjálf. Best of Bowie David Bowie er einn litríkasti persónuleiki síðasta áratugar í poppinu og inniheldur þessi plata 18 af bestu lögum hans og er þeim raðað niður í rétta tímaröð á plötunni. Best of Bowie er í senn merk heimild um sérstakan tónlistarmann og góð plata sem allir ættu að eignast. Ymsir — The Love Album V___ Love Album er rómantísk 20 laga plata með jafnmörgum lista- mönnum sem flytja þekkt lög sem öll fjalla um tilhugalífið og ástina. Love Album er hugljúf plata sem inniheldur lög sem allir þekkja. Meðal flytjenda eru Diana Ross, Abba, Leo Sayer, Rod Stewart, Roxy Music og Commondores. Heildsöludreifing slttinorhf Símar 87542 — 85055.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.